Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVER VAR VIÐ STÝRIÐ? Tekist var á um það hvort Jónas Garðarsson, sem ákærður hefur ver- ið vegna dauða tveggja þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri í september í fyrra, sat við stýrið þegar slysið varð, í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Mál- flutningi lauk á áttunda tímanum í gærkvöldi. Verður dómur kveðinn upp innan þriggja vikna. Ekkert fararsnið á Blair Tony Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, hafnaði í gær með öllu kröfum þess efnis að hann gerði grein fyrir því hvenær hann hygðist stíga upp úr stóli forsætisráðherra. Sagði hann að slíkt myndi hafa „lam- andi“ áhrif á störf ríkisstjórnar- innar, en tók fram að hann myndi gefa arftaka sínum góðan tíma til að festa sig í sessi. Íransforseti sendi Bush bréf Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur skrifað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagðar eru fram tillögur um lausn á deilu ríkjanna um kjarnorkuáætl- anir Írana. Talsmaður Þjóðarörygg- isráðs Bandaríkjanna sagði í gær- kvöldi að bréfið breytti ekki afstöðu Bandaríkjastjórnar í deilunni. Mótmæla umfjöllun Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær var fjallað um Baugsmálið og m.a. vitnað í gögn málsins sem hing- að til hafa ekki verið gerð opinber, m.a. lögregluskýrslur. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent útvarpsstjóra bréf vegna um- fjöllunarinnar. Sömuleiðis hefur stjórnarformaður Baugs gefið frá sér yfirlýsingu og verjendur tveggja sakborninga málsins, þeirra Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs. Er þar umfjölluninni mótmælt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 14 Bréf 30 Viðskipti 15 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Myndasögur 40 Akureyri 19 Dagbók 40/43 Austurland 20 Víkverji 40 Suðurnes 20 Velvakandi 41 Landið 21 Staður og stund 42 Daglegt líf 22/23 Ljósvakamiðlar 50 Menning 25, 44/49 Veður 51 Umræðan 28/31 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %             &         '() * +,,,                      HITI fór upp í 22 gráður á Þingvöllum um miðjan dag í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands. Þá var 20 stiga hiti á Hjarðarlandi í Biskups- tungum, í Árnesi, 21 gráða í Borgarnesi og Stafholts- ey og 20 á Hvanneyri. Á Hallormsstað fór hitinn í 19 gráður, 18 á Gríms- stöðum á Fjöllum en svalara er fyrir norðan út við sjó, 3–4 gráður. Oft hefur hiti farið í 20 stig í maí en þá einkum á Norður- og Austurlandi. Þetta þykir því óvenju mikill hiti á Suður- og Vesturlandi. Á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræð- ings á Veðurstofu Íslands, kemur fram að sérstaklega hafi verið merkilegt að sjá hitatölur á Þingvöllum í gær, en þar frysti í fyrrinótt. „Ótrúlegt að sjá hita- stigið rjúka þarna upp frá 1°C kl. sex í morgun upp í 19°C og það á aðeins 6 klst,“ að því er segir á www.esv.blog.is Sumarið bankaði upp á í Vestmanneyjum um síð- ustu helgi eins og annars staðar á landinu. Sem fyrr er það sérstaklega ungviðið sem nýtur þess að baða sig í sólinni. Þessir hressu Eyjakrakkar notuðu veð- urblíðuna í gær til að vaða í sjónum við Skansinn. Sjálfsagt hefur gosið í Heimaey árið 1973 ekki ver- ið börnunum ofarlega í huga í gær en á þessum slóð- um stöðvaðist hraunið á sínum tíma. Morgunblaðið/Sigurgeir Sjóbað við Skansinn þetta gangi ágætlega,“ sagði Helga Jóhanna. „Boltinn er farinn að rúlla.“ Hún greindi einnig frá því að þeg- ar hefðu 145 manns skráð sig á og sótt námskeið á vegum ráðgjafar- stofunnar og verða þau áfram í boði út sumarið. Helga sagði að straumur þeirra sem vildu nýta sér þjónustu ráðgjafarstofunnar ykist stöðugt en stofan var opnuð 27. mars. „Hátt í 50 fyrirtæki hafa óskað eft- ir aðstoð okkar við að manna störf. Það gengur mishratt fyrir sig en boltinn er þó farinn að rúlla,“ sagði hún. „Markmiðið með starfsemi okkar er að tryggja fólki störf við hæfi og að hafa milligöngu um störf og bjóða námskeið fyrir fólk í atvinnuleit. Við leggjum ríka áherslu á að fólk geti eftir fremsta megni fengið störf við hæfi í heimabyggð.“ | Miðopna RÁÐGJAFARSTOFA sem stofnuð var til að auðvelda íslenskum starfs- mönnum varnarliðsins að fá störf eftir brotthvarf varnarliðsins hefur upplýsingar um að 70 starfsmenn hafi þegar fengið störf annars stað- ar. Þá hefur um 140 starfsmönnum auk þessa verið tryggð áfram störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflug- vallar skv. nýjum lögum. Hafa því talsvert á þriðja hundrað starfs- manna á varnarsvæðinu fengið störf svo vitað sé, en alls fengu um 600 varnarliðsstarfsmenn uppsagnar- bréf eftir að ákvörðun var tilkynnt um brotthvarf varnarliðsins. Þessar upplýsingar komu fram í máli Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, starfsmanns ráðgjafarstofunnar, á fundi sem Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, hélt með starfsfólki varnarliðsins í gær. Staðan er sú að okkar mati að Á þriðja hundrað hefur þegar fengið starf HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir fjár- drátt. Með brotinu rauf maðurinn skilorð reynslulausnar og þótti því ekki tilefni til að skilorðsbinda refs- inguna, hann hefur jafnframt ítrek- að hlotið dóma fyrir þjófnaðarbrot. Þá þarf hann að greiða verjanda sínum rúmar 62 þús. kr. í málsvarn- arlaun. Ákærði játaði brot sitt ský- laust en honum var gefið að sök að hafa 4. mars sl. fengið gsm-síma annars karlmanns lánaðan og í kjöl- farið slegið eign sinni á hann með því neita að afhenda símann. Verð- mæti símans er talið nema 28 þús- und krónum. Ólöf Pétursdóttir kvaddi upp dóminn. Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi lögreglustjórans í Kópavogi, sótti málið en til varnar manninum var Hilmar Ingimundarson hrl. Dæmdur fyrir að eigna sér farsíma ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eftir útafakstur í Þrengslunum á tólfta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi reyndist maðurinn ekki alvarlega slasaður. Talið er að hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem við það hafn- aði utan vegar úti í hrauni en valt ekki. Þrjú börn voru auk ökumanns í bifreiðinni og sluppu þau ómeidd. Missti stjórn á bíl í Þrengslunum LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann í annarlegu ástandi á leik- skóla í vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í gærdag. Maðurinn hafði undir höndum hníf við komuna en eftir stutt samtal við starfsmann leikskólans lét hann hnífinn af hendi. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík hugðist maðurinn sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Að sögn leikskólastjóra var maður- inn úlpuklæddur og með hettu þannig að ekki sást framan í hann. Þegar kom í ljós að hann hefði hníf í hendi var hringt á lögreglu, sem var komin á vettvang innan skamms. Hún segir tilburði mannsins ekki hafa verið ógn- andi en ljóst var á fasi hans og útliti að hann gengi ekki heill til skógar. Af- henti hann hnífinn starfsmanni þegar um það var beðið og beið rólegur eftir að lögregla kæmi. Leikskólastjórinn segir að eftir á að hyggja verði ekki litið svo á að um hættu hafi verið að ræða en rætt var við foreldra og málið skýrt fyrir þeim þegar börnin voru sótt. Lagður inn á geðdeild Móðir barns á leikskólanum sem Morgunblaðið ræddi við segir að for- eldrum hafi eðlilega verið brugðið og sama hafi sést á starfsfólki leikskól- ans. Hún segir að barn sitt hafi vel og skilmerkilega getað skýrt frá atburð- unum en hafi þó ekki hræðst. Barnið hafi greint frá eins og þetta hefði ver- ið óraunverulegt og greinilega ekki skilið hvað var á seyði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík er vitað að mað- urinn hefur verið í óreglu. Hann hafi verið staddur á leikskólanum til að sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar og hún beðið hann um það. Konan vissi hins vegar ekki af bág- bornu ástandi mannsins. Að sögn lögreglu var einn lögreglu- bíll sendur á vettvang þegar tilkynn- ingin kom. Ekki hafi aðstæður verið metnar svo að mikil hætta stafaði af manninum þrátt fyrir að mæta á leik- skóla með um 10 cm langan hníf. Eftir að hafa verið færður á lög- reglustöð var ákveðið að leggja mann- inn inn á geðdeild. Maður í annarlegu ástandi kom á leikskóla með hníf í hendi Foreldrum barnanna og starfsfólki brugðið Milljón til þróunar kynjanámskrár HJALLASTEFNAN fékk hæsta styrkinn úr Þróunarsjóði grunn- skóla fyrir næsta skólaár. Mennta- málaráðherra hefur ákveðið, að til- lögu ráðgjafarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 13 milljónir króna til 31 verkefnis, en samtals voru umsóknir að þessu sinni 54. Hjallastefnan fær eina millj. kr. til þróunar kynjanámskrár Hjalla- stefnunnar, en Álftanesskóli fær næsthæsta styrkinn, 700 þús. kr. til þróunar lýðræðislegra vinnu- bragða með aðferðum uppeldis til ábyrgðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir að tilgangur sjóðsins sé að efla nýjungar, tilraunir og ný- breytni í skipulagi náms, kennslu- háttum, námsgögnum og mati í grunnskólum. Fimm manna ráðgjafarnefnd metur umsóknir. Í henni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Ís- lands, Háskólanum á Akureyri, samtökum kennara og skólastjóra og menntamálaráðuneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.