Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 30
ÞAÐ VERÐUR að teljast næsta víst að fyrr eða síðar muni flugvöll- urinn í Vatnsmýrinni víkja fyrir ann- arri starfsemi og því augljóst að finna verður aðra staðsetningu fyrir miðstöð innanlands- flugs. Margar misgóð- ar hugmyndir hafa ver- ið nefndar um framtíðarflugvall- arstæði. Eitt eiga allar þessar hugmyndir sameiginlegt, þær kosta gríðarlega fjár- muni, þ.e. ef undan er skilin sú hugmynd að reka flugið frá Kefla- víkurflugvelli. Fram kom á stofnfundi sam- takanna Flugkef.is að ef fjárfest yrði í nýju flugvallarstæði fyrir 12 milljarða króna myndi kosta 1.700 milljónir króna á ári að reka slíkan flugvöll. Því hærri sem fjárfestingin er því dýrara verður að reka mannvirkið. Þá er ekki tekið tillit til uppbygg- ingar nýrra samgöngumannvirkja sem nauðsynleg eru til að tengja nýjan flugvöll við önnur samgöngu- mannvirki í þessum tölum. Í mínum huga er því þetta fyrst og fremst spurning um kostnað, hagkvæmni og forgangsröðun á opinberum fjár- munum því fyrirséð er að slíkan flugvöll er aldrei hægt að reka fyrir sjálfsaflafé sitt. Keflavíkurvalkosturinn er hagkvæmastur Ekki hefur enn verið gerð í alvöru hagkvæmnisúttekt á því, þrátt fyrir áralanga umræðu, hvort sé hag- kvæmara að byggja nýjan flugvöll fyrir 12-20 milljarða, eða að nýta þann sem til er í Keflavík. Það hlýtur að vera ámælisvert af hálfu sam- gönguyfirvalda að slíkt hafi ekki ver- ið gert, ekki síst í ljósi þess að nú þegar hefur verið eytt stórfé af sam- eiginlegum sjóðum landsmanna í nú- verandi flugvöll í Vatnsmýrinni og áætlað er að eyða enn meira af sam- eiginlegum sjóðum landsmanna í nýja samgöngumiðstöð sem er að lang- stærstum hluta til ekk- ert annað en ný flug- stöð ef skoðaðar eru grunnhugmyndir að skipulagi mannvirk- isins. Ég er þess fullviss að niðurstaða slíkrar hag- kvæmnisúttektar myndi sýna að hag- kvæmast væri fyrir þjóðina að reka einn al- vöru flugvöll á suðvest- urhorninu sem þjóna myndi bæði millilandaflugi og innan- landsflugi. Öll skynsemisrök mæla með þessum valkosti og segja okkur þetta. Þeir vankantar sem nefndir hafa verið á slíku fyrirkomulagi eru verkefni sem hægt er að leysa fyrir brot af þeim kostnaði sem rekstur nýs flugvallar í Reykjavík kostar. Þá eru ótalin þau fjölmörgu nýju tæki- færi sem skapast við það að reka innanlandsflug frá sama flugvelli og millilandaflugið. Eigum við ekki að nota fjár- munina í þarfari verkefni? Hingað til hefur andstaðan við flutning innanlandsflugs til Kefla- víkur verið mest af hálfu lands- byggðarinnar og skil ég það mjög vel. Ég tel hins vegar að þeir van- kantar sem nefndir hafa verið séu verkefni sem hægt er að leysa hvort sem það snýr að heilbrigðisþjónustu, flugöryggis- og flugrekstrarsjón- armiðum, samgöngum milli Kefla- víkur og Reykjavíkur eða þjónustu opinberra stofnana við landsbyggð- ina. Ferðatíma frá Keflavíkur- flugvelli til miðbæjar Reykjavíkur er t.d. vel hægt að ná niður í 20-25 mín- útur með bættum samgöngum, þá er einnig til staðar öll aðstaða til að veita þá heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er. Ef við hins vegar skoðum þá fjár- muni sem sumir vilja að ríkið setji í þessa þjónustu á ári hverju, tel ég að þá mætti nýta betur í önnur verkefni sem brýnni eru fyrir byggð og bú- setu á landinu öllu. Nægir þar að nefna bættar vegasamgöngur víðs vegar um landið sem myndu nýtast miklu fleiri heldur en þeim örfáu prósentum landsmanna sem nýta sér innanlandsflugið að staðaldri. Þá tel ég afar brýnt að efla heilbrigð- isþjónustu á landsbyggðinni og al- mennt séð þjónustu opinberra stofn- anna víðs vegar um landið. Ég hvet landsmenn til að skoða þessi mál vel og kynna sér þá val- kosti sem eru í stöðunni áður en við köstum verðmætum á glæ og fram- kvæmum eitthvað sem við sjáum svo eftir í framtíðinni. Sameinumst um Keflavíkurvalkostinn Eysteinn Jónsson fjallar um Keflavíkurflugvöll ’Ég hvet landsmenn tilað skoða þessi mál vel og kynna sér þá valkosti sem eru í stöðunni áður en við köstum verð- mætum á glæ og fram- kvæmum eitthvað sem við sjáum svo eftir í fram- tíðinni.‘ Eysteinn Jónsson Höfundur er talsmaður samtakanna Flugkef í Reykjanesbæ. 30 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ERU a.m.k. tíu ár liðin frá því að ég gaf biblíuna mína í viðhafn- arútgáfu og skinnbandi, ungri stúlku í þeirri trú að hún yrði betri mann- eskja en ég, sem hún hefði nátt- úrlega orðið hvort sem var. Í þeirri bók er talað um mann af semískum þrælaættum, sem varð fjár- málaráðherra Egyptalandsfaróa, en þeir voru kunnáttumenn í því að þrælka fólk. Þessi sjálfmenntaði hagfræðingur, Jósef, sonur Jakobs Ísakssonar, Abrahamssonar kenndi faróunum að geyma afgangsarð góð- æranna til hinna mögru ára sem oft vilja fylgja á eftir. Egyptarnir voru hrifnir af kenningum Jósefs í fyrstu, en fljótir að gleyma þeim, þegar hann var hættur sem fjármálaráð- herra og misstu þá fljótlega tökin á efnahagsþróuninni og lífi sínu. Þannig var, að Jósef gat ekki lengur horft upp á fólk sitt fara á mis við afleiðingar góðærisins og tók að efast um háa og vellaunaða stöðu sína. Kjör landa hans höfðu ekki batnað í góðærinu og honum þótti einsýnt að þau yrðu lítt bærileg, þegar hin mögru árin kæmu og allsóvíst, að þeir fengju inni á hjúkr- unarheimilum eða nytu heimahjúkr- unar. Hann lagði því ofurlaun sín og eftirlaun að veði og tók til sinna ráða með aðstoð Jave, sem þá alveg ný- lega búið að finna upp og stakk af, fór, með vinnuaflið með sér. Við norður hér í Ballarhafi höfum lifað nokkurt góðæri, sem vonandi framlengist og fjölskyldurnar hafa rifið rándýr lán út úr bönkunum og skulda sem aldrei fyrr og eiga harða baráttu framundan. Aldið fólk og örvasa deyr hins vegar á milli þils og veggja á meðan þingheimur skemmtir sér. Jósef Jakobsson er ekki hér. Undanfarið hafa kjör og eft- irlaunaréttindi embættismanna og þingmanna verið ,,lagfærð’’ með þeim ósköpum að þjóðinni hefur blöskrað. Þingmönnum sem aðild eiga að ríkisstjórninni hefur einnig blöskrað og margir þeirra lýst sig búna til þess að breyta ólögunum, en hafa svosem engan sérstakan hvata til þess. Aðeins einn maður hefur af- salað sér hluta af slummunni og hafði þó líklega helst til hennar unn- ið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa hvatninguna, fólkið, sem finnst sér misboðið, en þeir hafa flestir ver- ið mjög daufir í málinu, að und- anskildum Ögmundi Jónassyni og ætla greinilega að láta dankast. Jós- ef Jakobsson hefði gert betur. JÓHANNES EIRÍKSSON, prentari. Lýst eftir Jósefi Jakobssyni Frá Jóhannesi Eiríkssyni MIKLAR umræður hafa verið um framtíðarstaðsetningu innan- landsflugvallar á höfuðborgarsvæð- inu og sýnist sitt hverjum. Helst hefur verið drepið á tveim kostum, þ.e. flugvöllur á Lönguskerjum og flugvöllur á Hólms- heiði. Fyrir þá sem að ekki þekkja þá er Hólmsheiði staðsett norðan Suðurlands- vegar móts við Rauð- hóla. Hólmsheiði rís mest í 130 m hæð yfir sjó. Sökum legu sinn- ar er heiðin mun vindasamari en flug- völlur staðsettur við sjóinn. Þetta kemur glöggt fram á vef Veð- urstofu Íslands. En það er annað sem ég hef meiri áhyggjur af en fjölgun fluglausra daga vegna veð- urs. Reykjavíkurborg er einn af lánsömustu höfuðstöðum heimsins vegna legu sinnar. Náttúru- auðlindir sem að skipta velferð borgaranna miklu máli eru kalt og heitt vatn og auðvelt aðgengi að þeim. Af hvorutveggja eigum við mikið. Ef vel er með farið munu þessar auðlindir endast okkur og afkomendum okkar um ókomin ár. Ferskvatnslindir Reykjavík- urborgar eru í Gvendarbrunnum og þaðan er dælt um 76 miljón lítrum af vatni á hverjum sólahring til not- enda á höfuðborgarsvæðinu. Til marks um gæði þessa vatns sem við njótum skal tekið fram að ekki er neinna sérstakra úrræða þörf til að gera vatnið neysluhæft, heldur er því dælt beint úr borholum til neyt- enda. Slíkt fyrirkomulag er sjald- séð í stærri samfélögum og meira að segja eru sveitarfélög hér á landi sem ekki njóta vatns af slíkum gæðum. Auðlind í þessum gæða- flokki þarf að umgang- ast með gát og umhverfi hennar meðhöndla af kostgæfni. Vatnið í Gvendarbrunnum verð- ur nefnilega ekki til beint undir þeim, heldur er það til komið af allri þeirri úrkomu sem að fellur til jarðar innan vatnasviðs þeirra. Vatnasvið Gvend- arbrunna er umfangs- mikið og er rakið inn á Hellisheiði miðja og Hólmsheiði alla (sjá gagnasjá Íslenskra orkurannsókna á www.isor.is). Óvarleg meðferð á mengunarefnum er því sérstakt áhyggjuefni innan vatnasviðs Gvendarbrunna. Öll efni, olíur, leysiefni, þungmálmar og önnur mengandi efni sem að falla til jarð- ar innan vatnasviðsins koma til með að skila sér í því vatni sem að dælt er til okkar neytenda. Lítið mengunarslys getur kostað hundr- uð milljóna auk mikilla óþæginda fyrir neytendur á meðan á hreinsun stendur. Stærri slys gætu leitt til aflagnar Gvendarbrunna til lengri tíma. Það ógnvænlegasta er þó að það þarf ekki slys til, uppsöfnun mengunarefna á löngum tíma getur og leitt til þess að gæði vatnsból- anna versni og fari svo að lokum að þau ónýtist með öllu. Þetta er þeim sem reka vatnsbólin, Orkuveitu Reykjavíkur, vel ljóst. Undanfarin ár hefur Orkuveitan haft með höndum umfangsmiklar rannsóknir á grunnvatnsstraumum á Hellis- heiði til þess að gera sér grein fyrir hvernig affallsvatni nýrrar virkj- unar verður best fyrir komið svo engra áhrifa gæti í Gvend- arbrunnum. Komum nú aftur að því sem að við hófum greinina á en það er flugvöllur á Hólmsheiði með öll- um þeim efnum sem að notuð eru í flugrekstri. Það eitt að setja niður flugvöllinn á heiðina kemur til með að auka mjög hættur á mengun vatnsbóla Reykjavíkur. Ekki bara vegna aukinnar hættu á slysum sem leitt gætu til mengunar, heldur og stöðug uppsöfnun efna í og við völlinn, efna sem fylgja rekstri hans og þeirra tækja sem um hann fara. Það er því ljóst að staðsetning flugvallar á Hólmsheiði er óásætt- anleg og óábyrgt tal þar sem að við ögrum tilvist hágæða vatnsbóla Reykjavíkur með því. Flugvöllur á Hólmsheiði – ferskvatn Reykjavíkur Ármann Höskuldsson fjallar um staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði ’Það er því ljóst að stað-setning flugvallar á Hólmsheiði er óásætt- anleg og óábyrgt tal þar sem við ögrum tilvist há- gæða vatnsbóla Reykja- víkur með því.‘ Ármann Höskuldsson Höfundur er doktor í eldfjallafræði. UNDANFARNA daga hefur ríkt mjög einkennilegt andrúmsloft á Suðurnesjum. Einn stærsti vinnu- veitandinn á svæðinu er að kveðja okkur, hann vill ekki vera hér lengur. Herinn vill eyða öllum sínum kröftum í það að vinna að öðrum verkefnum og annars staðar í heiminum, nefnilega í verkefnum sem tengj- ast því að komast yfir sem mest af olíulindum Arabaheimsins. Í augum Banda- ríkjamanna er olían það verðmætasta sem til er, hún stjórnar öll- um þeirra aðgerðum. Áður en þessi öld verð- ur hálfnuð verður megnið af allri olíu í heiminum búið, hvað þá! Þarna kemur nefni- lega Ísland inn mjög sterkt, sennilega sterk- ara en nokkru sinni fyrr. Núna er lag að byrja að hugsa um öll tækifærin sem Kefla- víkurflugvöllur gæti nýst okkur í til að bjarga heiminum. Ís- land er nefnilega ríkasta land í heimi, við eigum nóg af vatni. Allan heiminn vantar gott vatn. Fjölmargir hafa reynt fyrir sér sem sölumenn vatns- ins, mörgum hefur tekist vel til en öðrum illa. Bílvélar nútímans eru að renna sitt skeið, minni mengandi vélar eru að komast í framleiðslu og notkun þar sem vetni og rafmagn eru aflgjaf- arnir. Höfuðborg vetnisfram- leiðslunnar á nefnilega að rísa á Keflavíkurflugvelli. Jafnvel Banda- ríkjamenn hafa viðurkennt mistök sín í einfeldnisákvörðunartökum sem snúa að bíliðnaði þeirra, þeir finna sig knúna núna til að skoða aðra mögu- leika en það sem þeir eru að gera. Framtíðaraflgjafi heimsins á að þróast hér á landi og þeir sem sjá hag í því að markaðssetja það ættu að snúa bökum saman og virkilega láta gott af sér leiða. Heim- urinn er að farast úr mengun og þetta er lausnin, þetta er við- urkennt af sérfræð- ingum út um allan heim, Íslendingar ættu að leggjast allir sem einn á að stöðva mengun í heiminum. Ef bráðnun Grænlandsjökuls og norðurpólsins heldur áfram eins og staðan er í dag mun allt það kalda vatn sem þaðan kemur ýta Golfstraumnum okkar frá landinu og þá verður ekki byggilegt hér. Hugsum umhverf- isvænt til framtíðar og virkjum alla þá sem hafa gengið á undan okkur með hönnun og hugvit umhverfis- vænnar orku. Mann- virkin sem herinn hafði í Hvalfirði, tankar sem geta geymt um 50 þús. tonn ættu að verða gerðir klárir til að geyma vatn, það getur runnið í þá úr öllum bergvatnsánum í Hval- firði, stór tankskip gætu komið og fyllt sig og siglt með vatn til bág- staddra þjóða sem vantar vatn. Það eru alltaf þurrkar sem eru að drepa þjáðar þjóðir. Ísland á að hugsa stórt og ekki að velta fyrir sér þeim villu- ráfandi hugleiðingum um að við þurf- um að vera í varnaðarbandalagi með staðföstum þjóðum um að hjálpa heiminum að farast, við eigum að leiða heiminn út úr þeim ógöngum sem hann er í og virkja hugvitið, vatnið og þjóðina. Þegar Ísland bjargaði heiminum Tómas J. Knútsson fjallar um framtíðarmöguleika Íslands Tómas J. Knútsson ’Framtíðarafl-gjafi heimsins á að þróast hér á landi og þeir sem sjá hag í því að markaðssetja það ættu að snúa bökum saman og virkilega láta gott af sér leiða.‘ Höfundur er formaður Umhverf- issamtakanna Blái herinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.