Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 18
Mývatnssveit | Nú eru síðustu leifar vetraríssins að yfirgefa Mývatn þetta árið. Það endar þannig nú sem oft áður að sein- asta íshroðið rekur undan hlýrri suðvestanátt upp á vatnsbakka Neslandatanga og ryður þar upp háum íshraukum sem bráðna síðan á næstu dögum. Morgunblaðið/BFH Kuldalegur vorboði Vorið Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is bundin kaup verkefnisins samkvæmt samningum eru í dag orðin um 65 milljarðar íslenskra króna. Þar af hef- ur 48 milljörðum verið varið erlendis en 16 milljörðum hér á landi. Samtals hafa því 26% af heildarviðskiptum far- ið fram á Íslandi. Viðskipti Fjarðaálsverkefnisins áÍslandi eru nú orðin samtals 17milljarðar íslenskra króna, seg- ir í fréttatilkynningu frá Alcoa- Fjarðaáli. Heildarfjárfestingar verða um 93 milljarðar íslenskra króna en skuld- Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Álver Alcoa-Fjarðaáls tekur nú óðast á sig mynd á Reyðarfirði. 17 milljarðar í Fjarðaál Vorið er komið, – ogósjálfrátt rifjastupp gamlar stök- ur. Káinn orti um sól- skinið í Dakota: Þegar vetur víkur frá og veðrið fer að hlýna, þá er fögur sjón að sjá sólina okkar skína. Og tvinnar síðan áfram í þessum dúr og lýkur ljóðinu þannig: Þegar eg er fallinn frá og fúna í jörðu beinin, verður fögur sjón að sjá sólina skína á beinin. Kárinn var ólíkindatól. Hringhenda hlunkhendu kallaði hann þessa stöku: Það, sem ég meina, sérðu, sko! vera ekki að neinu rugli; bara að reyna drepa tvo steina með einum fugli. Og hér er svo vorvísa úr Menntaskólanum á Ak- ureyri, kveðin af Halldóri Blöndal fyrir hálfri öld: Ungri sætu ef ég mæti úti á stræti og ástin bregður fyrir fæti fyndi ég mér eftirlæti. Vorvísur pebl@mbl.is Húsavík | Málþing um efnahagsleg áhrif álvers á Norðurlandi verður haldið á Húsa- vík í dag undir yfirskriftinni Á Húsavík sér framtíð? á vegum á vegum Atvinnuþróun- arfélags Þingeyinga og viðskiptaráðs Aust- urlands í samstarfi við OrkuÞing, Alcoa, Landsbankann, KEA, Eimskip og Alla Geira hf. Í tilkynningu frá aðstandendum mál- þingsins segir: „Ef álfyrirtækið Alcoa ákveður að reisa á nýtt álver á Bakka við Húsavík mun það skapa 300 störf í ál- verinu, samkvæmt skýrslu sem verkfræð- ingar frá HRV unnu um samfélagsleg áhrif hugsanlegs álvers við Húsavík. Það kemur einnig fram að afleidd störf álversins yrðu 900 til 1050 á landsvísu, þar af 150 til 200 í Þingeyjar- sýslu og á Ak- ureyri yrðu þau 150 til 200. Verði af framkvæmd- um má gera ráð fyrir því að fólksfjölg- un vegna ál- versins á Bakka verði um 1.000 manns í Þing- eyjarsýslu.“ Á mál- þinginu verð- ur meðal annars rætt um áhrif álversins á afkomu svæðisins og tekjur þjóðarbúsins. Reynsla Austfirðinga af áhrifum af fram- kvæmdum og byggingu álvers á Reyðar- firði verður skoðuð, svo og kostir staðar- valsins. Á málþinginu sem hefst kl. 17 í dag á Fosshóteli Húsavík, mun Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, tala um hagræna þætti hugsanlegs álvers og þau tækifæri sem það skapar í nánasta umhverfi þess. Árni Sig- urbjarnarson, fulltrúi Húsgulls, ræðir um samspil umhverfisverndar og athafnalífs. Hagræn áhrif álvers er heiti fyrirlesturs Sveins Agnarssonar, hagfræðings við Hag- fræðistofnun HÍ. Tómas Már Sigurðsson, formaður viðskiptaráðs Austurlands og forstjóri Alcoa Fjarðaáls, ræðir um ört vaxandi athafnalíf á Austurlandi í kjölfar framkvæmda þar og Einar Eyland, svæð- isstjóri Eimskips á Norðurlandi, talar um Húsavíkurhöfn sem er vel staðsett með til- liti til flutninga. Í lok málþingsins verða umræður og fyrirspurnir. Á Húsavík sér framtíð? Vorið er tími hreinsunar og hinn árlegi hreinsunardagur var í Þórshafnarhreppi á laugardaginn. Stórir og smáir kepptust við að hreinsa umhverfi sitt. Vorsólin geislaði og gladdist með léttklæddum íbúunum meðan ruslapokar fylltust einn af öðrum en hitinn fór allt upp í 18 gráð- ur þegar heitast var. Rúsínan í pylsuendanum var þegar all- ir söfnuðust saman við íþróttahúsið þar sem Þórshafnarhreppur bauð upp á grill- aðar pylsur og rjómavöfflur og hreins- unarfólk naut veðurblíðu og veitinga eftir vel unnið dagsverk.    Vel hefur gengið á grásleppunni, miðað við sama árstíma í fyrra og yfirdrifið að gera í hrognasöltun. Fréttaritari leit inn í hrognasöltunarhús Eyþórs Atla en hrognasöltun hefur verið þar í um 16 ár. Að sögn Eyþórs ber frúin hans hitann og þungann af vinnunni þar en saltað er þar af fimm bátum. Grásleppusjómenn segja þetta vera nokkuð góða vertíð, mun betri en í fyrra enda er nóg að gera í sölt- unarhúsinu. Það var ekki laust við að síldar- árastemming ríkti í hrognasöltunar- húsinu því 17 mánaða dóttir húsráðend- anna Eyþórs og Svölu, Bjarney Hulda, beið þolinmóð í kerrunni sinni meðan móðir hennar lauk frágangi seinni hluta dags. Sögur frá síldarárunum austan af landi komu upp í hugann, þegar söltunar- stúlkur tóku börnin með sér og höfðu þau í tunnu hjá sér meðan unnið var af kappi. Litla Bjarney Hulda sýndi fullan skilning á því að verðmætum yrði að bjarga upp úr sjó, líkt og börn í sjávarplássum alast jafnan upp við og sýndi engin merki um óþolinmæði þegar hún vaknaði af síðdeg- isblundinum og móðir hennar þurfti að ljúka verki sínu. Búið er að salta í um 260 tunnur hjá Svölu og Eyþóri af fimm bátum, sem er mun meira en í fyrra. Verðið á tunnunni er hins vegar svívirðilega lágt, að sögn Eyþórs, eða um 35.000 en var yfir 40 þús- und í fyrra. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.