Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Nú er að það mitt að koma að þessari vinnu af heilindum og auðmýkt,“ segir Skúli Sigurður Ólafsson sem í fyrrakvöld var settur inn í embætti sóknarprests við Keflavíkurprestakall við athöfn í Keflavíkurkirkju. Deilur urðu í söfn- uðinum vegna skipunar í embættið, einkum vegna þess að mörgum þótti gengið fram hjá Sigfúsi Baldvini Ingvasyni sem þjónað hefur söfn- uðinum í mörg ár. Séra Skúli Sigurður á ættir að rekja til Keflavíkur og á þar mikinn frændgarð. Faðir hans, Ólafur Skúlason biskup, ólst upp í Keflavík og þjónaði þar í nokkra mánuði á ár- unum 1959 til 1960. Skúli nefnir þessar rætur þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi sótt um starf sóknarprests í Keflavík- urprestakalli þegar það var auglýst eftir fráfall séra Ólafs Odds Jóns- sonar. „Þetta er líka skemmtileg sókn og ein af þeim stærstu í land- inu. Ég sé þarna mörg tækifæri,“ segir hann. Bætir því síðan við að Reykjanesbær hafi laðað til sín fólk að undanförnu. Þar hafi batnað öll þjónusta og umhverfið tekið stakka- skiptum. Skúli Sigurður er 37 ára gamall. Hann vígðist til Ísafjarðarpresta- kalls á árinu 1997 og starfaði síðar um tíma sem prestur meðal Íslend- inga í Svíþjóð. Síðustu mánuði hefur hann verið settur sóknarprestur á Ísafirði í leyfi skipaðs sóknarprests. Eiginkona Skúla Sigurður er Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir sýslumaður á Ísafirði. Þau eiga tvö börn. Skúli Sigurður var valinn úr hópi tíu umsækjenda um embætti sókn- arprests í Keflavík. Meðal umsækj- enda var einnig séra Sigfús Baldvin Ingvason sem starfað hefur sem prestur við sóknina í þrettán ár. Eft- ir að valnefnd ákvað að mæla með Skúla kom upp hreyfing til stuðn- ings Sigfúsi. Mikill meirihluti sókn- arbarna skrifaði undir yfirlýsingu á netinu til stuðnings honum. „Þetta var ekki gagnrýni á mig heldur stuðningur við prest sem þjónað hefur þarna til margra ára og það kom skýrt fram hjá aðstand- endum undirskriftasöfnunarinnar. Ég hef litið á málið í því ljósi,“ segir Skúli. Kirkjan á að læra af þessu máli Hann telur að kirkjan eigi að læra af þessu máli og fleirum og megi skipta örlítið um takt. Hún þurfi að leggja meiri áherslu á að miðla upp- lýsingum til fólks þegar svona um- ræða kemur upp. „Kirkjan er byggð upp á lýðræðislegan hátt og vill hafa opið stjórnkerfi. Henni ber því að halda á lofti öllum sjónarmiðum. Það mega ekki líða margir dagar og jafn- vel vikur, eins og gerðist í þessu máli, þar til skýrt er út hvernig leik- reglur eru og rökin fyrir ákvörðun. Ég hef það á tilfinningunni að marg- ir hafi haldið að óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við þessa ákvörðun og það sé að hluta til ástæðan fyrir þeirri reiði sem upp kom,“ segir Skúli. Hann segist þó ekki vita hvort mál hefðu þróast á annan hátt í Keflavík ef kirkjan hefði veitt meiri upplýs- ingar og fyrr en segir að þetta sé grundvallaratriði í sínum huga. Lýs- ir hann þeirri skoðun sinni að skýrar og réttar upplýsingar geti ekki vald- ið tjóni, ekki þegar menn hafi allt sitt á hreinu eins og hann telji að hafi verið í þessu tilviki. Hlýjar móttökur Skúli Sigurður svarar því neitandi þegar hann er spurður að því hvort ekki sé erfitt að koma til starfa við þessar aðstæður og vísar til þess að kirkjan hafi verið full við innsetning- arathöfnina í fyrrakvöld og hann hafi fundið mikinn velvilja og fengið hlýjar móttökur þá daga sem hann hafi verið við störf. Í þeim hópi hafi meðal annars verið einstaklingar úr stuðningshópi séra Sigfúsar sem hafi boðið hann velkominn um leið og þeir útskýrðu afstöðu sína. Þá segist hann trúa því að gott samstarf geti tekist á milli þeirra Sigfúsar. Skúli Sigurður Ólafsson settur inn í embætti sóknarprests við Keflavíkurprestakall Kirkjan þarf að koma réttum upplýsingum fyrr á framfæri Ljósmynd/Þorgils Sóknarprestur Séra Skúli Sigurður Ólafsson var settur inn í embætti sóknarprests í Keflavík við athöfn sem fram fór í fyrrakvöld. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is GERT var ráð fyrir því að séra Sig- fús Baldvin Ingvason, prestur við Keflavíkurprestakall, myndi þjóna fyrir altari við innsetningu séra Skúla Sigurðar Ólafssonar sem sóknarprests. Athöfnin fór fram á sunnudagskvöldið en Sigfús var fjarverandi. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, sem ann- aðist innsetningu sóknarprestsins staðfesti að séra Sigfús hefði boðað forföll síðdegis á sunnudag af per- sónulegum ástæðum. Sigfús vill sjálfur ekki tjá sig um málið á þess- ari stundu. Kvaðst Gunnar vona að prestarnir tveir gætu átt gott sam- starf í framtíðinni. Séra Sigfús boðaði forföll AUSTURLAND Egilsstaðir | Í gær stóð Þróun- arfélag Austurlands fyrir fundi um vaxtarsamning Austurlands og var aðalfyrirlesarinn Ifor Williams, forstjóri Clusters Navigators á Nýja Sjálandi, en Williams hefur m.a. unnið fyrir OECD og Al- þjóðabankann ásamt því að starfa með ríkjum að þróunarverkefnum. Fyrirlestur hans nefndist al- þjóðavæðing og klasasamstarf. Williams lagði sérstaka áherslu á að einstök landsvæði kölluðu fram sérhæfingu og sérstöðu sína, smærri fyrirtæki hefðu, þrátt fyrir að eiga í heilbrigðri samkeppni, með sér samvinnu og að í stað þess að horfa alltaf inn á við og vernda sérhagsmuni fælist kraftur til að horfa út á við, byggja upp styrk og ekki eyða orku í að vernda það sem veikburða væri á markaði. Hann nefndi fjölmörg dæmi um landsvæði þar sem smærri fyrirtæki með sömu fram- leiðslu og stoðframleiðslu þar að lútandi hefðu lagt saman krafta sína og gert viðkomandi svæði sterkt og eftirsóknarvert, aukið hagvöxt og velmegun. Ekkert af þessu gerðist þó án þess að stjórnvöld, menntastofnanir og at- vinnulífið tækju höndum saman og ynnu af fullri alvöru, þar sem stórtækir framtíðardraumar væru unnir inn í veruleikann.Meðal dæmanna var ítalska þorpið Castel Goffredo þar sem búa 7.000 manns, en þar eru nú í krafti klasaþróunar framleidd 30% af öllum sokkum sem seldir eru í Evrópu. Slíkir fyrirtækjaklasar byggðu á sérstöðu lítilla fjöl- skyldufyrirtækja sem sýndu samheldni út á við. Þetta kallaði hann Smart Firms in Small Towns. Williams hvatti m.a. til að Aust- firðingar nýttu tækifæri sín til að þjónusta Kárahnjúkavirkjun og ál- ver í Reyðarfirði, svo þeir aðilar leituðu ekki langt yfir skammt að þeirri þjónustu sem þeir þyrftu á að halda. Greina þarf aðstæður faglega Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austur- landi, sagði á fundinum að tæki- færin á Austurlandi hefðu aldrei verið fleiri en nú þegar kraftmikil uppbygging atvinnulífs ætti sér stað. „Á sama tíma þurfa byggð- irnar í norður- og suðurhluta fjórðungsins að takast á við ann- ars konar áskoranir, svo sem fólksfækkun og/eða erfiðleika í at- vinnulífinu,“ sagði Soffía. „Þrátt fyrir að um ólíkar aðstæður sé að ræða á svæðinu kallar staða Aust- urlands á að fram fari fagleg og víðtæk greining á aðstæðum. Á grundvelli niðurstöðunnar verði mótuð sameiginleg framtíðarsýn fyrir Austurland. Markmiðið er skýrt; að auka samkeppnishæfi Austurlands, efla hagvöxt, þróa og styrkja vaxtargreinar svæðisins, efla svæðisbundna sérþekkingu, laða að innlenda og erlenda fjár- festa og fjölga störfum, ekki síst störfum í hvers kyns þekking- arstarfsemi. Þannig stuðlum við að sjálfbærri hagþróun á Austur- landi.“ Austfirðingar greina stöðuna fyrir vaxtarsamning Sérstaða og samvinna heima byggir brú til umheimsins Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Margt smátt gerir eitt stórt Ifor Williams, forstjóri Clusters Navigators á Nýja-Sjálandi, fjallaði um alþjóðavæðingu og klasasamstarf. Egilsstaðir | Minjasafn Austurlands hefur opnað nýja grunnsýningu og hafa farið fram miklar endurbætur í sýningarsal safnsins. Hafa m.a. verið keyptir nýir og fullkomnir sýningarskápar þar sem sýndar verða forn- minjar frá Þjóðminjasafni Íslands sem tengjast Austurlandi, skv. sérstöku samkomulagi þar um. Hin nýja sýning skiptist í tvo hluta. Sá fyrri lýsir mannlífi í sveitum á fyrri tíð, þegar hver sveitabær var sjálfstæð eining, þar sem nær allt sem heimilið þarfnaðist var unnið og útbúið. Síðari hlutinn greinir frá þeirri breytingu sem varð þegar þéttbýli tók að myndast við brúna yfir Lag- arfljót og Egilsstaðir urðu til. Elfa Hlín Pétursdóttir sýningarstjóri sagði við opnunina á sunnudag að afar mikilvægt væri að geta nú varðveitt verðmætar menningarminjar frá Þjóðminjasafni skv. ýtrustu kröfum og yrði skipt um sýningu árlega. Björn G. Björnsson, hjá List og sögu, hannaði sýninguna. Morgnblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ný sýning Meðal margra upplifana í Minjasafni Austurlands er þessi gamla krambúð við Fljótið; ein með öllu líkt og gerðist áður fyrr. Sveitin og þorpið Minjasafni Austurlands umbylt og ný grunnsýning lítur dagsins ljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.