Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Farið á
sjó með
Farsæli GK
á morgun
„MIÐSTÝRT skipulag á verðmynd-
un bolfisks á Íslandi er gjörsamlega
galið! En lausnin er til og hún er ein-
föld, það er að segja að tengja fisk-
verð við afurðaverð, nákvæmlega
eins og gerist á sjófrystiskipum og
hefur nú gerst í síld og er einnig að
ryðja sér til rúms í loðnu.“ Þetta
sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, á
aðalfundi félagsins.
Sigurgeir Brynjar ræddi meðal
annars um verðmyndunarkerfið og
sagði ennfremur: „Rekstrartekjur
landvinnslu félagsins drógust saman
um rúmar 100 milljónir á síðasta ári.
Munar þar mestu um samdrátt í bol-
fiskdeildum félagsins, bæði söltun og
frystingu, en þar nam samdrátturinn
um 180 milljónum króna. Samdrátt-
urinn skýrist ekki eingöngu af styrk-
ingu krónunnar heldur einnig af af-
komu deildanna og hinu sérkenni-
lega, miðstýrða verðmyndunarkerfi í
bolfiski.
Á síðasta aðalfundi benti ég á hið
sama. Afleiðingin er að Vinnslustöð-
in, sem liggur við ein bestu þorskmið
landsins, dregur úr sókn sinni í
þorski á netavertíðinni. Þar með
dragast tekjur sjómanna og starfs-
fólks saltfiskvinnslunnar saman og
afkoma fyrirtækisins versnar. Ég
benti þá á að það hlyti að vera sér-
stakt verkefni fyrirtækja og launa-
fólks að leysa þennan vanda með því
að semja um nýtt verðmyndunar-
kerfi fisks til hagsbóta fyrir alla að-
ila. Í vetur brá hins vegar svo við að
með gengisfalli krónunnar batnaði
afkoma saltfiskvinnslunnar verulega
og áhugi stjórnenda var augljóslega
sá að veiða meira í netin.
Njóta ekki eðlilegs ávinnings
En fiskverðið breytist eftir nokkra
mánuði vegna verðmyndunarkerfis-
ins, nákvæmlega eins og það fylgdi
ekki þróuninni í hina áttina. En nú
bregður svo við að sjómenn njóta
ekki þess ávinnings sem eðlilegt
hlutaskiptakerfi myndi skila þeim.
Þess vegna spái ég því að á næsta ári
hafi allt snúist á haus og fiskverð
hækkað svo mikið að saltfiskvinnsl-
an beri sig ekki og Vinnslustöðin
muni aftur draga saman seglin í
vinnslu og veiðum netaþorsks!
Og hvað með það? myndu þá ein-
hverjir segja: Ykkar hlutverk er að
bregðast við aðstæðum.
En því er til að svara að þetta kerfi
er ekki sanngjarnt gagnvart fyrir-
tækinu og því síður launþegum.
Kerfið í samskiptum þeirra vinnur
gegn hagsmunum beggja! Í allri
þessari umræðu gleymum við samt
einu: Hvað með kaupanda vöru
Vinnslustöðvarinnar, í þessu tilfelli
saltfisks? Við getum til dæmis velt
fyrir okkur hvernig þetta horfir við
kaupendum íslensks saltfisks í
Portúgal, sem eru ekki bara kaup-
endur heldur líka verðmætir neyt-
endur vörunnar? Eitt árið fá þeir
nógan fisk, annað lítinn sem engan
og þá á allt of háu verði. Er slíkt lík-
legt til að vera farsælt í viðskiptum
og samskiptum? Ég segi nei.“
Verðmyndun bolfisks
er gjörsamlega galin
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fiskur Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson tekur til hendinni í vinnslusalnum.
Framkvæmda-
stjóri Vinnslu-
stöðvarinnar
vill tengja fiskverð
við afurðaverð
GUNNAR Felixson, stjórnarfor-
maður Vinnslustöðvarinnar, ítrekaði
á aðalfundi félagsins sl. föstudag að
stærstu eigendur þess stefndu að því
að skrá félagið áfram í Kauphöll Ís-
lands. Þá yrði kannað hvernig unnt
væri að gera hlutabréfin í félaginu
seljanlegri. Hann boðaði sömuleiðis
breytingar á eignatengslum Vinnslu-
stöðvarinnar og Stillu ehf.
Gunnar sagði að það hefði verið
mikið tjón fyrir sjávarútveginn og ís-
lensku þjóðina að sjávarútvegsfyrir-
tækin hefðu nær horfið af hluta-
bréfamarkaðnum. Hann
sagði það blasa við að við-
skipti með hlutabréf í
Vinnslustöðinni væru
fremur fátíð og að þau
væru „ekki beinlínis“ eft-
irsótt.
„Þar birtist ekki vandi
Vinnslustöðvarinnar sem slíkrar
heldur sjávarútvegsins í heild sinni.
Arðsemi þessarar atvinnugreinar er
ekki og hefur ekki verið viðunandi,
hvað þá að hún sé samkeppnisfær við
aðra fjárfestingarkosti á hlutabréfa-
markaði. Þetta er veru-
legt áhyggjuefni,“ sagði
Gunnar Felixson.
Hann er áfram stjórn-
arformaður Vinnslustöðv-
arinnar en aðrir í stjórn
eru Haraldur Gíslason,
Vestmannaeyjum, Hjálm-
ar Kristjánsson, framkvæmdastjóri
á Rifi, Leifur Leifsson, Vestmanna-
eyjum, og Sigurjón Óskarsson, út-
gerðarmaður í Eyjum, sem er nýr í
aðalstjórn, kom í stað Aðalsteins
Ingólfssonar.
Bréf Vinnslustöðvarinnar verði seljanlegri
GREINING Glitnis hefur gefið út
skýrslu um bandarískan sjávarút-
veg. Þar kemur m.a. fram að
Bandaríkin er mjög mikilvægt
markaðssvæði fyrir margar teg-
undir sjávarafurða. Þótt Bandarík-
in séu þriðja mesta fiskveiðiþjóð
heims eru þeir mjög háðir inn-
flutningi á sjávarafurðum. Af ein-
stökum tegundum veiða Banda-
ríkjamenn mest af alaskaufsa en
auk þess eru skelfisktegundir
þeim einnig mikilvægar. Árið 2004
var um 88% af neyslu sjávarafurða
í Bandaríkjunum innfluttar afurð-
ir. Helstu innflytjendur á sjávaraf-
urðum til Bandaríkjanna eru Kan-
adamenn, Taílendingar og Kín-
verjar.
Neysla á sjávarafurðum og ali-
fuglakjöti í Bandaríkjunum (mælt
á hvern íbúa) hefur aukist á síð-
ustu árum en neysla á rauðu kjöti
hefur staðið í stað. Þróun síðustu
ára hefur sýnt að neysla á rækju,
laxi og eldistegundinni tilapia
(hvítfisktegund) hefur aukist mest.
Neysla á túnfiski hefur hins vegar
staðnað og neysla á ufsa og þorski
hefur dregist saman.
Í skýrslunni má finna saman-
burðaryfirlit um helstu skráðu
sjávarútvegsfyrirtæki heims.
Bandaríkin mikilvægur
markaður fyrir sjávarafurðir
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
HVERFISGATA - MÖGULEGUR BYGGINGARRÉTTUR
Járnklætt timburhús rétt við lækinn í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið stendur á
1.048 fm lóð og er hugsanlegt að byggja mætti annað hús á lóðinni. Húsið
þarfnast standsetningar að innan og utan V. 28,9 m. 5779
90 gráðu poki í prufu