Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F jallað var um þær ráð- stafanir sem þegar hafa verið gerðar og viðfangsefnin fram- undan vegna afleið- inganna af brotthvarfi varnarliðs- ins á fundi sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, boðaði starfsfólk varnarliðsins til í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í gær. Geir H. Haarde utanríkisráðherra mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála með starfsmönnunum. Nálægt 100 starfsmenn varnar- liðsins mættu á fundinn sem hald- inn var í framhaldi af fundi bæj- arstjóra með starfsmönnum 21. mars sl. Fram kom í máli Árna að samstarfsnefnd fulltrúa sveitarfé- laga, verkalýðshreyfingar og ráðu- neyta hélt fyrsta fund sinn 3. maí sl. og kemur hún aftur saman 18. maí. Nefndin hefur það verkefni að skoða atvinnumál á svæðinu vegna brotthvarfs varnarliðsins. Árni sagði mörg mál til skoðunar og gerði hann ráð fyrir að haldinn yrði stöðufundur með starfsfólki að nýju innan nokkurra vikna. Þá mætti gera ráð fyrir að ýmis fleiri mál hefðu skýrst, m.a. varðandi starfslok. Hefur fulla trú á að atvinnu- málin leysist farsællega Geir H. Haarde utanríkisráð- herra lýsti ánægju með þann ár- angur sem náðst hefði hjá Ráðgjaf- arstofu sem komið var á fót til að aðstoða og útvega starfsfólki störf. Enn eru þó óleyst atvinnumál mik- ils meirihluta starfsmanna en Geir sagðist hafa fulla trú á að þau mál myndu leysast farsællega áður en yfir líkur. Geir gerði starfsmönnunum grein fyrir þeim breytingum sem ákveðnar hafa verið með nýsettri löggjöf varðandi rekstur Keflavík- urflugvallar þar sem Flugmála- stjórn Keflavíkurflugvallar hefur verið falið að taka að sér þennan rekstur, stjórnun, og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Tók Geir fram að það mál hefði notið stuðn- ings allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi. „Það er mjög mikilvægt að um mál sem þessi myndist þokka- lega breið samstaða,“ sagði hann. Geir lagði áherslu á að skylt væri að bjóða því starfsfólki störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvall- ar sem unnið hefur á þessu ári hjá eftirtöldum deildum varnarliðsins, slökkviliði, snjóruðnings- og brautadeild, rafeindadeild, volta- deild og verkfræðideild. „Það er mjög mikilvægt fyrir rekstur vall- arins að missa ekki frá sér lyk- ilstarfsfólkið,“ sagði Geir. Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar að með þessum lögum ætti að vera tryggt að yfirfærslan á rekstri flugvallarins frá varnarliðinu til ís- lenskra aðila ætti að geta gengið hnökralaust fyrir sig. Viðræður við Bandaríkjamenn halda áfram á næstu vikum Utanríkisráðherra fór einnig yfir stöðu annarra viðfangsefna sem uppi eru vegna brotthvarfs varn- arliðsins á fundinum og ekki væru komin jafnlangt á veg. Viðræðun- um við Bandaríkjamenn yrði haldið áfram á næstu vikum. Ekki væri þó búið að tímasetja næsta fund. „Þær viðræður snúast um með hvaða hætti Bandaríkjamenn ætla að standa við skyldur sínar sam- kvæmt varnarsamningnum og einnig ýmis önnur atriði sem að því lúta, t.d. framtíð ratsjárstöðvanna og annarra þátta sem því miður er ekki ennþá kominn botn í.“ Sam- hliða væru í gangi viðræður við varnarliðið varðandi frágang o.fl. ,,En það liggur ekki fyrir hvaða mannvirki varnarliðsins þarf að nýta áfram í þágu varna landsins eða í þágu Atlantshafsbandalags- ins, sem á þarna töluvert af mann- virkjum og þar með liggur ekki fyrir hvað af mannvirkjunum þarna gæti komið til notkunar á af hálfu okkar Íslendinga,“ sagði Geir. Geir og Árni lögðu áherslu á að miklu skipti að tekist væri á við þau mál sem uppi væru vegna brotthvarfs varnarliðsins skipulega og skref fyrir skref, þannig að hvert mál fyrir sig yrði afgreitt út af borðinu. „Auðvitað mun fylgja því umtals- verður kostnaður fyrir íslenska rík- ið að taka yfir þennan rekstur á Keflavíkurflugvelli en það er kostnaður sem við höfum í nokkurn tíma reiknað með að við myndum þurfa að taka yfir. Við því er ekk- ert að segja annað en að okkur Ís- lendingum er ekkert ofvaxið að reka alþjóðlegan flugvöll frekar en öðrum þjóðum,“ sagði Geir. „Hins vegar er það svo að á flugvellinum er rekið mjög öflugt hlutafélag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem skilar góðum hagnaði og við mun- um að sjálfsögðu gera ráð fyrir því í framtíðinni að hún ko beinum eða óbeinum hæ þetta og að tekjur af s flugstöðvarinnar nýtist o þess að fjármagna þann sem rekstur flugvallarins för með sér. Við gerum ráð fyrir að rás verði flugvöllurinn sem þær einingar, sem þar eru hendi, reknar með sjá hætti, þannig að tekjurnar seminni þarna, vaxand mannastraumi, flugumferð háttar geti borið kostn starfseminni,“ sagði hann. Afar ólíklegt að stjór Gæslunnar verði f Vék Geir einnig að m Landhelgisgæslunnar. hann ekki geta svarað n hvort hluti af hennar s verði fluttur á Keflavíku enda væri það mál til úrvi dómsmálaráðuneytinu. „M hins vegar afar ólíklegt a stöð Gæslunnar flytjist su Það er nýbúið að koma he á nýjum stað í Reykjav vegar finnst mér ekki ól hluti af flugstarfseminni ko að suður eftir en það er e að svara fyrir það en það anlega ýmislegt sem mæ því,“ sagði Geir. Einnig komu olíumann Helguvík til umræðu á fu Geir sagði að rætt hefð nokkurn tíma að Íslendin tækju þau. ,,Ég geri mér að það takist að leysa þau þeim hætti, að það verði gera það. Hins vegar þarf þar úr nokkrum málum. flókið m.a. vegna eigna Starfsmenn varnarliðsins lýstu áhyggjum af starfslok Leysa verkefnin Geir H. Haarde utanríkisráðherra ræðir við fundarmenn á fundi Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, boðaði til með starfsfólki v Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hópur starfsmanna varnarliðsins kom á fund sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, boðaði til í gær vegna brotthvarfs varnarliðsins. Geir H. Haarde utanríkisráð- herra fór yfir stöðu mála með starfsfólkinu. HVAÐ VAKIR FYRIR CHENEY? Dick Cheney, varaforsetiBandaríkjanna, hefur ver-ið á ferðalagi um fyrrum áhrifasvæði Sovétríkjanna í aust- urhluta Evrópu og í Mið-Asíu. Hann hefur notað þetta ferðalag til þess að ráðast á Rússa á tvennum vígstöðvum. Annars vegar segir hann að lýðræðið sé á undanhaldi í Rússlandi Pútíns. Hins vegar segir hann að Rússar reyni að nota olíu og gas til þess að beita nágranna- ríki sín og fyrrverandi leppríki eins konar fjárkúgun. Viðbrögðin í Moskvu hafa verið þau að Cheney sé að lýsa yfir nýju köldu stríði. Ræðuhöld Cheneys eru engin til- viljun. Þau eru augljóslega vel undirbúin. Bandaríkjamenn hafa unnið markvisst að því á undan- förnum árum að styrkja stöðu sína í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna bæði í Austur-Evrópu og Mið-As- íu. Þeir hafa verið að koma sér upp herstöðvum í sumum þessara ríkja og auka pólitísk áhrif sín í öðrum. Á bak við þessa viðleitni þeirra til þess að efla bandarísk áhrif í þessum heimshluta er stórpólitísk stefnumörkun, sem sennilega er samstaða um á milli stóru flokk- anna tveggja í Washington. Bandaríkjamenn líta svo á að næsta stóra átakasvæðið í heims- pólitíkinni verði ríkin í austurhluta Evrópu og Mið-Asíu, sem liggja á milli Rússlands og Kína. Með auknum áhrifum á þessum svæðum má segja að þeir hafi komið sér vel fyrir meðfram nánast öllum landa- mærum Rússlands nema þeim, sem liggja að Kína. Með ræðuhöldum sínum er Cheney að undirstrika, að Banda- ríkjamenn eru tilbúnir til að standa með nýjum bandamönnum í þessum heimshlutum og taka upp hanzkann fyrir þá gagnvart Rúss- um. Deilur Rússa og Úkraínu- manna fyrir nokkru um olíuleiðsl- urnar, sem liggja yfir landið, sýna að þessi ríki þurfa á vernd að halda. Bandaríkjamenn eru að sýna í verki að þeir vilji veita þá vernd. Og eftir því verður tekið í höfuðborgum þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli. Sum þeirra eiga eftir að ganga í Atlantshafsbanda- lagið að nokkrum árum liðnum. Önnur eiga eftir að taka upp náið samstarf við bandalagið í öryggis- málum. Áhrif í ríkjum Mið-Asíu styrkja einnig stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Kína. Auðvitað vilja þeir eiga góð samskipti við Rússa og þeir vilja líka eiga góð samskipti við Kínverja. Þeir gera sér hins vegar grein fyrir því, að það er viss hætta á ferðinni í sambandi við hugsanlegt bandalag Rússa, Kín- verja og Írana eins og vikið er að í mjög athyglisverðri bók eftir Zbigniew Brzezinski, einn af ráð- gjöfum Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem nefnist The Grand Chessboard. Þeir vilja koma í veg fyrir að slíkt bandalag verði til. Að auki er ljóst að Cheney er að tala til íhaldssamra kjósenda í Bandaríkjunum á ferðalagi sínu um umrædd svæði. Varaforsetinn er átrúnaðargoð íhaldssamra Bandaríkjamanna og með ræðu- höldum af þessu tagi nær hann til þeirra með afdráttarlausari hætti en þótt hann talaði um bandarísk innanríkismál. Ræður Cheneys síðustu daga eru þó fyrst og fremst stórpólitísk- ar. Þær gefa til kynna, að ríki, sem lengi hefur ríkt þögn um í alþjóða- pólitík eins og Úkraína eða Kazakstan, eru að komast í mið- depil alþjóðastjórnmála. Sum þessara ríkja búa yfir miklum auð- lindum, hvort sem um er að ræða olíu eða aðrar auðlindir, og að ein- hverju leyti snýst pólitík Banda- ríkjamanna um að njóta góðs af þeim auðlindum. En grundvallaratriðið eru póli- tísk áhrif og herstöðvar. Banda- ríkjamenn hafa nú þegar náð mikl- um árangri á báðum sviðum. Og vafalaust er Rússum nóg boðið. Veruleikinn er hins vegar sá, að þeir hafa ekki bolmagn til að bregðast við, hvorki hernaðarlega né fjárhagslega. Kína er hins vegar í sterkri stöðu en kemst þó í enn sterkari stöðu eftir því, sem líður á 21. öldina. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir Bandaríkjamenn að ná viðunandi samningum við Kínverja. Kjarni málsins er þó sá, að mark- viss uppbygging Bandaríkjamanna á aðstöðu í austurhluta Evrópu og í Mið-Asíu er til marks um að því fer fjarri að þetta eina risaveldi í heiminum, sem eitthvert mark er takandi á, hugi að samdrætti í al- þjóðamálum heldur stefnir það þvert á móti að meiri útþenslu. Hver og einn getur haft sínar skoðanir á því hversu æskilegt það er en engu að síður er þetta blá- kaldur veruleiki. Ráðamenn í sum- um þessara landa eru ekki þekktir fyrir að gæta þeirra mannréttinda, sem Bandaríkjamenn hafa löngum talið sig berjast fyrir. En Banda- ríkjamenn meta það svo, að þeir hafi yfirgnæfandi hagsmuni af því að ná lykilstöðu í þessum löndum og munu ekki láta mannréttinda- brot í þeim þvælast fyrir sér. Þess vegna er Cheney nú að brjóta ísinn og sýna umheiminum hvað Bandaríkjamenn telja sig eiga mikilla hagsmuna að gæta á þessum nýju svæðum og að þeir eru tilbúnir til að ganga langt til að gæta þeirra hagsmuna. GEIR H. Haarde utanríkis- ráðherra sagðist á fundinum í Reykjanesbæ í gær ekkert geta fullyrt um hvort álver yrði reist í Helguvík. Hann sagði að ef orkusalarnir gætu útvegað orku í slíka verk- smiðju, og ef hægt væri að koma henni fyrir með haganlegum hætti innan efnahagskerfisins á næstu árum, þá sæi hann ekkert því til fyrirstöðu að sá sem vildi byggja álverið og kaupa orkuna, þ.e.a.s. Norðurál, semdi við þá sem vildu og gætu selt orkuna. „Þetta er fyrst og fremst málefni þeirra en ríkisstjórnin mun áreiðanl ekki setja fótinn fyrir slíkt það er gert með raunhæfu á næstu árum,“ sagði hann Geir benti á að verkefni um toga væri ekki hrist fra erminni á einni nóttu held aði það á mikinn undirbún „Það má ekki gefa fólki þæ hugmyndir, að það sé hæg finna fólkinu uppi á flugve í allra nánustu framtíð í ál Helguvík. Það er hins vega möguleiki að slíkt álver yr tíðarvinnustaður hér ef um mál semst milli réttra aðila Álver í Helguvík gæti orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.