Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 41 Listheimurinn skiptist í tvær fylkingar þeg-ar kemur að umræðunni um klæðaburðgesta á menningarviðburðum. Sumir vilja leggja á það alla áherslu að menn- ingarstofnanir séu sem alþýðlegastar, lausar við uppskrúfaða andakt og snobb: mestu skipti hvað gerist á sviðinu en ekki hverju fólk klæðist. Aðrir fagna því að fá tækifæri til að gera sér sannkall- aðan dagamun, fara í sitt fínasta púss og þykir hverskyns ritúöl og reglur aðeins ljá menning- arlega kvöldstund meiri glæsibrag.    Sjálfur myndi ég vilja tilheyra seinni hópnumen verð samt að játa að ég hef nokkrum sinn- um verið ansi skrautlegur til fara á menningar- viðburðum sem áttu betra skilið. Ætli hápunkti frjálslyndisins hafi ekki verið náð þar sem ég sat á fremsta bekk í Mariinsky- óperuhúsinu í Pétursborg klæddur í íslenska lopapeysu og rússnesk loðstígvél. (Voru áhorf- endur reyndar flestir kappklæddir það skiptið, enda var þennan janúardag slegið nýtt kuldamet í borginni.) Ég hef lengi ætlað að kaupa mér smóking til að geta verið virkilega fínn á spennandi menningar- viðburðum, en guggnað á því hingað til því ég myndi, merkilegt nokk, skera mig meira úr hópn- um á íslenskum menningarviðburði í smóking en í lopapeysu og loðstígvélum.    Já, ég, eins og aðrir Íslendingar, mætti klæðamig aðeins meira spari þegar farið er á menningarviðburði. Meirihluti gesta á íslenskum óperu- og leik- hússýningum er, blessunarlega, nokkuð vel til fara: karlarnir margir í jakkafötum og með bindi og konurnar í drögtum. Á sinfóníutónleikum er klæðaburðurinn iðu- lega frjálslegri: gallabuxur og stuttermabolir sjást í auknum mæli og bindin eru látin fjúka. Sumir láta jafnvel vera að fara úr úlpunni áður en þeir koma sér fyrir í sætinu. Fólk er svosem ekki illa til fara, en klæðir sig ekki mikið fínna en það myndi fyrir venjulegan vinnudag. Enginn karl sést í smóking og engin kona í síðkjól – nema kannski söngvarinn á svið- inu.    Það er ekki vegna íhaldsseminnar einnar að égmyndi vilja sjá landsmenn (mig meðtalinn) fínni í tauinu á menningarviðburðum. Það er nefnilega virkilega gaman að vera í sínu allra fínasta pússi og leitun að betra tækifæri til að nota sparifötin en á menningarlegri uppá- komu. Lopapeysan er ágæt en karlmenn eru aldrei myndarlegri en þegar þeir eru í smóking eða kjólfötum og konur aldrei glæsilegri en í fal- legum síðkjól. Það er synd að fólki skuli ekki gef- ast fleiri tækifæri hérlendis til að njóta þess að vera virkilega geislandi og grand – slíkt er alræði lopapeysunnar. Ég man til dæmis fiðluballið í MR: piltarnir leigðu sér smóking, sumir jafnvel kjólföt, og stúlkurnar fengu lánaða eða leigða ekta ballkjóla. Skarinn hringsnerist í völsum og rælum fram á nótt. Allir skemmtu sér konunglega þótt enginn hefði vín um hönd og þótt dansinn væri ekkert sérstaklega fimur eða leikur strengjasveit- arinnar sérstaklega fallegur. Það var hátíðlegt tilefni og galdrar augnabliksins höfðu byrjað að magnast innra með hverjum gesti um leið og hann leit í spegilinn heima og hneppti síðasta hnappinum á smókingnum eða hnýtti síðustu slaufuna á kjólnum.    Ég ætlast ekki til þess að landsmenn fari aðstreyma á Tíbrártónleika eða niður í Þjóð- leikhús í kjólfötum og síðkjólum, en ég held að landinn fari á mis við yndislegan hátíðleika og stemningu ef ekki fer að skapast fyrir því hefð hér á landi að fólk mæti, undantekningalaust, á vissa menningarviðburði í sínu allra fínasta pússi. Fötin skapa stemninguna ’Ég myndi, merkilegt nokk, skeramig meira úr hópnum á íslenskum menningarviðburði í smóking en í lopapeysu og loðstígvélum.‘ Fred Astaire hefði ekki verið svipur hjá sjón í gallabuxum og stuttermabol. AF LISTUM Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Væntanleg plata úr smiðju Sir Elt-on John verður að öllum lík- indum hip-hop-plata þar sem hann fær til liðs við sig kappa eins og Dr. Dre, Snoop Dogg og Kanye West. Þetta kemur fram í viðtali við söngvarann við tímaritið Rolling Stone sem birtist á heimasíðu blaðsins. „Útkoman gæti orðið hörmung og hún gæti líka verið frá- bær. Maður veit það ekki fyrr en maður reynir,“ segir Elton John með- al annars í viðtalinu. Þar kemur einn- ig fram að enn hafi hann ekki nálgast Dr. Dre út af verkefninu en hann vill reyna að ná svipuðum hljómi og í lag- inu „No diggity“ sem sveitin Blackstreet gerði frægt um árið.    Fólk folk@mbl.is Bart Cameron sem ritstýrt hefurtímaritinu The Reykjavík Grapevine hefur látið af störfum sem ritstjóri blaðsins. Hann er á leið til Seattle, þar sem konan hans er að fara í nám. Bart mun þó sjá um daglega út- gáfu blaðsins, á með- an Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir n.k. október. Sveinn Birkir Björnsson tekur við starfi hans, en hann hefur starfað hjá Reykjavík Grapevine um nokk- urt skeið. Sveinn segir að „það verði ekki gerðar neinar stórar breyt- ingar“ á blaðinu. Þó muni alltaf eitt- hvað breytast með nýju fólki. Að sögn Sveins er jafnframt nýr penni að bætast við hjá The Reykjavík Grapevine, Virginia Zech sem kem- ur frá The Onion. Skúlagata 17 101 Reykjvavík sími : 566 88 00 e-mail : vidskiptahusid@vidskiptahusid.is www.vidskiptahusid.is Við kynnum fasteignir á Spáni Kynnum nýjar eignir frá TM sem er markaðsleiðandi fyrirtæki í byggingu og sölu fasteigna við Miðjarðarhafsströnd Spánar. Sölustjóri TM verður á staðnum. Uppgötvaðu hversu auðveldlega draumur þinn um fasteign við Miðjarðarhafið getur orðið að veruleika. Verðum á eftirtöldum stöðum: Fimmtud. 31/08 Föstud. 01/09 Laugard. 02/09 Sunnud. 03/09 Mánud. 04/09 Þriðjud. 05/09 Vestmannaeyjar, Hótel Þórshamar frá kl. 18:00 til 22:00. Ísafjörður, Hótel Ísafjörður frá kl. 18:00 til 22:00. Reykjavík,Viðskiptahúsið Skúlagötu 17 frá kl. 11:00 til 17:00. Reykjavík,Viðskiptahúsið Skúlagötu 17 frá kl. 11:00 til 17:00. Reykjavík,Viðskiptahúsið Skúlagötu 17 frá kl. 09:00 til 17:00. Akureyri, Hótel KEA frá kl. 18:00 til 22:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.