Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 37
MINNINGAR
Líney féll frá kvöld-
ið fyrir páskadag. Ég
fékk að fara til hennar
og sjá hana liggjandi í
rúminu sínu en hún
var alveg hreyfingarlaus og bærði
ekki á sér, hún hefði alveg getað ver-
ið sofandi. En síðan báru lögreglu-
mennirnir hana í burtu og þá fékk ég
rosalegt sjokk því að þarna gerði ég
mér ljóst að ég myndi aldrei sjá hana
aftur. Líney var stór partur af lífi
mínu og ég fór oft til hennar að
spjalla og horfa á Stöð tvö. Við spjöll-
uðum um margt við Líney, allt frá því
hvað Bandaríkjamenn eru vitlausir
yfir ,,Amazing race“ til sumarlands-
ins, staðarins sem Líney sagði að
maður færi til eftir að maður dæi. Ég
sakna hennar alveg óbærilega og ég
fæ sting fyrir brjóstið í hvert skipti
sem að ég leiði hugann að því að núna
get ég ekki lengur skotist yfir til
hennar. Líney var mér alltaf sem
önnur amma, ég gat farið til hennar
og látið hana dekra mig upp úr skón-
um en ólíkt hinni ömmu minni var
hún mjög veik, þökk sé þessum ótæt-
is sígarettum.
Já, Líney var því miður mikil reyk-
ingamanneskja og átti því erfitt með
að ganga og standa. En í sumarland-
inu eru engin líkamleg veikindi og
þannig ætti Líneyju að líða vel núna.
Hún hafði líka misst manninn sinn
fyrr á ævinni, en núna er hún örugg-
lega að gleðjast með þeim í sumar-
landinu og yfir því er ég glaður.
Eitt af því sem ég mun sakna er
hvað hún Líney bjó til gott kornakjöt
og spagettí en engum mun nokkurn
tíma takast að líkja fullkomlega eftir
þeim dýrindis rétti. Líney átti líka
tvo fullkomna ketti, þá Ellu og Gústa.
Hún Ella gaf Líneyju aldrei frið til að
lesa og það var svo fyndið að í hvert
skipti sem Líney reyndi að opna eitt-
hvert blað þá settist Ella upp á það
og vildi vera klöppuð og kjössuð.
Líka í hvert skipti sem Líney þurfti
að fá þau inn fór hún út á dyraþrep og
kallaði á þau, og þau komu þá inn á
stundinni. Ég stóð alltaf í meining-
unni að það væri bara hægt að gera
þetta við hunda en hún Líney gerði
það samt við kettina sína.
Hún hefur alltaf verið til staðar
fyrir mig allt mitt líf, ég hef farið til
Skotlands með henni og í nokkuð
marga sumarbústaði en undir lokin
var hún orðin svo slæm að hún
treysti sér ekki lengur til að fara upp
í sveit.
Hún mætti í ferminguna mína og
fyrir það er ég mjög þakklátur en ef
ég hefði ekki flýtt fermingunni minni
sæti ég núna í veislunni sorgmæddur
yfir því að Líney sé dáin.
Ég vildi óska að Líney væri ekki
dáin en ég vona bara að henni líði vel
þar sem að hún er núna og hún sé
ánægð.
Hannes Halldórsson.
Hún Líney var mér kær. Hún var
stór hluti af lífi mínu. Þegar ég
heyrði að Líney væri dáin brá mér
mikið. Ég fór strax að háskæla því
hún var svo góð frænka og skemmti-
leg. Hún var góð við alla og allir voru
góðir við hana. Mér fannst það sorg-
legt að hún dó en síðan fór ég að
hugsa aðeins og komst að því að
þetta væri henni fyrir bestu. Og þá
var ég ekki eins sorgmæddur eins og
áður. Ég mun samt alltaf sakna
hennar.
Bjarni Halldórsson.
Það var haustið 1957 við skólasetn-
ingu Kennaraskóla Íslands að hópur
ungra stúlkna hittist í fyrsta sinn.
Margar þeirra voru utan af landi. En
LÍNEY ARNDÍS
PÁLSDÓTTIR
✝ Líney ArndísPálsdóttir fædd-
ist í Reykjavík hinn
20. september 1938.
Hún lést á heimili
sínu hinn 15. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni
26. apríl.
allar áttu þær sameig-
inlegt áhugamál og
stefndu að sama mark-
miði, að gerast handa-
vinnukennarar og
gera áhugamálið að
ævistarfi. Við fyrstu
sýn virtist þessi hópur
nokkuð ólíkur, en fyrr
en varði náði hann svo
vel saman að úr varð
ein heild.
Líney skólasystir
okkar sem hér er
kvödd vakti athygli
allra við fyrstu sýn,
hún var glæsileg ung stúlka. Hún
þurfti hvorki að hafa hátt né berast á
svo eftir henni yrði tekið. Það var
hennar ljúfa og notalega nærvera
sem dró að vini. Háttvísi og tillits-
semi var henni í blóð borin, hún gætti
þess að skyggja aldrei á nokkurn.
Þannig kom hún fram við alla sem
hún átti samleið með. Hún var mikill
dýravinur, sýndi þeim sömu virðingu
og umhyggju sem samferðamönnum
sínum. Líney var mikill höfðingi
heim að sækja, þess nutum við skóla-
systur. Hún átti sinn stóra þátt í að
hrista hópinn svo vel saman. Hún
bauð okkur oft heim á sitt fallega og
fágaða heimili á Bárugötu 21. Þar
fengum við að njóta alls þess besta og
setjast að fallega búnu veisluborði og
njóta góðra veitinga í gáska og gleði
æskunnar.
Við eigum svo margar fallegar og
ljúfar minningar frá þessum góðu
samverustundum með Líneyju.
Við skólalok þegar prófin voru að
baki, og mikil vinna við frágang verk-
efna, þegar oft varð að leggja nótt við
dag auk tískusýningar þá bauð Líney
okkur í lokahóf til að fagna saman
þessum stóra áfanga. Við höfum ef-
laust verið bæði háværar og taum-
lausar í gleði, en okkur var fagnað og
veitt af höfðingsskap. Þetta kvöld
varð okkur ógleymanlegt og minn-
umst við þess oft og getum enn hlegið
okkur máttlausar þegar við rifjum
upp einstök atvik.
Um vorið 1959 komum við aftur
saman sem hópur, en nú við skólaslit
Kennaraskóla Íslands og biðum þess
að nöfn okkar væru lesin upp og taka
á móti vitnisburði liðinna ára sem
veittu réttindi til að starfa sem kenn-
arar. Á slíkum tímamótum gætir
tómarúms í brjóstum margra, nú
tvístraðist „hópurinn góði“ sem nú
tók að sinna kennarastörfum vítt um
land.
En við vorum staðráðnar í að
missa ekki hver af annarri og stofn-
uðum saumaklúbb og hittumst reglu-
lega og gerum enn. Þótt Líney hafi
nú síðustu ár ekki komið reglulega í
klúbbinn, þá héldum við alltaf sam-
bandi og heyrðum frá henni af og til.
Líney var afar trygglynd, hún fylgd-
ist alltaf með okkur og tók þátt í gleði
okkar og sorg.
Nú að leiðarlokum þökkum við
Líneyju fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman með henni og
ljúfa samveru í gegnum árin. Blessuð
sé minning hennar.
Við vottum Kristjönu systur henn-
ar og öðrum ástvinum innilegustu
samúð okkar.
Skólasystur úr handa-
vinnukennaradeild
Kennaraskóla Íslands.
Okkur Böðvar langar í nokkrum
orðum að minnast vinu okkar og
skólasystur úr Sálarrannsóknaskól-
anum.
Líney var einhver skemmtilegasta
manneskja sem við höfum kynnst.
Hún hafði svo yndislegan húmor,
stundum svolítið svartan, en það var
bara skemmtilegra.
Líney var mjög mikill dýravinur.
Hún átti alltaf ketti sem hún talaði
við eins og manneskjur og dekraði
endalaust við. Eins þriflegir kettir og
hennar eru örugglega vandfundnir.
Líney var einstaklega góð og
hjartahlý manneskja, með sterka
réttlætiskennd, en hún var ekki allra.
Hún var ekki vön að skafa utan af
hlutunum. Það gat nú aldeilis gustað
um okkar konu ef henni mislíkaði,
enda hafði hún stórt skap og stórt
hjarta, var í einu orði sagt stórbrot-
inn persónuleiki.
Hún var mjög vel gefin og klár á
allan hátt.
En hressileikinn og skemmtileg-
heitin er það sem stendur upp úr eft-
ir samskiptin við vinuna okkar. Við
gátum hlegið endalaust saman. En
nú er hún farin heim og við þökkum
henni samfylgdina.
Hún kveið ekki vistaskiptunum
þegar þar að kæmi, heldur sagðist
hlakka til að hitta Einar eiginmann
sinn, stóru ástina í lífinu sem hún
missti fyrir áratugum og tregaði alla
tíð.
Við sjáum fyrir okkur þegar hann
kemur að sækja elskuna sína og þau
leiðast hönd í hönd til ljóssins eilífa.
Og við getum ekki annað en sam-
glaðst henni þó svo við söknum henn-
ar og hefðum viljað hafa hana svo
miklu lengur hjá okkur.
Megi góður Guð geyma þau um
alla eilífð.
Elsku Kristjana og fjölskylda sem
voruð henni svo mikils virði og
reyndust henni svo vel svo og aðrir
ástvinir Líneyjar. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Hólmfríður Kolka
Zophoníasdóttir og
Böðvar Guðmundsson.
Það er bæði erfitt og auðvelt að
kveðja Líneyju Pálsdóttur úr þess-
um heimi. Fáir burtflutningar til
Sumarlandsins góða úr þessum tára-
dal okkar eru betur þegnir af flutn-
ingsþeganum en einmitt af Líneyju.
Samt naut hún sannarlega lífsins á
sinn hátt í gegnum sitt fólk og minn-
ingar daganna þrátt fyrir mikil og
vaxandi veikindi hin síðari ár. En hin
síðari ár voru samt engin elliár. Lín-
ey var ekki nema 67 ára þegar lang-
þráða kallið kom. Og fáa eða enga
man ég eftir að hafa orðið jafnfok-
vonda eftir að hafa komið í miðilstíma
til okkar fyrir nokkrum árum síðan í
Sálarrannsóknafélaginu þegar mið-
illinn sagði henni að hún ætti um 15
ár eftir ólifuð þá. Þetta fannst henni
algjör skandall, því meira og minna
allt hennar fólk væri hinum megin!
Að þurfa að hanga hérna allan þenna
tíma í viðbót. Ekki nema það þó. Sem
betur fer hennar vegna urðu árin
ekki nema fimm eða sex. – En svona
var Líney Arndís Pálsdóttir.
Örugglega engri manneskju man
ég eftir sem var eins fljót að skipta
skapi og Líney. Ef henni var misboð-
ið í stóru eða smáu varð henni aldrei
orða vant. Aldrei. En sjaldan hefi ég
hitt á lífsleiðinni manneskju með
stærra hjartaþel heldur.
Þetta var á bernskuárum Sálar-
rannsóknaskólans okkar að Líney
kom fyrir hálfgerða tilviljun í skól-
ann okkar. Í dag eru á annað þúsund
nemendur búnir að fara í gegnum
fyrirlestra og námsyfirferð skólans
svo skólastjórinn og húsvörður skól-
ans eru farnir að gleyma mörgum
sem í skólann hafa sest sér til gam-
ans og fróðleiks. En Líneyju Páls-
dóttur verður aldrei gleymt eða hægt
að gleyma. Sama hversu margra alda
gamall skólinn verður. Það var ekki
búið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í
skólanum við póstsendingar nema
einu sinni að Líney var mætt um
kvöldið fyrst allra. Og að vanda unnu
hún og Hólmfríður marggifta lengst
allra og komu öll kvöld þangað til
pósturinn var allur kominn í umslög
og plast. Svona var Líney.
Nú og svo þurfti liðið sem var að
vinna frameftir eitthvað að eta. Og þá
skaust Líney vestur á Bárugötuna
sína og var eftir rétt klukkustund eða
svo kominn með heitan mat og gos og
sælgæti og annað sem liðið hugsan-
lega vildi og gat raðað í sig. Svona var
Líney líka. Þetta var upphafið af því
að við Reynir og hundurinn okkar
Tinna sáluga vorum meira og minna í
mat hjá Líneyju okkar í mörg ár.
Fyrst í Vegmúlanum í skólanum, síð-
an um og upp úr miðnætti á Bárugöt-
unni. Það var sko ekkert venjulegt
heimilishald. Alltaf nóg að eta fyrir
vinnulúna og eða þreytta. Alltaf eft-
irréttir og alltaf drykkir með. Í mörg
ár var og varð Líney eins konar
mamma og amma Sálarrannsókna-
skólans og síðar meir Sálarrann-
sóknafélags Reykjavíkur, sem í dag
er örugglega stærsta Sálarrann-
sóknafélag í Evrópu ef ekki á jarð-
kringlunni með yfir 4200 fé-
lagsmenn. Ekki lítinn þátt í því
ævintýri átti Líney okkar. Og fyrir
það skal þakkað hér.
Og sjaldan eða aldrei hefi ég heyrt
nokkra manneskju tala af jafnmikilli
hlýju og virðingu um látinn mann
sinn og Líneyju. Maður hennar Ein-
ar Vigfússon hljóðfæraleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands lést langt
fyrir aldur fram haustið 1973 eftir af-
ar erfið og þungbær líkamleg og and-
leg veikindi. Sárast var að jarðnesk-
ar leifar Einars fundust aldrei, svo
enginn varð jarðarförin eða þessar
nánu og eðlilegu kveðjustundir fyrir
þá sem manni eru kærastir við erf-
iðan missi. Eftir langa og erfiða Píl-
atusargöngu fékk Líney loksins leyfi
fyrir að halda kveðjustund í kirkju
um Einar sinn. Ábyrgð Líneyjar á
manni sínum og ást og hlýja við veik-
indi hans voru slík að við burthvarf
hans lá við algeru líkamlegu og and-
legu niðurbroti hennar. Ekki er of-
mælt að aldrei urðu litir daganna á
Fjólugötunni og síðar á Bárugötunni
samir og áður. En sjaldan eða aldrei
hafði og hefi ég hitt konu með jafn-
mikinn sálarstyrk þrátt fyrir allt og
allt. Og alltaf var eitthvað til að gleðj-
ast með. Systurbörn hennar urðu
eins og börnin hennar og barnabörn-
in eins, og ekki var stoltið lítið af
þeim myndarhópi.
Ekki er hægt að skilja við minn-
ingu Líneyjar án þess að nefna
tvennt í fari hennar sem eftirminni-
legt var og eftirtektarvert ásamt
reyndar afar mörgu öðru. Umhyggja
hennar fyrir lítilmagnanum var slík
að ég hafði oft á orði við hana hvað
svona ofurhjartalý kona og svo sann-
arlega vinur lítilmagnans væri eig-
inlega að gera í Sjálfstæðisflokknum
og kjósa hann kosningar eftir kosn-
ingar. Þetta væri í raun algert stíl-
brot við flokk eignastéttanna og stór-
bokka landsins að mati rót-
tæklingsins. Og ekki bætti úr skák
þegar hún fór þá á móti að telja upp
fyrir okkur úr safni náinna frænda
sinna og í ljós komu nokkur þau
helstu: Sigurjón Sigurðsson lög-
reglustjóri, Árni Sigurjónsson for-
stöðumaður Útlendingaeftirlitsins
og Gísli Sigurbjörnsson á Grund og
fleiri í þeim flokki. Ekki annað en
það. Öll helstu erkiíhöld og afturhöld
landsins voru hennar nánustu og
uppáhaldsfrændur. Þetta boðaði
ekki gott að mati róttæklingsins sem
í mér bjó þá. En löngum seinna hlóg-
um við dátt að þessu.
Og nú er komið að því sem breskur
miðill sagði Líneyju okkar fyrir
margt löngu að hún myndi ekki bara
hitta manninn sinn og foreldra strax
við brottflutninginn héðan, heldur öll
fjögur börnin hennar í Sumarlandinu
sem hún missti í móðurkviði. Öll þau
sá hann greinilega og lýsti á sínum
tíma. Ekkert þeirra komst til lífs í
heimi hér. Svona örlögum úthlutar
skaparinn sumum jarðarbúum. Það
er ekki að undra að manni finnist
vægast sagt erfitt að skilja leikregl-
urnar þar stundum.
Reyndar fannst Líneyju það hálf-
niðurlægjandi fyrir börnin sín að hún
fengi líka að hafa þau lítil hjá sér þeg-
ar yfir væri komið, jafnuppkomin og
þau væru orðin samkvæmt tíma og
lýsingum miðilsins. Og voru það al-
veg nýjar upplýsingar fyrir okkur þá
að slíkt væri hægt. En svörin voru
bara þau við ítargrennslanir á þessu
að tíminn væri og sé afstæður í sum-
um handanheimunum, því væri þetta
auðveldasta mál í heimi og bara hluti
af uppvexti þeirra og foreldraástúð
og nærveru allra aðila málsins, og
eðlilegasti hluti þróunarinnar þar.
Við hérnamegin vorum samt jafnnær
að skilja málið.
Hjartalagið hjá þessari stórlyndu
konu var stundum svo alltof stórt að í
þessi þrjú eða fjögur skipti sem hún
kom í sumarbústað með okkur Reyni
og foreldrum mínum á meðan þau
voru á lífi, að til stórvandræða horfði
stundum. Innkaupin til þessara sjö
daga voru slík að fimm manna fjöl-
skylda hefði getað farið á fjarlægt
einangrað heiðarbýli í mánuð eða tvo
með allan matinn og birgðirnar sem
hún keypti inn og dreifði á alla bílana
sem austur fóru. Og svo kom hún
sjálf síðust með úttroðna Míkruna
sína af mat og eldhúspappír og gosi
og hálpíviðlögumkassa og hundamat
og stórsteik og hundrað súpur og svo
frv. – Svona var Líney okkar. Svo var
bara stórmál að koma öllum þessum
brúðkaupsveislumat heim aftur að
loknum þessum ekkigrenningardög-
um í sumarbústaðnum. Slík gnægð
var eftir.
Eitt sinn í miðri sumarbústaðavik-
unni sagðist Líney aðeins þurfa að
skjótast niður á Selfoss í apótekið
fyrir sig. Við margtókum loforð af
henni að fara ekki að kaupa meira inn
fyrir vikuna sem í hönd fór, og játti
hún því með glott á vör, en greinilega
með krosslögðum fingrum, því heim
úr kaupstað kom hún sæl og ánægð
og skælbrosandi á Míkrunni sinni svo
útúrtroðinni af mat og vistum að hún
gat varla ekið bifreiðinni vegna
þrengsla vegna innkaupapokanna
sem í för voru.
Magnús H. Skarphéðinsson.
Hún Jóhanna mín
er farin. Í janúar síð-
astliðnum leit ég inn til Hjalta og
Jóhönnu í Hlunnavogi 3. Mig óraði
ekki fyrir að það yrðu síðustu fund-
ir okkar Jóhönnu. Hún Jóhanna fór
allt of fljótt.
Þau Hjalti og Jóhanna voru búin
að ferðast um heiminn í nokkur ár,
og höfðu sannkallað yndi af, því
bæði voru þau fróð og vel að sér í
sögu annarra þjóða. Ég kynntist
Hjalta frænda og Jóhönnu konunni
hans þegar í æsku. Hjalti er elstur
af systkinum Guðmundar föður
míns, sem einnig lærði til kennara,
en lést ungur.
Ég á mörg sporin heim til Hjalta
og Jóhönnu á fimmtíu ára ævi.
Dóttir þeirra Svanfríður, ætíð köll-
uð Svana frænka, var bæði elskuleg
JÓHANNA J.
ÞORGEIRSDÓTTIR
✝ Jóhanna J. Þor-geirsdóttir
kennari fæddist á
Litla-Bakka á Akra-
nesi 1. september
1930. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut föstu-
daginn 21. apríl síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Seljakirkju 28. apr-
íl.
frænka og æskuvin-
kona, og það er mér
minnisstætt þegar við
frænkurnar röltum
um bæinn eða fórum
að heimsækja Emmu
frænku okkar. Hún
Jóhanna og hann
Hjalti áttu og eiga
stóran vinahóp, og ég
naut þess að líta inn
þegar ég átti leið í
bæinn, og ætíð sagði
hún Jóhanna þegar
ég kvaddi: „Láttu sjá
þig.“
Þegar tvíburarnir
mínir og Sigurðar fæddust fluttum
við í Vogahverfi skammt frá
Hlunnavogi. Hjalti var að láta af
störfum sem skólastjóri Seljaskóla
og Anna Lilja og Sigurður Óli
fengu að njóta þess að kynnast
bæði Hjalta og Jóhönnu. Einnig
eftir að við fluttum norður í Skaga-
fjörð á æskuslóðir mínar höfðum
við yndi af að koma við í Hlunna-
vogi 3.
Ég mun alla tíð hafa að leið-
arljósi tryggð og vináttu góðrar og
merkrar konu.
Elsku Hjalti frændi, Geiri, Svana,
Þórgunnur, Guðmundur, Steini og
fjölskyldur. Guð leiði ykkur um
ókomna tíð.
Anna María.