Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 21

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 21
Það eru til ýmis ráð við að haldakólesteróli í skefjum. Meðalþess sem virkar vel er að borðaeftirfarandi fæðutegundir sem mælt er með á vef bandarísku sjúkra- stofnunarinnar Mayoclinic.  Haframjöl inniheldur vatnsleysanlegar trefj- ar, sem draga úr LDL-kólesteróli (slæma kólester- ólinu). Trefjarnar finnast líka í nýrnabaunum, rósakáli, eplum, perum, byggi, psyllium-trefjum og sveskjum. Fimm til tíu grömm af vatnsleysanlegum trefjum á dag minnka LDL-kólesterólið um 5%. Einn og hálfur bolli af elduðu haframjöli á dag veitir þér 4,5 grömm af trefjum.  Rannsóknir hafa sýnt að valhnetur geta dregið úr kólesteróli í blóði, enda eru þær ríkar að fjölómettuðum fitusýr- um. Möndlur virðast hafa sömu áhrif. Allar hnetur eru ríkar að kalóríum svo handfylli af valhnetum á dag er nóg.  Borðaðu minna af mettaðri fitu og meira af omega-3-fitusýrum, en þær má finna í fiski, hval- og selkjöti, hörfræi, valhnetum, canola-olíu og sojabaunaolíu. Omega-3-fitusýrur gera meira en að lækka kólesterólið því þær draga úr blóð- þrýstingi og áhættunni á að fá blóðtappa. Mælt er með því að fólk borði a.m.k. tvo skammta af fiski í hverri viku. Omega-3-fitusýrurnar eru mestar í makríl, silungi, síld, sard- ínum, laxi og túnfiski.  Matur efnabættur með plöntu- sterólum eða -stanólum, eins og smjör eða ávaxtasafi, getur hjálpað til við að lækka LDL-kólesteról um meira en 10%. Daglegt magn af plöntusterólum þarf að vera a.m.k. tvö grömm til að sjá árangur. Bandarísku hjartasamtökin mæla ein- göngu með mat sem er efnabættur með plöntusterólum fyrir fólk sem hefur hátt kólesteról.  Sojaprótein hefur ekki mikil áhrif á það að kólesterólið lækki en það inniheld- ur vítamín, steinefni, trefjar og prótein sem gera öllum gott. Lækkaðu kólesterólið Hollusta Valhnetur , möndlur og epli eru góð til að lækka kólesterólið. heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 21 Árni Einarsson fór norð-ur um helgina, heilsaði upp á fólkið sitt og átti þar góðar stundir: Ljúfa norðurlandið mitt, langar til að dreyma. Eyjafjörður yndið þitt, aldrei þér mun gleyma. Þegar Pétur Stefánsson var kokkur á sanddæluskip- inu Perlunni var það í nokkrar vikur að dýpka Ak- ureyrarhöfn. Hann yrkir: Fann ég hvergi fegri jörð, fór þó vítt um heima. - Einni stund við Eyjafjörð, aldrei mun ég gleyma. Deilur hafa verið um hvernig staðið var að Kára- hnjúkavirkjun. Davíð Hjálmar Haraldsson á Ak- ureyri þekkir sitt heimafólk: Valgerður er væn og fróð, vitur, hóglát, allt í senn. Hún veit meir en þing og þjóð og þessir jarðvísindamenn. Hólmfríður Bjartmars- dóttir á Sandi heimsótti Húnvetninga ásamt Harm- oníkufélagi Þingeyinga. Það henti að loft lak úr dekki á rútunni. Hólmfríður orti: Þetta skeður ekki oft hjá okkur þingeyingum. Það er hart að þurfa loft að þiggja af Húnvetningum. Eyjafjörður yndið mitt pebl@mbl.is Kvöldnámskeið Mánudaga og miðvikudaga frá 18-22. Byrjar 11. sept. og lýkur 25. sept. Morgunnámsskeið Þriðjudaga og fimmtudaga frá 8:30-12:30 Byrjar 12. sept. og lýkur 26. sept. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hvernig hægt er að nota þetta magnaða forrit til eftirvinnslu og lagfæringar stafrænna mynda úr myndavélum eða skönnum. Áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.