Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 44

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hraunhamar hefur fengið í einkasölu mjög fallega 105,9 fm íbúð, þar af bílskúr 19,3 fm. Íbúðin er á 2 hæðum með sérinngang. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús og stofu. Á neðri hæð er stórt hjónaherb., barnaherb., hol, baðh/þvottah. Einnig fylgir geymsla og bílskúr. Parket, flísar, korkur. Frábær staðsetn. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 24,5 millj. Íbúðin er laus strax. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi í gsm 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Brekkubyggð - Gbæ - Laus strax Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG VILDI AÐ ÉG KYNNTIST STELPU... NÚ ERTU AÐ BIÐJA UM OF MIKIÐ ...SEM BERÐI MIG EKKI MEÐ VESKINU SÍNU HÚN Á AÐ HEITA SIGGA SIGGA! SIGGA...SIGGA BROWN... GAMAL GÓÐA SIGGA AÐVITAÐ HEITIR HÚN SIGGA ER BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA NAFN Á SYSTUR ÞÍNA, KALLI HVERNIG VEIT BYSSAN Í HVAÐ HÚN Á AÐ BREYTA FÓLKI HVERJU SINNI? HÚN LES HUGSANIR MAÐUR HUGSAR BARA STÍFT UM EINHVERN HLUT OG BEINIR HENNI Í ÁTT AÐ SKOT- MARKINU VÁ, EN SNIÐUGT JÁ, ÉG VAR Í ALLAN MORGUN AÐ FINNA HANA UPP ÞANNIG AÐ EF ÉG HUGSA UM GRILLAÐ NAUTAKJÖT OG... PASSAÐU ÞIG HVERT ÞÚ BEINIR ÞESSU! JÁ, VILTU PASSA ÞIG EF ÞÚ ÆTLAR AÐ VERÐA SANNUR VÍKINGUR ÞÁ VERÐURU AÐ ÆFA ÞIG AÐ SKYLMAST ALLT Í LAGI ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ LEGGJA FRÁ ÞÉR BÓKINA RÉTT Á MEÐAN ÞESSAR TÖFLUR STÆKKA ÞIG OG ÞESSAR HÉRNA MINNKA ÞIG. ÞAÐ ER ÓÆSKILEGT AÐ AKA BIFREIÐ EFTIR AÐ TAKA AÐRA HVORA GERÐINA VILTU AÐ ÉG HALDI FÖSTU- HÁTÍÐINA HEIMA HJÁ MÉR? ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL EN ÉG HEF SVO MIKIÐ AÐ GERA ÞESSA DAGANA ÉG HJÁLPA AUÐVITAÐ TIL ÆTLI ÉG GETI EKKI HLIÐRAÐ AÐEINS TIL GOTT MÁL HVAÐ ER ÉG BÚIN AÐ KOMA MÉR Í !?! HVER VAR Í SÍMANUM? ÞETTA VAR HERRA SMILEY HANN VILL BJÓÐA ÞÉR OG KÓNGULÓR- MANNINUM Í MAT FLOTT! EF HANN NÚ BARA VISSI AÐ ÉG ER GIFT KÓNGULÓAR- MANNINUM! ÞAÐ GÆTI ORÐIÐ ERFIÐARA AÐ LEYNA ÞVÍ EN VIÐ HÉLDUM ÍHafnarfirði er nú í ellefta sinnefnt til sumarratleiks. Jón-atan Garðarsson útivist-armaður er skipuleggjandi leiksins í ár: „Maður að nafni Pétur Sigurðsson var upphafsmaður leiks- ins, en hann hafði kynnst svipuðum leikjum í Noregi. Pétur útbjó spjöld með númerum frá 1 upp í 28 og skrifaði á hvert spjald þrjá bókstafi og þrjá tölustafi sem þátttakendur áttu að skrifa á lausnarblað. Spjöld- unum kom hann fyrir víðsvegar í náttúru bæjarins og merkti við á landakorti hvar hvert spjald var að finna,“ segir Jónatan. Ratleikurinn sló í gegn og er nú fastur liður í útivist jafnt heima- manna og gesta í Hafnarfirði: „Smám saman var kortið bætt en Lovísa Ásbjörnsdóttir hannaði sér- stakt kort fyrir leikinn. Marg- víslegum upplýsingum var bætt við og síðustu ár hafa fróðleiksmolar um hvern póst í ratleiknum sem merkt- ur er inn á ratleikskortið aukið gildi þess. Kortið er nú prentað í 6.000 eintökum. Inn á kortið höfum við einnig bætt leiðarlýsingum á helstu leiðum sem ganga má í nágrenni Hafnarfjarðar, bæði þjóðleiðum og venjulegum gönguleiðum, og er því hægt að nota kortið hvenær sem er sem göngukort, þótt ratleikurinn breytist á hverju ári,“ segir Jónatan en ratleikskortin má finna í Þjón- ustuveri Hafnarfjarðar við Strand- götu, í verslunum, bensínstöðvum, á sundstöðum og íþróttamiðstöðvum. Leikurinn í ár er með þeim hætti að 28 spjöldum hefur verið komið fyrir víða um bæjarland Hafn- arfjarðar: „Fyrstu átta póstarnir eru frekar léttir og staðsettir í Und- irhlíðaskógi sem nýverið var opn- aður sem útivistarskógur á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Leikurinn þyngist smám saman eftir því sem á líður og teygir sig að mörkum Garðabæjar, upp í fjall- lendið og út í hraunið sem kallað er Almenningur. Með kortinu fylgir lausnarblað þar sem hægt er að skrá inn bókstafi og tölustafi af hverju spjaldi og senda inn fram að 17. september,“ útskýrir Jónatan. „Ekki þarf að finna öll merkin til að taka þátt í leiknum, heldur getur fólk sent inn átta, 20 eða 28 lausnir og fer þá í mismunandi þyngd- arflokka. Dregið verður úr inn- sendum lausnum og eru vegleg verð- laun í boði.“ Jónatan segir marga gera skemmtilegan fjölskylduleik úr rat- leiknum, og bæði einstaklingar, fjöl- skyldur, vinahópar og vinnuhópar ferðist saman og leiti að spjöldum. „Fólk bíður spennt eftir leiknum á vorin og er fljótt að láta mann heyra það ef hann er ekki tilbúinn í tíma,“ gantast Jónatan. „Margir hafa tekið þátt í ratleiknum frá byrjun og hafa með því lært mjög vel á útivistarland Hafnarfjarðar og kynnst upplandi bæjarins á nýjan hátt en í leiknum reynum við að vísa fólki á skemmti- lega staði eins og búsetuminjar eða náttúruperlur sem fólk myndi ann- ars ekki heimsækja. Ég verð var við mjög mikla ánægju hjá þeim sem taka þátt og oft eru börnin ekki síst spennt fyrir þessu og iðulega gleggri en fullorðna fólkið að átta sig á hvar spjöldin er að finna,“ segir Jónatan og hvetur lesendur til að taka þátt í leiknum og njóta útiverunnar. Útivist | Vegleg verðlaun í boði Ratleikur um Hafnarfjörð  Jónatan Garð- arsson fæddist í Hafnarfirði 1955. Hann stundaði nám við Flensborg- arskólann og Menntaskólann við Hamrahlíð áður en hann hóf störf við verslun og útgáfu. Jónatan starfaði m.a. við útvarp og blaða- mennsku og hefur síðustu átta árin verið dagskrárgerðarmaður í út- varpi og sjónvarpi. Jónatan er for- maður tónlistarráðs. Eiginkona Jónatans er Rósa Sigurbergsdóttir kennari og eiga þau tvö börn. Leikkonan Angelina Jolie munhafa hneykslað foreldra unn- usta síns Brad Pitt með því að drekka áfengi á fimm ára afmæli sonar hennar Maddox. Fjölskylda Pitt lagðist í ferðalag frá Missouri til að kíkja á nýjasta fjölskyldumeðlim- inn, stúlkuna Shiloh Nouvel, en er sögð hafa farið heim fyrr en áætlað var vegna drykkju Jolie. Að sögn slúð- urblaðsins Star kastaði Jolie varla kveðju á fjölskyldu Pitt og var með bar- inn opinn í afmæl- inu. Foreldrar Pitt eru bindindisfólk og voru víst eina fólkið í afmælinu, fyrir utan börnin, sem drakk ekki. Heim- ildarmaður Star segir þetta hafa verið óþægilega heimsókn í alla staði fyrir foreldra Pitt og að álit þeirra á Jolie sé nú mun minna en áður var, en var þó lítið fyrir. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.