Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 23 DAGLEGT LÍF Í MAÍ UMBÚÐIR ilmvatnsins Flower- bomb sem hollenski hönnunardúóin Viktor & Rolffrá hannaði fyrir L’Oreal-snyrtivöruframleiðandann þykja minna á handsprengju og ilmvatnið hefur því verið tekið úr sölu í verslunum á Gardermoen- flugvelli við Ósló, að því er m.a. greint frá á vef Svenska Dagbladet. Ákvörðunin var tekin eftir að norskur ferðamaður var stöðvaður í öryggishliði á flugvelli í París með umrætt ilmvatn í fórum sínum. Ilmvatnið er skilgreint sem hlut- ur sem líkist vopni, að því er haft er eftir upplýsingafulltrúa flugvall- arins. Talsmaður framleiðandans segist steinhissa á öllu saman. Ilmvatnið hafi verið á alþjóðlegum markaði í tvö ár og aldrei vakið viðbrögð af þessu tagi áður. Hann bætti við að ætlunin hafi verið að ilmvatnsglasið liti út eins og demantur. Umbúðir minna á handsprengju  NEYTENDUR  HEILSA A-vítamín og brjósta- krabbamein A-VÍTAMÍN getur hugsanlega veitt ungum konum vörn gegn brjósta- krabbameini en vísindamenn vara við of mikilli bjartsýni, að því er fram kemur í frétt Svenska Dag- bladet. Á níunda áratugnum voru miklar vonir bundnar við A-vítamín sem undralyf gegn krabbameini og þá sérstaklega brjóstakrabbameini. Meðal fremstu vísindamanna á þessu sviði var ítalski prófessorinn Umberto Veronesi. Rannsókn hans frá árinu 1987 leiddi þó í ljós að neysla á A-vítamíni hafði engin skýr áhrif á endurkomu brjósta- krabbameins og áhuginn á A-vítamíni sem lyfi dofnaði í kjöl- farið. Rannsóknin á sínum tíma tók til 2.800 kvenna sem höfðu fengið brjóstakrabbamein. Hópur ítalskra vísindamanna leitaði 1.700 þeirra uppi aftur og kannaði endurkomu brjóstakrabbameins hjá þeim. Í ljós kom að brjóstakrabbameinið tók sig síður upp hjá ungu konunum í hópnum ef þær höfðu fengið A-vítamínið um fimm ára skeið á sínum tíma. Vísindamennirnir bentu á að hættan á því væri 38% minni og drógu þá ályktun að það væri A-vítamíninu að þakka. SvD ber niðurstöðurnar undir sænskan krabbameinssérfræðing sem segir að niðurstöðunum og ályktunum vísindamannanna beri að taka með varúð þar sem svo langt sé um liðið. meðferð á dýrum. Íslendingar settu sér sína eigin löggjöf um lífræna framleiðslu árið 1994, en yfirtóku síðan Evrópusambandslöggjöfina árið 2002. Reglugerðin, sem fylgir og er nr. 74/2002, tekur til líf- rænnar framleiðslu landbúnaðar- vara og merkinga. Óheimilt er að auglýsa eða selja vöru sem lífrænt ræktaða nema hún sé vottuð af viðurkenndri vott- unarstofu. Hér á landi er það Vottunar- stofan Tún sem vottar íslenskar landbúnaðarafurðir, hvort sem þær fara á markað hérlendis eða erlend- is. Dæmi um slíkar vörur má nefna jógúrt og drykkjarmjólk frá Neðra- Hálsi í Kjós, AB-mjólk frá Vestri- Pétursey í Mýrdal, gulrætur úr Öx- arfirði, grænmeti og kryddjurtir frá Akri í Biskupstungum, olíur og bygg frá Vallanesi á Fljótsdalshér- aði. Aðeins er eftir smávísir af líf- rænni dilkakjötsframleiðslu hér á landi eftir að tíu fjárbændur hófu slíka framleiðslu fyrir nokkrum ár- um, sem að mati Ólafs er miður þar sem markaður fyrir lífrænt lamba- kjöt væri nú orðinn til vestur í Bandaríkjunum. „Það þarf líka að standa betur að markaðsmálum hér heima en gert hefur verið. Iðulega er þessu kjöti hreinlega dembt inn- an um annað kjöt í verslunum í stað þess að hafa sérdeildir fyrir lífrænu framleiðsluna, eins og tíðkast er- lendis. Allir hlekkirnir í keðjunni þurfa að haldast í hendur.“ BÖRN á aldrinum 5–11 ára, búsett í Gautaborg, fá að kjósa í tveimur málum í tengslum við þingkosningarnar í Svíþjóð í haust. Gautaborg verður því fyrsta sveitarfélagið í heim- inum til að leyfa börnum að láta rödd sína heyrast í tengslum við almennar kosn- ingar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kjörnefnd sveitarfélagsins. Börn á þessum aldri í sveit- arfélaginu eru 39 þúsund tals- ins. Þau fá að greiða atkvæði um útlit sporvagna og bóka- safnsskírteina. Í hvorri spurn- ingu verða gefnir þrír val- kostir. Breytingar verða svo gerðar í samræmi við kosn- ingaúrslitin. Markmiðið með barnakosn- ingunum er til lengri tíma, að sögn Bill Werngren, skrif- stofustjóra hjá borginni. Það er að auka áhuga á kosningum og kosningaþátttöku og kynna lýð- ræðið fyrir börnum.  BÖRN | Þingkosningar í Svíþjóð í haust Börn kjósa um tvö mál Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.