Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 17 MENNING ÞAÐ KENNIR margra grasa á kom- andi starfsári Borgarleikhússins – af íslenskum sem erlendum rótum. Ís- lenskur söngleikur, gamanleikur um Adolf Hitler og samsæriskenning um dauða Mozarts eru meðal nýrra verka sem landsmönnum gefst kost- ur að sjá í vetur á fjölum leikhússins. Að auki verða vinsælar sýningar frá síðasta leikári teknar upp að nýju, dansinn mun duna sem fyrr og staðið verður fyrir fjölbreyttum uppá- komum fyrir alla aldurshópa. Endurkoma Grettis Leikárið tekur flugið í september með frumsýningu á nýja sviðinu, Mein Kampf eftir leikskáldið George Tabori. Um er að ræða svartan gam- anleik um vináttu og sambýli Adolfs Hitlers og gyðingsins Slómós, en þegar sá fyrrnefndi fær höfnun frá inntökunefnd Listaakademíunnar í Vínarborg gengur Slómó honum í föðurstað og kveikir hjá honum hug- myndir um pólitískan frama. Leik- stjóri Mein Kampf er Hafliði Arn- grímsson en með hlutverk Hitlers fer Bergur Þór Ingólfsson. Aðrir leik- arar eru Þór Tulinius, Guðmundur Ólafsson, Marta Nordal, Hanna María Karlsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson. Önnur frumsýning haustsins og sú fyrsta á stóra sviðinu er Amadeus í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar verkið um austurríska undrabarnið Mozart og byggist á sögusögnum um dularfullan dauða hans og meintan þátt Salieris, hirðtónskálds Austur- ríkiskeisara, í dauðdaganum. Margir muna eflaust eftir samnefndri kvik- mynd Milos Formans frá árinu 1984 en hún byggist eimitt á umræddri leikgerð Peters Shaffers. Með hlutverk stórtónskáldsins fer hinn nýútskrifaði leikari Víðir Guð- mundsson en Salieri túlkar Hilmir Snær Guðnason. Birgitta Birg- isdóttir, sem er sömuleiðis nýút- skrifuð, leikur Konstönsu, konu Moz- arts. Aðrir leikarar eru Pétur Einarsson, Theodor Júlíusson, Ellert Ingimundarson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tvær aðrar frumsýningar verða á stóra sviðinu í vetur. Í mars hefjast sýningar á söngleiknum Gretti eftir þá Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson. Þar segir frá hinum lánlausa Gretti sem nær skjótum frama þegar honum áskotn- ast hlutverk í sjónvarpsseríu byggðri á Íslendingasögunni um nafna hans hinn sterka. Söngleikurinn hefur áð- ur verið settur upp af Leikfélagi Reykjavíkur, í Austurbæjarbíói árið 1980, þar sem hann gekk lengi fyrir fullu húsi. Umfjöllunarefni Fögru veraldar, sem frumsýnt er í desember, er hins vegar af dramatískari toga en aðal- persónunni Lísu er fylgt inn í undra- heim geðveikinnar. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson og höfundur er Anthony Neilson. Neilson þessi er einnig maðurinn á bak við gamanleikinn Lík í óskilum sem verður frumsýndur á nýja svið- inu í apríl. Verkið fjallar um löggu- teymi sem fær það hlutverk að boða eldri hjónum váleg tíðindi á að- fangadagskvöld. Um mikið misskiln- ingsverk er að ræða sem býður upp á flóknar fléttur og fjölskrúðugar sögupersónur. Leikstjórn er í hönd- um Steinunnar Knútsdóttur. Þá verður einn af klassíkerum ís- lenskrar leikhússögu einnig á nýja sviðinu, Dagur vonar eftir Birgi Sig- urðsson. Hilmir Snær Guðnason heldur þar um listræna stjórntauma. Verk frá síðasta leikári og samstarfsverkefni Samtals verður fimm sýningum á vegum Leikfélags Reykjavíkur fram haldið frá síðasta leikári. Þetta eru farsinn Viltu finna milljón, barna- leikritið Ronja ræningjadóttir, Manntafl, Alveg brilljant skilnaður auk Belgísku Kongó sem er að hefja sitt fjórða leikár. Að venju eru svo samstarfsverk- efnin tvö. Í þetta sinnið Fyrirtíða- spenna eftir Björk Jakobsdóttur og Eilíf hamingja eftir Andra Snæ Magnason. Þá verður nemendaleik- húsið með litla sviðið fram að áramót- um. Sönglist verður með söng- og leiklistarskóla fyrir börn og ung- linga, hláturhátíðin verður á sínum stað, boðið er upp á leiklestra, Foot- loose heldur uppi eitís-stemningu í húsinu o.fl. o.fl. Leiklist| Fjölbreytnin ræður ríkjum á komandi starfsári Borgarleikhússins Hitler og Mozart hvor á sínu sviðinu Morgunblaðið/Sverrir Illur Bergur Þór Ingólfsson fer með hlutverk hins unga Hitlers. Gamanleikur um Hitler og íslenskur söngleikur meðal sýninga í haust Útvarpsþátturinn Piteraq, sem unninn var af þeim Jóni Halli Stefánssyni, Rikke Houd og Sabine Hviid, hefur verið tilnefndur til verðlauna í flokki heimildarþátta í út- varpi á hinni virtu verð- launahátíð Prix Europa, en þar er keppt í flokki útvarps, sjónvarps og netmiðla. Í þætt- inum taka grænlensk börn viðtöl við fólk sem lifði af mik- inn fellibyl sem olli talsverðu tjóni á Grænlandi árið 1972. Prix Europa fer fram í Berlín og Pots- dam dagana 14. til 21. október. Útvarp Piteraq tilnefndur til verðlauna Jón Hallur Stefánsson STELPUMÚSÍKIN hljómar á Café Rósen- berg kl. 22 í kvöld, er Hljómsveit Sollu spilar þar soul, blús og popp eftir Arethu Franklin, Janis Joplin, Sheryl Crow, Evu Cassidy og fleiri. Solla er Sólveig Þórðardóttir söngkona bandsins, en aðrir þar eru Ragnar Örn Em- ilsson á gítar, Helgi Egilsson á bassa og Magnús Tryggvason Eliasen á trommur. Gestaspilari á trompet verður Jóhannes Þorleiksson. Tónlist Stelpumúsík á Rósenberg Sólveig Þórðardóttir HVAÐ gerist á Kúbu eft- ir Kastró? er yfirskrift erindis Stefáns Á. Guð- mundssonar, kennara og Kúbusérfræðings, á Kúbudögum í kvöld kl. 21. Spjallið verður óform- legt, að sögn aðstand- enda, og verður á annari hæð Barsins á Laugavegi 22. Á neðri hæð stendur líka yfir sýning á verkum kúbanskra listamanna. Annað kvöld verður kúbönsk danskennsla með mjaðmahnykk og sveiflu á sama stað. Fyrirlestur Gerist eitthvað á Kúbu? Frá Kúbu Messósópransöngkonan og Íslands- vinurinn Katherine Jenkins vinnur nú að upptökum á fjórðu breiðskífu sinni, Serenade. Jenkins hefur verið söluhæsta klassíska söngkonan í Bretlandi undanfarin ár en síðasta plata hennar, Living a Dream, skaust beint í fjórða sætið á breska vinsældalistanum. Plötur hennar hafa allar náð toppsæti klassíska vin- sældalistans í Bretlandi og unnið til fjölda verðlauna. Jenkins hefur vakið mikla at- hygli fyrir að hljóðrita þekkt popplög í klass- ískum stíl, en síð- asta plata hennar innihélt m.a. Whitney Houston smellinn I Will Always Love You. Höfundur lagsins er Dolly Par- ton og veitti hún Jenkins leyfi til að gefa það út á ítölsku en söngkonan er fyrsti listamaðurinn í heiminum sem fær að gefa lagið út á öðru máli en ensku. Jenkins virðist ætla að leika svipaðan leik að þessu sinni. Hún hefur nú hljóðritað risasmellinn Eve- rything I Do (I Do It For You) í klassískum stíl á ítölsku, en lagið sló eftirminnilega í gegn í flutningi Bryan Adams hér á árum áður. Adams er sérstakur gestur á upptök- unni, þó ekki sem söngvari, heldur spilar hann á gítar. Vel virðist hafa farið á með þeim Jenkins og Adams því auk þess að spila undir hjá Jenk- ins ætlar Adams einnig að taka myndir af henni sem prýða munu plötuumslag Serenade. Adams er þekktur ljósmyndari og hefur m.a. myndað Cindy Crawford og Jennifer Aniston. Áætlað er að platan komi út 13. nóvember nk. og hefur mikið tón- leikaferðalag um Bretlandseyjar verið skipulagt í tengslum við útgáf- una. Eins og áður hefur komið fram mun Garðar Thór Cortes syngja með Jenkins á tónleikaferðalaginu en eins og kunnugt er söng hún með honum á tónleikum í Laugardalshöll í vor. Garðar Thór og Katherine Jenkins Vinnur með Bryan Adams og syngur með Garðari Thór Katherine Jenkins gefur út nýja plötu Bryan Adams ÞAÐ verður mikið um dansdýrðir í Borgarleikhúsinu í ár eins og endra- nær. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á mánudaginn mun einn virtasti danshöfundur heims, Pina Bausch, sækja Ísland heim í sept- ember ásamt Wuppertal-leikhúsinu sem er undir hennar stjórn. Mun hópurinn sýna verkið Agua fjórum sinnum á jafnmörgum dögum og er miðasala á viðburðinn þegar hafin. Þá er starfsár Íslenska dans- flokksins í þann mund að hefjast. Að þessu sinni verður boðið upp á fjög- ur frumsamin verk, tvö eftir íslenska danshöfunda og tvö eftir þekkta, er- lenda höfunda. Þau hin íslensku ríða á vaðið í október. Flest um fátt er eftir Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur sem báðar eru dansarar við dansflokkinn. Tónlistin við verkið er frum- samin af Jó- hannssonunum Jóhanni og Valdi- mari. Tveir kunn- ir tónlistarmenn koma svo að verkinu Við erum komin eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, ann- ars vegar tónskáldið Áskell Másson og hins vegar norska tónlistarkonan Maja Ratkje sem mun flytja tónlist- ina á sviðinu. Ratkje er þekkt fyrir frumlega beitingu ótrúlegrar raddar sinnar. Í febrúar verða sýnd tvö frumsamin verk eftir rísandi stjörn- ur í evrópsku danslífi, þá Roberto Olivan og André Gingras. Þá má ekki gleyma dansleikhúss- amkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins. Dansinn dunar Maja Ratkje Þekkt norsk tón- listarkona með ÍD     Athugið kennum í nýjum og glæsilegum sal í Skipholti 35 www.balletskoli.is Kennslustaðir Skipholti 35, og íþróttahúsið Breiðabliks, Smáranum Námskeið fyrir byrjendur ( 3 ára yngst ) og framhaldsnemendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.