Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 28
TENNISRÁÐ Reykjavíkur, sem er starfrækt af Tennisdeild UMF Fjölnis, Tennisdeild Víkings og Tennisdeild Þróttar, hefur óskað eftir bættri aðstöðu til tennisiðk- unar innanhúss í Reykjavík á síð- ustu árum án árang- urs. Nú vill ráðið upplýsa borgarbúa um málefni okkar og gefa þeim möguleika á að vera með þeim tæplega þúsund manns sem hafa nú þegar skrifað undir áskorun okkar til borgarstjórnar um innanhússaðstöðu sem verður afhent nk. miðvikudag, 10. maí. Inniaðstaða fyrir tennis er nánast eng- in í Reykjavík. Af þessum sökum hafa borgaryfirvöld lagt fram fjár- magn til að leigja tennisaðstöðu í Kópavogi síðastliðin 12 ár. Þetta fyrirkomulag var ágætt upp- haflega þegar innviðir tenn- isíþróttar hér voru veikir og vænt- ingar með tilliti til afreka ekki miklar. Það var ekki fyrr en 1996 að Íslandi var boðið til að taka þátt í Heimsmeistaramóti liða- keppni – Davis Cup (karlar) og Fed Cup (kvenna) og síðan þá hef- ur æ fleira af ungu afreksfólki horft á þann möguleika að geta vera fulltrúar Íslands í alþjóðlegri keppni bæði í yngri og eldri flokk- um. Þjálfunaraðferðir hérlendis hafa líka þróast í þá átt að skapa samkeppnishæfa einstaklinga og í dag á Ísland tvo karla á heimslist- anum, þrettán krakka á Evrópu- listanum og fimm einstaklingar stunda háskólanám í Bandaríkj- unum á tennisstyrk. Þegar Tenn- isráð Reykjavíkur stóð fyrir könn- un hjá krökkum sem æfa tennis í febrúar sl. kom í ljós að yfir 50% þeirra vilja æfa meira en þau gera í dag og 20% þeirra vilja vera at- vinnuspilarar eða Íslandsmeist- arar. Það er nógur metnað hjá tennisiðkendum – af hverju hefur borgin ekki skapaði aðstöðu fyrir þá? Allar tennisdeild- irnar í Reykjavík hafa verið með mjög virkt kynningarstarf í grunnskólum Reykja- víkur og haldið nám- skeið og æfingar fyrir börn, unglinga og áhugafólk á sumrin. Erfiðleikarnir hafa alltaf verið þegar við þurfum að segja fjölda krakka og for- eldrum þeirra í lok sumarnámskeiða að eina leiðin til að halda áfram að spila tennis yfir veturinn sé að fara í Kópavoginn. Sam- göngur í strætó á milli tennisdeild- anna í Reykjavík til æfingarstað- arins eru afar óhagstæðar – tekur lágmark 30 mínútur frá hverri tennisdeild. Ungir tennisiðkendur í Reykjavík búa við það að þurfa að sækja æfingar í Kópavogi 3/4 hluta ársins. Slíkt ástand er óvið- unandi fyrir unga iðkendurna og aðstandendur þeirra. Skýrsla um skipulagða íþrótta- starfsemi í Reykjavík var gefinn út af ÍBR og ÍTR á árinu 2000 – „Skipulag íþróttastarfsemi Reykjavík á nýrri öld – Framtíð- arsýn til ársins 2010.“ Í henni var tekið fram að nokkrar íþrótta- greinar vantaði betri æfingaað- stöðu – meðal annars tennis. Í dag er það einungis tennis sem vantar aðstöðu innanhúss. Öllu efni og upplýsingum sem máli skipta hef- ur verið komið til stjórnarmanna ÍBR/ÍTR fyrir löngu og Tennisráð Reykjavíkur hefur beðið ÍBR/ÍTR að koma málefnum í farveg en ekkert hefur gerst enn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Miðað við innanhússaðstöðu fyr- ir tennis á Norðurlöndunum er Ís- land aðeins með ¼ af fjölda tennisvalla miðað við tennis- iðkendur og 1/13 af fjölda tennisvalla miðað við íbúafjölda. Yfir 650 millj. kr. var ráðstafað í æfingar og keppni fyrir íþróttir í Reykjavík á árinu 2005. Um 5,8 millj. króna var úthlutað í tennis eða tæplega 1% af heildinni. Á árinu 2004 var 1% ráðstafað í tennis. Með yfir 60% Íslands- meistara, efnilegasta tennisspil- arann, og eina „fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ í tennis á árinu 2005, finnst okkar hafa verið sannað að þessi gefandi fjölskylduvæna íþrótta- grein eigi heima í Reykjavík allt árið um kring. Þeir sem eru sam- mála eru beðnir að skrá sig á www.tennis.is. Stuðningur við tennis í Reykjavík Raj Bonifacius skrifar um tennisaðstöðu ’Með yfir 60% Íslands-meistara, efnilegasta tennisspilarann, og eina „fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ í tennis á árinu 2005, finnst okkur hafa verið sannað að þessi gefandi fjölskylduvæna íþrótta- grein eigi heima í Reykjavík allt árið um kring.‘ Raj Bonifacius Höfundur er formaður Tennisráðs Reykjavíkur. 28 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN B resku fréttamenn- irnir og rithöfund- arnir David Ed- monds og John Eidinow sérhæfa sig í skrifum um erfiða menn – það er að segja, menn sem hafa verið skapstirðir með eindæmum og átt í útistöðum við samtíð sína. Ed- monds og Eidinow tóku fyrst upp þennan þráð í bókinni Wittgen- stein’s Poker, þar sem þeir fjöll- uðu um heimspekinginn Ludwig Wittgenstein, nánar tiltekið eitt lítið atvik í Cambridge þegar Wittgenstein og Karl Popper voru leiddir saman og sá fyrr- nefndi missti stjórn á skapi sínu og hótaði að ganga í skrokk á þeim síðarnefnda með skörungi. Síðan skrifuðu Edmonds og Eidinow um Bobby Fischer í bók- inni Fischer at War (sem ég verð að viðurkenna að ég hef ekki les- ið) og nýjasta afurð Bretanna tveggja er svo Rousseau’s Dog, sem fjallar um svissneska skap- hundinn Jean-Jacques Rousseau, og þá einkum hörð átök hans við skoska heimspekinginn David Hume, sem aftur á móti virðist hafa verið einstakur ljúflingur (í París var hann kallaður le bon David), sem þó að vísu „missti sig“ gjörsamlega vegna yfir- gengilegrar tortryggni og að- dróttana Rousseaus. Sagan sem Edmonds og Eidinow rekja í Hundi Rousseaus gerist á upplýsingaöldinni, og helstu persónur hennar eru auk Humes og Rousseaus menn eins og Voltaire, Valpole og Grimm, að ógleymdum hefðardömunum í París sem héldu andans mönnum „salon“ þar sem ekki var nú töluð vitleysan. Sagan hefst um það bil sem landar Rousseaus eru búnir að fá alveg nóg af vænisýki hans og yfirdrepsskap og hafa eig- inlega hrakið hann á brott frá Genf. Þaðan berst hann til Par- ísar og svo loks til Bretlands með hjálp Humes, sem lætur sem vind um eyrun þjóta aðvaranir um að hann sé að „ala nöðru við brjóst sér“. En það kemur á daginn að Hume, líkt og flestir aðrir sem kynntust Rousseau að ráði, missti alla þolinmæði gagnvart honum og sneri algerlega við honum baki. Hundur Rousseaus er ekki fræðibók. Maður verður lítils vís- ari um hugmyndir Rousseaus og Humes af lestri hennar. Höfund- arnir leggja alla áherslu á að út- lista persónuleika söguhetjanna, muninn á þeim og hvörfin sem verða í samskiptum þeirra. And- leg slagsmál þessara tveggja and- ans stórmenna eru inntak bók- arinnar og því má kannski segja að þetta sé eins konar skemmti- saga úr menntamannaheimum – „Fight Club“ fyrir bókabéusa. Að minnsta kosti virðast ýmsir sam- tímamenn Rousseaus og Humes hafa fylgst með atganginum í þeim úr hæfilegri fjarlægð og haft gaman af. Þar að auki höfðu greinilega mjög margir horn í síðu Rousseaus – þar á meðal Voltaire, sem áleit hann upp- skafning af verstu sort – og fannst þetta gott á hann. (Samanber það sem haft er eftir Voltaire um Rousseau hér að ofan). Hume kemur reyndar ekkert sérlega vel út úr þessu heldur. Honum virðist hafa verið mikið í mun að koma vel fyrir og að fólki líkaði við sig, og konur í París höfðu hann hálft í hvoru eins og kjölturakka – og þótti fínt. En kynnin af Rousseau settu Hume alveg út af ljúfa laginu. Kannski er það satt sem segir á einum stað í bókinni, að heilbrigt fólk geti ekki gert brjálað fólk heilbrigt, en brjálað fólk geti gert heilbrigt fólk brjálað. En meginviðfangsefni bók- arinnar er nú samt, eins og nafn hennar bendir til, persóna Jean- Jacques Rousseau. Dregið er fram býsna margt miður fagurt um hann, eins og til dæmis að hann eignaðist fimm börn en yf- irgaf þau öll á hæli fyrir „óvel- komin börn“ í París. Konan sem hann átti þau með og var lífs- förunautur hans, Thérese Le Vasseur, var varla læs og Rouss- eau virðist hafa komið fram við hana eins og hún væri þjónn hans. Hann var moldríkur því að bækur hans seldust vel, en samt þóttist hann lítt efnaður. Hann var heilsuhraustur, en samt líf- hræddur og síkvartandi. Það var sagt um hann að hann væri sífellt með uppsteyt til að vekja á sér at- hygli, og að þótt hann talaði sífellt um að þrá það eitt að vera í friði væri friður og ró það eina sem hann þyldi ekki. Það var mikið sport að gera at í Rousseau, og Hume virðist hafa átt hugmyndina að einni meinleg- ustu athugasemdinni um hann, en kjarninn í henni var að Rousseau hefði óendanlega þörf fyrir að vera ofsóttur. Eða var hann eins og Ljóti andarunginn, sem allir voru vondir við en var í raun fag- ur svanur? Nei, af bók Edmonds og Eidinows má ráða að kannski hafi verið nokkuð til í því að Rousseau hafi ekki aðeins verið haldinn ofsóknarkennd heldur beinlínis ofsóknarþörf. Ef til vill hefur honum verið þetta á einhvern hátt meðfæddur fjandi, og því ekki nema von að hann sæi djöfla í hverju horni. Sá sem er óttasleginn hlýtur jú að gera ráð fyrir að hin eðlilega og rökrétta ástæða ótta – aðsteðj- andi hætta – sé fyrir hendi og leit- ar hennar því sífellt. En þegar óttinn á sér ekki ytri orsakir held- ur innri verður leitin endalaus, og maður eins og Rousseau, sem tók ekki mark á neinu nema eigin til- finningum, á í raun enga mögu- lega leið út úr slíkum ógöngum. Enda er niðurstaða þeirra Ed- monds og Eidinows alls ekki sú, að Rousseau hafi verið illmenni sem réttast sé að fyrirlíta. Þeir komast fremur að því, að hann hafi verið óheppinn með lundarfar og það hafi gert honum (og reynd- ar fleirum) lífið leitt alla tíð. Hann verðskuldi því fyrst og fremst meðaumkun. Erfiðir menn „Ég hef alltaf beðið eina mjög stutta bæn til Guðs. Hún er svona: „Góði Guð, gerðu óvini vora hina fáránlegustu.“ Þetta hefur Guð veitt mér.“ VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Voltaire um Rousseau. BLOGG: kga.blog.is/ Á ÍSLANDI hafa um árabil ver- ið stundaðar rannsóknir sem tengjast heilsu og líðan íslenskra skólabarna og í apríl síðastliðnum lágu fyrir allra nýjustu upplýs- ingar sem byggjast á rannsóknum sem unnar voru í samstarfi Lýð- heilsustöðvar og Há- skólans á Akureyri og lagðar voru fyrir í febrúar. Rann- sóknin er hluti al- þjóðlegrar rann- sóknar sem unnin er fyrir tilstuðlan Al- þjóðaheilbrigð- ismálastofnunar- innar (WHO). Rannsóknirnar sýna okkur að heilsa, líð- an og hegðun ís- lenskra ungmenna er almennt til mik- illar fyrirmyndar. Íslensk ungmenni taka ábyrgðina á eigin heilsu alvarlega og hafna langflest notkun ávana- og fíkni- efna. Með rannsóknunum fáum við vitneskju um að tóbaksnotkun í þessum aldurshópi hefur farið minnkandi síðastliðin ár sem og notkun áfengis. Það er því full ástæða til að hrósa íslenskum grunnskólakrökkum og óska þeim og foreldrum þeirra til hamingju. Miklar breytingar eru nú fram- undan hjá okkar frábæru 10. bekkingum. Samræmdum prófum er að ljúka og þar með tíu ára skólaskyldu. Hjá flestum tekur við nýtt skólastig, framhaldsskólastigið, þó einhverjir kjósi aðrar leiðir. Íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að einmitt þessi áfangaskipti í lífi ungs fólks er tíminn þar sem virkilega þarf að vera vakandi fyr- ir breyttum viðhorfum unga fólks- ins og hegðun. Þær sýna að á þessum tímamótum – að ljúka námi í 10. bekk grunnskóla og hefja nám í framhaldsskóla – eykst fjöldi þeirra sem reykja og drekka áfengi gríðarlega, sér- staklega hefur sumarið eftir 10. bekk reynst áhættusamt. Ekki prófa Mig langar að hvetja alla 10. bekkinga og foreldra þeirra að vera nú meðvituð um þessar staðreyndir og þá óheillavænlegu breyt- ingu sem getur átt sér stað við þessi tímamót. Það er varasamt að fikta við reykingar eða prófa áhrif áfengis, því fiktið getur á skömm- um tíma snúist upp í óviðráð- anlega fíkn. Reynsla allra, sem prófað hafa, er að fíkn er erfitt að losna undan, jafnvel þótt viljinn til þess sé til staðar. Nýlegar tölur sýna að 66% þeirra sem reykja eru alvarlega að hugsa um að hætta að reykja. Best er því að byrja alls ekki. Árið 2004 var gerð könnun með- al nemenda í 10. bekk og síðan aftur meðal sama árgangs eftir að hann var kominn í fyrsta bekk í framhaldsskóla. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hlutfall þeirra sem reyktu daglega jókst úr 11,7% yfir í 15,1% við það að skipta um skólastig. Sama rannsókn sýndi einnig að hlutfall nemenda sem höfðu orðið ölvaðir síðustu 30 daga jókst úr 26,0% í 53,4% við það að fara úr 10. bekk yfir í framhaldsskóla. Þetta eru gríð- arlegar breytingar á skömmum tíma og ættu því að vera alvarleg áminning fyrir alla sem hlut eiga að máli. Áfengi er heldur ekki nein venjuleg neysluvara og það liggur fyrir að því seinna sem ein- staklingar hefja neyslu áfengis, þeim mun minni líkur eru á mis- notkun þess. Óhófleg notkun áfengis hefur í för með sér alvar- legar afleiðingar, m.a. auknar lík- ur á ofbeldi og óábyrgu kynlífi þar sem varnir gegn ótímabærum þungunum og/eða kynsjúkdómum gleymast. Ég hvet 10. bekkinga og for- eldra til að sofna ekki á verðinum og vera áfram flott án fíknar. Gleðilegt sumar. Flottir krakkar í 10. bekk Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar í tilefni af próflokum samræmdra prófa ’Það er varasamt aðfikta við reykingar eða prófa áhrif áfengis, því fiktið getur á skömmum tíma snúist upp í óviðráðanlega fíkn.‘ Anna Elísabet Ólafsdóttir Höfundur er forstjóri Lýðheilsustöðvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.