Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 45
MENNING
SVONEFNDUR „naturalismi“ í
heimspeki (ég gerir mér ekki alveg
grein fyrir því hvort hyggilegra
væri að nefna hann náttúruhyggju
eða eðlishyggju á íslensku) kveður í
grófum dráttum á um að heim-
spekin geti leitað í smiðju annarra
fræða og vísinda eftir aðferðum og
tækni til þekkingarleitar. Reyndar
er naturalisminn ekki strangt skil-
greindur, en þó má segja að helsti
kjarninn í honum sé að ekki er leng-
ur litið svo á að sérstök heim-
spekileg aðferð veiti öruggari þekk-
ingu en aðferðir annarra fræða og
vísinda. Lögð er áhersla á að tekið
sé tillit til greinanlegra staðreynda
og raunverulega aðferða, til dæmis
vísindanna. Um leið var slakað á
kröfunni um gagnrýna afstöðu. Því
má segja að með naturalismanum
hafi heimspekin verið leidd af þeirri
braut að segja fyrir um hvernig
hlutirnir skuli vera og notuð til
greiningar á því hvernig málum er í
raun háttað.
Sú spurning sem Kristján Krist-
jánsson tekst á við í þessari bók er
hvort réttlæti tengist með ein-
hverjum hætti tilfinningum fólks.
Þess vegna leitar hann liðsinnis í
sálfræði, félagsfræði og kennslu-
fræði til að grafast fyrir um hverjar
tilfinningar fólks gagnvart réttlæti
raunverulega eru, en fæst ekki ein-
ungis við skilgreiningu hugtaksins
með því sem kalla mætti heimspeki-
legum hætti. Kristján segir að innan
heimspekinnar hafi að undanförnu
orðið meginbreyting á hugmyndum
og skrifum um réttlætishugtakið.
Horfið hafi verið að nokkru leyti frá
þeirri hefðbundnu nálgun að líta á
réttlæti fyrst og fremst sem eig-
inleika opinberra stofnana, eins og
John Rawls hafi til dæmis gert í
einu frægasta heimspekiriti 20. ald-
ar, Kenningu um réttlæti (A Theory
of Justice), 1971, og að spurningin
um réttlæti sé þá fyrst og fremst
spurningin um það hvort og þá
hvernig sameignlegum gæðum sé
skipt.
Þess í stað séu heimspekingar
farnir að hugsa um réttlæti sem eig-
inleika fólks. Spurningin er því sú,
hvernig raunverulegt fólk hugsi
raunverulega um réttlæti. Hvað
finnst fólki að átt sé við þegar talað
er um réttlæti? Væri Kristján hér á
hefðbundnum rökgreining-
arheimspekislóðum myndi hann
væntanlega snúa sér að því að
smíða rökþétta skilgreiningu á rétt-
lætinu sem væri alsendis óháð því
hvernig fólk í raun og veru hugsar
um réttlæti, en þar sem Kristján
hefur hér gerst merkisberi ofna-
greinds naturalisma vill hann frem-
ur að leitað verði á slóðir sál- og fé-
lagsfræði til að komast að því
hverjar hugmyndir fólk í raun og
veru hefur um réttlæti og að heim-
spekinni verði síðan beitt sem
greiningartæki á þær, kannski ekki
ósvipað því hvernig líffræðingar
beita vísindagrein sinni sem tæki til
greiningar á gögnum sem safnað
hefur verið úti í náttúrunni.
Ef til vill má því segja að með
þessum naturalisma, sem líklega
verður talinn meginþráðurinn í
heimspeki síðari hluta 20. aldar (og
nafn Ludwigs Wittgensteins þar
helsta kennileitið), hafi heimspekin
reynt að komast niður á jörðina.
Heimspekingar eru teknir til við að
fjalla um raunveruleg-
ar hugmyndir, það er
að segja, hugmyndir
sem fólk í raun og veru
hefur, í stað þess að
einbeita sér kannski
frekar að mögulegum
hugmyndum og þá
jafnvel harkalegri
gagnrýni á þessar
raunverulegu hug-
myndir fólks vegna
meintra röklegra mót-
sagna í þeim. Heim-
spekingarnir hafa því
leitað til félagsvísind-
anna eftir aðstoð við að
komast að því hverjar
þessar raunverulegu hugmyndir
fólks eiginlega eru. Helsti áhrifa-
valdurinn í þessari þróun heimspek-
innar eru auðvitað raunvísindin.
Kristján segir það vera eitt helsta
markmið sitt með bókinni að „færa
rök fyrir nauðsyn á samvinnu heim-
spekinga og félagsvísindamanna í
umfjöllun um réttlæti“ (bls. 6), auk
þess að „kanna hlutverk málagjalda
í réttlætinu“ og „útskýra aukinn
áhuga“ heimspekinga á tilfinn-
ingaþætti réttlætishugtaksins. Enn-
fremur segist Kristján leitast við að
kanna þær tilfinningar sem helst
eiga rætur í hugmyndinni um mála-
gjöld og draga fram tengsl umfjöll-
unar sinnar við nýlega þróun mála í
þróunar- og félagssálfræði. Þá vill
hann réttlæta málagjöld með sið-
ferðislegum hætti, og þær tilfinn-
ingar sem eiga rætur að rekja til
hugmyndarinnar um málagjöld. Að
lokum segist Kristján svo veita ráð
um hvernig fjalla skuli um réttlæti
og málagjöld í siðferðiskennslu í
skólum. (Þetta síðastnefnda atriði
varðar svo í rauninni spurningu sem
er í sjálfri sér mjög athyglisverð, og
Kristján fjallar um í
lokakafla bókarinnar.
Það er að segja, hvort
kenna eigi í skólum
hvað sé dyggð og hvað
ekki, eða hvort láta
eigi duga að kenna
nemendum aðferðir
við að leggja sjálfir
mat á slíkt. Kristján
segir að það hafi sýnt
sig að það sé ekki nóg
að ætla einungis að
kenna aðferðir).
Ég hef ekki for-
sendur til að taka af-
stöðu til þess hvort
Kristján nær þessum
yfirlýstu markmiðum sínum í bók-
inni. Að allri uppbyggingu er þetta
mjög hefðbundin rökgreining-
arheimspekibók, og það gerir hana
þægilega og aðgengilega fyrir les-
endur sem eiga slíkri uppbyggingu
að venjast. Enda eru þeir vænt-
anlega meginmarkhópur bók-
arinnar; aðrir heimspekingar sem
taka þátt í þeirri umræðu sem bókin
er framlag til. Markhópurinn veit
upp á hár að hverju hann gengur.
Aftur á móti virkar þessi stranga
formbinding kannski fráhrindandi
fyrir „almennan“ lesanda og dregur
þannig úr möguleikum hans á að
átta sig á þeim hugmyndum sem
settar eru fram í bókinni. Honum
kann að finnast hún ruglingsleg og
dálítið þraskennd. En þannig er nú
einu sinni lífið í akademíunni, ut-
anaðkomandi sýnist gjarnan að það
sé tómt þras. Ég get ekki heldur
lagt á það mat hvort bókin hefur
fram að færa eitthvað nýtt í þeirri
umræðu sem hún er framlag til, en
sú staðreynd að hún er gefin út af
akademísku forlagi bendir til að svo
muni vera.
En það væri vissulega fróðlegt að
vita hvað félagsvísindamönnunum
sem Kristján biðlar til finnst um
bókina; hvort þeim finnst hún skilj-
anleg og hvort þeim sýnist að hún
gæti nýst með þeim hætti sem höf-
undur segir henni ætlað að gera,
auk þess að vera framlag til tiltek-
innar umræðu innan akademískrar
heimspeki. En Kristján ætlar bók-
inni líka enn eitt hlutverkið, og það
er líklega fremur óvenjulegt fyrir
bók af þessu tagi. Hann leggur hana
fram eins og sáttahönd; sem fram-
lag til friðarferlis með aðild heim-
spekinga og félagsvísindamanna,
sem Kristján segir að hafi löngum
eldað grátt silfur saman. Það má
segja að Kristján sé að sumu leyti
að grafa stríðsöxina sjálfur, en ekki
aðeins að hvetja aðra til að gera
slíkt, því að í fyrri skrifum sínum
hefur hann ekki vandað fé-
lagsvísindamönnum kveðjurnar,
eins og til dæmis í bókinni Þroska-
kostum, ritgerðasafni sem kom út
1992. Þar fór hann eiginlega háð-
uglegum orðum um til dæmis
kennslufræði og félagsfræði og
sagði það fólk sem stundaði hug- og
félagsvísindi löngum hafa verið
þungt haldið af hinni illræmdu af-
stæðishyggju, sem heimspekingar –
og þá fyrst og fremst rökgreining-
arheimspekingar 20. aldar – hafa
litið á sem helsta óvin sinn og að
ætla mætti alls mannkyns.
Nú veit ég ekki hvort Kristján
hefur með tímanum linast í heit-
trúnaði sínum (eins og mönnum er
jú títt með auknum þroska), eða
hvort hann telur félagsvísindamenn
hafa náð áttum og horfið frá afstæð-
ishyggjuvillunni. En mér finnst
sáttatónninn í honum nú vera tví-
mælalaus kostur á þessari bók.
Um réttlæti og málagjöld
Kristján G. Arngrímsson
BÆKUR
Hugvísindi
eftir Kristján Kristjánsson. Ashgate,
London, 2006. 230 bls.
Justice and Desert-Based Emotions
Kristján Kristjánsson
ÞÆR Sigurbjörg Hreiðarsdóttir
frá Garði og Guðrún Sveinsdóttir
á Varmalæk hafa tekið saman
leiklistarsögu í sveitinni á síðustu
öld.
Þær stöllur hafa gefið út rit
sem nefnist Á fjölunum en und-
irtitill er: Saga leikstarfsemi í
Hrunamannahreppi á 20. öldinni. Í
ritinu sem er skreytt fjölda mynda
er sagan rakin og getið þeirra
leikrita sem sett hafa verið upp á
öldinni sem leið. Þá hafa þær
einnig gefið út geisladisk með 6–
700 myndum sem teknar hafa ver-
ið af leikendum í fjölmörgum leik-
ritum.
Í þessu fróðlega riti er dregið
saman það helsta um leiklist-
arstarf á þessum tíma en Ung-
mennafélagið hafði m.a. leiklist á
stefnuskrá sinni. Þó er getið leik-
rita er sýnd voru fyrir stofnun
ungmennafélagsins, eða frá um
1900.
„Okkur þótti bráðnauðsynlegt
að láta það ekki dragast lengur að
skrifa leiklistarsögu byggðarlags-
ins áður en allir færu yfir móðuna
miklu sem eitthvað vita um leik-
starfsemina hér,“ segja þær stöll-
ur og hlæja þegar spurt er um út-
gáfu ritsins. Allmikið er þó til um
söguna í rituðu máli og þær
ræddu oft við eldra fólkið sem
fræddi þær um þessi mál hér áður
fyrr. Þær hafa enn báðar brenn-
andi áhuga á leiklist enda leikið í
fjölda verka sem sett haf verið
upp síðastliðin 50 ár. „Það opn-
aðist nýr heimur, í þessum efnum,
þegar ráðnir voru lærðir leik-
stjórar, það voru þáttaskil,“ segja
þær ennfremur. Nafna þeirra er
getið ásamt fjölmörgu fróðlegu og
skemmtilegu eins og t.d. frá ferð-
um leikara með verkin, stundum í
aðra landsfjórðunga.
Þetta er merk saga um alþýðu-
fólk sem vildi tilbreytingu í hvers-
dagslífið til að skemmta sjálfu sér
og öðrum.
Leikið í
heila öld
Sigurbjörg Hreiðarsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir í leikritinu Systurnar.
Eftir Sigurð Sigmundsson
ÉG HEF áður lýst ánægju minni
með það að Tónlistarfélagið á Ak-
ureyri hafi boðið tónleikagestum
sínum mánaðarlega á hádegistón-
leika á föstudögum í Ketilhúsinu í
vetur, þar sem tengd er tónlist og
matargerð í léttu formi. Þessi nýj-
ung í listaflóru okkar hér fyrir
norðan hefur átt vaxandi vinsæld-
um að fagna og á bæði stjórn fé-
lagsins og veitingamaður þakkir
skildar fyrir að hafa gert þetta að
jafn ánægjulegri viðbót í listalífinu
og raun ber vitni og vona ég ein-
læglega að þessi skipan hafi fest
sig í sessi.
Enda þótt tónlistarþátturinn sé
styttri með þessu fyrirkomulagi en
er á tónleikum af fullri lengd, þá
hafa að mínu mati gæðin verið sett
ofar magni og á það sérstaklega
við um tónlistarmennina, en einnig
hafa veigamikil tónverk fengið að
hljóma. Það sem er ekki síður mik-
ilvægt fyrir okkur hér, að þarna
hafa eingöngu komið fram tónlist-
armenn búsettir við Eyjafjörð og
því ætti þessi tónleikaröð að vera
ágæt viðbót við allt of fá tækifæri
þessa atvinnutónlistarfólks til að
láta ljós sitt skína á tónleikapalli.
Að þessu sinni var básúnuleik-
arinn Kaldo Kiis í sviðsljósinu, en
hann er frá Eistlandi og hefur ver-
ið búsettur fyrir norðan um árabil.
Hann starfar sem aðstoð-
arskólastjóri Tónlistarskólans á
Akureyri. Helga Bryndís Magn-
úsdóttir píanóleikari var í mik-
ilvægu hlutverki við píanóið, sem
var að koma í stað stórrar hljóm-
sveitar.
Verkin voru frá 19. og 20. öld og
efnisskráin endurspeglaði bæði
léttleika, rómantík og grín. Ef frá
eru taldir Lars Erik Larsson og
Leonard Bernstein voru tónskáldin
lítið þekkt og lítið um þau sagt á
veraldarvefnum. Í heild náðu verk-
in að vera einkar gott tækifæri
fyrir Kaldo að láta okkur njóta
hans góðu færni á básúnuna í sinni
fjölbreytni.
Í fyrsta verkinu konsert eftir
Launy Gröndahl, fæddur í Dan-
mörk 1886, reyndi mikið á hraða
tækni, sem Kaldo leysti vel, en
mér fannst tónninn of grófur.
Þetta breyttist strax í öðru verk-
inu sem var hægur þáttur úr kons-
erti eftir Lars Erik Larsson, þar
söng básúnan ljúfum rómi og stíg-
andi hljómagangur í píanóinu
gæddi verkið fallegum blæ. Róm-
ansan eftir K. Weber var einnig
einkar næmt og vel leikin. Bolivar
eftir E. Cook, sem ég veit harla
lítið um, er með suður-amerískum
blæ og flutt af hita í samræmi við
það af þeim Helgu Bryndísi og
Kaldo. Síðasta verkið var Elegía,
harmljóð, eftir Bernstein fyrir ein-
leiksbásúnu. Bernstein samdi
Elegíuna árið 1948 fyrir málmblás-
aradeild Fílharmoníusveitar New
York-borgar. Þó það hljómi und-
arlega er heiti verksins tengt
söknuði bróður Bernsteins við
dauða hundsins síns, Mippíar. Í
verkinu tengjast skemmtilega þau
höfundareinkenni Bernsteins að
blanda saman hætti djassins og sí-
gildrar nútímatónlistar. Í upp-
haflegri forskrift uppálagði höf-
undur að stappa ætti fjórum
sinnum niður fæti í hverjum takti,
4 slög í takti, þegar leikið væri. Ég
heyrði enga fótasmelli, en verkið
var mjög grípandi í flutningi
Kaldo.
Áheyrendur kölluðu bæði fram
flytjendur og einnig formann Tón-
listarfélagsins, og tjáðu þeim ein-
lægt þakklæti fyrir þessar ánægju-
legu samverustundir.
Básúnað í Ketilhúsi
Jón Hlöðver Áskelsson
TÓNLIST
Ketilhúsið
Verk fyrir básúnu og píanó eftir Launy
Gröndahl, Lars Erik Larsson, E. Cook og
K. Weber, ásamt einleiksverki fyrir
básúnu eftir Leonard Bernstein. Kaldo
Kiis básúnuleikari og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari.
Föstudaginn 5. maí kl. 12.15.
Básúnutónleikar
sitt til heimildamynda-
gerðar.
Kvikmyndasafn Ís-
lands sýnir í kvöld kl. 20
tvær mynda Páls, Hvala-
kyn og hvalveiðar við Ís-
land (1986), sem segir
sögu hvalveiða frá land-
námi til þess er hval-
veiðum í atvinnuskyni
lauk á Íslandi 1985 og Ís-
aldarhesturinn (2001),
sem er saga íslenska
hestsins, sem ekki hefur
PÁLL Steingrímsson
kvikmyndagerðarmaður
er landsmönnum að
góðu kunnur fyrir heim-
ildarmyndir sínar og
hefur fyrir þær hlotið
heiðursverðlaun ís-
lensku kvikmynda-
akademíunnar, verið
útnefndur borgar-
listamaður Reykjavíkur
2005 auk þess að vera
sæmdur hinni íslensku
fálkaorðu fyrir framlag
blandast öðrum hestakynjum síðan
landnámsmenn komu með hann til
landsins, og hvernig hann tengist
landi og þjóð órjúfanlegum bönd-
um.
Kvikmyndasýningar Kvikmynda-
safns Íslands eru í Bæjarbíói,
Strandgötu 6, Hafnarfirði alla
þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl.
16. Upplýsingar um myndirnar má
nálgast á heimasíðu safnsins.
Páll Steingrímsson
Hestar og hvalir í Kvikmyndasafninu
www.kvikmyndasafn.is