Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
JÓNAS Garðarsson bar alla
ábyrgð á sjóferðinni örlagaríku
aðfaranótt 10. september sl. sem
eigandi og skipstjóri Hörpu, enda
enginn annar um borð þess um-
kominn að bera slíka ábyrgð,
sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir,
sem sótti málið á hendur Jónasi
fyrir hönd ákæruvaldsins fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hún krafðist þess við munn-
legan málflutning að Jónasi yrði
gerð refsing vegna vítaverðs gá-
leysis, sem hún sagði svo vítavert
að það jaðraði við ásetning.
Refsiramminn væri sex ára fang-
elsi, og ekki væri óeðlilegt að
dæma Jónas til þriggja ára fang-
elsisvistar, án skilorðsbindingar.
Hún krafðist þess einnig að Jónas
greiddi kostnað ákæruvaldsins
vegna málsins, sem nemur tæp-
lega 3,2 milljónum króna.
Sigríður sagði það sitt mat að
sýnt hefði verið fram á með
óyggjandi hætti að Jónas hefði
verið við stýrið á Hörpu þegar
báturinn steytti á Skarfaskeri, en
tók fram að jafnvel þótt dóminum
þættu ekki komnar fram nægar
sannanir fyrir því ætti engu að
síður að sakfella Jónas, hann
bæri ábyrgð sem eigandi og skip-
stjóri, og undan því gæti hann
ekki komist með því að halda því
fram að annar einstaklingur
hefði verið við stýrið þegar slysið
varð.
Undir áhrifum áfengis
Friðrik Ásgeir Hermannsson er
talinn hafa látist því sem næst
samstundis eftir að báturinn
rakst á skerið, en Sigríður sagði
sýnt fram á að Matthildur Harð-
ardóttir hefði lifað í langan tíma
eftir slysið, og hún hefði átt alla
möguleika á að komast lífs af
hefði skipstjórinn á bátnum, Jón-
as, brugðist rétt við aðstæðum.
Sigríður benti á að Jónas hefði
sjálfur viðurkennt að hafa verið
undir áhrifum áfengis, og sér-
fræðingar hefðu borið að þegar
slysið varð hefði áfengismagn í
blóði hans aldrei getað verið und-
ir 1,4 prómillum, byggt á mæl-
ingum á blóðsýni sem tekið var
2½ klukkustund eftir slysið.
Óleyfilegt er að aka bíl ef
áfengismagn í blóði fer yfir 0,5
prómill. Einnig benti hún á slæm-
ar aðstæður á vettvangi, en rign-
ing og afar slæmt skyggni var
þegar slysið varð.
Byggt á þessu eingöngu sagði
Sigríður ótrúlegt að Matthildur,
sem enga reynslu hafði af sjó-
ferðum og því að stýra bátum,
hefði viljað taka við stýrinu á
siglingu í myrkri og við slæmar
aðstæður, eins og Jónas hefur
haldið fram. Það væri enn ótrú-
legra í ljósi þess að Matthildur
var ekki ölvuð. Einnig væri frá-
leitt að Friðrik hefði beðið Jónas
að leyfa Matthildi að stýra.
Framburður Jónasar
afar ótrúverðugur
Ákæruvaldið metur því fram-
burð Jónasar hvað þetta varðar
afar ótrúverðugan. Við það bæt-
ist að áverkarnir á Jónasi passa
við það að hann hafi setið við
stýrið þegar slysið varð, en Jónas
tvíbrotnaði á lærlegg, úlniðs-
brotnaði og brákaðist auk þess á
handlegg. Matthildur hafi hins
vegar slasast mjög lítið, og úti-
lokað að hún hefði sloppið svo vel
ef hún hefði setið við stýrið. Auk
þess sé innréttingin löskuð í
kringum stýrið, og bendi það tjón
eindregið til þess að Jónas hafi
setið við það, fengið högg við
strandið og lent aftur með skelli
á sætinu.
Sækjandi sagði einnig afar
ótrúverðugt að Jónas hefði verið
fyrir miðjum báti, þeyst fram
þegar höggið kom á bátinn og
skollið með höfuðið í framrúðu
bátsins. Við vettvangsferð um
borð í bátinn hefði t.d. komið í
ljós að glerbrot sátu föst í karm-
inum innanverðum, sem kæmi
ekki heim og saman við að rúðan
hefði brotnaði við að eitthvað
skall á henni innan frá.
Sigríður sagði þó ljóst að Jónas
hefði skaðast eitthvað á höfði við
strandið, sem hefði getað valdið
því að hann missti meðvitund í
stuttan tíma, en sérfræðingur
hefði borið að það hefði alveg
eins getað gerst við að hnykkur
kom á höfuðið.
Ákærða brást bogalistin
Til viðbótar við þetta benti
sækjandi á að sonur Jónasar
hefði borið að þegar hann kom
upp á þilfarið eftir strandið hefði
Matthildur setið á bekk, fyrir inn-
an eiginkonu Jónasar, sem var
mikið slösuð. Ekki hefði verið
hægt að komast í sæti Matthildar
nema framhjá eiginkonu Jónasar.
Þá hefði eiginkonan borið hjá
lögreglu að Jónas hefði verið við
stýrið allan tímann, þótt hún bæri
á annan hátt fyrir dómi þegar
hún sagðist ekki muna það.
Að öllu þessu samanteknu
sagði Sigríður fráleitt að Matt-
hildur hefði verið við stýrið á
bátnum þegar hann steytti á
skerinu. Ákærði hefði sjálfur sagt
að hann þekkti svæðið eins og
handarbakið á sér, en þarna
hefði honum einfaldlega brugðist
bogalistin.
Stefnandi fór því næst yfir að-
gerðir Jónasar eftir að strandið
varð, en hann er einnig ákærður
fyrir að hafa ekki komið farþeg-
um til bjargar. Hún sagði Jónas
greinilega hafa sett stefnuna á
Snarfarahöfn í stað þess að halda
bátnum á skerinu, eða í það
minnsta stefna beinustu leið í
land. Tvær sandfjörur hefðu ver-
ið skammt undan, það hefði Jónas
vitað vegna þekkingar sinnar á
staðháttum. Þar hefði hann verið
að reyna að bjarga eigin skinni,
enda áttað sig á ábyrgð sinni og
ölvunarástandi.
Réttar aðgerðir hefðu
bjargað Matthildi
Benti Sigríður á að ef Jónas
hefði haldið kyrru fyrir á skerinu
og kallað eftir aðstoð, gefið upp
staðarákvörðun, skotið upp neyð-
arblysi, sett út björgunarbát eða
sett fólkið í björgunarvesti hefði
Matthildur líklega lifað slysið af.
Hann hefði ekki gert neitt af
þessu, alrangar ákvarðanir hans
og beinar aðgerðir hans eftir
slysið hefðu leitt til þess að Matt-
hildur drukknaði.
Réttargæslumenn aðstandenda
hinna látnu útlistuðu kröfur sínar
fyrir dómi í gær, og fordæmdi
Jóhannes Rúnar Jóhannsson ótrú-
verðugan framburð Jónasar, og
sagði hann reyna að bera af sér
sakir með því að koma sök á
látna manneskju. Lægra yrði
varla komist.
Gáleysið jaðrar
við ásetning
segir sækjandi
Segir ekki óeðlilegt að dæma Jónas til
þriggja ára fangelsisvistar án skilorðs
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi bréf Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, forstjóra Baugs Group
hf., til Páls Magnússonar útvarps-
stjóra, dagsett í gær, 8. maí.
„Sl. föstudag hafði Þórhallur
Gunnarsson, umsjónarmaður Kast-
ljóssins, samband við lögmann minn,
Gest Jónsson, hrl., og skýrði honum
frá því að til stæði í næstu viku að
hafa umfjöllun um Baugsmálið svo-
kallaða. Umfjöllunin myndi hefjast á
mánudag og ná e.t.v. til fleiri daga.
Fram kom hjá Þórhalli að meðal
annars yrði viðtal við Jón Gerald
Sullenberger og gögn birt sem hann
hefur látið umsjónarmenn Kastljóss-
ins fá, ásamt sínum útskýringum á
þeim. Boð Þórhalls laut að því að
mér og/eða lögmanni mínum byðist
að taka til varna í þættinum og taka
með þeim hætti þátt í einhvers konar
sjónvarpsréttarhöldum í máli, sem
inniheldur m.a. tugi þúsunda máls-
skjala. Málið hefur ekki enn verið
tekið til efnismeðferðar fyrir dóm-
stólum utan þess
hluta sem dæmt
var í 15. mars sl.
þar sem ég og
aðrir sakborning-
ar vorum sýknað-
ir. Af þessu tilefni
hefur verjandi
minn, Gestur
Jónsson, og verj-
andi Tryggva
Jónssonar, Jakob
Möller, ritað yfirlýsingu sem fylgir
hér með. Ég krefst þess að yfirlýs-
ingin verði birt og lesin í umræddum
þætti í kvöld, verði hann á dagskrá.
Ég hlýt að mótmæla vinnubrögð-
um Kastljóssins. Í fyrsta lagi að
fjallað sé með svo léttvægum hætti
um atvik sem eru meðal þeirra alvar-
legustu í lífi hvers manns sem í því
lendir, þ.e.a.s. að vera sakaður um
brot gegn refsilögum. Ómögulegt er
að ætla að verjast ásökunum og
ákæru í svo margslungnu máli í
stuttum sjónvarpsþætti. Ég á rétt á
því að um slík mál sé aðeins fjallað
fyrir réttum dómstólum og þá sam-
kvæmt þeim lögum og reglum sem
um það gilda. Í öðru lagi verður að
mótmæla harkalega að byggt sé á
viðtölum og gögnum frá Jóni Gerald
Sullenberger, sem hefur m.a. hótað
mér lífláti og hefur verið metinn
ótrúverðugur af þremur héraðsdóm-
urum sem og gögn sem frá honum
komu. Síðast en ekki síst verður að
benda þér á, sem yfirmanni Ríkisút-
varpsins, að umsjónarfólk Kastljóss-
ins, Þórhallur Gunnarsson og Jó-
hanna Vilhjálmsdóttir, eru í vinfengi
við Jón Gerald Sullenberger og mun
annað þeirra hafa verið gestur hans
um borð í bátnum Thee Viking.
Því miður virðist sem með þessu
sé verið að misnota sjónvarp allra
landsmanna. Ég trúi því ekki að það
verði látið viðgangast, enda ljóst að
trúverðugleiki þess er í húfi.
Reykjavík, 8. maí 2006.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group hf.“
Bréf Jóns Ásgeirs til útvarpsstjóra
Jón Ásgeir
Jóhannesson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Hreini Loftssyni,
stjórnarformanni Baugs Group:
„Allt frá fyrsta degi rannsóknar
Baugsmálsins hef ég, sem lögmað-
ur og stjórnarformaður félagsins,
fylgst með umfjöllun um málið í
fjölmiðlum. Eitt af því sem ein-
kennt hefur þá umfjöllun allan
tímann eru tilburðir ákveðinna að-
ila til að koma gögnum á framfæri,
að því er virðist í því skyni að
koma höggi á helstu sakborninga
málsins. Skýrt dæmi um þetta gat
að líta í Kastljósi RÚV í kvöld.
Í þættinum var með mjög ein-
hliða hætti greint frá samskiptum
Tryggva Jónssonar og Jóns Ger-
alds Sullenberger og byggðist
þátturinn á frásögn hins síðar
nefnda. Fyrir liggur að hann telur
sig eiga harma að hefna í sam-
skiptum sínum við Jón Ásgeir Jó-
hannesson. Hvergi var þess getið í
þættinum að Héraðsdómur
Reykjavíkur komst að þeirri nið-
urstöðu í dómi sínum frá 15. mars
sl. að Jón Gerald væri ótrúverðugt
vitni og sönnunargildi gagna sem
frá honum stöfuðu væri takmark-
að. Í þættinum var veigamiklum
þáttum sleppt og
öðrum atriðum
gerð skil með
mjög villandi
hætti. Af um-
fjölluninni er
augljóst að Jón
Gerald Sullen-
berger hefur tínt
til þau gögn sem
hann telur sínum
málstað til framdráttar en öðrum
gögnum og skýringum ekki haldið
til haga af sjónvarpsmönnum.
Í réttarríki er það hlutverk
dómstóla að meta gildi gagna og
framburða af því tagi sem Kast-
ljósið birti. Það er ekki á verksviði
fjölmiðla að kveða upp úr um sekt
eða sakleysi. Nefna má tvö dæmi
þessu til skýringar:
Í fyrsta lagi umfjöllun um
589.000 USD kredit-reikning.
Minna má á að það var þessi
reikningur sem var aðalgagnið hjá
Jóni Gerald þegar hann kærði Jón
Ásgeir og Tryggva fyrir fjárdrátt í
upphafi málsins. Síðar kom í ljós
að þessu var öfugt farið, reikning-
urinn sýndi inneign Baugs hjá
Nordica, þveröfugt við það sem
Jón Gerald hafði sagt.
Í öðru lagi varðandi upplestur
úr lögregluskýrslu yfir forsvars-
mönnum SMS í Færeyjum var
þess að engu getið að Niels
Mortensen var látinn undirrita
lögregluskýrslu á íslensku, án þess
að kunna það mál. Þá kom það
ekki fram að hann neitaði við síð-
ari yfirheyrslu að staðfesta þann
framburð sinn að Tryggvi Jónsson
hefði á fundi í Kaupmannahöfn
lagt að sér að greina frá tilurð
reikningsins með ákveðnum hætti.
Dæmi þessi sýna glögglega að
sú ábending verjenda Jóns Ásgeirs
og Tryggva sem lesin var upp að
hluta í Kastljósinu er rétt, að mál
af þessu tagi verður einfaldlega
ekki flutt með þeim hætti sem til-
raun var gerð til af sjónvarps-
mönnum.
Umfjöllun Kastljóssins um flók-
ið dómsmál á þessu viðkvæma stigi
er afskræming þess réttaröryggis
sem við hljótum að gera kröfu til.
Hún er til þess eins fallin að
brengla málið og hafa óeðlileg
áhrif á niðurstöðu dómstóla.
Reykjavík, 8. maí 2006.
Hreinn Loftsson.“
Yfirlýsing frá stjórnarformanni Baugs
Hreinn Loftsson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Gesti
Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, og Jakobi R. Möller,
verjanda Tryggva Jónssonar:
„Vegna fyrirhugaðrar umfjöllun-
ar um Baugsmálið svokallaða í Kast-
ljósi Ríkissjónvarpsins vilja undir-
ritaðir lögmenn, verjendur Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva
Jónssonar, taka fram eftirfarandi:
Hinn 28. ágúst 2002 gerðu starfs-
menn efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra húsleit í höfuðstöðv-
um Baugs í kjölfar kæru Jóns
Geralds Sullenberger. Nær þremur
árum síðar, 1. júlí 2005, var gefin út
ákæra á hendur umbjóðendum okk-
ar og fleiri einstaklingum vegna
meintrar refsiverðrar háttsemi.
Meginhluta þeirrar ákæru var vísað
frá með dómi Hæstaréttar 10. októ-
ber sama ár en lagt fyrir héraðsdóm
að fjalla um átta liði hennar. Með
dómi 15. mars 2006 voru umbjóð-
endur okkar sýknaðir af þeim liðum.
Helmingur ákæruliða sem voru til
umfjöllunar laut að meintum brot-
um á tollalögum við innflutning bif-
reiða frá Bandaríkjunum. Helsta
vitni ákæruvaldsins var Jón Gerald
Sullenberger, sem keypti umræddar
bifreiðar og annaðist flutning þeirra
til Íslands. Við aðalmeðferð málsins
kom meðal annars fram að hann
hefði farið halloka í viðskiptum við
Baug og hann bæri þungan hug til
sumra sakborninga. Til þess að fella
ekki á sjálfan sig sök neitaði Jón
Gerald að svara spurningum um
hvort hann hefði hótað einum þeirra
lífláti. Í niðurstöðum héraðsdóms
var framburður Jóns Geralds met-
inn ótrúverðugur og ekki á honum
byggjandi og sönnunargildi gagna
er frá honum stafaði talið takmark-
að.
Nú, nálægt fjórum árum eftir að
rannsókn málsins hófst, hefur sér-
stakur ríkissaksóknari gefið út nýja
ákæru, sem byggist að mestu á þeim
ákæruliðum sem vísað hafði verið
frá dómi, þar á meðal liðum sem
byggðir eru á kæru og framburði
Jóns Geralds Sullenberger. Um-
bjóðendur okkar hafa krafist þess
að ákæru á hendur þeim verði vísað
frá dómi. Því er enn óvíst að mál
þetta komi til efnismeðferðar.
Fyrir helgi höfðu umsjónarmenn
Kastljóss Ríkissjónvarpsins sam-
band við okkur og sögðu að í bígerð
væri að fjalla um Baugsmálið í Kast-
ljósi og að byggt yrði á viðtölum við
Jón Gerald Sullenberger, sem er nú
sjálfur á meðal sakborninga máls-
ins, og gögnum sem hann hafði látið
í té. Var þess óskað að við eða skjól-
stæðingar okkar tækjum þátt í um-
ræðum í Kastljósi.
Athugasemdir okkar eru þessar: Í
réttarríki gegna dómstólar því hlut-
verki að kveða upp úr með sekt eða
sakleysi sakborninga. Lögregla og
ákæruvald hafa unnið í málinu í nær
fjögur ár. Framlögð skjöl nema tug-
um þúsunda og fylla nærri eitt
hundrað bréfabindi og fyrirsjáan-
legt er að aðalmeðferð málsins mun
taka vikur. Í málinu er meðal annars
tekist á um sönnunargildi tiltekinna
skjala, þar á meðal tölvubréfa. Fyrir
liggur skýrsla dómkvaddra mats-
manna um að tiltekin tölvubréf finn-
ist aðeins í tölvu Jóns Geralds Sull-
enberger og það er álit færustu
sérfræðinga að ómögulegt sé að full-
yrða neitt um hvort slík gögn séu
upprunaleg eða ófölsuð. Dómstólar
meta sönnunargildi gagna, ekki ein-
stakir sakborningar eða sjónvarps-
menn. Þá ber að hafa í huga að sak-
borningar eiga eftir að leggja fram
frekari gögn sem stafa frá þeim og
Baugi Group hf. Fráleitt er að
freista þess að upplýsa málið í stutt-
um sjónvarpsþætti. Er slík umfjöll-
un fallin til þess að brengla málið og
trufla eðlilega meðferð þess fyrir
dómstólum. Hvorki við né umbjóð-
endur okkar munu því taka þátt í
umfjöllun sem kann að fara fram í
Kastljósi Ríkissjónvarpsins.
Gestur Jónsson hrl.
Jakob R. Möller hrl.“
Yfirlýsing frá verjendum Jóns
Ásgeirs og Tryggva Jónssonar
Gestur Jónsson Jakob Möller