Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVAÐ ER
KLUKKAN?
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI, ÉG ER EKKI
MEÐ ÚR
BARA SMÁ
KLUKKU-
HÚMOR
VILTU
UPPLIFA SMÁ
HAMAR-
HÚMOR?
ÉG VONA AÐ EITT AF
ÞESSUM KORTUM SÉ
HANDA MÉR
NEI, ÉG ÞOLI ÞIG EKKI
KALLI OG ÞVÍ SENDI ÉG
ÞÉR EKKI KORT
GASTU EKKI BARA SENT
MÉR KORT AF VORKUNN?
ERTU AÐ
SENDA
VALENTÍN-
USARKORT
HÆ,
AUMINGI!
FÓLK SEM SAKNAR
ÆSKUNNAR ÞJÁIST GREINILEGA
AF MINNISLEYSI
HA, HA, HA!
EN SÁ LÚÐI!
ÁÐUR EN VIÐ
BYRJUM... ...ÞÁ SKAL ÉG VERA
MEÐ SMÁ UPPRIFJUN
ÞETTA HÉRNA
ER ÞVOTTAPOKI... ...OG ÞETTAER SÁPA
JÁ, JÁ,
GOTT, GOTT!!!
ÞAÐ GETA
EKKI ALLIR
ÁLFAR FENGIÐ
AÐ BÚA TIL
LEIKFÖNG
ÉG ÆTLA AÐ
SKELLA MÉR NIÐUR
UM STROMPINN MEÐ
GJAFIRNAR. ÞRÍFÐU
UPP EFTIR
HREINDÝRIN Á MEÐAN
MÉR SKILST AÐ
ÞESSI MYND SÉ
FREKAR SMEKKLAUS
HÚN ER
EFLAUST
ÁGÆT
ÉG ÆTLA AÐ
FÁ 4 Á MIÐA
THUNDERPANTS
ÞAÐ
VERÐA
3000 KR.
ALLIR KRAKKAR FÁ FRÍAR
NÆRBUXUR!
ÞAÐ ER ERFITT AÐ
EINBEITA SÉR AÐ
VINNUNNI...
ÞEGAR ÉG VEIT AÐ
M.J. ER Á FUNDI MEÐ
KRAVEN
SÉRSTAKLEGA ÞAR SEM...
...ÉG ER
STANSLAUST
MINNTUR Á ÞAÐ
PETER SNÝR SÉR AÐ VINNUNNI...
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 9. maí, 129. dagur ársins 2006
Það var við hæfi aðThierry Henry
skoraði síðasta mark-
ið á Highbury, en
enska úrvalsdeild-
arfélagið Arsenal
hvaddi hinn sögu-
fræga leikvang sinn
með pomp og prakt í
fyrradag. Henry er,
að mati Víkverja,
besti leikmaðurinn
sem leikið hefur á
þessum velli og því
viðeigandi að hann
ætti lokaorðið. Kapp-
inn gerði raunar þrjú
síðustu mörkin í til-
efni dagsins. Nú bíða aðdáendur
Arsenal bara eftir því með öndina í
hálsinum hvort Henry kemur til
með að fylgja þeim yfir á nýja völl-
inn, Emirates Stadium, en hann
hefur lofað að taka ákvörðun um
framtíð sína innan mánaðar. Að
vera eða vera ekki, þar er efinn.
Gangi honum vel.
Áður en að því kemur beinir
Henry sjónum sínum að úrslita-
leiknum í Meistaradeild Evrópu í
París eftir rúma viku, þar sem Ars-
enal mun etja kappi við Barcelona.
Sá leikur verður öðrum þræði upp-
gjör hans og Brasilíumannsins Ron-
aldinhos en flestum ber saman um
að þar fari tveir bestu sparkendur
samtímans. Fróðlegt
verður að sjá hvor
þeirra skín skærar í
bjartasta ljósi bolta-
íþróttanna.
x x x
Sumarfrí spark-elskra verður
stutt að þessu sinni en
heimsmeistaramótið í
knattspyrnu hefst í
Þýskalandi eftir rétt-
an mánuð. Þar verða
Henry og Ronaldinho
fremstir meðal jafn-
ingja en því miður eru
hverfandi líkur á því
að Wayne Rooney, enska ungstirnið
sem nálgast þá óðfluga að getu,
stígi á stóra sviðið. Hann er meidd-
ur. Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir
Englendinga sem ætla sér stóra
hluti í sumar og raunar alla áhuga-
menn um knattspyrnu. HM er
uppskeruhátíð hinna bestu.
Ef Rooney missir af lestinni, sem
allt bendir til, er Víkverji sammála
gömlu kempunni Alan Shearer um
það að færa eigi Steven Gerrard
framar á völlinn. Víkverji er mikill
aðdáandi Gerrards sem er einn
kraftmesti knattspyrnumaður
heims í dag og hefur trú á því að
hann geti skilað svipuðu hlutverki
og Rooney.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Íþróttir | Mitja Petkovsek hlaut gullverðlaun á Evrópumeistaramóti karla í
fimleikum sem haldið var í Volos í Grikklandi um helgina. Petkovsek keppti á
tvíslá og mætti segja að hann hafi þar með náð að feta hinn gullna meðalveg, í
bókstaflegri merkingu, því í íþróttinni skiptir jafnvægið ekki litlu máli.
Jafnvægið gulls ígildi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til
góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs. (Rómv. 8, 28.)