Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 22
Hvorki er notaður tilbúinnáburður né eiturefni í líf-rænni ræktun, en tölur sýna að meira en 36 tonn af eitur- efnum eru flutt hingað til lands á ári hverju aðallega í garðyrkju, ak- uryrkju og trjárækt. Notkun slíkra efna er þó mun minni hér á landi en erlendis. Íslenskar lífrænt ræktaðar land- búnaðarafurðir hafa verið á boð- stólum í íslenskum matvöruversl- unum um nokkurra ára skeið. Neytendur hafa sýnt lífrænt rækt- uðu grænmeti og mjólkurafurðum gríðarlegan áhuga því framleið- endur anna ekki eftirspurn, en að sama skapi hafa íslenskar lífrænt vottaðar kjötafurðir ekki átt upp á pallborðið í eins ríkum mæli. „Skýr- inganna má hugsanlega leita í því að menn telja ástandið á kjötmark- aðnum gott eins og það er og því sé ástæðulaust að borga 20–30% hærra verð fyrir lífrænt vottað kjöt,“ segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur á sviði lífrænnar fram- leiðslu hjá Bændasamtökum Ís- lands, en hann telur að möguleikar Íslendinga á sviði lífrænnar rækt- unar séu miklir. „Ef við ætlum að einskorða okkur við að framleiða matvælin áfram sem ódýrast, end- um við með því að eyðileggja bæði umhverfið og heilsu fólks. Lífrænn landbúnaður er leið til að snúa þeirri þróun við.“ Kennslu og ráðgjöf skortir Frumkvöðlastarf á sviði líf- rænnar ræktunar hérlendis má rekja til Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheimum í kringum 1930. Ís- lenskir bændur byrjuðu svo í smáum stíl að nýju upp úr 1980 og er nú komin hátt í aldarfjórðungs reynsla hjá þeim sem fyrstir byrj- uðu. Aðlögun að framleiðslunni tek- ur alltaf nokkur ár til að jarðveg- urinn verði sem sjálfbærastur, en sú þróun gengur mun hægar fyrir sig í kaldari löndum en þeim heit- ari. Þrátt fyrir gott starf frum- kvöðla í grasrótinni, hafa stjórnvöld og frammámenn í landbúnaði hér á landi ekki tekið málefni lífræns landbúnaðar nógu föstum tökum og alls ekki í anda Evrópusambands- ins, sem sett hefur lífræna fram- leiðsluhætti í forgrunn með tilheyr- andi stuðningi, sem ekki nýtur við hérlendis, að sögn Ólafs. Ýmsar athygliverðar rannsóknir eru í gangi erlendis, t.d. í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Sviss, sem eru að renna styrkari stoðum undir kosti lífræns landbúnaðar. Þar standa Danir fremstir Norður- landaþjóða. Vistvænt ekki sama og lífrænt Öll hugmyndafræðin að baki líf- rænum landbúnaði er umhverf- isverndandi, en að sögn Ólafs eru sterk skil á milli lífrænnar fram- leiðslu og svokallaðrar vistvænnar framleiðslu. „Lífræn framleiðsla gengur miklu lengra en vistvæn framleiðsla, sem í reynd er ekkert annað en gæðastýring á hefðbund- inni framleiðslu. Lífræn framleiðsla bannar á hinn bóginn tilbúinn áburð, eiturefni, lyfjanotkun í búfé, erfðabreyttar lífverur og útheimtir sem mest frelsi og mannúðlega  RÆKTUN | Meira en 36 tonn af eiturefnum flutt til Íslands á ári hverju „Lífræn framleiðsla skemmir hvorki umhverfi né heilsuna“ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is                   !       ! "#     $  "!  !           %  "#    & '  (  )!  *+  ,    &'         $   $-      $   $   %  %$./)0$/1 ( ' Morgunblaðið/Jim Smart Daglegtlíf maí É g fékk þessa svokölluðu Afríkuveiki, sem lýsir sér í ást á Afríku, fyrir sautján árum þegar ég fór til Gambíu og Senegal. Þá féll ég fyrir þessari heimsálfu,“ svarar Marta Ein- arsdóttir þegar hún er spurð hvað heilli við Afríku, en hún býr um þess- ar mundir í Mapútó, höfuðborg Mósambík í suðaustanverðri Afríku, þar sem hún starfar fyrir Þróun- arsamvinnustofnun Íslands. „Ég er verkefnisstjóri félagslegra verkefna og við erum að vinna með kvenna- og félagsmálaráðuneytinu og höfum líka styrkt frjáls félagasamtök, til dæmis ekkna og einstæðra mæðra, enda veitir ekki af að rétta hlut kvenna í þessu landi.“ Fólkið ekki ólíkt Íslendingum Marta fór fyrst til Mósambík árið 1997 þegar hún vann þar sem sjálf- boðaliði í kennaraskóla. „Þá féll ég kylliflöt fyrir Mósambík og fólkinu þar. Það er einhver sérstök stemn- ing í þessu landi sem ég hef ekki fundið í öðrum löndum Afríku sem ég hef komið til. Þarna er sérstök blanda af portúgalskri menningu og afrískri, enda var þetta portúgölsk nýlenda. Mósambíkanar eru sérlega hjálpsamir og hafa svipað skopskyn og Íslendingar og eru opnir og skemmtilegir.“ Marta segist hafa fengið mikinn áhuga á þróun- armálum eftir þessa dvöl og eins varð henni hugleikið kynjamisrétti og menntun kvenna. „Ég ákvað því að fara til Bretlands í meistaranám í skóla sem heitir University of East Anglia, þar sem ég tók meistara- gráðu í þróunarfræði með áherslu á kynjafræði og menntun.“ „Í framhaldi af meistaranáminu bauðst mér styrkur til að stunda doktorsnám í menntunardeild sama skóla. Doktorsrannsókn mín fjallar um fullorðinsfræðslu kvenna í þró- unarlöndum og tengsl hennar við hjónabandsstöðu þeirra. Til þess að vinna að þessari rannsókn dvaldi ég í Mósambík í tíu mánuði og þar af bjó ég í sjö mánuði meðal fólksins í litlu þorpi sem heitir Maganja da Costa. Til að fá aðgang að þorpsbúum og geta tekið viðtöl og kynnst að- stæðum þeirra bjó ég í leirkofa með moldargólfi og stráþaki, hjá ein- stæðri barnshafandi móður og átta ára dóttur hennar. Systir hennar bjó í kofa beint á móti henni og var líka einstæð með þrjú börn og þær hjálp- uðust mikið að og heimilishald þeirra var sameiginlegt og ég fékk að vera hluti af því. Þetta voru mjög frum- stæðar aðstæður, þarna var ekkert rafmagn og ekki rennandi vatn og fólk svaf á tágamottum á gólfinu. En ég fékk lánaða dýnu og setti moskítótjaldið mitt ofan á hana og gat rennt fyrir til að varna skriðdýr- um og rottum aðgangs að mér á nóttunni.“ Vasaljós til að forðast snáka Marta segist fljótt hafa aðlagast framandi aðstæðunum, en hitinn og rakinn segir hún að hafi verið það versta. „Ég var stundum svo lömuð af hita að ég hélt ég væri komin með malaríu. Vissulega var áhætta að búa við þessar aðstæður, þarna er mikið um alvarlega sjúkdóma eins og berkla og malaríu og hreinlætis- aðstæður ekki upp á það besta. Reyndar var byggður kamar sér- staklega fyrir mig sem var djúp hola í jörðinni með stráveggjum í kring. Baðið var svipað, vatnsfata og bolli til að hella yfir sig og oft voru frosk- ar með mér í baði, litlir og sætir sem kúrðu hjá fötunni og hoppuðu af stað þegar þeir sáu mig. Það er mjög dimmt eftir klukkan sex á kvöldin og ég var alltaf með gott vasaljós með mér til að rekast örugglega ekki á snáka.“ Mikil hræðsla við galdra Í Maganja da Costa trúir fólk því að hægt sé að gera nánast hvað sem er með göldrum og er mjög hrætt við að verða fyrir þeim. „Fólk trúir því til dæmis að galdramenn geti sent slöngur inn í hús á nóttunni og látið þær ræna peningum. Og ef rottur bíta fólk er talað um að þær hafi ver- ið sendar af einhverjum til að gera fólk veikt. Fólk leitar oft frekar til galdralæknis en á heilsugæslustöð eða sjúkrahús þegar það veikist, því það treystir honum miklu betur. Læknisþjónusta er af skornum skammti þar sem menntaðir læknar eru fáir og lítið til af lyfjum.“ Marta komst að því að konan sem hún bjó hjá hafði áhyggjur af að á hana yrðu lagðir galdrar vegna öfundar yfir því að hvít og vel stæð kona byggi hjá henni og keypti föt, skólabækur og annað fyrir börnin og heimilið. „Ég hafði grun um að hún gerði sér margar ferðir til galdramannsins af þessum sökum, til að koma í veg fyr- ir að eitthvað kæmi fyrir barnið sem hún bar undir belti eða hana sjálfa.“ Svona þarf þetta ekki að vera Þegar kom að fæðingu barnsins passaði konan líka að segja engum frá því, svo enginn gæti beitt göldr- um meðan á fæðingunni stæði. Allt fór vel og heilbrigt stúlkubarn fædd- ist og henni var gefið nafnið Marta. „Það er mikill heiður fyrir mig að hún hafi verið skírð í höfuðið á mér og mér þykir afskaplega vænt um það. En því fylgir líka ábyrgð og ég verð að sjá til þess að framtíð nöfnu minnar verði sem farsælust. Enda held ég góðu sambandi við fjölskyld- una og heimsótti þau síðast í jan- úar.“ Þótt Mósambík sé eitt af fátæk- ustu ríkjum heims segir Marta að fólkið þar sé lífsglatt í eðli sínu. „En þegar maður kynnist því betur koma allar sorgirnar í ljós. Margir þurfa að takast á við barnamissi og hafa áhyggjur yfir því að eiga ekki fyrir nauðþurftum. Erfiðast fannst mér að horfa upp á fátækt, vanlíðan, veik- indi og alla þá eymd sem fólk þarf að lifa við, og vita að svona þyrfti þetta ekki að vera. Auðnum er jú misskipt í heiminum. Það var mjög lærdóms- ríkt og mikil lífsreynsla að búa við þessar aðstæður. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum tíma.“ Í baði með froskum Ljósmynd/Helgi Einarsson Marta heldur utan um strákana sína úr fjölskyldunni, þá Nico og Victo sem hún styrkir til náms. Lengst til vinstri er Marcia, dóttir Zamiu, og lengst til hægri er Hassan, frændi þeirra. Zamia sem Marta bjó hjá, með litlu dóttur sinni sem hún skírði í höf- uðið á Mörtu. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is www.iceide.is Baðið var frumstætt, vatnsker og krús, og svo froskar á vappi. Lífræn framleiðsla Leirkofinn með stráþakinu þar sem Marta bjó í sjö mánuði.  LÍFSREYNSLA | Marta Einarsdóttir bjó í strákofa í Mósambík í sjö mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.