Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KRISTJÁN Stefánsson, verjandi Jónasar
Garðarssonar, gagnrýndi harðlega að ekki
hefðu farið fram sjópróf í málinu við munn-
legan málflutning í héraðsdómi í gær. Hann
krafðist sýknu fyrir umbjóðanda sinn, og frá-
vísun eða sýknu á bótakröfum aðstandenda
þeirra sem létust í slysinu.
Til vara var þess krafist fyrir hönd Jónasar
að hann yrði dæmdur til lægstu leyfilegu refs-
ingar sem lög leyfðu, hún yrði skilorðsbundin
og upphæðir allra bótakrafna yrðu lækkaðar
verulega.
Kristján sagði ákvæði um sjópróf sett í lög
að gefnu tilefni, en þar færi fram ítarleg rann-
sókn undir yfirstjórn dómara sem leiða ætti í
ljós orsakir atburðar og aðrar staðreyndir.
Sagði hann rannsóknarferli málsins allt mjög á
skjön við ákvæði réttarfarslaga.
Verjandinn mótmælti því harðlega að sigl-
ingaskilyrði hefðu verið slæm, og benti á veð-
urfarsvottorð frá Veðurstofu Íslands, þar sem
fram kæmi að um 5 km skyggni hefði verið á
þeim tíma sem slysið varð. Hann gagnrýndi að
ekki var kannaður ljósstyrkur á baujum sem
vísuðu leiðina framhjá Skarfaskeri, og sagði
það ekki útilokað að baujur sem áttu að
tryggja öryggi á sundunum hefðu verið á
röngum stað.
Einnig gagnrýndi Kristján að engir til-
burðir hefðu verið til að rannsaka klukkuna í
GPS-tækinu sem var um borð í bátnum. Miðað
væri við tímasetningar úr tækinu þegar því
væri haldið fram að rúmlega 10 mínútur hefðu
liðið frá strandinu þar til hringt var í Neyðar-
línuna, en ekki kannað hvort klukkan í því
hefði verið vitlaus. Því væri ekki hægt að úti-
loka að hringt hefði verið í Neyðarlínuna strax
eftir strandið.
„Fráleitar dylgjur“
Kristján hafnaði því sem hann kallaði „frá-
leitar dylgjur“ hjá ákæruvaldinu þess efnis að
Jónas hefði freistað þess að sigla inn í Snar-
farahöfn til að bjarga sjálfum sér, þar sem
hann var ölvaður við stjórn á bátnum. Þvert á
móti væri hægt að skilja það af stefnu bátsins
að honum hefði verið stefnt á aðra af þeim
sandfjörum sem ákæruvaldið hefði minnst á í
sínum málflutningi.
Um það hvort Jónas hefði verið undir stýri
eða ekki vitnaði verjandi í framburð bæklunar-
læknis, sem sagði Jónas hafa lærbrotnað
vegna höggs á utanvert lærið, sem kæmi ekki
heim og saman við það að Jónas hefði setið við
stýrið. Úlnliðsbrot hefði ennfremur vart stafað
af því að hann hefði haldið um stýrið við
strandið.
Því sagði verjandi að byggja yrði á fram-
burði Jónasar, sem sagði Matthildi Harð-
ardóttur, sem drukknaði eftir strandið, hafa
stýrt bátnum þegar strandið varð. Hann sagði
síðar að það væri í raun ekki útilokað að Frið-
rik Ásgeir Hermannsson hefði verið við stýrið
á bátnum, en við það heyrðist óánægjukliður
frá aðstandendum bæði Matthildar og Frið-
riks, sem fjölmenntu í réttarsal í gær.
Kristján sagði Jónas vissulega hafa við-
urkennt að hafa neytt áfengis, en það hefði
ekki verið í svo miklum mæli að það hefði haft
áhrif á getu hans til að stjórna bátnum. Öðru
gegndi um báta en bíla í því samhengi, og því
yrði ekki byggt á leyfilegu áfengismagni í blóði
við stjórn ökutækja. Hvað varðaði ákærur um
að Jónas hefði ekki reynt að bjarga lífi þeirra
sem um borð voru eftir strandið sagði Kristján
ekki hægt að saka Jónas um slíkt, hann hefði
sjálfur borið að hann myndi ekki það sem
gerðist, sérfræðingur hefði borið að hann hefði
trúlega misst meðvitund, og þegar hann rank-
aði við sér hefði hann ekki verið í nokkru
ástandi til að taka meðvitaðar ákvarðanir, við-
brögð hans hefðu stjórnast af eðlishvöt.
Ekki skipti máli að Jónast heyrðist tala ró-
lega í bakgrunninum í símtölum, það útilokaði
ekki slæmt ástand. Jónas hefði gert allt sem í
hans valdi stóð til að bjarga fólkinu miðað við
bágt ástand hans.
Ábyrgð björgunarmanna?
Verjandi Jónasar sagði ábyrgð Neyðarlín-
unnar mikla, þar á bæ hefðu menn ekki komið
skilaboðum til lögreglu um að fólk væri í
hættu, og það hefði ekki verið fyrr en rúmum
klukkutíma eftir að ljóst var að fólk væri í
vanda að lögregla frétti af því. Hann sagði
Matthildi í raun hafa átt mestan möguleika á
að lifa af, en hún hefði farið ofan í bátinn með
hörmulegum afleiðingum.
Kristján sagði einnig viðbrögð björg-
unarmanna sem komu á vettvang vafasöm,
fólkinu hefði verið bjargað af kili og úr sjónum,
en því næst reynt að snúa bátnum við, sem
hefði tekist tvisvar, en hann snúist jafnharðan
aftur. Þá hefði verið reynt að draga bátinn nær
landi, en tógin hefði slitnað og báturinn sokkið
við það. Ljóst væri að fram að því að björg-
unaraðgerðir hófust hefði verið eitthvert loft
inni í bátnum, og hugsanlegt að Matthildur
hefði þá verið á lífi.
Verjandi Jónasar
sagði sjópróf hefðu
átt að fara fram
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Krafðist sýknu og frávísunar eða sýknu á bóta-
kröfum frá aðstandendum þeirra sem létust
MIKIÐ fékk á aðstandendur fórn-
arlamba sjóslyssins við Skarfasker
þegar símahljóðritanir skipbrots-
fólksins við Neyðarlínuna voru leikn-
ar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Vitnaleiðslum og málflutningi lauk í
gærkvöldi og hefur málið verið tekið
til dóms. Þar bíður dómsins m.a. að
taka afstöðu til þess hvort ákærði
sæti refsiábyrgð eður ei vegna dauða
Matthildar Harðardóttur og unnusta
hennar, Friðriks Ásgeirs Her-
mannssonar, sem voru um borð í
bátnum.
Átta símahljóðritanir voru leiknar
í dómsal í gær og var það aðallega
eiginkona ákærða, Jónasar Garðars-
sonar, sem var í samskiptum við
Neyðarlínuna. Matthildur talaði í
fyrstu við Neyðarlínuna og í einu
símtalinu heyrðist í Jónasi þar sem
hann segir bátinn vera að sökkva og
biður um hjálp. Ljóst var af símtöl-
unum að illa gekk að staðsetja bátinn
og bað vaktmaður Neyðarlínunnar
ítrekað um að fá að tala við þann sem
stýrði bátnum, þ.e. Jónas, þegar
nafn hans fékkst fram.
Vissu ekki hvert senda
ætti hjálpina
Eftir því sem símtölunum fjölgaði
og tíminn leið var auðheyranlegt að
skelfingin um borð jókst. Fólkið bað
ítrekað um að einhver kæmi til
bjargar. Neyðarlínan svaraði því til
að hún vissi ekki hvert hún ætti að
senda hjálpina fyrst í stað. Neyðar-
línan fyrirskipaði að Jónas dræpi á
bátsvélinni og sagði að ekki væri
hægt að koma meðan báturinn væri
á ferð. Vaktmaður reyndi með
spurningum til eiginkonu Jónasar að
fá uppgefna staðsetningu og spurði
hvað þau sæju næst sér, s.s. krana í
Reykjavíkurhöfn eða slíkt. Spurði
hann ítrekað hversu margir væru í
bátnum en fékk ekki svör við því
strax. Þegar fjórða símtalið var hafið
sagði kona Jónasar að bátsverjar
væru að deyja, en enn var spurt hvar
þau væru. Úr bátnum var á móti
ítrekað beðið um að hjálpin kæmi
eins og skot. Þegar hér var komið
sögu sagði hún bátinn vera sokkinn
og að hún sæi ljós frá Viðey. Spurn-
ingum Neyðarlínunnar var erfitt að
svara en ítrekað beðið um hjálpina. Í
einu símtalinu var sagt að fimm
væru um borð og tveir dánir. Neyð-
arlínan sagði að hjálp væri á leiðinni
og spurði nú um aldur og nöfn fólks-
ins sem og dánarmein. Í næstu sím-
tölum var mjög dregið af konu Jón-
asar og var nú farið að ítreka af hálfu
Neyðarlínunnar að hjálpin væri á
leiðinni. „Við vitum hvar þið eruð,“
heyrðist vaktmaður segja og sagði
konan nú að báturinn væri sokkinn
og að um væri að ræða lítinn bát. Í
næsta símtali sagðist hún vera stödd
á bátnum á hvolfi þegar vaktmaður
spurði hvar þau væru stödd. Sagði
hún fimm hafa verið um borð en tveir
væru dánir. „Hví segirðu það?“
heyrðist þá úr landi.
Eins og kunnugt er voru það síðan
fjórir lögreglumenn sem sigldu fram
á fólkið og björguðu því af bátskili.
Ekki varð umræða um símaupptök-
urnar í héraðsdómi í gær, en ljóst
var að þær fengu mikið á fólk í dóm-
sal.
Útilokaði Matthildi sem stjórn-
anda bátsins við áreksturinn
Meðal þeirra sem báru vitni í gær
var finnski réttarmeinafræðingurinn
Kari Karkola sem staðhæfði út frá
rannsóknargögnum að ákærði Jónas
hefði verið við stýrið þegar árekst-
urinn varð. Hefði hann hlotið lær-
brot vinstra megin og ljóst væri af
ákomu á klæðningu bátsins að ein-
hver hefði setið við stýrið með vinstri
fótlegg upp að mælaborði. Sagðist
læknirinn ekki hafa fundið nein gögn
sem bentu til þess að Matthildur eða
Friðrik heitinn hefðu getað setið við
stýrið. Gekk hann svo langt að úti-
loka að Matthildur hefði setið við
stýrið. Dánarorsök Matthildar sagði
læknirinn að hefði verið drukknun.
Litlir áverkar hefðu verið á henni
sem skýrðist af því að hún hefði setið
aftur í bátnum á mjúkum sessum og
þannig verið vel varin gegn höggum.
Dánarorsök Friðriks var samkvæmt
rannsóknum miklir áverkar á brjóst-
kassa sem leiddu til þeirrar niður-
stöðu að hann hefði dáið á innan við
mínútu eftir áreksturinn.
Dómurinn þarf að fjalla um eitt
helsta álitaefnið í málinu, þ.e. það
hvort Jónas hafi verið við stýrið þeg-
ar báturinn skall á Skarfaskeri eður
ei. Í því skyni var í gær farin önnur
vettvangsferðin í málinu, að þessu
sinni niður í Snarfarahöfn um borð í
svipaðan bát og Hörpuna til að svið-
setja staðsetningu Jónasar í bátnum.
Fyrir dóminn kom einnig Sigur-
veig Pétursdóttir bæklunarlæknir,
sem annaðist úlnliðsbrot Jónasar, og
sagði hún að um þverlægt brot hefði
verið að ræða en slík brot kæmu oft-
ast vegna beins höggs á framhand-
legg. Sagðist læknirinn ekki hafa
heyrt til þess að svona brot yrðu til
vegna þess að hinir slösuðu hefðu
haldið um stýri rétt fyrir slys.
Þórður Sverrisson augnlæknir,
sem annaðist Jónas vegna lömunar í
heilataug, kom einnig fyrir dóminn
að beiðni verjanda Jónasar og sagði
ólíklegt að Jónas hefði rekið höfuðið í
en hins vegar gæti hann hafa fengið
svokallaðan afhröðunaráverka með
því að höfuðið hefði kastast fram á
við með þeim afleiðingum að heilinn
fór á hreyfingu.
Eitt af vitnum verjandans var
skipatæknifræðingur sem svaraði
spurningum um brotna framrúðu
skemmtibátsins sem ekki er fyllilega
ljóst hvernig brotnaði. Sagði vitnið
að framrúður í bátum af þessari gerð
væru afar sterkar en gætu þó brotn-
að ef þungir hlutir lentu á þeim.
Sagði hann erfitt að svara því hvert
sá sem væri við stýrið kastaðist við
árekstur svona báts. Hins vegar
köstuðust allir innanstokkshlutir
báts í sömu stefnu og báturinn við
árekstur, þ.e. fyrst í bátsstefnuna og
síðan niður á við.
Við lok aðalmeðferðarinnar í gær
var leikin hljóðritun af skýrslutöku
yfir 12 ára syni ákærða sem bjarg-
aðist af bátskilinum ásamt foreldr-
um sínum. Sagðist hann ekki vita
hver hefði stýrt bátnum við árekst-
urinn sjálfan, en við upphaf ferðar-
innar frá Snarfarahöfn hefði faðir
sinn verið við stýrið. Í millitíðinni
sofnaði drengurinn niðri í bátnum og
vaknaði við áreksturinn. Við það
hefði Friðrik kastast ofan á drenginn
og legið þar án þess að anda. Dreng-
urinn kallaði til hans án þess að fá
svör og fór upp í bát og sá þar föður
sinn við stýrið. Matthildi hefði hann
einnig séð eftir áreksturinn, en hún
hefði farið niður til að aðgæta með
Friðrik og sagðist drengurinn ekki
hafa séð hana eftir það fyrr en látna,
nokkru síðar, þegar hann ásamt for-
eldrum sínum var á eða við kjöl báts-
ins.
Drengurinn sagði föður sinn og
Friðrik hafa fengið sér einn bjór áð-
ur en ferðin hófst en vissi ekki frekar
um áfengisneyslu um borð.
Jónas mótmælti
framburði vitna
Að lokum var Jónas Garðarsson
kallaður aftur fyrir dóminn. Dóms-
formaður spurði hann hvort hann
vildi eitthvað tjá sig frekar um málið,
eða hvort hann hefði eitthvað um
framburð vitna sem fyrir dóminn
hefðu komið að segja. „Ég hef ekkert
við það að bæta sem ég hef áður
sagt,“ sagði Jónas. Hann staðfesti að
öðru leyti fyrri framburð sinn, og lét
þess getið að hann mótmælti fram-
burði vitna þar sem hann stangaðist
á við sinn vitnisburð. Að lokum gerði
hann stuttlega grein fyrir persónu-
legum högum sínum fyrir dóminn.
Vitnaleiðslum í sjóslysinu við Skarfasker og munnlegum málflutningi lokið í Héraðsdómi Reykjavíkur
Mikil skelfing
auðheyranleg
í símtölum við
Neyðarlínu
Morgunblaðið/Ásdís
Ein meginspurningin í málinu varðar staðsetningu Jónasar Garðarssonar þegar áreksturinn varð. Til að komast
nær svarinu var farið ásamt ákærða um borð í skemmtibát áþekkan Hörpunni í Snarfarahöfn í gær.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is