Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóðsins og rétthafar rétt til setu á fundinum. Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur til breytinga á samþykktum eða ársreikning sjóðsins fyrir fundinn er bent á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt: • Á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 30, Reykjavík • Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510 5000 • Fletta þeim upp á vefsíðu sjóðsins, www.lifeyrir.is Reykjavík, 8. maí 2006. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins DAGSKRÁ Ársfundur Sameinaða Lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 23. maí 2006, kl. 16.00, á Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Borgartún 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000 F. 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2006 ● REKSTRARHAGNAÐUR Norð- lenska matborðsins ehf. nam 14,5 milljónum króna á árinu 2005, þeg- ar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsgjalda. Árið áður var fé- lagið rekið með 52 milljóna króna tapi. Rekstrarhagnaður félagsins fyr- ir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2005 nam röskum 228 millj- ónum króna, sem er tæplega 87 milljóna króna afkomubati frá árinu 2004. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðlenska. Í tilkynningunni segir að síðustu fimm ár hafi afkoma Norðlenska jafnt og þétt verið að batna og gert sé ráð fyrir að á yfirstandandi ári haldi rekstrarbatinn áfram og efna- hagur fyrirtækisins styrkist enn frek- ar. Viðsnúningur hjá Norðlenska                !  "# #                                   !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  ( "%   '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3       %   & .0 + %*   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %     ! & * =;220   -1>" -0%*  "#  $%  5?=@ -A0   0 0    /              / / / / / / / / / / / ; %" 1 ;  0 0  / /  / /  / /  / / /   / /  /  /  / / / / / / / / / / / B CD / / B  CD / B /CD / B /CD B / CD / B /CD B CD / B / CD B /  CD B /  CD / / / / / / / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -       /               / / / / / / / / / / /                                                < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0     /    / / / / / / / / / / / ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,7% í gær og var 5.465 stig í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu 13,1 milljarði króna, mest með íbúðabréf fyrir 4,9 milljarða. Mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Actavis Group fyrir um 770 milljónir króna. Bréf Actavis hækkuðu um 0,8% og bréf Marels um 0,6%. Bréf FL Group lækkuðu mest, eða um 2,2% og bréf Landsbankans lækkuðu um 1,9%. Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði um 0,7% í viðskiptum á millibankamarkaði í gær og styrktist gengi krónunnar sem því nemur. Í upphafi viðskiptadags var geng- isvísitala krónunnar 126,15 stig og í lok dags var hún 125,25 stig. Velta á markaðnum nam 22 milljörðum króna. Í ½ 5 fréttum KB banka segir að þessi mikla styrking komi í kjölfar útgáfu tveggja skýrslna um fjár- málastöðugleika á Íslandi í síðustu viku, annars vegar skýrslu Við- skiptaráðs á miðvikudeginum og hins vegar skýrslu Seðlabanka Ís- lands á fimmtudeginum. Lækkun í Kauphöllinni en krónan styrkist ● VÆNTINGAR um stöðvun vaxta- hækkanaferlis Seðlabanka Banda- ríkjanna hafa leitt til þess að gengi dollars gagnvart myntum helstu við- skiptalanda Bandaríkjanna hefur lækkað. Gengi dollars gagnvart evru hefur náð árs lágmarki. Frá þessu er greint í ½ 5 fréttum KB banka. Bank- inn hefur frá því í júní árið 2004 hækkað vexti 15 sinnum og standa þeir nú í 4,75%. Búist er við að ferlið stöðvist í 5%. Dollar ekki veikari gagnvart evru í eitt ár ● TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur tryggt sér hátt í 75% hlutafjár í norska tryggingafélaginu Nemi. TM gerði sem kunnugt er öllum hlut- höfum félagsins tilboð um kaup á hverjum hlut á 63,50 krónur norskar. Samkvæmt því er Nemi metið á um 890 milljónir norskra króna, eða rúma 10 milljarða króna. Er tilboð TM, sem rann út sl. föstudag, um 33% hærra en meðalverð bréfanna síðustu sex mánuði sýnir. Næsta skref er að afla heimildar hjá norska fjármálaráðuneytinu fyrir eignarhald- inu á Nemi. Reiknað er með að það ferli geti tekið allt að þrjá mánuði fyr- ir TM. TM með 75% í Nemi BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Apple Computer Inc. hafði betur í deilu við bresku plötuútgáfuna Apple Corps, sem Bítlarnir stofn- uðu á sínum tíma, í deilu fyrir breskum dómstólum um vörumerk- ið. Apple Corps taldi að Apple Computer hefði brotið samkomulag félaganna frá árinu 1991 með því að hefja sölu á tónlist á netinu undir merkjum iTunes. AP-fréttastofan greinir frá þessu. Samkomulagið árið 1991 batt enda á áralangar deilur fyrirtækj- anna um nafnið. Þar samþykktu fyrirtækin að troða hvort öðru ekki um tær í starfsemi sinni. Ekki í tengslum við tónlist Bítlarnir stofnuðu Apple Corps árið 1968 og fyrirtækið er nú í eigu þeirra Paul McCartney og Ringo Starr, Yoko Ono, ekkju John Lenn- on og dánarbús George Harrison. Vörumerki félagsins er grænt epli. Apple Corps krafðist lögbanns á tónlistarstarfsemi Apple Computer og fjárbóta. Lögmenn fyrirtækj- anna tókust á meðan á málflutningi stóð um auglýsingar fyrir iTunes þar sem U2, Coldplay og Eminem koma m.a. fram, en þar er vöru- merki tölvufyrirtækisins, stílfært epli sem bitið hefur verið í, notað. En Edward Mann, dómari, úrskurð- aði í gær að vörumerki Apple Computer væri notað í tengslum við verslanir fyrirtækisins en ekki tónlist og því væri ekki um brot á samningnum að ræða. Dómarinn hafði raunar viðurkennt meðan á réttarhöldunum stóð, að hann ætti iPod tónlistarspilara frá Apple tölvufyrirtækinu. Apple hafði betur gegn Apple ÍSLENDINGAR gætu tekið upp evru án aðildar að Evrópusambandinu, en það þjónaði hins vegar engum tilgangi og væri í raun mistök. Þetta segir Hervé Carré, aðstoðarframkvæmdastjóri skrif- stofu efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, og bætir við að upptöku evru hér á landi án aðildar að ESB myndi fylgja mikil áhætta. Carré ræddi um hlutverk evrunnar í alþjóða- væðingunni á fundi sem fastanefnd framkvæmda- stjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af Evrópu- deginum, sem er í dag, en þá er þess minnst að á þessum degi var grunnurinn lagður að stofnun Evrópubandalagsins, eins og Evrópusambandi hét á fyrstu árum þess. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að lokn- um fundinum í gær, að það gæti ekki þjónað nokkrum tilgangi fyrir Íslendinga að taka upp gjaldmiðil sem stjórnað er af seðlabanka sem Ís- land á ekki aðgang að. Seðlabanki Evrópu geti hlaupið undir bagga með þeim aðildarríkjum sem lenda í erfiðleikum, en án aðildar sé ekki hægt að gera ráð fyrir slíkri aðkomu bankans. Því geti það beinlínis verið áhættusamt að taka upp evru án að- ildar að ESB, þó ýmsar þjóðir hafi tekið upp stærri gjaldmiðla. Carré er einn af hugmyndasmiðum evrunnar. Hann hefur unnið að þeim málum allt frá árinu 1973, er hann réðist til starfa hjá framkvæmda- stjórn ESB. Hann sagði að evran hefði svo sann- arlega sannað gildi sitt. „Við vildum stöðugan gjaldmiðil og evran er það,“ sagði hann. „Við töld- um að evran myndi verða annar mikilvægasti gjaldmiðill heimsins næst á eftir Bandaríkjadoll- ar. Evran er nú í þeirri stöðu. Og upptaka evr- unnar í þeim tólf ríkjum sem nú þegar hafa skipt eigin gjaldmiðli út fyrir hana, hefur reynst við- komandi ríkjum vel, svo ekki verður um villst. Þá hefur evran stuðlað að verðstöðugleika og stöð- ugleika í vaxtamálum, sem er ákaflega mikil- vægt.“ Carré sagði að þótt hann teldi ekki skynsamlegt fyrir Íslendinga að taka upp evru án aðildar að ESB, þá sé hann sannfærður um að aðild Íslands að sambandinu, og upptaka evrunnar í framhaldi af því, yrði mikið til bóta fyrir Ísland. Spurningin um aðild Íslands að ESB sé hins vegar fyrst og fremst pólitísk og því ekki hans að segja þar nokk- uð til um. Tækifæri en ekki ógn Fram kom í máli Carré á fundinum í gær, að þegar málefni eins og alþjóðavæðing er til um- ræðu, sé ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og velja og hafna hvað hentar og hvað ekki. Líta beri á alþjóðavæðingu sem tækifæri en ekki ógnun. Sumir líti hins vegar á alþjóðavæðinguna sem ógn við atvinnu hverrar þjóðar og launakjör sem og stöðu innlendra fyrirtækja. Það sé misskilningur að alþjóðavæðingin hafi neikvæð áhrif á atvinnu- ástand og launa. Hann sagði að frjálst flæði vinnuafls í Evrópu sé skref í átt að alþjóðavæðingu og ekkert sé að ótt- ast í þeim efnum. Þvert á móti eigi Evrópuþjóðir að nýta sér þau tækifæri sem sem skapast hafi með frjálsu flæði vinnuafls. Evran stuðlar að stöðugleika Morgunblaðið/Eggert Tilgangslaust Hervé Carré segir það ekki þjóna nokkrum tilgangi fyrir Ísland að taka upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. 6 *G -H8    C C &:-= ! I    C C ? ? J,I      C C J,I ( % 6      C C 5?=I  !K L%      C C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.