Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, útnefndi í gær Michael Hayden, hershöfðingja í flughern- um, sem yfirmann CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, þrátt fyrir ónægju jafnt repúblikana sem demó- krata með það. Gagnrýna þeir, að herforingi skuli settur yfir borgara- lega njósnastofnun. „Hann mun heyra beint undir for- setann, ekki undir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra,“ sagði Stephen Hadley, ráðgjafi í þjóðaröryggismál- um, og minnti á, að menn úr hernum hefðu áður veitt CIA forstöðu. For- dæmin væri því fyrir hendi. Hayden mun taka við af Porter Goss, sem sagði af sér á föstudag. Til að vega upp á móti skipan Haydens hyggst Hvíta húsið færa Albert Calland III varaaðmírál til í starfi en hann var skipaður næstráðandi innan CIA fyrir tæpu ári. Tveir aðrir háttsettir menn í yfirstjórninni verða einnig fluttir til og líkur taldar á fleiri breytingum. Umbótum drepið á dreif Peter Hoekstra, fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana í Michigan og formaður leyniþjónustunefndar deildarinnar, kvaðst í gær óttast, að útnefning Haydens myndi drepa á dreif nauðsynlegum umbótum innan leyniþjónustunnar. „Ég óttast, að umræðan í öldunga- deildinni muni öll snúast um barátt- una gegn hryðju- verkum en ekki um framtíð CIA og leyniþjónustu- starfseminnar. Um það eigum við þó að tala,“ sagði Hoekstra í viðtali við CBS-sjón- varpið. Ef þingið stað- festir útnefningu Haydens, munu allar helstu njósnastofnanirnar verða undir stjórn herforingja. Saxby Chambliss, öldungadeildar- þingmaður repúblikana í Georgíu, sagði, að uppruni Haydens í hernum væri „meiriháttar vandamál“ og öld- ungadeildarþingmaðurinn Joseph Biden, demókrati frá Delaware, sagði, að yrði Hayden skipaður, mætti segja, að varnarmálaráðu- neytið hefði gleypt CIA. Búist við hörðum yfirheyrslum á þingi Útnefning Haydens hefur kynt undir umræðum um mjög víðtækt eftirlit innanlands en Hayden hafði yfirumsjón með því sem yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunarinnar. Arlen Specter, formaður dómsmálanefnd- ar öldungadeildarinnar og repúblik- ani frá Pennsylvaníu, kvaðst mundu spyrja Hayden um lögmæti þessa eftirlits og ekki sætta sig við neitt annað en skýr svör. Ýmsir aðrir vörðu útnefningu Haydens og ítrek- uðu, að hann yrði ekki fyrsti hermað- urinn til að stýra CIA. Útnefningu Haydens mis- vel tekið af þingmönnum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Hugsanlegt að allar helstu njósnastofnanirnar verði undir stjórn herforingja Michael Hayden MICHAEL Hayden hershöfðingi, sem útnefndur hefur verið næsti yfirmaður CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, hófst til vegs og virðingar innan flughersins en fyrstu afskipti hans af njósna- málum voru á dögum kalda stríðs- ins. Frá 1999 til 2005 var hann yf- irmaður Þjóðaröryggisstofn- unarinnar en starfsmenn hennar eru 21.000 og á hana er jafnan litið sem „heilann“ í bandarískri njósnastarfsemi. Eitt helsta verk- efni hans þar var að koma upp víð- tæku eftirlits- og hlerunarkerfi innanlands eftir hryðjuverkaárás- irnar 11. september 2001. Efast margir um lögmæti þeirrar starf- semi og einmitt þess vegna er búist við, að hann verði ekki tekinn neinum vettlingatökum í yfir- heyrslum þingmanna. Hayden er 61 árs, fæddur í Pittsburgh í Pennsylvaníu, en í herinn gekk hann 1969 eftir að hafa lagt stund á sögu við Du- quesne-háskóla í heimaborg sinni. Á langan njósnaferil ÆTTINGJAR og stuðningsmenn Jacob Zuma, fyrrverandi aðstoðarforseta Suður- Afríku, fögnuðu ákaft fyrir utan dómshús í Jóhannesarborg í gær eftir að dómari hafði lýst hann saklausan af nauðgunar- kæru. Óhætt er að segja að réttarhöldin yf- ir Zuma hafi klofið suður-afrísku þjóðina. Þannig telja margir að þau sendi röng skilaboð til landsmanna, ekki síst í ljósi þess að ákærandinn í málinu, 31 árs kunn- ingjakona Zumas, var eyðnismituð. Sagðist Zuma hafa farið í sturtu eftir að hafa átt mök við konuna í því skyni að koma í veg fyrir eyðnismit en hann hefur áður lýst því yfir að afar ólíklegt sé að kona geti smitað karlmann af veirunni. Þá hefur hann iðulega verið sakaður um að gera lítið úr hættunni af eyðni, þótt um fimm milljónir eyðnismitaðra búi í landinu. Zuma var lengi talinn líklegur arftaki Thabo Mbekis í embætti forseta landsins. Þær vonir dvínuðu hins vegar verulega eft- ir að Mbeki svipti hann embætti í júní sl. vegna spillingarásakana á hendur honum. Zuma sýkn af nauðgun AP London. AFP. | Hjálparstarfsmenn og friðargæsluliðar í Líberíu beita enn ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi í flóttamannabúðum, þrátt fyrir við- leitni alþjóðasamfélagsins frá árinu 2002 til að koma í veg fyrir slíka glæpi. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Save the Children, sem starfa undir nafninu Barnaheill á Íslandi. Skýrsla samtakanna er viðamikil og byggist á viðtölum við yfir 300 fórnarlömb 14 ára borgarastyrj- aldar í landinu, sem búa við afar kröpp kjör í flóttamannabúðum. Þar er m.a. fullyrt að stúlkur í Líberíu á aldrinum átta til 18 ára séu þvingaðar til að selja körlum blíðu sína í skiptum fyrir mat, pen- inga, fatnað, ilmvötn, farsíma og góðar einkunnir, svo eitthvað sé nefnt. Meðal viðmælenda skýrsluhöf- unda er hin 20 ára gamla Konah Brown, sem segir starfsmann Mat- vælaáætlunar SÞ (WFP) hafa þvingað sig til samræðis. „Þessi ungi maður hafði gert mörgum vin- um mínum það sama,“ sagði Brown. „Börnin hafa ekki mikinn viljastyrk. Þau munu hafa samræði við slíka menn í staðinn fyrir mat.“ Greg Barrow, talsmaður WFP, sagði í samtali við breska rík- isútvarpið, BBC, í gær að efni skýrslunnar yrði tekið mjög alvar- lega og að rannsakað yrði hvaða að- ilar stæðu fyrir brotunum. Saka einnig skóla og yfirvöld Skýrslan þykir ekki einungis koma hjálparstofnunum og frið- argæsluliðum illa, því að þar eru fulltrúar skóla og stjórnvalda í Líb- eríu einnig sakaðir um kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum. Segir í skýrslunni að kennarar hafi krafið nemendur sína um sam- ræði í staðinn fyrir að fella niður skólagjöld eða fyrir að gefa þeim góðar einkunnir. „Þetta getur ekki haldið áfram,“ sagði Jasmine Whit- bread, formaður Save the Children í Bretlandi, í kjölfar þess að skýrsl- an var gerð opinber. „Það verður að taka á vandanum. Það verður að skrá og svo reka karlmenn í valdastöðum sem not- færa sér neyð viðkvæmra barna.“ Saka hjálp- arsamtök um kyn- ferðisbrot Barnaheill segja stúlkur í Líberíu misnotaðar TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokks- ins, hafnaði í gær með öllu kröfum þess efnis að hann geri grein fyrir því hvenær hann hyggist stíga upp úr stóli forsætisráðherra. Sagði hann að slíkt myndi hafa „lamandi“ áhrif á störf ríkis- stjórnarinnar, en tók fram að hann myndi gefa arftaka sínum góðan tíma til að festa sig í sessi. Blair lét ummælin falla á mánaðarlegum frétta- mannafundi sínum í London, nokkrum klukku- stundum áður en hann fundaði með óbreyttum þingmönnum Verkamannaflokksins, þar sem gert var ráð fyrir að lagt yrði fast að honum. Blair hefur mjög átt undir högg að sækja eftir úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku og uppstokkun sem hann gerði á stjórn sinni í kjölfarið. Hefur uppstokkunin mælst misjafn- lega fyrir meðal flokksmanna Blairs – enda telja margir að tími sé til kominn að Blair víki sjálfur – og 50 þingmenn Verkamannaflokksins eru sagðir reiðubúnir til að skrifa undir áskorun til Blairs um að dagsetja hvenær hann hyggist láta af störf- um. Skilja sumir þetta sem hótun frá andstæðing- um Blairs í þingflokknum; þ.e. að honum sé viss- ara að fara að hugsa sér til hreyfings, ella muni einhver bjóða sig fram gegn honum í leiðtoga- kjöri, í því skyni að reyna að fella hann stalli; rétt eins og Margaret Thatcher var steypt sem leið- toga Íhaldsflokksins og forsætisráðherra 1990 eftir ellefu ára valdatíð. Blair, sem þótti þreytulegur á mánaðarlegum fréttamannafundi sínum í gær, sagðist ekki hafa rætt framhaldið við Gordon Brown fjármálaráð- herra. En hann dró enga dul á að hann vildi að Brown tæki við af sér. „Auðvitað vil ég hann sem eftirmann minn. Hef ég sagt eitthvað annað? En einmitt þess vegna legg ég til að menn andi rólega og leyfi okkur að sinna því verkefni okkar að stjórna þessu landi.“ Íransmálin ekki orsök þess að Straw var færður til Á fréttamannafundinum í gær aftók Blair með öllu að hann hefði lækkað Jack Straw, sem var ut- anríkisráðherra þar til á föstudag, í tign sökum þess að þeir væru á öndverðum meiði í afstöðunni til hugsanlegra hernaðaraðgerða Bandaríkja- manna gagnvart Íran. Rætt hefur verið um að Blair hafi fært Straw til – hann verður leiðtogi stjórnarinnar í neðri deild breska þingsins – vegna þess að utanríkisráðherr- ann lét hafa eftir sér að sú hugmynd að kjarn- orkuvopnum yrði beitt gegn kjarnorkuvinnslu- stöðvum Írana væri út í hött. Blair sagðist hafa rætt um það við Straw fyrir ári að hann færði sig til í starfi fyrr en síðar. Straw hefði sjálfur falast eftir því embætti sem hann nú væri tekinn við. Ekkert fararsnið á Blair Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Tony Blair á fréttamannafundinum í gær. Mörgum þótti hann heldur þreytulegur. Segir að það myndi hafa lamandi áhrif á stjórnina ef hann dagsetti brottförina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.