Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 6

Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI DAN BROWN NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 - The Washington Post SVONA Á AÐ SKRIFA SPENNUSÖGUR. ÞESSA BÓK LEGGURÐU EKKI FRÁ ÞÉR FYRR EN AÐ LESTRI LOKNUM“ „ NÚ Í KI LJU HÖNNUNARVINNU vegna fyrsta áfanga af þremur í viðbyggingu við Barna- og unglingageðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss (BUGL) við Dalbraut í Reykjavík á að ljúka í lok júní, að sögn Aðalsteins Pálsson- ar, framkvæmdastjóra tækni og eigna LSH. Aðalsteinn segir að þeg- ar hönnunarvinnu ljúki verði beðið eftir að fjárveitingar vegna bygging- arinnar verði tryggðar svo hægt verði að bjóða verkið út. Fáist öll leyfi og takist að tryggja fjármagn fyrir næsta ár verði hægt að bjóða verkið út í sumar og hefja fram- kvæmdir í haust. Gert sé ráð fyrir að hægt verði að ljúka fyrsta áfanga viðbyggingarinnar síðsumars 2007 fáist nægileg fjárveiting. Aðalsteinn segir að um 100 millj- ónir króna vanti svo hægt verði að ljúka áfanganum, en þær þurfi að koma á fjárlögum næsta árs. Alls sé búið að tryggja um 180 milljónir króna til framkvæmdanna. Um sé að ræða gjafafé, ríkisframlög frá fyrri árum og fé vegna sölu á eignum spít- alans við Kleifarveg. Á nýja lóð LSH eftir tvo áratugi Aðspurður hvort fyrir liggi hve- nær öllum áföngunum þremur verði lokið segir Aðalsteinn að nauðsyn- legt sé að haga framkvæmdum í takt við starfsemi BUGL. Það megi hugsa sér að hver áfangi verði látinn taka við af öðrum og að um ár taki að ljúka hverjum og einum. Það sé þó háð fjárveitingum til verksins. Aðalsteinn segir að líklega séu um 20 ár þar til BUGL flyst á hina nýju lóð Landspítalans við Hringbraut. „Þetta er þannig starfsemi að menn vilja ekki fara með hana inn á nýju Landspítalalóðina fyrr en það er komin ró yfir svæðið. Það hefur allt- af verið talað um að þetta yrði með síðustu einingunum sem flyttu inn á lóðina,“ segir Aðalsteinn. Hann bendir á að þar sem svo langur tími sé þar til BUGL flytur á nýju Land- spítalalóðina hafi ekki verið hægt að bíða með endurbætur á núverandi húsnæði við Dalbraut. „Það verður byggt upp og þessar eignir fá þá bara annað hlutverk eftir 20 ár,“ seg- ir hann. Hönnun fyrsta áfanga viðbyggingar við BUGL lýkur í júní Hægt að hefja framkvæmdir í haust ef fjármagn fæst Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ leggjum höfuðáherslu á að halda áfram á sömu braut og vinna hér í sátt og samkomulagi við íbúana,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar og efsti mað- ur á framboðslista Samfylkingarinn- ar í bænum, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Samfylk- ingin í Hafnarfirði kynnti kosninga- stefnumál sín á blaðamannafundi í gær, undir yfirskriftinni: Bjart framundan. Lúðvík sagði af því tilefni að mikl- ir framgangstímar hefðu verið í Hafnarfirði á því kjörtímabili sem nú væri að ljúka. Mikil uppbygging hefði átt sér stað á nýjum atvinnu- svæðum og íbúðasvæðum. Þá hefði íbúum fjölgað um allt að 4% á síð- ustu árum, og væru nú um 23 þús- und. „Þetta er fyrst og fremst því að þakka að gott samkomulag hefur verið í bænum, ekki bara í bæjar- stjórn heldur líka við bæjarbúa,“ segir hann og bætir við: „Við höfum lagt áherslu á lýðræðisþáttinn í stjórnsýslunni og gott samráð við bæjarbúa.“ Ellefu manns eru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þar af eru nú sex fulltrúar S-lista, Samfylkingarinnar, og fimm fulltrúar D-lista, Sjálfstæð- isflokks. Vilja þráðlaust netsamfélag Lúðvík segir að Hafnarfjörður hafi á síðustu árum komið fram með nýjungar í þjónustu við íbúana, til dæmis með niðurgreiðslu á æsku- lýðs- og íþróttastarfi barna. „Við viljum stíga ný skref í þeim efnum og niðurgreiða, með sama hætti, lík- amsrækt og heilsurækt fyrir eldri borgara í Hafnarfirði. Jafnframt viljum við tryggja þeim ókeypis að- gang að þjónustu og stofnunum í bæjarfélaginu.“ Það vilja Samfylk- ingarmenn gera með því að gefa út svokölluð vildarkort fyrir aldraða í Hafnarfirði, sem gildi m.a. að söfn- um, íþrótta- og sundstöðum og hjá almenningsvögnum. Lúðvík segir að Samfylkingar- menn stefni einnig að því að Hafn- arfjörður verði þráðlaust netsam- félag, opið öllum íbúum. „Þetta er almannaþjónusta sem við teljum að íbúarnir eigi að eiga aðgengi að.“ Í öldrunarmálum segjast Sam- fylkingarmenn m.a. vilja hefja bygg- ingu nýs hjúkrunarheimilis á Völl- um. Þeir segjast þó leggja áherslu á að aldraðir geti búið á eigin heim- ilum eins lengi og þeir geti og kjósi sjálfir. „Í því skyni verður félagsleg heimaþjónusta aukin markvisst á kjörtímabilinu,“ segir m.a. í stefnu- skránni. Í skólamálum vilja Samfylkingar- menn m.a. að heilsdagsskólinn verði efldur og að tónlistarnám, íþróttir og æskulýðsstarf verði fellt inn í starfið. Í leikskólamálum vilja þeir að öll- um börnum verði tryggð leikskóla- vist frá átján mánaða aldri. Þá vilja þeir fjölga rýmum fyrir enn yngri börn á leikskólum bæjarins. Lúðvík segir að öflugt dagforeldrakerfi sé í bænum og að Hafnarfjörður hafi verið fyrst sveitarfélaga til að nið- urgreiða þá þjónustu verulega. „En við viljum líka koma með nýjar leið- ir, þannig að það séu fleiri valkostir í boði, en bara dagforeldrakerfið,“ segir hann; þess vegna vilji þeir fjölga rýmum fyrir yngstu börnin. Í skipulagsmálum segjast Sam- fylkingarmenn vilja tryggja áfram fjölbreytt framboð íbúða- og at- vinnulóða og í umhverfismálum leggja þeir m.a. áherslu á að há- spennulínur, sem eru í nálægð við íbúðahverfi, verði grafnar í jörð. Þá vilja þeir skoða möguleika á því að breyta fyrirkomulagi sorphirðu- gjalds, þannig að greitt verði ákveðið gjald fyrir hverja tunnu, sem er í notkun. Samfylkingin í Hafnarfirði kynnir stefnumál sín Höfuðáhersla á að halda áfram á sömu braut Morgunblaðið/Ómar Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti kosningastefnumál sín á blaðamanna- fundi í gær, undir yfirskriftinni: Bjart framundan. arna@mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN í Garða- bæ vilja að fasteignaskattur á bæj- arbúa eldri en 70 ára verði felldur niður í þrepum og að fullu árið 2009. Þetta kemur m.a. fram í stefnuskrá þeirra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Erling Ingi Ásgeirsson, formaður bæjar- ráðs Garðabæjar og efsti maður á framboðslista sjálfstæðismanna í bænum, segir að þetta stefnumál sé skref í þá átt að létta undir með eldri borgurum í bæjarfélaginu. Hann segir að höfuðáhersla sé lögð á málefni eldri borgara í stefnuskránni. „Við teljum að það sé breið samstaða um að það sé komið að þessum aldurshópi.“ Erling Ingi segist þó vilja taka fram í þessu sambandi að Garða- bær hafi gengið á undan öðrum bæjarfélögum í því að vera með lágar álögur á bæjarbúa. Útsvars- prósentan sé t.d. 12,46%, eða næstlægst á höfuðborgarsvæðinu. Þá sé fasteignaskattur 0,24%, sem sé sömuleiðis með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum fylgjandi því að halda álög- um á íbúa í lágmarki. Það er okkar framlag til bæjarbúa almennt og þar með til yngri bæjarbúanna.“ Bæjarstjórn í Garðabæ er skip- uð sjö fulltrúum. Þar af eru nú fjórir fulltrúar D-lista, Sjálfstæð- isflokks, einn fulltrúi S-lista, Sam- fylkingarinnar, og tveir fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks og óháðra. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ gengu í hús í bænum í gær, og kynntu stefnu- skrá sína, og segir Erling að þeir muni halda því áfram í dag og næstu daga. Hvatapeningar til eldri borgara Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja m.a. að hjúkrunarheimilið í Holts- búð verði flutt í nýtt húsnæði og að rýmum verði þar með fjölgað úr fjörutíu í sextíu, fyrst og fremst einbýli, að því er fram kemur í stefnuskránni. Þá vilja þeir m.a. efla starfsemi Garðabergs, í sam- starfi við Félag eldri bæjarbúa í Garðabæ, og sömuleiðis skipu- leggja starfsemi nýrrar félagsmið- stöðvar eldri bæjarbúa í Jónshúsi á Sjálandi. Sjálfstæðismenn vilja auk þessa sjá samtökum eldri borgara fyrir lóðum í bænum, svo þau geti byggt hentugt húsnæði fyrir fólk sem vill minnka við sig, segir Erling. Erling segir að sjálfstæðismenn hafi haft frumkvæði að því að út- hluta börnum og unglingum á aldrinum sex til sextán ára, svo- kölluðum hvatapeningum, þ.e. 20 þúsund krónum á ári, til að stuðla að aukinni hreyfingu þeirra. Sjálf- stæðismenn leggja til í stefnuskrá sinni að slíkum hvatapeningum verði einnig úthlutað til eldri borg- ara, frá 67 ára aldri. „Auk þessa viljum við beita okkur fyrir því að málefni eldri borgara færist alfarið frá ríki til sveitarfélaga,“ segir hann. Í málefnum leikskóla vilja sjálf- stæðismenn m.a. koma á fót smá- barnaleikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára. Þetta vilja þeir gera til að auka enn frekar við þjón- ustu, valfrelsi foreldra og fjöl- breytni í rekstrarformi, að því er segir í stefnuskránni. Erling segir að með þessu sé ætlunin að brúa bilið frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn geti farið í leik- skóla. Sjálfstæðismenn segja í stefnu- skránni að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og að þeir vilji að nám 5 ára barna verði tengt enn frekar við þá kennslu sem fram fari í grunnskólanum. Þeir vilja því að hluti dvalartíma 5 ára barna í leik- skóla verði gjaldfrjáls. Af öðrum stefnumálum sjálfstæðismanna í Garðabæ, má m.a. nefna aukið samstarf milli skóla og íþrótta- og tómstundafélaga í bænum, þannig að börn og unglingar fái notið, segja þeir, samfellds vinnudags. Þá vilja þeir m.a. að Vífilsstöðum verði gert hátt undir höfði sem sögufrægu húsi, að stefnt verði að friðlýsingu Urriðakotsvatns og Vífilsstaðavatns og að almennings- samgöngur innanbæjar verði bætt- ar. Sjálfstæðismenn í Garðabæ kynna stefnuskrá sína Vilja leggja niður fast- eignaskatt aldraðra Morgunblaðið/Brynjar Gauti Erling Ingi Ásgeirsson sem skipar 1. sæti á lista sjálfstæðismanna og Ragn- hildur Inga Guðbjartsdóttir sem er í 3. sæti kynntu stefnumálin fyrir hús- ráðendum í Aratúni, þeim Hrafnkeli Pálmasyni og Elínu Björnsdóttur. arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.