Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 31 UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar B-LISTINN í Reykjavík hefur vakið mikla athygli undanfarið og greinilegt að sumir andstæðingar eru farnir að ókyrrast. Samfylking- arfólk vill meina að við séum að biðla til sjálfstæðismanna en sjálfstæð- ismönnum finnst við vera að biðla til Samfylkingarinnar. Raunin er sú að við erum ekki að biðla til neins, við gagnrýnum málefnalega þá sem eru gagnrýni verðir, eins og þegar oddviti S-listans lagði til einfalda Sundabraut og oddviti D-listans lagði til frestun Sundabrautar. Við bjóð- um okkar lista fram á eigin forsendum og útilokum eng- an þegar kemur að því að skoða mögulegt samstarf eftir kosningar. F-listamenn eru líka samir við sig og nota hvert tæki- færi til að gagnrýna okkur á afskaplega þroskaðan og málefnalegan hátt, það sama má segja um suma fyrrverandi vinstri græna. Það að við skulum nota listabókstafinn okkar xB, útfærðan á frum- legan hátt sem exbé, sem lógóið okkar í þessum borgarstjórnarkosning- um hefur hreyft við ófáum pennanum. Það að stjórnmálaflokkar skuli nota listabókstafinn sinn í sveitarstjórnarkosningum er allt í einu þaul- skipulagður blekkingaleikur, að vísu bara í okkar tilfelli. Að mínu mati eru þeir sem þetta hafa í frammi að gera verulega lítið úr fólki með því að gera ráð fyrir að það muni setja x við B án þess að vita að það sé Framsóknarflokkurinn sem það er að kjósa. En miðað við þennan titring erum við greinilega að gera eitthvað rétt. Við tökum stökk í skoðanakönnun Fréttablaðsins og erum nú „eig- inlega“ með mann inni. Það segir bara það að framboð Framsóknar- flokksins sem er með listabókstafinn B, sett fram sem exbé, á erindi til borgarbúa. Framsókn – XB – eXBé Eftir Marsibil J. Sæmundardóttur Höfundur skipar 3. sæti B-listans í Reykjavík. ÞESSI orð frá árinu 1915 eru höfð eftir Skúla Thoroddsen al- þingismanni í Morgunblaðinu 1. maí sl. í grein eftir Stefán F. Hjart- arson sagnfræðing. Þar hvetur Skúli til þess að íslensk stjórnvöld þess tíma leiti bestu er- lendra fyrirmynda hvað varðar löggjöf um réttindi verkafólks og sam- skipti á vinnumarkaði, „báðum málsaðilum verkamannastjéttinni og atvinnurekendum til nauðsyn- legrar tryggingar“ og heilla. Þetta, sem lagt er til við upphaf stéttaátaka á Íslandi, skuli gert „meðan unt er að vinna að málum í friði“, „áður en allt fer í bál og brand“. Fleiri dæmi eru rakin um far- sæla afstöðu ráðamanna og verka- lýðsforingja um mikilvægi sam- stöðu í árdaga íslensks kapítal- isma. Stétt með stétt mætti segja og rökstyðja að þessi afstaða eigi sinn þátt í þeirri hagsæld og sam- stöðu sem hér ríkir. Hin nýja stétt Íslendinga – nýbúar Í dag eru verkefnin önnur en fyrir 90 árum. Hinn 1. maí sl. var opnað fyrir frjálsa för verkafólks frá átta nýjum aðildarlöndum ESB. Þessu ber að fagna og það hefur Sam- band ungra sjálfstæðismanna gert. Hér er nú þegar hæsta hlutfall útlendinga á vinnumarkaði miðað við Norðurlöndin eða 7%. Segja má að vissar blikur séu á lofti. Ný skoðanakönnun sýnir að þriðj- ungur Íslendinga hefur áhyggjur af fjölda útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Önnur könnun sem náði til 83% grunnskólabarna sýndi að börn af afrískum, asísk- um, suður-amerískum og austur- evrópskum uppruna lenda nær þrisvar sinnum oftar í einelti en börn af vestrænum uppruna. 7,4% leikskólabarna eru af erlendum uppruna. Framhaldsskólanemar af erlendum uppruna falla mun frek- ar brott úr námi en aðrir nem- endur. Hér er stórt og vaxandi sam- félagslegt verkefni og rétt að hafa í heiðri áður nefnd heilræði Skúla Thoroddsen um að leita bestu fyr- irmynda erlendis um það hvernig „gamlir“ og „nýir“ Íslendingar geti lifað í sátt og samlyndi í okk- ar auðuga samfélagi. Það verði gert, eins og hann leggur til, áður en hér skapast erfiðleikar af því tagi sem við höfum orðið vitni að í ýmsum Evrópulöndum. Ungir sjálfstæðismenn og nýir Íslendingar, www.D.is Heimdallur tekur nú virkan þátt borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík, með áherslu á málefni ungs fólks. Eitt þeirra er „Við ætl- um að taka vel á móti ungu fólki af erlendum uppruna sem flytur til Reykjavíkur“, almennt stefnumið sem krefst útfærslu í öllu borg- arkerfinu. Við munum beita okkur fyrir því, að það verði gert. M.a. með því að leita samstarfs við íþróttahreyfinguna, skátana og önnur frjáls félög sem starfa með ungu fólki um að þau í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla leiti skipulega eftir þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna. Persónuleg tengsl munu skipta sköpum. Þau vinna gegn for- dómum og skapa það traust sem hefur verið einkenni okkar sam- félags. Þau þarf að byggja upp í leik og starfi frá unga aldri. Þau munu miðla menningu ólíkra þjóða inn í íslenskt samfélag, samfélag sem telur sér það til tekna að vera al- þjóðlega sinnað a.m.k. á hátíða- stundum og þegar það hentar við- skiptalegum hagsmunum þess. Meðan unnt er að vinna að málum í friði Eftir Bolla Thoroddsen Höfundur er formaður Heimdallar og í framboði til borgarstjórnar í Reykjavík. FRAM að þessu hafa foreldrar þurft að greiða hundruð þúsunda á ári fyrir þjónustu sem þeir geta varla verið án. Má þar nefna leikskóla, dægradvöl, skóla- máltíðir og íþrótta- og tómstundastarf. Eftir því sem þeir eru með fleiri börn á framfæri, því þyngri er greiðslubyrðin. Foreldrar ungra barna eru gjarnan í þeirri stöðu að vera jafnframt að fóta sig á vinnumarkaði og koma sér upp húsnæði. Launin oft ekki há og iðulega búið að ráðstafa þeim fyr- irfram. Til þess að hafa fyrir út- gjöldum eiga foreldrar þann eina kost að lengja vinnutímann á kostn- að samverutíma með börnunum. Þessi staða sem fólk festist í er ekki fjölskylduvæn og hún bitnar á börn- unum. Þau hljóta því að hljóma fallega í eyrum barnafólks loforð okkar frambjóðenda þessa dagana. Nú er verið að lofa ókeypis leikskóla, ókeypis skólamáltíðum, ókeypis í strætó fyrir börn og unglinga og að íþrótta- og tómstundastarf verði greitt niður. Bak við þessi loforð býr vonandi fremur góð hugsjón en bara að menn séu að fiska eftir atkvæð- um. Jafnaðarmenn hafa verið braut- ryðjendur á þessu sviði og látið verkin tala. R-listinn var t.d. fyrstur til að koma á gjaldfrjálsum leikskóla í áföngum og hafnfirskir jafn- aðarmenn voru frumkvöðlar í að lækka kostnað foreldra vegna þátt- töku í íþrótta- og tómstundastarfi. Ákvörðun um lækkun þessara gjalda er um leið ákvörðun um að taka meira af því fé sem allir íbúar sveitarfélagsins leggja til reksturs þess, einkum með útsvari og fast- eignagjöldum, og nota það barna- fólki í hag. Þannig leggjast í raun allir íbúar sveitarfélagsins á árarnar við að gera barnafjölskyldum lífið léttara. En á allt að vera ókeypis? Vissu- lega eiga foreldrar ekki að greiða fyrir leikskólavist barna sinna. Þetta er fyrsta skólastigið og þar eiga ekki að vera með skólagjöld fremur en í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það er líka sjálfsagt að leyfa börnum og unglingum að sitja í strætó án þess að borga fyrir, hann ekur hvort eð er hálftómur um bæinn og rekstr- arkostnaður eykst ekki þó þau fái að fljóta með. Hvað matinn í hádeginu varðar orkar það meira tvímælis sem og greiðslur fyrir íþrótta- og tómstundastarf. Sjálfsagt er þó að sveitarfélögin sjái til þess að gjald- taka af foreldrum þar sé í lágmarki og tryggi að allir geti borðað í há- deginu og tekið þátt í tómstunda- starfi, óháð efnahag foreldra. Kostnaður foreldra með 3 börn í leik- og grunnskóla getur numið 500-700 þús. kr. á ári og þá eru þau að greiða fyrir leikskóla, dægradvöl, hádegismat og íþrótta- og tóm- stundastarf. Fatnaður, skóabækur og annar kostnaður er ekki inni í þessari tölu. Til þess að hafa fyrir þessum kostnaði þarf að vinna fyrir talsvert meiri tekjum eða hátt í millj- ón. Lækkun á þessum gjöldum skipt- ir foreldra því verulegu máli og þeir eiga auðvitað að láta það skila sér til barnanna. Hin samfélagslega hug- sjón á bak við lækkunina er sú að búa til fjölskylduvænna umhverfi, stresslausari foreldra sem geta gefið sér meiri tíma með börnunum sín- um, en ekki að losa um peninga til meiri neyslu. Ókeypis – tími fyrir börnin Eftir Hafstein Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Haunhamar fasteignasala kynnir 93,8 fermetra 4ra herbergja íbúð við Hringbraut í Hafnarfirði. Eignin skipt- ist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, gang, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvotta- hús og geymslu. Nánari lýsing eignar: Góður inngangur, hol, stór skápur þar. Gott eldhús með snyrtilegri inn- réttingu og góðum borðkrók. Björt rúmgóð stofa (borðstofa). Svefngangur, ágætt baðherbergi, baðkar með sturtu, flísar í hólf og gólf, hvít innrétting, gluggi. Gott svefnherbergi með skáp, út- gangur þaðan út í suðurgarð. Ágæt tvö barnaherbergi. Sérgeymsla og þvotta- hús í kjallara. Sérlega björt og skemmtileg íbúð á fyrstu hæð í góðu 4-býli. Húsið er nýlega málað að utan. Gott útsýni og góð staðsetning. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hringbraut - Hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.