Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur hefur staðið fyrir
mánaðarlegri dagskrá í vetur í Þjóðleikhúskjallaranum
þar sem fluttir hafa verið frumsamdir leikþættir í bland
við tónlistaratriði ýmiss konar. Í kvöld og næstkomandi
fimmtudagskvöld verður þessari dagskrá lokið með mik-
illi tónlistarveislu en þá verða flutt lög úr flestum leik-
verkum félagsins allt frá fyrsta leikritinu sem Hugleikur
setti upp. Að meðaltali hefur hópurinn getið af sér eitt
leikverk á ári og hefur tónlistin ávallt verið afar fyr-
irferðarmikil í þeim. Í rauninni mætti réttilega nefna
stóran hluta þessara leikverka söngleiki en tónlistin er að
mestu leyti frumsamin af meðlimum leikfélagsins. Það
verður því úr miklu að moða í Þjóðleikhúskjallaranum.
„Núna tekur tónlistin öll völd,“ segir Þorgeir Tryggva-
son, hugleikari og umsjónarmaður dagskrárinnar. Tvær
hljómsveitir koma við sögu á tónlistardagskránni, annars
vegar hljómsveitin Ripp, Rapp og Garfunkel sem hefur
starfað um nokkurt skeið og hins vegar sveit sem var
sérstaklega sett saman fyrir þetta tilefni. Þá munu ein-
söngvarar stíga á svið og svo verður einnig boðið upp á
kórsöng.
Þorgeir segist afar ánægður með viðtökurnar á leik-
þáttunum í vetur enda hafi ávallt verið góð aðsókn og
mikið fjör. Þrír þessara leikþátta voru svo sýndir á ör-
leikritahátíð í Borgarleikhúsinu og einn þeirra var valinn
sýning hátíðarinnar. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir
Þorgeir og lofar enn fremur litskrúðugri og fjöl-
breytilegri skoðunarferð um tónlistararf Hugleiks í
Leikhúskjallaranum í kvöld og á fimmtudagskvöldið en
leikarnir hefjast klukkan 21.
Leikhús | Hugleikur stendur fyrir tónlistardagskrá
í Þjóðleikhúskjallaranum
Tónlistararfur Hugleiks
Úr Jólaævintýri Hugleiks. Anna Bergljót Thorarensen.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Draumaland Andra SnæsMagnasonar hefur nú selstí 6.000 eintökum á sex vik-
um. Bókin hefur vakið gríðarlega
athygli en lítil viðbrögð eins og
undirritaður benti á í Af listum-
pistli síðastliðinn miðvikudag. Þeir
sem Andri Snær gagnrýnir harðast
í bókinni hafa sem sé ekki brugðist
við, hvorki ríkisstjórnin né Lands-
virkjun, fyrr en nú sl. laugardag að
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar, dúkkar
upp á síðum Morgunblaðsins og
svarar grein undirritaðs og ská-
skýtur nokkrum orðum á Andra
Snæ í leiðinni. Það er mjög ánægju-
legt að Landsvirkjun skuli nú loks-
ins ætla að taka þátt í opinberri um-
ræðu um efni bókarinnar en
málstaðurinn er auðvitað mjög
vondur eins og sást best á skrifum
Þorsteins þar sem snúið er út úr
hlutunum með algerlega óraun-
hæfu reikningsdæmi.
Í grein undirritaðs var lagt út afþví að bók Andra Snæs afhjúp-
aði ýmsar rangfærslur í málflutn-
ingi stjórnvalda og annarra virkj-
anasinna undanfarna áratugi. Sem
dæmi var nefnt að í bók Andra
kemur fram að Íslendingar gætu í
mesta lagi framleitt 28 terawatt-
stundir á ári af vatnsorku en í
heiminum væru til 8.700 terawatt-
stundir óbeislaðar í vatnsorku. Í
þessu alþjóðlega ljósi væri augljóst
að Íslendingar gætu ekki bjargað
umhverfis- og orkuvanda heimsins,
eins og haldið hafi verið fram,
framlag okkar væri þvert á móti
hverfandi lítið, svo lítið að maður
hlyti að álykta að við ættum ekki að
fórna dýrmætri náttúru okkar fyrir
svo lítinn ávinning.
Þorsteinn segist geta sett þessar
28 terawattstundir (sem hann segir
reyndar 30) í annað samhengi og
setur á þessa undarlegu tölu sem
best er að birta orðrétta:
„8.700 terawattstundir samsvara
um 145 kílówattstundum á ári á
hvern mann í heiminum. Heimili
Þrastar notar sennilega um 5.000
kílówattstundir á ári. 145 kílówatt-
stundir duga til að knýja heimili
Þrastar í rúma tíu daga. 30 tera-
wattstundir samsvara 100 þúsund
kílówattstundum á ári á hvern Ís-
lending og sú orka gæti dugað
Þresti til að knýja tuttugu heimili
allt árið. Það er mikilsverð vitn-
eskja að hver Íslendingur getur
haft aðgang að tæplega 700 sinnum
meiri vatnsorku en hver íbúi jarðar
að meðaltali. Það skiptir einmitt
meira máli en hjá flestum ef ekki
öllum öðrum þjóðum hvað Íslend-
ingur gerir við sinn skerf af vatns-
orku jarðar.“
Í beinu framhaldi segir Þorsteinn
að þetta þýði þó ekki að við getum
bjargað heiminum en hann er nú
samt að segja okkur að það sé sið-
ferðisleg skylda okkar og Lands-
virkjunar gagnvart heiminum að
virkja alla vatnsorkuna sem landið
hefur upp á að bjóða. Og hvers
vegna ættum við að gera það? Jú,
til þess að fleiri heimili úti í heimi
geti notið rafmagnsins sem verður
til með nýtingu hreinnar og end-
urnýjanlegrar orku.
En bíðum við. Þetta er vissulega
falleg hugsun en hún er bara ekki í
tengslum við veruleikann. Sam-
hengið sem Þorsteinn setur þessar
28 terawattstundir í er ekki til! Það
er hreinn tilbúningur! Íslendingar
eru ekki að virkja til þess að skaffa
heimilum úti í heimi rafmagn. Ís-
lendingar eru að virkja til þess að
skaffa orkufrekri stóriðju rafmagn,
eins og álframleiðslu. Þetta vita
auðvitað allir. Það stendur ekki til
að leggja sæstreng til Evrópu til
þess að flytja út rafmagn til heim-
ilisnota. Það er svo dýr framkvæmd
að engum dettur í hug að fara út í
hana.
Það er reyndar líka mjög dýrt að
virkja fallvötnin til þess að skaffa
álverum rafmagn, það er ekki gert
nema með því að taka gríðarleg lán
með ríkisábyrgðum. Á móti þyrfti
ríkið auðvitað að gera talsverðar
arðsemiskröfur en bent hefur verið
á að það hafi alls ekki verið gert.
Grein eftir Hörð Arnarson, for-
stjóra Marels, sem birtist í Morg-
unblaðinu 25. febrúar sl., er mjög
upplýsandi um þá hluti. Hann vitn-
ar í forsætisráðherra sem sagði í
ræðu að undanfarin ár hefði heild-
arsala á ríkisfyrirtækjum skilað
ríkissjóði rúmum 140 milljörðum
og síðan setur Hörður þessa tölu í
samhengi: „Líklegt er að heild-
arkostnaður vegna orkuöflunar í
tengslum við Kárahnjúka verði um
70% af þeirri fjárhæð eða a.m.k.
100 milljarðar. Síminn var t.d. seld-
ur fyrir nokkrum mánuðum fyrir
um 75 milljarða, þannig að ef menn
telja að virkjunin skili ásættanlegri
arðsemi miðað við Símann, þá þarf
hún að skila um 35% hærri arðsemi
en Síminn. En það verður að öllum
líkindum Síminn sem mun skila
mun meiri arðsemi þrátt fyrir
skattfrelsi og ríkisábyrgðir virkj-
unarinnar.“
Ef við viljum setja virkjana-
framkvæmdirnar í samhengi við
heimili, eins og Þorsteinn gerir, þá
er hið rétta í þeim efnum það að ís-
lensk heimili nota innan við eina
terawattstund á ári og, eins og
Andri Snær bendir á, gæti þessi
eina terawattstund verið löngu nið-
urgreidd og afskrifuð og jafnvel
ókeypis, sömuleiðis sú eina tera-
wattstund sem fyrirtæki landsins
nota. En þess í stað hafa almennir
notendur þurft að niðurgreiða raf-
magnið til stóriðjunnar. Andri vitn-
ar í nýja bók um sögu Landsvirkj-
unar í 40 ár þar sem segir: „Þar
sem tekjur af orkusölu til stóriðju
voru fastar í langtímasamningum
var hækkun gjaldskrár til almenn-
ingsveitna eina leiðin til að rétta við
reksturinn.“
Getur Þorsteinn Hilmarsson rétt-
lætt þetta?
Viðbrögð Þorsteins Hilmars-sonar við því einfalda sam-
hengi sem Andri Snær setti orku-
framleiðslu Íslendinga í sýnir í raun
algera rökþurrð Landsvirkjunar.
Og það kemur satt að segja ekki á
óvart. Það er alveg sama hvernig á
málið er litið, virkjanastefna stjórn-
valda er vitlaus: hún hefur haft af-
skræmandi og vond áhrif á efna-
hagslíf þjóðarinnar með því að
skapa óviðráðanlega þenslu, auk
þess sem framkvæmdirnar skila
ekki viðunandi arði í þjóðarbúið,
hún er afspyrnuvitlaus byggða-
stefna, eins og allir viðurkenna
nema kannski gömlu allaballarnir í
Fjarðabyggð sem bugta sig nú og
beygja fyrir ameríska auðvaldinu,
og hún er umfram allt umhverfi og
náttúru Íslands óholl.
Kannski væri réttast að taka
Landsvirkjun úr sambandi.
Landsvirkjun
úr sambandi
’Viðbrögð ÞorsteinsHilmarssonar við því ein-
falda samhengi sem
Andri Snær setti orku-
framleiðslu Íslendinga í
sýnir í raun algera rök-
þurrð Landsvirkjunar.‘
throstur@mbl.is
AF LISTUM
Þröstur Helgason
ÞRIÐJA íslenska söguþingið verður haldið í Reykjavík
dagana 18.–21. maí næstkomandi. Söguþing var fyrst
haldið árið 1997 og í annað sinn árið 2002 og telst það
einn helsti viðburðurinn á vettvangi innlendrar sagn-
fræði. Þingið fer fram í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands, Hátíðarsal Háskóla Íslands og í húsi Íslenskrar
erfðagreiningar við Sturlugötu. Þeir sem standa að
Söguþinginu í ár eru Sagnfræðingafélag Íslands, Sagn-
fræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag, Félag sögu-
kennara og Reykjavíkurakademían.
Liz Stanley um Jón Sigurðsson
Frá upphafi hefur það verið markmið þeirra sem að
þinginu standa að gefa fræðimönnum tækifæri til þess að
kynna sínar nýjustu rannsóknir og leiða saman sagn-
fræðinga, og aðra áhugamenn um sögu, til þess að ræða
það sem hæst ber í faginu.
Að þessu seinni flytur Liz Stanley, prófessor við Há-
skólann í Edinborg, minningarfyrirlestur um Jón Sig-
urðsson, en rannsóknir hennar standa á mótum fé-
lagsfræði, sagnfræði, bókmennta og heimspeki, auk þess
sem fjölbreytt framlag innlendra sagnfræðinga verður í
formi málstofa, stakra fyrirlestra og pallborðsumræðna
um ákveðin málefni.
Aðalstyrktaraðili þingsins, Landsbanki Íslands, býður
almenningi á fyrirlestra eftir hádegi sunnudaginn 21.
maí, þar sem sex þjóðþekktir sagnfræðingar munu fjalla
um umdeild og spennandi efni, sem ættu að vekja áhuga
allra þeirra sem láta sig íslenska sagnfræði í samtím-
anum varða.
Söguþing í Reykjavík
fram undan
www.kistan.is/soguthing
Á TÓNLEIKUM í Háskólabíói á
laugardaginn var voru hljóðfæraleik-
ararnir í grímubúningum. Þeir voru
hinir litríkustu; Eggert Pálsson slag-
verksleikari var með víkingahjálm
og með langar, gular fléttur; Rúmon
Gamba hljómsveitarstjóri var eins
og vampíra á sterkum geðlyfjum,
þannig mætti lengi telja.
Þetta voru sem sagt barna-
tónleikar og var sjálf Þyrnirós kynn-
ir, en hún vaknaði af hundrað ára
svefninum í upphafi tónleikanna.
Halla Vilhjálmsdóttir var í hlutverki
hennar, en þrátt fyrir að hlaupa
fram og aftur um sviðið og segja
ýmiskonar brandara, náði hún
sjaldnast að vera almennilega fynd-
in, a.m.k. voru undirtektir með því
dræmasta sem ég man eftir á fjöl-
skyldutónleikum. Og það var leitt,
því aðalatriðið á slíkum tónleikum er
ekki hversu vel hljómsveitin spilar,
eða hvað nákvæmlega er á dag-
skránni, heldur hvernig hún er
kynnt. Án efa voru sum barnanna að
koma á sinfóníutónleika í fyrsta
skipti og ég leyfi mér að efast um að
þessi upplifun hafi verið þeim merki-
leg.
Einsöngur Valdísar G. Gregory í
fáeinum atriðum dugði ekki heldur
til þrátt fyrir að söngurinn hafi verið
öruggur og hreinn. Röddin var
óþægilega hvöss, jafnvel skerandi og
þarf Valdís að gæða rödd sína meiri
mýkt ef hún ætlar sér að ná árangri
á tónlistarbrautinni. Auðheyrt var
þó að hún hefur næga tónlistarhæfi-
leika og ætti því ekki að vera í nein-
um vandræðum með að laga smá-
ræðis tækniatriði.
Tæknin vafðist aftur á móti ekki
fyrir hljómsveitinni, þótt eitt mis-
heppnað sóló stingi í eyrun. Yfirleitt
lék hljómsveitin ágætlega; helst
mátti finna að því að Gæsa-
mömmusvíta Ravels virkaði dálítið
flatneskjuleg. Flest annað var hins-
vegar líflega spilað og hafði dag-
skráin því alla burði til að vera
skemmtileg. Synd að hún var það
ekki.
Svefndrungi eftir
hundrað ár
TÓNLIST
Háskólabíó
Tónlist eftir Ravel, Prokofiev, Arlen, Menk-
en og Nielsen. Einsöngur: Valdís G. Greg-
ory. Kynnir: Halla Vilhjálmsdóttir. Stjórn-
andi: Rumon Gamba. Laugardagur 6. maí.
Sinfóníutónleikar
Jónas Sen
Út er komin ein
fyrsta rannsókn
um málefni Afr-
íku sem gerð
hefur verið af Ís-
lendingi. Bókin
heitir „Poverty
Alleviation
Policy in Ug-
anda since
1986. States, Donors and
NGOs“ og er eftir Alan Sturlu
Sverrisson. Rannsóknin er dokt-
orsritgerð höfundarins í stjórn-
málafræðum frá Caledon-
ian-háskóla í Glasgow. Hún fjallar
um veigamikla þætti í þróun-
arhjálp vestrænna ríkja við Úg-
anda, hvað hefur tekist vel við
íhlutun auðugra þjóða í innanrík-
ismál þar og hvaða hindranir
hafa mætt þeim sem hafa viljað
draga úr fátækt og stuðla að vel-
ferð og jöfnuði.
Bókin er gefin út af Stormi, út-
gáfustofu, í minningu höfundarins
Alans Sturlu Sverrissonar sem
lést í umferðarslysi í Glasgow 3.
ágúst árið 2000. Ritstjórn önn-
uðust Sverrir Tómasson og Sus-
an Bury. Prentþjónusta var í
höndum Háskólaútgáfunnar sem
jafnframt sér um dreifingu henn-
ar. Bókina hannaði Helga Gerður
Magnúsdóttir.
390 bls. Leiðbeinandi verð
3.900 kr.
Nýjar bækur