Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 234. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HUGSJÓNAFÓLK RAGNAR BRAGASON HEFUR GERT TVÆR BÍÓMYNDIR MEÐ LEIKURUM VESTURPORTS >> 38 TÖLVULEIKIR FORBIDDEN SIREN 2 TAUGATRYLLANDI UMSÖGN, FRÉTTIR >> 43 VOPNAHLÉ er hafið á milli stjórnarhers Úganda og skæruliða í Andspyrnuher Drottins sem haldið hafa uppi árásum á óbreytta borgara í Norður-Úganda í 20 ár. Vopnahléið tók gildi í gær og gefur tilefni til bjartsýni um að endanlegir friðarsamning- ar náist í átökum sem kostað hafa þúsundir lífið og sent hátt í tvær milljónir manna á flótta. Jan Egeland sem samhæfir hjálparstarf hjá Sameinuðu þjóðunum fagnaði í gær vopnahléinu en hann og ýmis mannúðar- samtök hafa ítrekað lýst ástandinu í Norð- ur-Úganda sem einum mestu hörmungum í heimi sem þó hafi verið látin algjörlega af- skiptalaus. Skæruliðar í Andspyrnuher Drottins hafa nú þrjár vikur til að koma úr fylgsnum sínum og safnast saman í búðir í Suður- Súdan, þar sem þeir munu njóta verndar suður-súdanska hersins. Börn eru stór hluti hópsins, enda Andspyrnuherinn einna þekktastur fyrir barnahermennsku, að nema börn á brott og neyða þau til liðs við sig. Barnaher- menn koma úr felum Vopnahlé í 20 ára gömlum átökum í Norður-Úganda Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Barnastríðið | 16 EF slegið er upp enska orðinu „failure“ sem þýðir „mistök“ eða „misheppnaður“, á Google-leitarvélinni, kemur dálítið óvænt í ljós. Af 532 milljónum síðna þar sem orðið kemur fyrir, er George W. Bush, 43. forseti Bandaríkjanna, efstur á blaði. Við þetta hafa sumir skemmt sér hér á landi undanfarið en málið er raunar orðið ársgamalt. Segja tals- menn Google þetta hrekkjabragð, sem erfitt sé að eiga við. Þegar tiltekið orð er sett inn á Google-leitarvélina getur komið upp gífurlegur fjöldi síðna en not- andinn er kannski aðeins að leita að einni síðu eða fáum. Til að auðvelda leitina er leitarvélin forrituð þannig, að hún raðar fyrst upp síðum, sem virðast vinsælastar og oftast farið inn á. Í yfirlýsingu sem Google sendi frá sér í fyrra, segir að ein- hverjir menn, vefstjórar og vefsmiðir, hafi vísvitandi tengt þessi orð saman, „failure“ og „Bush“, og þá með þessum árangri. Hér sé því um að ræða atlögu að leitarvélinni, sem erfitt sé að ráða við. Fer Google hörð- um orðum um þetta tiltæki en leggur áherslu á, að það breyti í sjálfu sér engu um gæði og óhlutdrægni Google- leitarvélarinnar. Bush-hrekkur á Google George W. Bush Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is UPPHÆÐ veiðigjalds hefur lækk- að ár frá ári frá því það var sett á og á komandi fiskveiðiári er gert ráð fyrir því að það verði 450–500 millj- ónir króna, en það er um 800 millj- ónir króna á yfirstandandi fisk- veiðiári. Lækkunin verður fyrst og fremst vegna aukins kostnaðar út- gerðarinnar, hækkandi olíuverð og gengisbreytingar spila þar stórt hlutverk, segir Arndís Steinþórs- dóttir, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu. Hún segir að af þessu sé ljóst að það sem lagt var upp með sé að ganga eftir, enda gjaldið hannað til að taka mið af kostnaðarauka og samdrætti í afla. Á yfirstandandi fiskveiðiári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna veiðigjaldsins verði um 800 milljón- ir og á komandi fiskveiðiári, sem hefst 1. september nk., er áætlað að gjaldið verði um 450–500 milljónir. Arndís tekur þó fram að hér sé um áætlun að ræða enda óvíst hversu miklu verði úthlutað og hvað veiðist. Olíukostnaður um 6 milljarðar Olíuverð hefur mikil áhrif á veiði- gjaldið og bendir Arndís á að reikn- að hafi verið með að olíukostnaður- inn væri 6,2 milljarðar þegar lögin voru sett árið 2004. Það reyndist nærri lagi og fiskveiðiárið 2004– 2005 var kostnaðurinn 6,2 milljarð- ar. Á yfirstandandi fiskveiðiári hef- ur olíuverðið hækkað í 9,8 milljarða og á komandi fiskveiðiári verður reiknað með 13,2 milljörðum, sem er rúmlega tvöföldun á tveimur ár- um. Veiðigjaldið er fundið út með því að frá aflaverðmæti tímabilsins frá 1. maí til 30. júní er dreginn olíu- kostnaður, launakostnaður og ann- ar rekstrarkostnaður þess tímabils, þar með talinn gengiskostnaður. Af þeirri upphæð verður í fyllingu tím- ans tekið 9,5%, en vegna aðlögunar er hlutfallið á yfirstandandi fisk- veiðitímabili 6,6% og verður 7,3% á komandi fiskveiðiári. Deilt er í þá fjárhæð sem eftir stendur með þorskígildistonnum sem standa að baki aflaverðmætinu sem lagt er til grundvallar útreikn- ingunum. Þar með fæst veiðigjald sem lagt er á hvert þorskígildiskíló af úthlutuðum aflaheimildum eða lönduðum afla á komandi fiskveiði- ári. T.d. verður 0,91 kr. lögð á hvert þorskígildiskíló 1. september nk., samanborið við 1,53 kr. á yfirstand- andi ári. Upphæð veiðigjalds hefur lækkað á hverju ári frá því það var fyrst sett á Veiðigjald úr 800 milljónum á þessu ári í 450–500 á næsta ári UM áttatíu manns frá ýmsum löndum taka þátt í árlegri sprengjueyðingaræfingu Landhelgisgæsl- unnar, Northern Challenge, sem hefur staðið frá því á mánudag og lýkur á morgun. Helsta mark- mið æfingarinnar er að þjálfa fólk í eyðingu hryðjuverkasprengna. Í tilefni kynningar sem Landhelgisgæslan hélt á æfingunni brugðu þeir Halldór B. Nellet, yfir- maður aðgerðarsviðs, og Georg Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, sér upp í austur- rískan brynvarinn bíl í eigu danska hersins og fóru í stutta ferð. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar sprengdu einnig sprengjur og sýndu nýjustu tækni á sviði sprengjueyðingar, svo sem sprengjugalla, róbóta og röntgentæki. | 6 Morgunblaðið/RAX Brynvarinn Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ekur um í brynvörðum bíl danska hersins á Keflavíkurflugvelli. Í sprengjuleit »Veiðigjald var fyrst lagt áfiskveiðiárið 2004–5 og nam þá um 900 milljónum kr. »Gjaldið er innheimt 1.september ár hvert eða þegar úthlutað er úr þeim stofnum sem ekki er úthlutað úr 1. september Í HNOTSKURN ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.