Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 17

Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 17 ERLENT MEIRA en 30 manns hafa látið lífið vegna mikilla hita í Pakistan en sums staðar í landinu hafa mælar sýnt nærri 50 gráður á Celsíus. Ekki bæta alvarlegir þurrkar úr skák en þessi vélhjólakappi er að spæna eftir botninum á Rawal- vatni, helstu vatnsuppsprettu borg- arinnar Rawalpindi. Nú er það horfið og veðurfræðingar búast ekki við neinni úrkomu að ráði næstu tvo mánuði. Reuters Vatnsuppsprettan horfinMAHMOUD Ahmadinejad, forsetiÍrans, hefur skrifað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagðar eru fram tillögur um lausn á deilu ríkjanna vegna kjarnorkuáætlun- ar Írana. Bréfið rýfur langt hlé í samskiptum leið- toga ríkjanna en forsetar þeirra hafa ekki átt í formlegum stjórnmálasam- skiptum frá gísla- tökunni í banda- ríska sendiráðinu í Teheran 1979. Viðbragða við bréfinu frá Wash- ington var beðið í gær en írönsk yf- irvöld sögðu að það myndi berast Bush í gegnum sendiráð Sviss í Ír- an, sem hefur farið með hagsmuni Bandaríkjamanna í landinu síðan 1981. Að sögn Hamid Reza, tals- manns íranska utanríkisráðuneytis- ins, verður efni þess gert opinbert eftir að Bush hefur veitt því viðtöku. Í samtali við AFP-fréttastofunna sagði vestrænn erindreki, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að fréttir af bréfinu væru „diplómatísk sprengja“, í ljósi þess að samskipti ríkjanna að undanförnu hefðu verið á milli aðila í mun lægri stöðum. „Hingað til að hafa þessi sam- skipti verið leynileg og ekki á milli sérstaklega hátt settra aðila,“ sagði erindrekinn. „Þetta hefur legið í loftinu að því leyti að Íranir hafa reynt að ná sambandi við Banda- ríkjastjórn um hríð. Hins vegar skiptir það að sjálfsögðu máli hvað Ahmadinejad segir í bréfinu.“ Óhætt er að segja að bréfið sé sögulegt en síðasta aldarfjórðung hafa íranskir klerkar vísað til Bandaríkjamanna sem hins „mikla satans“ en Bush hefur áður skil- greint Íran, ásamt Írak og Norður- Kóreu, sem hluta af „öxulveldum hins illa“. Gholam Hossein Elham, talsmað- ur Íransstjórnar, tjáði sig um efni bréfsins í gær. „Í þessu bréfi, þar sem lögð er fram greining á deilum ríkjanna og stöðu heimsmála, hefur hann [Ahmadinejad] lagt fram nýjar tillögur í því skyni að leiða þjóð sína út úr hinni viðkvæmu stöðu heims- mála,“ sagði Elham. Aðvarar Bandaríkjamenn Ali Larijani, helsti samningamað- ur Írana á sviði kjarnorkumála, kom í heimsókn til Tyrklands í gær. Við það tækifæri sagði hann stjórnvöld í Ankara mundu styðja við kjarn- orkuáætlun Írana, m.a. vegna þess að þau færu einnig fyrir íslamskri þjóð. Þá sagði Larijani að írönsk yf- irvöld hefðu ekki í hyggju að segja upp aðild sinni að alþjóðasamningi um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) létu SÞ ekki af kröfum sín- um, líkt og þing landsins gaf í skyn í bréfi til Kofi Annan, framkvæmda- stjóra samtakanna, á laugardag. Þá varaði hann Bandaríkjamenn við því að ráðast inn í Íran. „Ef þeir hafa lágmarksgáfur munu þeir ekki gera slík mistök,“ sagði Larijani. Larijani kemur í heimsókn til Grikklands í dag til fundar við Dora Bakoyannis, utanríkisráðherra landsins. Með honum í för verða háttsettir menn í íranska utanrík- isráðuneytinu en Grikkir, sem eiga sæti í öryggisráðinu, vilja fara samningaleiðina í deilunni. Á sama tíma lýstu yfirvöld í Indónesíu, fjölmennasta múslíma- ríki veraldar, því yfir í gær, í að- draganda sex daga opinberrar heim- sóknar Íransforseta, að þau styddu þá viðleitni Írana að koma sér upp kjarnorkutækni til friðsamlegra nota. Hittust í New York Hið óvænta bréf kom í aðdrag- anda fundar meðlima fastafulltrúa öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hafa neitunarvald, auk fulltrúa Þjóðverja, í New York í gær. Þótti fundurinn litlu skila en þar var rætt frekar um drög að ályktun sem Frakkar og Bretar lögðu fram í síð- ustu viku. Byggjast umrædd drög á ákvæði í sjöundu grein stofnsáttmála SÞ, þar sem öryggisráðinu er veitt heimild til að beita þau ríki refsiaðgerðum sem talin eru ógn við friðinn. Kínverjar og Rússar hafa hins vegar lýst sig andsnúna slíkum að- gerðum og segjast vilja reyna samn- ingaleiðina til þrautar. Íransforseti skrifaði Bush Vestrænn erindreki í Teheran segir bréfið marka tímamót Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mahmoud Ahmadinejad Málþing á Fosshóteli Húsavík 9. maí 2006 um álver og efnahagsáhrif þess á Norðurlandi Fyrir skömmu tilkynnti Alcoa að það hefði áhuga á að reisa annað álver sitt á Íslandi á Húsavík. Hér er hugsanlega um að ræða álver sem myndi framleiða 250 þús. tonn af áli á ári og ráða um 300 starfsmenn, en afleidd störf yrðu um eða yfir 300. Rætt verður um þætti eins og: Hvaða áhrif hefur álver á N-Austurlandi á afkomu svæðisins og tekjur þjóðarbúsins? Verður álverið knúið vistvænni orku frá háhitasvæðum við bæjardyr Húsavíkur? Hver hefur reynslan verið á Austurlandi þar sem gróska ríkir? Liggur Húsavíkurhöfn vel við siglingaleiðum til helstu hafna álfunnar? Er staðarvalið ekki kostur? Fulltrúar launþega, atvinnurekenda og úr stjórnmálum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á byggingu álvers á Húsavík. Málþingið verður þriðjudaginn 9. maí nk. frá kl. 17:00 til kl. 18:30. Dagskrá: Hagrænir þættir og tækifæri í nærumhverfi Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans Samspil umhverfisverndar og athafnalífs Árni Sigurbjarnarson, fulltrúi Húsgulls Hagræn áhrif álvers Sveinn Agnarsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ Ört vaxandi athafnalíf á Austurlandi Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Austurlands og forstjóri Alcoa Fjarðaáls Stóriðja og flutningar Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri: Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Á Húsavík sér framtíð? Að fundinum standa: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Viðskiptaráð Austurlands, OrkuÞing, Alcoa, Landsbankinn, KEA, Eimskip og Alli Geira hf. K O M a lm a n n a te n g sl /s va rt h ví tt Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini þann 17. maí og 24. maí. Njóttu sumarsins á þessum eina vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 17. maí og 24. maí frá kr. 29.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. kr.29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.