Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 20

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 20
ir því börnin vilji allt gera til að líkjast goðunum sínum. Gervineglur fyrir börn Það eru þó ekki bara fataframleiðendur sem bera í víurnar við kornunga krakka. Snyrtivöru- framleiðendur sjá einnig sóknarfæri hjá þessum markhóp. Gervinaglaframleiðandinn Fing’rs framleiðir þannig lausar neglur með lími sem eru með kettlingamynstrum og stjörnum og eiga að höfða til þessa aldurshóps. Hjá fyr- irtækinu hefur salan á slíkum nöglum ætl- uðum börnum aukist um 13 prósent í ár. Í samtölum við verslunareigendur kem- ur fram að börn á þessum aldri verði æ ákveðnari við innkaup og smekkur þeirra virðist mótaður bæði hvað varðar snið og merki. Aðrir segja þessa þróun neikvæða og benda á að börn fái þau skilaboð frá unga aldri að það velti á veraldlegum hlutum hversu mikils virði þau eru. AÐÞRÖNGAR gallabuxur, hnéstígvél og stuttir toppar eru nú meðal flíkna sem framleiddar eru fyrir börn á aldrinum fjögurra til níu ára. Tískumógúlar hins stóra heims beina nú spjótum sínum í æ ríkari mæli að yngri viðskiptavinum en áður og nú er svo komið að merkjatíska teyg- ir anga sína niður í allra yngstu neytendurna. Í grein The New York Times um málið segir að æ yngri börn og þá sér í lagi stúlkur hafi nú sterkari skoðanir á merkjum og tísku en áður. Þannig virðist „bleika bylgjan“ vera á und- anhaldi hjá leikskólatelpum en við hafa tekið föt áþekk þeim sem finna má í fataskápum mæðra þeirra. Stór tískuhús á borð við Burberry, DKNY, Baby Phat og Juicy Couture keppast nú um að hljóta náð fyrir augum allra yngstu neyt- endanna og komast þar með í seðlaveski foreldra þeirra. Að sögn Pilar Guzman, ritstjóra tímarits- ins Cookie, sem ætlað er foreldrum barna yngri en tólf ára, ýtir aðdáun yngstu kynslóðarinnar á frægum stjörnum úr skemmtanaiðnaðinum und- Í fatatísku mæðranna Reuters Barnatíska Dóttir Kimora Lee Simmons, eiganda Baby Phat, í fatnaði fyrirtækisins. Munaður Disney- veldið hefur líka hellt sér í slag- inn um lúxusbarnafatnað. daglegtlíf Hjónin Jón og Guðleif flytja „sumarbústaðinn“ sinn milli landshluta eftir veðri og vindum, enda er hann á hjólum. » 22 ferðalög Það er hollt að ganga og for- eldrar ættu að gera meira af því að ganga með börnunum í skól- ann í stað þess að keyra. » 24 börn Hjá tannlækninum má nú fá postulínsfyllingar svo að tenn- urnar verði áfram skínandi hvítar. » 24 heilsa |miðvikudagur|30. 8. 2006| mbl.is Ég kenndi líkamsrækt ogvar með lífsstílsráðgjöf áskemmtiferðaskipi sein-asta vetur og set þetta námskeið m.a. saman úr reynslu minni þaðan,“ segir Elín Sandra Skúladóttir sem byrjar nú í haust með lífsstílsnámskeið fyrir konur hjá Mecca Spa. „Skemmtiferðaskipið heitir Silver Wind og er sex stjörnu lúxusskip og með því siglir eingöngu vel stætt fólk í eldri kantinum. Þetta er lítið skip með um 300 farþega og það er um einn starfsmaður á hvern farþega. Þá fimm mánuði sem ég var á skipinu sigldum við aðallega um Indlandshafið, um Suður-Afríku, vor- um góðan tíma við Mið-Austurlönd og enduðum svo í Evrópu.“ Elín sótti um vinnuna í gegnum netið hjá fyrirtæki sem rekur líkams- ræktar-, snyrti- og nuddstofur og sér um slíka þjónustu á skemmtiferða- skipum. „Á skipinu vann ég sem einkaþjálfari, það var innifalið í verð- inu að allir gátu haft aðgang að slík- um. Svo var ég með lífsstílsráðgjöf og alls konar pilates-, jóga- og teygju- tíma. Ég byrjaði samt alltaf daginn á morgunleikfimi á dekkinu. Stór þátt- ur af starfi mínu á skipinu var að halda svona lífsstílsnámskeið eins og ég er að fara að bjóða upp á hjá Mecca Spa. Ég nýtti mér það nám- skeið til að móta námskeiðið hér heima en breytti því aðeins og bætti ýmsu við sem ég hef reynt á sjálfri mér,“ segir Elín sem barðist við eigin þyngd í mörg ár en tók sig á fyrir um átta árum og breytti um lífsstíl. „Ég er núna rúmum 30 kílóum léttari en ég var þegar ég byrjaði og hef haldið þyngdinni stöðugri. Ég tel mig hafa eitthvað að kenna og þess vegna fer ég af stað með þessi námskeið.“ Vænlegt til langtímaárangurs Síðan Elín breytti um lífsstíl hefur hún tekið einkaþjálfara- og þolfimi- leiðbeinendapróf, hlotið Les Mills- réttindi og lært jóga. „Ég er mikið á móti öllum öfgum og að kalla megrun átak, ef það er átak eru miklar líkur á því að þátttakendur gefist upp eftir átakið. Þá skynja þeir þetta bara sem ákveðið tímabil og það er ekki væn- legt til langtímaárangurs.“ Námskeið Elínar byggist upp á fimm grunnþáttum; mataræði, hreyf- ingu, hvíld, afeitrun og manneskjunni sjálfri. „Mataræðið er skynsamlegt og með einföldum reglum, t.d. að borða oft á dag til að halda melting- unni gangandi en samt ekki of lítið. Mín reynsla sem einkaþjálfari er að fólk á það til að borða of lítið þegar það ætlar að létta sig, en þá fer lík- aminn að halda í þyngdina. Hreyf- ingin er einföld og fjölbreytt og við sýnum fólki að það eru til margar skemmtilegar leiðir til að hreyfa sig. Við kennum fólki líka að slaka á og hugleiða, því ef fólk er ekki vel úthvílt verður erfiðara að taka skynsamlegar ákvarðanir. Afeitrunin er ekki öfga- full en getur skipt máli fyrir árangur en líkami sem hefur safnað í sig miklu af eiturefnum á erfiðara með að létta sig. Námskeiðið stendur yfir í átta vikur og í hverri viku setjum við þátt- takendum fyrir verkefni sem beinist að viðkomandi sjálfum. Fólk þarf að velta fyrir sér hvar það er statt í líf- inu, hvernig það komst þangað, hvort það sé á réttri leið og hvort það þurfi að gera einhverjar breytingar, sjálfs- rýni er nauðsynleg ef fólk vill breyta um lífsstíl,“ segir Elín en markmiðið með námskeiðinu er að ná fram lífs- stílsbreytingum hægt og rólega. „Námskeiðið er fyrir konur af öllum stærðum og gerðum en hentar vel þeim sem vilja byrja að taka sig á í mataræði og hreyfingu en vita kannski ekki alveg hvernig þær ætla að fara að því.“ Aðspurð segist Elín ekki stefna að því að vinna á skemmtiferðaskipi á ný enda sé draumurinn orðinn að veru- leika, þ.e. að vera með eigin námskeið til að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl. Morgunblaðið/Eyþór Skemmtiferðaskipið Silver Wind, sem Elín vann á í fimm mánuði, í Kusadasi í Tyrklandi. Lífsstílsnámskeið á lúxusskipi Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Þjálfari Elín Sandra Skúla- dóttir verður með lífsstíls- námskeið fyrir konur í haust. tíska Hveitigras er meinhollt, segir Margrét Helgadóttir sem fær sér hveitigrasskot með fjöl- skyldunni á morgnana. » 25 matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.