Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 47 miður ekki að bæta neinu við í tón- listarlegum skilningi. Ég efast reyndar stórlega um að það sé til- gangurinn. Gunnar Bjarni er stór- góður hljóðfæraleikari og lagasmið- ur, við það er engu að bæta. Það sem þeir bæta við fyrri verk er aðallega söngur Páls Rósinkranz. Hann hefur vaxið mikið sem söngvari og er miklu betri en á gömlu plötunum enda hefur sérstæð rödd hans þroskast gífurlega. Útsetningarnar eru misjafnar, á köflum er alltof mikið að gerast og erfitt er að greina eitt frá öðru, ein- faldleiki Jet Black Joe frá árum áður er horfinn. Þegar útsetningarnar eru góðar eru þær stórkostlegar eins og heyra má til dæmis í sýru- rokklaginu „Sadness“ og lögum Páls. Ég veit ekki hvaða erindi end- urkomuhljómsveitir eins og Jet Black Joe eiga í dag. Eflaust eru margir gamlir aðdáendur kátir með nýja plötu. Mörg okkar sem hlustuðu mikið á Jet Black Joe á unglingsárum okkar hafa þroskast í aðrar áttir, en ég neita því ekki að það er gaman að heyra í þeim aftur. Það er sjálfsagt markaður fyrir þá í dag líka en töfrar liðinnar tíðar eru horfnir. UM leið og Jet Black Joe létu í sér heyra snemma á tíunda áratugnum urðu þeir ein af vinsælustu hljóm- sveitum landsins. Frumburður þeirra, Jet Black Joe, var mikið spil- aður í útvarpi og tróðu þeir upp víðs- vegar um landið á þeim fjórum árum sem þeir störfuðu. Þeir voru mjög efnilegir og gáfu út plötur erlendis án þess þó að ná verulegum vinsæld- um. Á Íslandi var þeim hampað sem sönnum rokkstjörnum. Enda vel að því komnir. Fjórða plata Jet Black Joe, Full Circle, kemur nú út tólf árum á eftir þeirri þriðju. Gunnar Bjarni Ragn- arsson og Páll Rósinkranz eru einir eftir af upphaflegum meðlimum en stíllinn er óbreyttur. Full Circle er greinilega Jet Black Joe-plata. Lög- in eru melódísk, þrungin kunn- uglega kröftugum stíl þeirra og org- elið aldrei langt undan. Það eru einna helst lög Páls sem skera sig úr. Þar er mikið um gospel og sálar- áhrif í ætt við þá tónlist sem hann hefur fengist við síðan Jet Black Joe lagði upp laupana 1996. Vert er að taka fram að þau eru ekki popplög og eiga fyllilega erindi á plötuna. Lagið „Sadness“ er af öðrum toga, útsetning þess er dramatísk og afar vönduð, raddirnar minna á köflum á það sem Bítlarnir voru að gera á sín- um síðustu árum. Eins og áður sagði er ekki um að villast að þetta er Jet Black Joe-plata, en eitthvað hefur týnst á leiðinni. Leikgleðin er ekki sú sama og áður þótt að metnaður- inn sé augljós. Jet Black Joe eru því Töfrarnir horfnir TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Jet Black Joe eru Páll Rósinkranz og Gunnar Bjarni Ragnarsson. Með þeim á plötunni spila Snorri Snorrason á orgel, Hrannar Ingimarsson á orgel í „Sad- ness“, Guðlaugur Júníusson á trommur og Bjarni Grímsson á trommur í „Sad- ness“. Páll Rósinkranz syngur og Gunnar Bjarni spilar á gítar, bassa og orgel. Um upptökur sáu Snorri Snorrason, Axel Árnason, Hrannar Ingimarsson og Gunn- ar Bjarni Ragnarsson. Snorri sá um upp- tökustjórn og hljóðblöndun nema í „Sad- ness“, Axel Árnason. Um útsetningar sáu Gunnar Bjarni og Snorri Snorrason. Upptökur fóru fram í Sýrlandi, Hafnarfirði, Studio September, Sýrlandi og JBJ stud- io. Lög og textar eru eftir Gunnar Bjarna Ragnarsson nema „Full Circle“, Gunnar Bjarni og Páll Rósinkranz. Lög og texta í „Misunderstood“, „Salvation“ og „Love“ gerði Páll Rósinkranz. Sena gefur út. Jet Black Joe – Full Circle  Helga Þórey Jónsdóttir ÞAÐ er eins og rómantískar gam- anmyndir frá Hollywood séu meira og minna dæmdar til að mistakast. Flestar eru gerðar án mikillar ígrundunar og með hátt afþreying- argildi í huga, og allar fylgja þær fastmótaðri formúlu sem reynt er að hressa upp á með frumlegri grunn- hugmynd sem nægir sjaldnast til að halda heilli kvikmynd uppi. Þegar búið er að stilla upp söguaðstæðum, dettur sagan iðulega niður í sama farið – misklíð kemur upp á milli elskendanna, þau ráfa döpur um stræti, á meðan áhorfendur vita að þetta er bara tímaspursmál, þeim er ætlað að vera saman, og munu í flest- um tilfellum sættast og ná saman í misfrumlegum lokaatriðum (sem oft- ast fela í sér að elskendurnir kyssast á opinberum stað og allir í kring klappa fyrir þeim). Í blóma lífsins snýr dálítið djarf- lega upp á reglur rómantísku gam- anmyndarinnar. Þar er stillt upp pari sem þverbrýtur reglur Hollywood, þar sem konan er ávallt jafngömul eða (helst) yngri en karlmaðurinn (jafnvel nokkrum áratugum yngri). Hér kynnumst við hins vegar þeim Rafi Gardet (Uma Thurman) og Dave Bloomberg (Bryan Green- berg). Rafi er 37 ára og nýskilinn Manhattanbúi, í góðri vinnu og á höttunum eftir betra sambandi en því sem hún er nýkomin úr. Hún ját- ar einnig fyrir sálfræðingnum sínum, Lisu (Meryl Streep) að hana langi til þess að eignast barn. Skömmu síðar fellur hún flöt fyrir hinum 23 ára gamla verðandi listamanni Dave, og Dave fyrir henni. Þau verða yfir sig ástfangin og virðast fullkomin fyrir hvort annað. Frásögnin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það sé ómögulegt fyrir Rafi og Dave að vera saman, þar sem Dave sé allt of ungur til þess að láta binda sig með barn- eignum. Hin sanna ást Rafi og Dave reynist því ást í meinum, þar sem Rafi getur ekki beðið mikið lengur með að stofna til fjölskyldu enda orð- in 37 ára gömul. Þessi söguþráður er merkilega jarðbundinn og kaldranalegur miðað við samhengið sem hann er settur fram í, þ.e. í rómantískri Hollywood gamanmynd þar sem veruleikalög- mál þvælast sjaldnast fyrir sögu- persónum. Að sama skapi er unnið á yfirborðskenndan hátt með vanda- mál elskendanna í myndinni. Í raun er ekki tekist á við þau með því að sýna afstöðu persónanna til að- stæðna sinna, heldur er vandinn sett- ur fram sem nokkurs konar nátt- úrulögmál, sem þarfnast engrar frekari umræðu – Dave þarf jú að hlaupa af sér hornin og Rafi verður að sleppa honum lausum, þ.e. ef hún elskar hann í raun. Niðurstaða sög- unnar í blálokin kemur því ögn flatt upp á áhorfandann, þar sem hinu hefðbundna tveggja klukkutíma frá- sagnarrými kvikmyndarinnar er eytt í aðra hluti en hið raunverulega vandamál. Þar er búin til gam- anframvinda í kringum þær snúnu aðstæður sem skapast þegar í ljós kemur að Lisa, sálfræðingur Rafi, er móðir Daves – og strangtrúaður gyð- ingur í þokkabót, nokkuð sem Rafi er ekki. En ekkert af þessu er í raun unnið með svo nokkuð vit sé í, og verður Í blóma lífsins fyrir vikið hvorki fugl né fiskur. Myndin er kannski haganlega tekin þar sem Manhattan er gerð að rómantísku sögusviði í anda kvikmynda Woody Allen, en hún er hvorki gamansöm né rómantísk, og er allt of illa skrifuð til að ganga upp sem drama. Að hlaupa af sér hornin KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Ben Younger. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Meryl Streep, Bryan Greenberg. Bandaríkin, 100 mín. Í blóma lífsins (Prime)  Heiða Jóhannsdóttir Prime er of illa skrifuð til að ganga upp sem drama, að mati gagnrýnanda. Hljómsveitin Mammút er á leið tilÞýskalands þar sem sveitin mun hita upp fyrir belgísku rokk- sveitina dEUS á tónleikum í Leipzig á föstudaginn kemur, 12. maí. Mammút hitaði upp fyrir dEUS á tónleikum á NASA í apríl og var í kjölfarið boðið að spila á tónleik- unum í Þýskalandi. dEUS hefur ver- ið á tónleikaferðalagi víðs vegar um heiminn þar sem sveitin hefur kynnt nýjustu plötu sína, Pocket Revolu- tion, en tónleikarnir í Leipzig eru þeir síðustu í ferðalaginu. Fyrsta breiðskífa Mammút kom nýverið út á vegum Smekkleysu, en heyra má tóndæmi af plötunni á www.my- space.com/mammut.    Hljómsveitin Ampop mun spilameð bresku rokksveitinni The Zutons á tvennum tón- leikum í Sviss í sum- ar. Fyrri tón- leikarnir verða þann 6. júní á Fri- bourg og þeir seinni verða daginn eftir, hinn 7. júní í Zürich. Áður en að því kemur verða þeir félagar hins vegar staddir í Frakklandi þar sem þeir munu fylgja eftir útgáfu My Delus- ions þar í landi, en sveitin verður með tónleika í París 5. júní. Þá mun Ampop koma fram á Reykjavík Rocks hátíðinni þann 1. júlí þar sem hún mun spila ásamt David Gray og Hjálmum. Fólk folk@mbl.is Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára Þeir heppnu deyja fyrstir... ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv eee LIB, Topp5.is eee Ó.Ö.H. - DV eee SV - MBL eee LIB - Topp5.is Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 14 ára AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus Eins og þ ú hefur aldrei séð hana áður Eins og þ ú hefur aldrei séð hana áður Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 16 ára eeee VJV, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv eee LIB, Topp5.is eee ROGER EBERT eee M.M.J. Kvikmyndir.com eee s.v. Mbl eee H.J. mbl MISSION IMPOSSIBLE 3 ER POTTÞÉTTUR SUMARSMELLUR. B.S. FRÉTTABLAÐIÐ VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.