Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar gallabuxur Laugavegi 63 • s: 551 4422 Skoðið úrvalið á laxdal.is Glæsilegir stuttir Ullarjakkar frá Úrval af haustyfirhöfnum www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477 Álfaland – Fossvogi Vorum að fá í einkasölu mjög góða ca 100 fm íbúð á 2. hæð í mjög vel staðsettri blokk í Fossvogsdalnum. Góður 27,3 fm bílskúr með góðri lofthæð fylgir íbúð. Tvennar svalir. Góð og vel skipulögð íbúð, snyrtileg sameign bæði úti og inni. Verð 32 millj. PÁLL Helgason, íbúi á Siglufirði, segir talsverða skruðninga hafa fylgt flóðunum þegar hann var ásamt nágrönnum sínum að athuga verks- ummerki í fyrrinótt. Þegar þeir voru komnir upp í hlíðina rann spýja í átt að þeim en þeir viku sér frá og sluppu. Sagði Páll þá samt ekki hafa verið hætt komna þarna í náttmyrkrinu. Í fyrstu var komið með hjólagröfu á vettvang en hún reyndist of veiga- lítil gegn flóðunum og var þá sótt beltagrafa sem gagnaðist betur. Skruðningar fylgdu TALSVERÐAR skemmdir urðu við lóðir nokkurra húsa á Siglufirði í fyrrinótt vegna mikilla vatnavaxta í lækjum í Hvanneyrarhlíð. Einnig flæddi inn í hús svo skemmdir urðu á gólfefnum. Kalla þurfti út björg- unarsveitir og bæjarstarfsmenn á stórvirkum vinnuvélum til að stemma stigu við aurskriðum sem runnu niður að húsunum. Rekja má flóðin að nokkru leyti til mikilla framkvæmda við snjóflóða- varnargarða í fjallinu ofan við byggðina. Að sögn Sigurðar Hlöð- vessonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, hljóp spýja úr læk í Hvanneyrarhlíðinni með þeim afleið- ingum að hún stíflaði vatnsrás sem á að vera ofan við varnargarðana og veita vatni úr fjallalækjum út í Hvanneyrará. „Þessi rás stíflaðist þannig að vatnið flæddi óhindrað yfir lóðir við Hólaveg 39 og 41,“ sagði Sigurður. Lóðin við Hólaveg 39 skemmdist talsvert mikið og sprengdi flóðið fram hlaðinn kant þar á lóðinni. Einnig flæddi vatn inn í íbúð á neðri hæð hússins. Flóðið varð um mið- nætti í fyrrinótt en síðan endurtók sagan sig í gærmorgun kl. átta en þá voru komnar gröfur á vettvang sem notaðar voru til að beina vatninu annað en beint á húsin fyrir neðan. Við Háveg, sunnar í bænum, rann einnig vatn yfir lóðir og voru gröfur sendar þangað til aðstoðar. Þar flæddi inn í a.m.k. eitt hús. Talið er að úrkoma hafi mælst 110 mm þarsíðasta sólarhring á Siglu- firði með fyrrgreindum afleiðingum. Sigurður bendir á að snjóflóðavarn- argarðarnir séu ekki tilbúnir og vatnsrásin við þá því ekki komin í endanlegt horf . „Það má því segja að hluta til að vegna þess að verkinu er ekki lokið, þá flæðir þarna yfir og inn í garðana,“ sagði hann. Ekki hef- ur tjón verið metið vegna skemmd- anna. Vatn fór inn í þvottahús og parket að líkindum skemmt Páll Helgason kennari, sem í 40 ár hefur búið við Hólaveg 39, sem verst varð úti, kvað betur hafa farið en á horfðist í fyrstu en sýnilegustu um- merkin eru við hlaðna vegginn sem vatnið reif niður. „Það kom vatns- flaumur um miðnættið og skömmu síðar vorum við þrír nágrannar komnir upp í fjall til að athuga hvort ástæða væri til að fá stórvirk tæki á staðinn,“ sagði hann. „Svo reyndist vera og fljótt var brugðist við hjá bæjarverkfræðingi og verkstjóranum hjá Suðurverki. Þessu linnti ekki fyrr en komin var beltagrafa hér fyrir ofan í bæjarlæk- inn til að dýpka hann. Vatns- flaumnum linnti þá en það barst vatn inn í þvottahúsið og sennilega er ónýtt parket í holinu. Hins vegar slapp stofugólfið og meginhluti íbúð- arinnar. Sennilega bætir ofanflóða- sjóður skemmdir utanhúss.“ Tvær gröfur voru hafðar til taks ofan við bæinn í gær ef rigningar héldu áfram og lækir yxu. „Það er foráttuvöxtur í öllum lækjum hérna í hlíðinni og þegar þeir renna þvert á bæjarlækinn ofan við garðana myndast stíflur,“ sagði Páll. Páll man eftir einni aurskriðu á þessum stað á þeim 40 árum sem hann hefur búið við Hólaveginn en þá var bæjarlækurinn mun styttri en nú er og tók þá við færri fjallalækj- um. „En nú er búið að lengja lækinn þannig að hann þarf að taka við 10– 15 lækjarsprænum sem verða engar sprænur þegar rignir eins og nú.“ Flóðin eru að hluta rakin til ófrá- genginna snjóflóðavarnargarða í Hvanneyrarfjalli ofan við byggðina. Úrkoma á Siglufirði var á annað hundrað millimetra þarsíðasta sólar- hring. Skemmdir á húsnæði og lóðum í Siglufirði vegna aurflóða úr Hvanneyrarfjalli „Foráttuvöxtur í öllum lækjum“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is                                Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tjón í vatnavöxtum Skemmdirnar við Hólaveg leyna sér ekki eftir flóðin í fyrrinótt þar sem upphlaðinn veggur er hruninn að mestu. Á myndinni eru, tal- ið frá vinstri: Páll Helgason, Sigurður Hlöðvesson bæjartæknifræðingur og Kjartan Einarsson, íbúi hússins. Hlíðarsmára 11 Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.