Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR w w w . b a k k a v o r . c o m BAKKAVÖR GROUP – HLUTHAFAFUNDUR 9. MAÍ 2006 Hluthafafundur hjá Bakkavör Group hf. ver›ur haldinn flri›judaginn 9. maí 2006, kl. 16:00 í Ársal Hótel Sögu, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Kynning á flriggja mána›a uppgjöri félagsins. 2. Kynning á kaupum Bakkavör Group á Laurens Patisseries Limited. 3. Tillaga til breytinga á samflykktum. Eftirfarandi málsgrein bætist vi› 3. gr. samflykkta félagsins: Stjórn félagsins er heimilt a› auka hlutafé félagsins um allt a› 85.000.000 króna a› nafnvir›i, me› áskrift n‡rra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar a› flessum n‡ju hlutum, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Engar hömlur ver›a á vi›skiptum me› hina n‡ju hluti. fieir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi fleirrar hækkunar sem fleir tilheyra. Hinir n‡ju hlutir skulu vera í sama flokki og me› sömu réttindi og a›rir hlutir í félaginu. Stjórn félagsins er fali› a› ákve›a nánari útfærslu á hækkun flessari m.t.t. ver›s og grei›sluskilmála. Stjórn félagsins er heimilt a› ákve›a a› áskrifendur grei›i fyrir hina n‡ju hluti a› hluta e›a öllu leyti me› ö›ru en rei›ufé. Heimild flessi gildir til 9. maí 2007 a› svo miklu leyti sem hún hefur ekki veri› n‡tt fyrir fla› tímamark. 4. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› innganginn vi› upphaf fundarins. Stjórn Bakkavör Group hf. Kaffiveitingar frá Laurens Patisseries verða í boði fyrir fundinn. ÞAÐ má allt eins færa fyrir því rök að Löngusker, þar sem fram- sóknarmenn í Reykjavík vilja að gerður verði flugvöllur, tilheyri Álftanesi eins og Seltjarnarnesbæ. Löngusker eru nefnd í lýsingum jarða í báðum þessum sveit- arfélögum í Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að Löngusker tilheyri Reykjavík eða Kópavogi. Sú hugmynd að byggja flugvöll á Lönguskerjum hefur fengið mis- jafnar undirtektir. Hugmyndin vekur t.d. litla hrifningu hjá for- ystumönnum sveitarfélaga í ná- grenni Reykjavíkur. Bæjarstjór- inn í Kópavogi hefur gagnrýnt tillöguna harðlega enda verður Kópavogshöfn líkast til ónothæf ef byggja á flugvöll rétt utan við höfnina. Sveitarstjórinn á Álfta- nesi er ekki hrifinn af hugmynd- inni og það sama má segja um Jónmund Guðmarsson, bæj- arstjóra á Seltjarnarnesi, sem sagði í Morgunblaðinu um helgina að Seltjarnarnesbær hefði lögsögu yfir skerjunum þar sem Löngu- skerin og nytjar af þeim hefðu á sínum tíma tilheyrt jörðunum Bakka, Lambastöðum og Hrólfs- skála. Stór hreppur verður lítill Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða stuttlega sögu Seltjarnar- ness, en sveitarfélagið er heldur lítið í samanburði við Seltjarnar- neshrepp hinn forna. Hann náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Hreppurinn náði því yfir allt það svæði sem bæði Reykjavík og Kópavogur standa á í dag. Þegar ákveðið er að búa til sérstakan kaupstað á jörðinni Reykjavík eða Vík eins hún var oft kölluð var þessi partur tekinn út úr Seltjarnarneshreppi. Þetta gerðist árið 1786. Þetta er hins vegar aðeins fyrsta skref af mörg- um sem leiðir til þess að þessi stóri hreppur, Seltjarnarnes- hreppur, verður á um 160 árum aðeins brot af því sem hann var í upphafi. Árið 1835 eru jarðirnar Sel, Hlíðarhús, Arnarhóll og Rauðará færðar undan hreppnum og til Reykjavíkur. Árið 1894 er komið að jörðunum Kleppi og Laugarnesi. Árið 1923 eru jarð- irnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði fluttar hreppaflutningum. Árið 1932 missti Seltjarnarneshreppur Skildinganes. Hreppurinn tapaði Elliðavatni og Hólminum árið 1943. Og árið 1948 varð Kópavog- ur gerður að sérstöku sveitarfé- lagi, en við það missti hreppurinn mjög stórt landsvæði á einu bretti. Sölvatekja á Lönguskerjum Löngusker standa rétt utan við jörðina Skildinganes og því væri ekki óeðlilegt að álykta sem svo að skerin hafi tilheyrt jörðinni. Í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1703 er hins vegar ekkert minnst á Löngusker þegar fjallað er um Skildinganes. Í Jarðabókinni segir hins vegar um konungsjörðina Lambastaði sem var og er í sveit- arfélaginu Seltjarnarnesi: „Sölva- fjara nýtileg þar sem heita Löngu- sker. Hrognkelsafjara nokkur mætti vera í Lönguskerjum. Skel- fjara í sama stað lítil og erfið.“ Söl eru sem kunnugt er þörungateg- und sem nýtt er til manneldis. Í Jarðabókinni segir um kirkju- jörðina Bakka á Seltjarnarnesi: „Sölvatekju brúkar jörðin í Lönguskerjum“. Þá er einnig vikið að sölvatekju þegar fjallað er um jörðina Hrólfsskála, en allar eru þessar jarðir á Seltjarnarnesi. Út frá þessu væri hægt að draga þá ályktun að bæjaryfirvöld á Sel- tjarnarnesi hafi fulla lögsögu á Lönguskerjum. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Í þessari sömu Jarðabók er jafnoft vikið að nytjum á Lönguskerjum þegar fjallað er um jarðir í Álftaneshreppi. „Sölvafjöru á jörðin á Lönguskerjum“ Um konungsjörðina Breiðaból- stað í Álftaneshreppi segir: „Sölvafjöru á jörðin á Lönguskerj- um í Skerjafirði.“ Um hálflenduna Haukshús á Álftanesi, sem einnig er í eigu konungs, segir: „Sölva- fjara er jörðinni eignuð og brúkar hún þar sem heitir Löngusker“. Svipaðar nytjar eru nefndar þegar fjallað er um jörðina Lambhús á Álftanesi. Það verður tæplega dregin önn- ur ályktun út frá þessari heimild en að Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur eigi jafnan rétt á að nýta Löngusker, hvort sem bæjaryfirvöld gera það með því að taka þaðan söl eða byggja þar flugvöll. A.m.k. er alveg ljóst að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi geta tæplega skipulagt nýtingu á Lönguskerjum án samráðs við sveitarstjórn Álftaness. Heimir Þorleifsson sagnfræð- ingur, sem m.a. hefur skrifað sögu Seltjarnarness segir að Jarðabók- in sé grundvallarheimild um jarðir og jarðanytjar. Hann segir að um það þurfi tæpast að deila að Löngusker tilheyri ekki Reykjavík og alls ekki Kópavogi. Jarðareig- endur á Álftanesi og Seltjarn- arnesi hafi hins vegar báðir nýtt Löngusker og geti því bæjaryf- irvöld í báðum sveitarfélögunum gert kröfu um að ráða hvernig þau eru nýtt. Heimir benti á að svo virðist sem þessi sölvatekja hefði verði nokkuð mikil og skipt máli. A.m.k. kæmi fram í riti Lúðvíks Krist- jánssonar, Íslenskir sjávarhættir, að söl hefðu verið seld frá bæjum sem nytjuðu sölvatekju í Löngu- skerjum. Morgunblaðið/RAX Löngusker í Skerjafirði blasa við frá Reykjavík, en borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki lögsögu yfir skerjunum ef marka má heimildir. Jarðir á Seltjarnarnesi og Álftanesi nytjuðu Löngusker Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GERA má ráð fyrir að töluvert sé af asparfræjum í loftinu þessa dagana, að sögn Margrétar Hallsdóttur, jarðfræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hún segir að um þessar mundir sé nokkuð af blómstrandi öspum víða í borginni og þeir sem hafi ofnæmi fyrir asp- arfrjóinu kunni því að hafa fundið fyrir einkennum. Margrét segist síðast hafa athug- að niðurstöður frjókornamælinga 3. maí sl. „Þá var ósköp venjulegt ástand miðað við árstíma, það voru víðifrjó og lyngfrjó í loftinu og þá mældist fyrsta asparfrjóið,“ segir Margrét. Hún segir birkifrjó ekki enn komin af stað. Þau séu skæðasti ofnæmisvaldurinn annars staðar á Norðurlöndunum þar sem eru miklir birkiskógar, en ekki sé mikið af birki hér á landi. Birkifrjó gætu farið af stað hér á landi upp úr miðjum maí líkt og í fyrra. „Mér finnst nú samt hafa verið miklu kaldara þetta vor heldur en í fyrra þannig að ég held að það byrji í fyrsta lagi upp úr miðjum maí í ár,“ segir Margrét. Hún segir að grasfrjó valdi mestu ofnæmi hér á landi og þau fari ekki að berast um loftið fyrr en í júní eða júlí. Morgunblaðið/Ómar Nokkuð af asparfrjói er í lofti í borginni þessa dagana. Hlýtt hefur verið í veðri og loftið nokkur kyrrt og var því mistur yfir Reykjavík í gær. Asparfrjó hrellir fólk með ofnæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.