Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgu Eldonfæddist 9. júlí 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Eldon fram- kvæmdastjóri, f. 20.2. 1919, d. 6.2. 1968, og Sveinlaug Lilja Jónsdóttir sjúkraliði, f. 7.3. 1925, d. 4.12. 1983. Systkini Helgu eru: Jón Eldon líffræð- ingur, f. 27.1. 1946, d. 22.1. 1994, Sveinn Eldon prófessor í heim- speki, f. 19.3. 1950, Hlín Eldon lækna- ritari, f. 9.7. 1953, og Einar Eldon, f. 11.8. 1964. Maki Helgu er Gunnar Guðjónsson, f. 25.2. 1939. Þau giftu sig í septem- ber 1977. Dætur Gunnars af fyrra hjónabandi eru: Lesa, Betty, Debra og Teresa Gudjons- son. Útför Helgu verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Helga er farin til Guðs, búin að fá hvíldina. Við munum öll sakna henn- ar sárt. Þegar mér verður hugsað til hennar hrannast minningarnar upp: Jól með Helgu og Hlín og fjöl- skyldunni á Kársnesbrautinni, dans- andi í kringum jólatréð, syngjandi jólalög. Alltaf var kveikt á fallegum kertum, sem ekki var algengt í þá daga. Og Helga alltaf brosandi og glöð. Helga, Hlín og Lóa systir kastandi mér á milli sín eins og bolta á fim- leikasýningum á Kársnesbrautinni, þar sem einnig voru búnar til stórar ballettsýningar og módelsýningar. Það kom snemma í ljós hvar áhugi Helgu lá. Fyrstu balletttöskuna mína fékk ég auðvitað frá Helgu. Þvílíkan dýr- grip hafði ég aldrei séð áður, rauð með sérhólfi fyrir ballettskóna. Ég hef aldrei á ævinni orðið jafnstolt. Fyrstu eyrnalokkana mína fékk ég einnig frá Helgu. Pabbi og mamma voru í útlöndum en þær systur hvöttu mig, níu ára gamla, að drífa í því að fá mér göt í eyrun (sem mig langaði svo í). En Helga gaf mér sína fyrstu eyrnalokka til þess að setja í eyrun og er ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Uppi á Ási hjá ömmu Helgu og afa Jóni voru gerð ýmis prakkarastrik. Mér er minnisstæðast þegar við vor- um í feluleik. Okkur lá svo á að við styttum okkur leið og enduðum í fjóshaugnum. Þegar okkur var loks- ins bjargað, eftir mikla angist, vor- um við sokknar upp að mitti. Ég fékk auðvitað engar skammir þar sem ég var yngst en sú varð ekki raunin með Helgu og Hlín. Fyrir nákvæmlega ári síðan fékk Helga að fara á hest- bak í síðasta skipti. Hún var orðin töluvert lasin en hana langaði samt sem áður í útreiðartúr. Það var dásamlegur maídagur og yndislegt veður. Helga hafði ekki farið í reið- túr í yfir 30 ár en það breytti engu. Hún stóð sig eins og hetja og hafði engu gleymt. Við riðum í gegnum Heiðmörkina, villtumst aðeins og lentum á göngustíg. Þessi leið var al- veg dásamlega falleg en aðeins lengri heldur en upphaflega stóð til. Helga talaði um það til síðasta dags hversu mikils virði þessi ferð var henni. Ballerínan Helga, svo falleg, sífellt brosandi, ávallt jákvæð og með svo gott hjarta. Hún var mikill dýravinur og mikill mannavinur, hún hvorki hugsaði né sagði nokkurn tímann styggðarorð um aðra manneskju. Ég sé hana núna fyrir mér dansandi á fögrum engjum með fullt af hvítum blómum. Þegar hún er ekki dans- andi, þá er hún ríðandi fögrum hesti sem líklega heitir Glæsir, með fal- lega brosið sitt. Guð blessi Gunnar, Hlín, Svein, Einar og minningu Helgu Eldon. Anna Pétursdóttir. Í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Helgu Eldon. Við þekktum Helgu ekki lengi en þau kynni sann- færðu okkur um að þessi kona átti stórt hjarta og var hetja í besta skilningi þess orðs. Helga var ásamt manni sínum Gunnari viðskiptafélagi okkar í verk- efni sem snerist um að veiða kónga- krabba við Noreg, verkefni sem enn þá er í gangi og gengur vel. Í þessu samstarfi kynntumst við sögu fegurðardrottningarinnar sem fór til Ameríku, varð ástafangin af skipstjóra á krabbabát, varð sjómað- ur, útgerðarmaður og skipseigandi, ásamt því að vera mannasættir í karlasamfélagi krabbaveiðanna. Lífsreynsla þessarar konu var mikil. Hún var tryggðatröllið sem fylgdi manni sínum á úfnum sjó við Alaska en hún var einnig heimskon- an sem sómdi sér í glæstum sölum. Þegar við kynntumst Helgu hafði krabbameinið gert vart við sig og hún gekk í gegnum erfiða meðferð. Dugnaður hennar var einstakur, hún vildi taka þátt í verkefninu og ekki láta sitt eftir liggja hvað sem það kostaði. Í þessari vinnu var það hún sem sætti prímadonnurnar þegar karlmennskan ætlaði að bera aðra meðlimi hópsins ofurliði. Okkur þótti vænt um Helgu og við litum á hana sem vinkonu okkar. Í okkar augum var hún merkisberi já- kvæðni og hlýju, mannkosta sem ekki eru alltaf metnir í viðskiptum. Við vottum Gunnari og öðrum að- standendum Helgu okkar innileg- ustu samúð. Hafsteinn Ásgeirsson, Jón Atli Kristjánsson. Kær vinkona er fallin frá í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Okkar kynni hófust í Listdansskóla Þjóð- leikhússins fyrir margt löngu. Við dönsuðum saman, skemmtum okkur og nutum lífsins saman. Það var líf, það var fjör og það voru blöðrur, sviti og tár. Þegar við hugsum um Helgu Eldon hugsum við fallega því hún var einstaklega falleg mann- eskja. Helga hafði glettið augnaráð og það var alltaf eins og að hún væri að fara að segja skondna sögu. Hún var ljúf og góð og bar hag annarra fyrir brjósti. Helga tók þátt í fjöl- mörgum uppfærslum Þjóðleikhúss- ins frá unglingsaldri og gekk síðan til liðs við Íslenska dansflokkinn við stofnun hans árið 1973. Helga var fallegur, hávaxinn og tígulegur dans- ari. Hún starfaði með Íslenska dans- flokknum í nokkur ár og tók þátt í uppfærslum flokksins á því tímabili. Helga hafði sérstaklega góða nær- veru og hennar var sárt saknað eftir að hún flutti til útlanda og gekk í hjónaband. Margar góðar minningar eigum við í hjörtum okkar tengdar Helgu og ljúfu viðmóti hennar en hún var alla tíð vingjarnleg og vildi öllum vel. Helga var vinur í raun. Þegar hún kom heim árið 2004 var ekki eins og tæpir þrír áratugir hefðu liðið, held- ur var eins og við hefðum síðast sést í gær. Í dag er okkur efst í huga af hve miklum hetjuskap og hugprýði ljúf- lingurinn Helga tók á veikindum sín- um. Helga trúði á Guð og gaf það henni mikinn styrk. Við höfðum tækifæri til að hittast oft og vera í góðu sambandi við Helgu eftir að hún kom til Íslands og kunni hún vel að meta það og fann hve vænt okkur þótti um hana. Við vottum Gunnari eiginmanni Helgu, Hlín tvíburasystur hennar og bræðrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helgu Eldon. Auður Bjarnadóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Guðrún Páls- dóttir, Helga K. Bernhard, Ingi- björg Björnsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Kristín Á. Björns- dóttir, Nanna Ólafsdóttir, Ólafía K. Bjarnleifsdóttir. HELGA ELDON Kær vinur, Hregg- viður Hermannsson læknir, er fallinn frá og langar mig að þakka honum samfylgdina og vináttu sem hann hefur sýnt mér og minni fjölskyldu í gegnum tíðina. Kynni okkar hófust árið 1970 er ég hóf sambúð með Birni syni Krist- bjargar en hún var fyrri kona Hreggviðs. Hún lést á besta aldri árið 1980 frá þrem ungum börnum þeirra hjóna, blessuð sé minning hennar. Nokkrum árum seinna gift- ist hann Lilju en hún átti tvö börn fyrir og í sameiningu ólu þau upp barnahópinn. Hreggviður var glæsimenni, traustur, hlýr í allri umgengni og stutt var í glettni og gamansemi. Ég mat hann mjög mikils og fannst gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á og ef veikindi voru á heimilinu. Við stórfjölskyldan áttum saman margar ógleymanlegar stundir en Hreggviður var höfðingi heim að sækja. Þá var mikið rætt um hin ýmsu málefni enda var hann mjög víðlesinn og fróður maður. Hann hafði sérstakar mætur á ljóðum sem hann gat þulið upp ef svo bar undir. Ég vil þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir börnin mín, en hann var mjög barngóður og hafði gott lag á börnum. Hann vildi fylgj- ast með þeim bæði í leik og starfi. Gísli sonur minn var tíður gestur á heimili þeirra hjóna þegar hann var ungur drengur og hafði miklar mætur á afa sínum. Þegar Kristín, dóttir mín dvaldi við nám í Banda- ríkjunum um árabil komu afi henn- ar og Lilja í óvænta heimsókn í skólann en þau voru á ferðalagi á nálægum slóðum. Það voru fagn- HREGGVIÐUR HERMANNSSON ✝ HreggviðurHermannsson fæddist í Hrísey á Eyjafirði 22. júlí 1931. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi laugar- daginn 8. apríl síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Keflavíkurkirkju 19. apríl. aðarfundir og henni þótti ákaflega vænt um þessa heimsókn. Síðastliðin tvö ár höf- um við Lilja gengið mikið saman og Hreggviður fylgdist með þessu brölti okk- ar af miklum áhuga og tók oft þátt í und- irbúningi, enda ráða- góður mjög. Nú er komið að endalokum og öll þjáning að baki. Það er stórt skarð sem þú skilur eftir, en minningin um þig mun lifa með okkur. Elsku Lilja, börn og fjölskyldur þeirra, það var aðdáunarvert hvern- ig þið mynduðu skjaldborg um ást- vin ykkar og gerðuð allt sem hægt var til að létta síðustu dægrin. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu sam- úð. Ásdís Johnsen. Kæri afi, þá er komið að kveðju- stund. Fyrir mér varstu alltaf svo sterkur og hraustur. Ekkert gat bit- ið á þig. En nú ertu farinn frá okk- ur. Á mínum uppvaxtarárum fannst mér ekkert skemmtilegra en að koma í heimsókn til ykkar í Smára- tún 19 í Keflavík. Þar var alltaf mik- ið um að vera enda barnahópurinn stór og fjörugur. Þú varst fastur fyrir og ákveðinn uppalandi. Allir þurftu að klára matinn sinn. Ég man eftir því að hafa setið ein eftir við matarborðið því ég hafði ekki lokið við matinn. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir þér og treysti því sem þú sagðir eða ráðlagðir mér. Man ég eftir einu samtali við þig í síma þar sem þú hnerraðir næstum þrettán sinnum. Ég vildi vita hvort þú værir að kvefast en þú svaraðir um hæl að þetta væri nú bara hraustleika- merki. Þetta lýsir þér svo vel. Þú kipptir þér ekki upp við lítilvæga hluti eins og smá kvef. Með þessum orðum kveð ég þig. Kæra Lilja, börn og barnabörn, ég votta ykkur samúð mína. Margrét Blöndal. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, AXEL BJÖRNSSON, Lindarhvammi 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudag- inn 11. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Helga María Ólafsdóttir, Ólafur Ágúst Axelsson, Hólmfríður Karlsdóttir, Anna María Axelsdóttir, Gunnar Freyr Jónsson, Axel Breki Eydal, Kaja Gunnarsdóttir, Fanney Dagmar Arthúrsdóttir, Ólafur Helgi Grímsson og systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HARALDUR SIGURGEIRSSON, Fossgötu 7, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar aðfaranótt föstu- dagsins 5. maí. Útför hans fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 13. maí kl. 14.00. Jónína Gunnarsdóttir, Sigrún M. Guðmundsdóttir, Kristinn R. Sigtryggsson, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, Anna I. Lúðvíksdóttir, Geirdís L. Guðmundsdóttir, Indriði Gunnar Grímsson, Eyþór Sigurgeir Guðmundsson, Jóna Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Karl Helgason, barnabörn og langafabörn. KRISTÍN SVEINSDÓTTIR fyrrv. matráðskona, lést laugardaginn 29. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.