Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 27 ÞAÐ var athyglisvert að fylgjast með opinberum viðbrögðum við sviptingum á gengi hlutabréfa íslenskra fjármálafyrir- tækja á liðnum vikum. Það að viðskipta- mál landsins væru komin í heimspressuna var litið á sem upphefð. En þegar greining- ardeildir erlendra fjármála- fyrirtækja og heimsþekkt dagblöð fóru að birta efa- semdir um heilbrigði íslensks efnahagslífs og áhættusamar fjármögnunaraðferðir bank- anna, þótti ýmsum sem skör- in væri farin að færast upp í bekkinn. Það þótti fáheyrt að útlendingar þættust bera skynbragð á íslenskt efna- hagslíf eða íslenska útrás. Þegar svo norski olíu- sjóðurinn, en skylda stjórn- enda hans er að sækjast eftir bestu ávöxtun, tók skort- stöðu gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum, leit margt fyrirmennið á það sem óvild í garð íslensku þjóð- arinnar. Einn stjórn- málamaður notaði meira að segja orðið hryðjuverka- starfsemi. Minna mátti það ekki heita, því athygli var þörf. Í stað hlutlægs mats og faglegrar skoðunar varð særð þjóðernisviðkvæmni alls ráðandi. En það var þó athyglisverðara, að viðkom- andi innlendar eftirlitsstofn- anir ýmist börðu höfðinu við steininn eða steinþögðu. Það fer ekki á milli mála að við erum enn að slíta barns- skónum á sviði alþjóðlegra fjármála. Styrkur opinberra stofnana Þetta leiðir hugann að mikilvægi sterkra opinberra stofnana í landinu. Oft er því haldið fram, einkum af stjórn- málamönnum, að þingræðið eitt skipti máli – þingræði sem gjarnan vill breytast í stjórnræði í höndum þeirra sjálfra. Styrkleiki stofnana samfélagsins og sjálf- stæði þeirra er ekki bara mikilvægt held- ur úrslitaatriði. Á óróatímum skipta þess- ar stofnanir iðulega ekki minna máli en stjórnmálin sjálf. Þær ber því að efla og styrkja. Í þeim fjármálaóróa sem gengið hefur yfir, hafa okkar eigin stofnanir brugðist. Þær virtust ekki taka eftir neinum veik- leika eða þær treystu sér ekki til að tjá sig þar um. Engin alvöru aðvörun var send. Engin óháð efnahagsstofnun er starfandi í landinu. Efnahagsstofnunin var lögð niður. Eftirlitshlutverk hennar var bæði fólgið í úrvinnslu frumgagna til að upplýsa um stöðu efnahagsmála á hverjum tíma og reglubundið stöðumat. Tekið var mark á skýrslum hennar m.a. af erlendum efnahags- og fjármálastofnunum. Nú talar hver hagfræðingur eða greiningarstofa í samræmi víð þá hagsmuni sem hver og einn er að gæta. Engin sjálfstæð greining- arstofnun er til staðar í landinu. Það er afleitt. Bankaeftirlit Seðlabankans Á sínum tíma var Seðlabankinn með virkt eftirlitshlutverk með fjármálastofn- unum. Bankaeftirlit Seðlabankans var virt fyrir faglega greiningu á stöðu fjár- málastofnana. Þótt Bankaeftirlitið væri til- tölulega ung stofnun hafði það áunnið sér virðingu fyrir vönduð vinnubrögð. Það var svo hlutverk bankastjórnar Seðlabankans að fylgja eftir ráðleggingum eða tillögum Bankaeftirlitsins. Um það leyti sem sá sem þetta skrifar var formaður bankaráðs Seðlabankans jókst, í kjölfar nýrra lagasetninga, frelsi innlendra verðbréfa- og fjármálastofnana verulega. Með auknu frelsi jókst þörfin á skýrum leikreglum og virku eftirliti með því að reglur og eðlileg vinnubrögð væru í heiðri höfð. Bæði almenningur, sem fól fjármálastofnunum peninga sína til ávöxt- unar og stofnanirnar sjálfar, þurftu á því að halda að fá traustar upplýsingar frá óvilhöllum aðila um stöðu fjármálastofn- ananna og vita jafnframt að hægt var að grípa jafnharðan inní færi eitthvað úr- skeiðis. Með bankaeftirlitið innanborðs var Seðlabankinn öflug stofnun sem mark var tekið á. Fjármálaeftirlitið Það var í öndverðri ráðherratíð Finns Ingólfssonar sem tekin var ákvörðun um að taka bankaeftirlitið frá Seðlabankanum og setja á fót nýja stofnun – Fjármálaeft- irlitið. Rökin með þessari ráðstöfun voru m.a. þau að nýja stofnunin yrði óháðari og gæti tekið að sér eftirlit með öðrum fjár- málastofnunum en bönkunum. Þetta varð að lögum. Afl Seðlabankans var veikt að sama skapi. Sá sem þetta skrifar varaði við þessari ráð- stöfun í ræðum á ársfundum bankans og taldi þetta óráð. Því miður hefur þróunin sýnt að Seðlabankinn hefur veikst verulega við þessa ráð- stöfun. Áhrifamáttur hans er minni. Viðskiptabankarnir, svo ekki sé minnst á stjórn- málamenn, hafa iðulega undanfarin ár virt að vettugi aðvaranir og aðgerðir Seðla- bankans. Aðvarnir bankans um of mikil útlán og mikinn viðskiptahalla fóru inn um annað eyrað og út um hitt. Þegar bankinn varaði við 90% húsnæðislánum var það talað út í móa af sumum stjórn- málamönnum, eins og um ómerkilegt barnahjal væri að ræða. Þótt Seðlabankinn hafi hækkað vexti, var það undir hælinn lagt hvort viðskipta- bankarnir fylgdu í kjölfarið. Þeir tóku ekki mark á bank- anum og greiningardeildir við- skiptabankanna fóru í leið- indum sínum að kasta á milli sín úrillum vangaveltum um trúverðugleika Seðlabankans. Verið var að grínast með áhrifaleysi hans. Fjármálaeftirlitið varð ekki sú öfluga greiningar- og eftirlitsstofnun sem búast hefði mátt við, þegar hlustað var eftir rökum þeirra sem settu hana á fót. Þekking er dýrmæt gæði og fámenn þjóð á ekki marga sérhæfða menn á öllum sviðum fjármála. Því þarf að safna þeim saman í stað þess að sundra þeim milli stofnana. Fjármálaeftirlitið virðist ekki búa yfir þeirri þekkingu innandyra sem ein er megnug til að greina tímanlega flóknar fjármögnunaraðferðir nútíma ver- aldarviðskipta fjármálastofnana. Utanað- komandi áhorfanda virðist eins og menn þar á bæ hafi ekki skilið þá hugmynda- fræði sem lá að baki fjármögnunarleiðum útrásarbankanna. Því fór sem fór. Íslensk- ar fjármálastofnanir og stjórnmálamenn voru tekin í bólinu, þegar erlendir aðilar hófu að birta aðvaranir og benda á veik- leika í uppbyggingu verðbréfaútgáfu út- rásarbankanna. Sameina Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum Reynsla síðustu mánaða segir okkur að það kann að skipta sköpum til framtíðar að Seðlabankinn verði styrktur sem mest á næstu misserum. Þótt rannsóknir á fjár- málalegum stöðugleika séu mikilvægar þá þarf formgert eftirlitsvald með fjár- málastofnunum og peningapólitísk völd að fylgjast að til að eftirlitið verði virt, fag- legt og öflugt. Þessu er best fyrir komið hjá þeirri stofnun sem mótar stefnu í pen- ingamálum. Með því að sameina Fjármála- eftirlitið Seðlabankanum á ný verður mynduð sú sterka stofnun á sviði peninga- og fjármála sem nútíma fjármálastarfsemi í litlu landi þarf á að halda. Þetta er enn mikilvægara ef íslenska krónan verður enn um sinn eða til frambúðar gjaldmiðill þjóðarinnar. Aðeins öflug stofnun með ein- beitta og markvissa stefnu getur leiðbeint og haft eftirlit með þeim öflugu fjár- málastofnunum sem nú gera strandhögg erlendis og þannig dregið úr áhættum á fjármálalegum kollsteypum. Jafnframt þarf að draga úr verðtryggingu og taka næsta skref í þá átt að lengja á þeim tíma sem verðtryggja má fjárskuldbindingar og fjárhagslegar eignir. En umfram allt þurfum við að skilja að við verðum að breyta því að ákvarðanir í fjárfestingarmálum séu í höndum stjórn- málamanna í svo ríkum mæli sem hér er. Meðan stærstu ákvarðanir á sviði fjár- festinga. s.s. í orkugeiranum, eru teknar af ráðherrum, í anda gamla Sovéts, þarf engan að undra þótt ýmislegt fari úrskeið- is. Ákvarðanir stjórnmálamanna ráðast sjaldnast af fjárhaglegum útreikningum heldur pólitískum markmiðum. Þar að auki hafa þeir yfirleitt átt auðvelt með að réttlæta það að taka minni hagsmuni fram yfir meiri. Það þarf öflugan gjaldmiðil til að þola slíkt hagkerfi. Efla þarf Seðlabankann Eftir Þröst Ólafsson ’Meðan stærstuákvarðanir á sviði fjárfestinga, s.s. í orkugeir- anum, eru tekn- ar af ráðherrum, í anda gamla Sovéts, þarf eng- an að undra þótt ýmislegt fari úr- skeiðis.‘ Höfundur er hagfræðingur. Þröstur Ólafsson omi með ætti inn í starfsemi okkur til kostnað, s hefur í í tímans m heild og u á okkar álfbærum r af starf- di ferða- ð og þess naðinn af rnstöð flutt málefnum Sagðist neinu um starfsemi urflugvöll nnslu hjá Mér finnst að stjórn- uður eftir. enni fyrir vík. Hins líklegt að omi hing- ekki mitt er áreið- ælir með nvirkin í fundinum. ði verið í ngar yfir- vonir um mál með i unnt að að greiða Þetta er arhaldsins þar sem Mannvirkjasjóður Atl- antshafsbandalagsins kemur þar líka við sögu. En ef þetta tækist á næstunni sæjum við líka fram á að losna við umferð olíubílanna eftir Reykjanesbrautinni, sem er mikið hagsmunamál fyrir alla vegfarend- ur á Reykjanesbraut. Það myndi líka þýða að umsvifin ykjust í höfninni í Helguvík,“ sagði Geir. Óvissa um starfslokasamninga Fundarmenn lögðu fram spurn- ingar um ýmis mál sem á þeim brunnu og var áberandi að starfs- menn höfðu áhyggjur af því hvort unnið væri að gerð starfsloka- samninga við starfsmenn. Einnig var á það bent að huga þyrfti að málum fyrirtækja og annarra sem selt hefðu varnarliðinu þjónustu af ýmsu tagi. Fram kom í máli Árna að starfs- lokasamningar hefðu verið teknir upp í viðræðum en fátt verið um svör. Geir sagði í svörum við fyrir- spurnum að honum væri ekki kunnugt um hvernig Bandaríkja- menn hefðu staðið að gerð starfs- lokasamningum við lokanir ann- arra herstöðva. Varnarliðið væri vinnuveitandinn og bæri ábyrgð gagnvart sínum starfsmönnum og hefði fylgt ráðningarsamningum við uppsagnir. „Ég get engu lofað eða fullyrt neitt um starfsloka- samninga og teldi það mjög óábyrgt af mér að vera að gefa mönnum einhvern ádrátt um slíkt. Vinnuveitandinn er varnarliðið og ef þeir ætla ekki að gera þannig upp við menn með starfslokasamn- ingum, er enginn annar til þess að taka það að sér,“ sagði Geir. kum á fundi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt í gær skref fyrir skref Morgunblaðið/Eggert inum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem Árni varnarliðsins síðdegis í gær. „MÉR finnst staðan ekki nógu góð. Starfslokasamningarnir brenna á mönnum. Ég veit um menn sem hafa unnið [hjá varnarliðinu] í 40 eða 50 ár. Þeir fengu uppsagnarbréfin send heim í ábyrgðarpósti og síðan hefur ekk- ert gerst,“ segir Þór Jónsson, sem starfar hjá verslun varnarliðsins. Sveinn Ævarsson, sem starfar hjá flughernum, vill ekki taka undir að ekkert hafi verið gert að undanförnu vegna brotthvarfs varnarliðsins. „Það er mikil vinna í gangi í bæjarfélaginu en þú út- vegar ekki 600 manns vinnu á Ís- landi svona einn, tveir og þrír,“ segir hann. Sveinn hefur starfað hjá varn- arliðinu í yfir 20 ár og segist ekki sjá það fyrir að varnarliðið geri starfslokasamninga við starfs- menn. Sveinn og Þór voru báðir þeirrar skoðunar að gera mætti mun betur í að þrýsta á varn- arliðið um að ganga frá starfs- lokasamningum. „Þetta snýst um sómasamlegan viðskilnað,“ segir Þór. Þeir segjast báðir vera á þeim aldri að óþarfi sé fyrir þá að hafa áhyggjur af að fá ekki einhvers staðar vinnu eftir að varnarliðið fer. En það gæti reynst þrautin þyngri fyrir fjölmarga eldri starfs- menn sem væru að nálgast starfslokaaldur að fá vinnu. Þá kom fram í máli þeirra að sumir starfsmenn hjá varnarliðinu vildu frekar bíða og sjá hverju fram yndi en að ráða sig strax í mun verr launuð störf sem í boði væru. Menn hefðu jú vinnu út sept- ember. „Á mínum vinnustað, sem er verslun varnarliðs- ins, er mjög góður mórall. Þar tekur fólk þessu með jafnaðargeði,“ segir Þór. Þetta snýst um sómasamlegan viðskilnað Þór Jónsson Sveinn Ævarsson „ÞAÐ kom að mínu viti ekkert nýtt fram á þessum fundi sem ekki var vitað áður. Það er verið að semja um varnarmálin en ekki um framtíð vallarins í sjálfu sér en fundurinn var ágætur til að upplýsa fólk,“ segir Valþór S. Jónsson, sem starfar hjá Stofnun verklegra framkvæmda hjá varn- arliðinu, og er hann fram- kvæmdastjóri þess hluta sem snýr að viðhaldi á mannvirkjum o.fl. „Við sem störfum á vellinum höfum áhyggjur af hvað verður um þetta svæði og til hvers húsin og annað sem þarna er verður nýtt,“ segir hann. Valþór er sem framkvæmdastjóri með stóran hóp manna í vinnu og segir að þeim, sem eru þegar farn- ir að leita sér að vinnu, gangi það ágætlega. Margir séu þó ekki farnir að leita og reikni með að vinna út uppsagnartímann. Þá séu einnig margir hverjir komnir á þann aldur að þeim muni ganga erfiðlega að finna störf við hæfi og geti átt erfiða tíma í vænd- um. „Það er þó mikilvægt að allir starfsmenn sem ég umgengst halda ró sinni þótt þeir viti að erfiðir tímar séu framundan.“ Valþór segir að Bandaríkjamönnum á vellinum fækki dag frá degi. „Í kringum mig voru um 80 Bandaríkjamenn en þeim hefur núna fækkað niður í 50. Maður sér líka tæki og tól hverfa. Það fóru t.d. þrjár Herkúlesvélar í loftið um hádegi í dag troð- fullar af búnaði. Brottflutningurinn er í fullum gangi.“ Allir halda ró sinni Valþór S. Jónsson „ÞAÐ er fyrst núna sem maður er að heyra eitthvað jákvætt. Við vissum alltaf að a.m.k. stór hluti okkar yrði áfram við störf vegna þess að það þarf að halda áfram að reka flugvöllinn,“ segir Páll Hilmarsson, sem er starfs- maður rafeindadeildar varnarliðs- ins, en skv. nýjum lögum sem sett voru í síðustu viku um flug- málastjórn eru starfsmenn raf- eindadeildarinnar meðal þeirra sem verður boðin áfram vinna hjá flugmálastjórn Keflavíkurflug- vallar eftir að varnarliðið fer af landi brott. Aðspurður hvernig andrúms- loftið væri meðal starfsmanna sagði Páll að mórallinn væri í lagi miðað við aðstæður. Páll Hilmarsson Mórallinn í lagi miðað við aðstæður lega t mál ef um hætti n. i af þess- am úr ur kall- ning. ær rang- gt að elli störf lveri í ar góður rði fram- m þetta a og þá er ég alveg sannfærður um að það yrði mjög veruleg búbót bæði hér um slóðir og fyrir þjóðarbúið í heild.“ Vonast eftir niðurstöðu í mál- inu áður en langt um líður Sagðist hann vona að einhver nið- urstaða fengist í þessu máli áður en langt um liði „en mér heyrist á forsvarsmönnum Norðuráls að þeir vilji ganga mjög ábyrgt til verks í þeim efnum, enda höfum við góða reynslu af samstarfi við það fyrirtæki uppi á Grundar- tanga“, sagði Geir. ð veruleg búbót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.