Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
Sheer Driving Pleasure
BMW X5
www.bmw.is
AKUREYRI
HANNES Karlsson, nýr stjórn-
arformaður KEA, segist hafa þær
væntingar til félagsins að það verði
öflugt á íslenskan mælikvarða og
skili eigendum sínum viðunandi
ávöxtun. Íslensk fyrirtæki hafa
mörg hver hagnast verulega upp á
síðkastið og Hannes segir ljóst að
hann vilji að KEA geri slíkt hið
sama.
Stjórnarmenn í KEA eru allir
þeir sömu og áður en á fyrsta fundi
stjórnar eftir aðalfund á laugardag-
inn var Hannes kjörinn formaður í
stað Benedikts Sigurðarsonar.
„Það verða engar stórbreytingar
á KEA sem slíku með nýjum for-
manni en kannski einhver áherslu-
munur. Ég mun leggja áherslu á
fyrirtækið KEA enda í sjálfu sér
enginn rekstrarlegur munur á KEA
eða fyrirtækjum almennt,“ sagði
Hannes í samtali við Morgunblaðið.
„KEA verður, eins og önnur fyr-
irtæki, að hagnast til þess að við-
halda höfuðstóli sínum. Þó svo höf-
uðstóll hjá okkur sé hár í dag er
þetta vandmeðfarið í því fyr-
irtækjaformi sem við erum í; við
sækjum ekki fjármagn í hendur
eigenda félagsins, en hins vegar ef
okkur gengur vel er það mín skoð-
un að einstaklingarnir, fé-
lagsmennirnir sjálfir, eigi að geta
haft ávinning af því að vera í félag-
inu og sá ávinningur getur verið í
misjöfnu formi.“
Hannes segir alla aðila verða að
átta sig á því að KEA sé fyrirtæki
sem þurfi tækifæri til þess að
blómgast og dafna.
„Það er augljóst mál að það er
ekki viðunandi ávöxtun fyrir KEA
til lengri tíma að fjármunir félags-
ins liggi inni á bók. Það sér hver
einasti maður. Okkar verkefni er að
koma peningunum í „vinnu“ og við
erum komnir með tækin til þess,
annars vegar fjárfestingafélagið
Hilding og nýsköpunarfélagið Upp-
haf hins vegar. En svona rekstur er
vissulega áhættusamur og menn
verða því að vanda sig.“
En má þá vænta þess að KEA
verði meira áberandi á næstunni í
atvinnulífinu en síðustu misseri?
Hann svarar því til að vissulega
hefði stjórn KEA viljað að meira
hefði gerst upp á síðkastið, mark-
aðurinn sé hins vegar ekki auðveld-
ur í augnablikinu en vonandi gerist
eitthvað fljótlega. „Menn eru al-
mennt ekki að fjárfesta mikið í
augnablikinu en hins vegar að gera
ýmislegt annað til þess að afla
tekna. Það er eitthvað sem við
þurfum að velta fyrir okkur hvort
við viljum gera líka. Og ef slíkt yrði
til hagsbóta fyrir eigendurna reyn-
um við að gera það.“
Fjárfestingarstefna KEA var
gagnrýnd á aðalfundinum. „Ekki
eru allir sáttir við ávöxtunina og
stjórninni ber skylda til þess að
fara yfir þær ábendingar sem fram
komu á fundinum,“ segir Hannes.
Hagnaður KEA er hverfandi
miðað við önnur fjárfestingafélög,
en Hannes vill ekki orða það svo,
aðspurður, að KEA-menn hafi verið
of ragir í fjárfestingum. „Það er
reyndar erfitt að bera KEA saman
við ýmis önnur fyrirtæki í fjárfest-
ingabransanum vegna þess að tölu-
vert miklir fjármunir fara út úr
KEA í formi styrkja, meira en ann-
ars staðar.“
Formaðurinn segir væntingar
sínar til fyrirtækisins ekki flóknar.
„Ég vil að KEA verði öflugt fyr-
irtæki á íslenskan mælikverða og
geti skilað eigendum sínum við-
unandi ávöxtun.“
Hannes Karlsson hefur setið í
stjórn KEA síðastliðin tvö ár og
var nú aftur kosinn til tveggja ára.
Hann starfar sem framkvæmda-
stjóri bókhaldsfyrirtækisins Gróf-
argils.
KEA verður að hagnast til þess
að viðhalda höfuðstólnum
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hannes Karlsson „Ég vil að KEA verði öflugt fyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða og geti skilað eigendum sínum viðunandi ávöxtun.“
EIN samþykktarbreyting var
gerð á aðalfundinum á laugar-
daginn; firmanafni félagsins var
breytt úr Kaupfélag Eyfirðinga
svf í KEA svf. Halldór Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri KEA, seg-
ir á heimasíðu félagsins að breyt-
ingin sé eðlileg í ljósi þeirra
breytinga sem orðið hafa á síð-
ustu árum á umhverfi og starf-
semi félagsins en þær felast m.a.
í því að starfssvæðið hefur stækk-
að og nær það nú yfir Eyjafjörð
og Þingeyjarsýslur auk þess sem
félagið er ekki kaupfélag í eig-
inlegum skilningi þess orðs.
Þeir stjórnarmenn sem voru í
kjöri nú voru allir endurkjörnir.
Þeir eru Benedikt Sigurðarson,
Björn Friðþjófsson, Hannes
Karlsson og Úlfhildur Rögnvalds-
dóttir. í stjórn eru einnig Soffía
Ragnarsdóttir, Jóhannes Ævar
Jónsson og Hallur Gunnarsson,
sem kjörin voru til tveggja ára í
fyrra.
KEA verður
KEA