Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 8

Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Vaki nú yfir og allt um kring.“ Skiptar skoðanir eruum þau áformOrkuveitu Reykja- víkur (OR) í samstarfi við fasteignafélagið Klasa að byggja upp sumarhúsa- byggð og tengda afþrey- ingu við Úlfljótsvatn, en áætlanir gera ráð fyrir að seldar verði um 600–700 lóðir á svæðinu undir sum- arbústaði. Meðal þeirra athugasemda sem fram hafa komið er gagnrýni á fyrirhuguðum fráveitu- málum fyrir sumarhúsa- byggðina, bent hefur verið á að Úlfljótsvatn sé viðkvæmt svæði hvað viðkemur náttúrufari og lífríki, en svæðið er eitt þriggja bestu ferskvatnsfuglasvæða landsins á veturna, jafnframt sem bent hefur verið á að talsvert sé um fornleifar á svæðinu sem eftir eigi að rannsaka. Nýverið auglýsti Grímsnes- og Grafningshreppur aðalskipulag við Úlfljótsvatn og nýtt deiliskipu- lag fyrir landið meðfram vestan- verðu vatninu. Meðal þeirra sem sendu inn athugasemdir við skipulagið voru Starfsmannafélag Reykjavíkur, sem hefur afnota- rétt af landi við Úlfljótsvatn, og Bandalag íslenskra skáta, sem um áratugaskeið hefur starfrækt Úti- lífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn. Hefur skátahreyfingin m.a. áhyggjur af því að svo mikil byggð muni breyta lítt snertu útivistar- svæði skáta í bæjarsamfélag sem breyta muni ímynd svæðisins verulega, eins og lesa má á vef samtakanna. Fengu afnotaréttinn að gjöf frá borginni Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur um árabil haft afnot af landi við Úlfljótsvatn samkvæmt ákvörðun borgarráðsfundar frá 28. október 1969. Á árunum 1974– 75 byggði félagið tíu orlofshús á landinu, auk þess sem það kom að byggingu Úlfljótsskála á sínum tíma. „Við fengum afnotarétt af ákveðnu landi við Úlfljótsvatn sem gjöf frá borginni í borgar- stjóratíð Geirs Hallgrímssonar,“ segir Garðar Hilmarsson, formað- ur Starfsmannafélags Reykjavík- ur, en landið sem afnotarétturinn tekur til afmarkast til norðurs af Úlfljótsvatni og til vesturs af Fossá, en afmörkun til suðurs og austurs ræðst, að sögn Garðars, af eignarlýsingu frá árinu 1965. Seg- ir Garðar félagið í dag nýta um 39 hektara á svæðinu undir orlofshús og skógrækt, en tekur fram að nýtingarrétturinn nái hins vegar í reynd til töluvert stærra svæðis samkvæmt ákvæðum gjafarinnar á sínum tíma. Aðspurður segir Garðar félag- inu lítast illa á fyrirhugaða upp- byggingu við Úlfljótsvatn, ekki síst vegna þess að hún feli í sér endurskilgreiningu á landsvæðinu þar sem ekki verði lengur um að ræða orlofsheimilabyggð heldur frístundabyggð með heilsársbú- stöðum. Bendir hann á að því fylgi allt aðrar þarfir og kröfur. Að sögn Garðars hefur Starfsmanna- félaginu borist formlegt tilboð frá Úlfljótsvatni – frístundabyggð ehf., sem er eignarhaldsfélag OR og Klasa hf., sem felur í sér að Starfsmannafélagið fái 6–7 hekt- ara eignarland í stað afnotaréttar á um nokkurra tuga hektara svæði eins og er í dag. Að mati Garðars eru þetta ekki viðunandi skipti, enda felist hluti af afnota- réttinum í því að ekki sé byggt á öllu landinu, þ.e. að núverandi or- lofshúsalóðir hafi ákveðið and- rými á landsvæðinu. Gera aðra tilraun til að stoppa málið Í ljósi framkominna athuga- semda frá jafnt Skátahreyfing- unni sem og almenningi lagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi, fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, á síðasta stjórnarfundi OR 26. apríl sl. til að tillögur OR og Klasa hf. að skipulagi sumar- húsabyggðar við Úlfljótsvatn yrðu dregnar til baka og málið allt endurskoðað frá grunni. „Fyllsta ástæða er til að fara vel yfir málið og láta fleiri sjónarmið en hagn- aðarsjónarmið ráða för þegar teknar eru ákvarðanir um þessa miklu náttúruperlu og almenn- ingsútivistarsvæði,“ segir m.a. í tillögunni sem að sögn Guðlaugs verður afgreidd á næsta stjórnar- fundi OR 17. maí nk. „Við erum hér að gera aðra til- raun til að stoppa þetta mál með því að vísa í þessar málefnalegu athugasemdir sem komið hafa frá fjölda fólks. Ég átti mig á því að hægt sé að græða peninga á land- svæðinu við Úlfljótsvatn, en mér finnst svæðið vera þess eðlis að við ættum að fara okkur hægt og sé enga þörf á því að setja sum- arbústaðabyggð þarna,“ segir Guðlaugur og bendir á að mikil verðmæti séu í því fólgin fyrir jafnt Reykvíkinga sem og alla landsmenn að geta haft aðgang að opna útivistarsvæði á borð við Úlfljótsvatn. „Svo finnst mér það vera sérstök rök í málinu að þetta hefur verið útivistarsvæði fyrir skáta í 60 ár. Mín skoðun er því einföld; ég sé enga ástæðu til að setja þarna sumarbústaðabyggð og hef ekki fengið nein rök fyrir því,“ segir Guðlaugur. Fréttaskýring | Fyrirhuguð uppbygging frístundabyggðar við Úlfljótsvatn Yfir 600 lóðir verði seldar Tillaga um að falla frá byggingaráform- um afgreidd á næsta stjórnarfundi OR Nýverið auglýsti Grímsnes- og Grafnings- hreppur aðalskipulag við Úlfljótsvatn. Frístundabyggð felur í sér endurskilgreiningu svæðis  Starfsmannafélag Reykjavík- ur fékk árið 1969 að gjöf frá borginni afnot af ákveðnu land- svæði við Úlfljótsvatn til þess m.a. að reisa orlofshús. Nýting svæðisins nær nú til tæplega 40 hektara, en Úlftljótsvatn – frí- stundabyggð ehf. hefur gert Starfsmannafélaginu tilboð þar sem felur í sér að félagið fái 6–7 hektara eignarland í stað afnota- réttar á um nokkurra tuga hekt- ara svæði eins og er í dag. For- maður félagsins segir þessi skipti ekki viðunandi. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri og efsti maður á framboðslista sjálf- stæðismanna í Kópavogi, segir aukna aðkomu fagfólks vera helsta muninn á þeirri þjónustu sem dag- foreldrar veiti í dag og þeirri sem fyrirhugaðar vöggustofur myndu hafa í boði. Sjálfstæðismenn í Kópa- vogi kynntu stefnuskrá sína fyrir komandi kosningar á sunnudaginn og leggja þeir m.a. til að vöggustof- um fyrir börn á aldrinum níu til tutt- ugu mánaða verði komið á í bænum. Samfylkingin í Reykjavík leggur upp með svipaðar hugmyndir og tal- ar um val um þjónustu fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs. Samfylking- armenn vilja meðal annars fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta ald- urshópinn og nýta þjónustumið- stöðvar borgarinnar í því skyni að aðstoða foreldra við að finna úrræði við hæfi. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík hafa að sama skapi rætt um að stofnaðar verði sérstakar smá- barnadeildir í leikskólum í hverju hverfi og að framboð á þjónustu dagfor- eldra verði aukið, með auknum stuðningi við þá starfsemi. „Við erum með annað úrræði í dag og það eru dagforeldrar, en það er ekki nóg,“ segir Gunnar. „Það er töluvert af börnum yngri en tuttugu mánaða á leikskólum. Við viljum tryggja foreldrum barna á aldrinum níu til tuttugu mánaða góða vistun fyrir börn þeirra.“ Vandamál í öllum bæjarfélögum Gunnar segir að stefnt sé að því að vöggustofurnar yrðu á svipuðu formi og leikskólarnir en að margar leiðir séu færar. „Annaðhvort verða einka- aðilar látnir sjá um þennan rekstur eða bærinn gerir það sjálfur,“ segir hann. „Kannski yrði byggt við leik- skólana eða byggðar nýjar bygging- ar. Það eru margir möguleikar til að leysa þetta.“ Gunnar segir að meira af fagfólki kæmi að rekstri á vöggustofum en tíðkist hjá dagforeldrum og segir foreldra þurfa að geta treyst því að vel sé séð um börn þeirra. „Dagmæðurnar hafa gert þetta mjög vel en við viljum hafa þetta sem valkost,“ segir Gunnar. Félag einstæðra foreldra hefur bent á að úrræði vanti fyrir börn á aldrinum sex til níu mánaða og segir Gunnar hugmyndir sjálfstæðis- manna almenns eðlis. Foreldrar þessa aldurshóps ættu einnig að geta nýtt þessa fyrirhuguðu þjónustu. „Við erum að tala um að leysa vandamál foreldra, hvort sem það eru sambýlingar, sem við notum í viðmiðunum, eða einstæðir foreldr- ar,“ segir hann. „Þetta er ekki bara vandamál hjá okkur heldur í öllum öðrum bæjarfélögum líka.“ Gunnar Birgisson Hugmyndir sjálfstæðismanna í Kópavogi um vöggustofur Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Fagfólk sinni þjónustunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.