Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Rafn Þórðarsonfæddist á Akra-
nesi 3. ágúst 1938.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Foss-
vogi 21. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Anna Ingv-
arsdóttir húsmóðir,
f. 1. mars 1910, d.
28. desember 1971
og Þórður Sigurðs-
son skipstjóri, f. 30.
janúar 1901, d. 30.
apríl 1965. Systkini Rafns eru: 1)
Jónína, f. 4. október 1932, d. 11.
janúar 1933. 2) Þórður f. 5. októ-
ber 1933, kvæntur Höllu Þor-
steinsdóttur, en þau eiga fjórar
dætur, Önnu, Gíslnýju Báru, Þóru
og Rósu. 3) Jónína,
f. 12. janúar 1935. 4)
Rafn, f. 2. apríl
1936, d. 19. júní s.á.
5) Guðrún, f. 7. apríl
1943, d. 21. október
1977. 6) Ingvar, f.
29. október 1946.
Vinkona Rafns til
margra ára var
Auður Halldórs-
dóttir.
Rafn stundaði
hefðbundna skóla-
göngu á Akranesi
og starfaði síðan
sem iðnverkamaður hjá Haraldi
Böðvarssyni & Co. allan sinn
starfstíma.
Útför Rafns verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku Rafn, ég er ennþá að reyna
að átta mig á því að þú sért farinn og
mig langar að kveðja þig með örfáum
orðum. Þú varst góður bróðir. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú varst
mér. Allar heimsóknirnar, bílferðirn-
ar sem enduðu stundum á kaffihúsi
eða heima hjá Auði en sérstaklega
eru mér minnisstæð öll jólin með
ykkur Auði. Þá vilja allir í Lönguhlíð-
inni þakka ykkur frábæru matar-
veislurnar sem þið stóðuð fyrir hjá
okkur. Það er gott að eiga góðar
minningar og þær geymi ég í hjarta
mínu.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Þín systir,
Jónína.
Hann Rafn vinur okkar er farin
héðan af jörðinni. Þessi flotti maður
sem lifði mjög reglusömu lífi og mátti
ekki vamm sitt vita. Hann var felldur
af andstyggðar sjúkdómi, sem heltók
lungun hans og ekkert var til ráða
annað en ný líffæri, sem ekki voru í
boði hér í heimi.
Rafn og Auður systir mín áttu
samleið í lífinu í 20 ár. Um leið varð
hann einn af okkar fjölskyldu, þau
áttu góða tíma saman þessi ár. Ferð-
uðust saman erlendis sem og hér-
lendis og nutu lífsins á margan hátt.
Rafn og pabbi, Halldór P. Kristjáns-
son, d. 1997, voru miklir mátar og
vitnaði Rafn oft í pabba á góðum
stundum.
Þessi stóri sterki maður frá Akra-
nesi, með rauða hárið, er farinn á
æðra tilverustig.
Elsku Rafn, ég þakka þér fyrir
samleiðina.
Guð geymi þig.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu
Guð sjá.
(Matteus. 5:8.)
Sigrún Halldórsdóttir.
Á lífsins undarlega ferðalagi eign-
umst við ferðafélaga um lengri eða
skemmri tíma. Ferðafélögunum er
ætlað mismunandi hlutverk, enginn
er steyptur í sama mót. Þessi fjöl-
breytta flóra gerir lífið litríkt og
áhugavert, enginn gengur að neinu
alveg vísu frá stund til stundar. Rafn
Þórðarson sem nú hefur kvatt okkur
var engum manni líkur. Hann var
víkingur í sjón og raun. Hár, herða-
breiður og rauðbirkinn, ímynd
hreystinnar, vinnuþjarkur, rammur
að afli og margra manna maki í
vinnu.
Þrátt fyrir að hafa ekki notið
langrar skólagöngu bjó hann yfir
þeirri náðargáfu að geta séð tækni-
legar lausnir á flóknum verklegum
úrlausnarefnum, sem vöfðust fyrir
mörgum sem höfðu aflað sér langrar
faglegrar menntunar. Vinnan var
honum ástríða og lífsfullnægja. Hann
hafði enga þolinmæði eða skilning á
auka spekúlasjónum, hann vildi bara
ljúka verki til að geta hafist handa við
önnur verkefni. Starfsvettvangur
hans frá unga aldri var nær óslitinn
hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi.
Fyrirtækið var ekki svikið af verkum
hans og útsjónarsemi. Málningar-
vinna, hvort sem það voru skip eða
hús fyrirtækisins, byggingarvinna,
múrbrot, eða almenn tiltekt, allt lék
þetta í höndunum á honum. Fyrir-
tækið hlaut margvísleg umhverfis-
verðlaun í gegnum árin og átti Rafn
stóran hlut í þeim öllum. Hann hafði
metnað og auga fyrir því að allt um-
hverfið væri snyrtilegt. Hann vann
alltaf beint undir framkvæmdastjóra
og gat helst ekki tekið fyrirmælum
frá öðrum. Gárungarnir kölluðu
þetta fyrirkomulag tæknideild R H
eða með öðrum orðum Rafns og Har-
aldar. Eins og hann var duglegur að
vinna fyrir aðra var hann ekki jafn
duglegur fyrir sjálfan sig, honum
fannst allt óþarfi þegar kom að hon-
um sjálfum. Rafn var dulur um eigin
hagi og í eðli sínu var hann einfari,
átti erfitt með að vera lengi í marg-
menni. Hann var auðsærður og við-
kvæmur þó yfirborðið væri sterkt
sem stál. Þeir sem ekki þekktu hann
misskildu hann oft því hann gat verið
býsna hvass í viðmóti og dómharður.
Hann fór alltaf sínar eigin leiðir, þær
leiðir voru sjaldnast þær leiðir sem
fjöldinn fer. En við sem þessar línur
ritum eigum Rabba margt og mikið
að þakka. Alla hjálpsemina og fórn-
fýsina í okkar garð. Hann bjó hjá
okkur fyrstu búskaparárin, tengdist
strákunum okkar sterkum böndum
og lifði sig inn í allt sem þeir tóku sér
fyrir hendur. Hann var sannarlega
einn af okkar nánustu ferðafélögum í
lífsins ólgusjó. Hvort sem átti að taka
til hendinni hjá okkur eða strákunum
okkar var hann ávallt til þjónustu
reiðubúinn. Fáar hátíðir gengu í garð
eða fjölskylduviðburðir án þess að at-
hugað væri hvort Rafn væri ekki til í
að vera með. Rafn hafði gaman af að
klæða sig upp, var snyrtimenni fram
í sína stóru fingurgóma. Það var ein-
staklega gaman að gefa honum að
borða því hann naut þess innilega.
Við sjáum hann fyrir okkur í Paradís
í dýrlegri veislu, hann í sínu besta
pússi farinn að líta í kringum sig
hvort ekki megi dytta að einu og
öðru, þó ekki væri annað en að fríska
svolítið upp á litavalið. Við vitum líka
að hann mun ekki bera framkvæmd-
ina undir neinn nema þá kannski
Drottin allsherjar.
Rafn átti kæra vinkonu, Auði Hall-
dórsdóttur. Þau hafa notið þess að
vera saman, ferðast mikið og verið
nánir félagar. Þegar Rafn veiktist
flutti hann til hennar og reyndist hún
honum einstaklega vel í afar erfiðum
veikindum. Við sendum henni, börn-
unum hennar og ættingjum Rafns
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Í fullvissu þess að verðugur er
verkamaður launa sinna, þökkum við
Guði fyrir að gefa okkur þennan sér-
staka og góða lífsferðafélaga, það
hefur kennt okkur mikið.
Far þú í friði, gamli vinur.
Ingibjörg Pálmadóttir og
Haraldur Sturlaugsson.
Hver hefði trúað því að hraust-
mennið Rabbi færi frá okkur svona
snögglega. Hann sem var aldrei veik-
ur, a.m.k. lét hann aldrei bera á því.
Hann var svo kröftugur, hendurn-
ar voru í Tarzanstærðum og afköstin
í anda Súpermanns ef hann hafði
áhuga á verkefninu á annað borð.
Það gáfust margir upp á því að fylgja
honum eftir og fyrir bragðið var hann
ekki allra. Hann gerði miklar kröfur
til sjálfs sín og þar með til annarra.
Rabbi átti ekki langa skólagöngu
að baki. Hann byrjaði þess vegna
snemma að vinna. Hann fylgdist allt-
af vel með, var heimsborgari í sér og
hafði unun af að ferðast.
Í mínum huga var Rabbi verk-
fræðingurinn, arkitektinn, málara-
meistarinn o.s.frv. Hann var svo mik-
ill áhugamaður um alla skapaða hluti,
fylginn sér og náttúrubarn.
Hann hafði gaman af því að ræða
við sérfræðingana um lausnir á alls-
kyns vandamálum. Á meðan þeir
fóru í teikningarnar þá skrapp Rabbi
í huganum inn um veggi og inn í rör
og fann lausnir. Hann átti mjög auð-
velt með að sjá hlutina myndrænt og
það var ansi oft teiknað eftir hans
hugmyndum.
Rabbi var fyrst og fremst góður
fjölskylduvinur en hann var einnig
vinnufélagi í HB & Co. Þar starfaði
Rabbi nánast alla sína starfsævi.
Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða
mig og mína og leiðbeina okkur,
hvort sem það var varðandi vinnuna
eða framkvæmdir heima við. Alltaf
þegar eitthvað stóð til var Rabbi
mættur, klár í slaginn og keyrði
verkin áfram eins og honum var ein-
um lagið. Við áttum saman margar
úrvals stundir, sérstaklega á morgn-
ana, það var hans uppáhaldstími. Þá
slakaði hann mest og best á og af-
köstin í hámarki. Þá var líka eins gott
að eiga eitthvað gott með kaffinu.
Rabbi var mikill matmaður og
mamma hafði sérstaklega gaman af
því að gefa Rabba að borða enda
kunni hann að meta lúxusmatseld
hennar, hann malaði af gleði. Oft var
það sem mamma hafði útbúið mat
fyrir okkur bræðurna ef ske kynni að
við kíktum inn. Rabbi var oft svo
heppinn að koma á undan okkur og
þá læsti hann bara útidyrunum ef
hann sá okkur koma og hafði gaman
af. Maturinn hennar mömmu var jú
vinsæll.
Það eru margir úr fjölskyldunni
sem taka fagnandi á móti Rafni Þórð-
arsyni. Hann mætir sennilega á nýj-
um glæsilegum, nýbónuðum bíl og
klæddur samkvæmt nýjustu tísku,
það var hans stíll. Það verða líklega
nóg af nýjunga- og hönnunarfundum
með afa, pabba, mömmu o.fl. Hann er
í góðum félagsskap.
Síðustu áratugina átti Rabbi mjög
góða vinkonu, hana Auði. Hún var
hans stoð og stytta og studdi hann til
hinstu stundar.
Ég og fjölskylda mín vottum Auði
og fjölskyldu Rabba okkar innileg-
ustu samúð.
Við eigum ekkert nema ljúfar
minningar um Rafn Þórðarson.
Blessuð sé minning hans.
Sturlaugur Sturlaugsson.
Tíminn líður hratt, lífið er stutt.
Maður verður áþreifanlega var við
þetta þegar þeir sem standa manni
næst, fólk sem hefur verið fastur
punktur í tilverunni allt frá því að
maður man eftir sér, yfirgefur þetta
tilverustig. Rafn Þórðarson var ein-
mitt einn af þeim sem var hluti af fjöl-
skyldunni, þó ekki hafi það verið
blóðbönd sem tengdu okkur saman.
Hann kveður okkur nú í raun fyrir
aldur fram, því í mínum huga var
hann alltaf á fertugsaldri, árin virtust
aldrei ætla að setja mark sitt á hann.
Það var þó að lokum erfitt veikinda-
stríð sem lagði hann á skömmum
tíma. Rabba hafði fram að því aldrei
orðið misdægurt.
Á bernskuárunum sá maður
Rabba í hetjuljóma, hann keyrði
vörubíla, gröfur, lyftara, hann smíð-
aði, málaði, braut múra og byggði
upp. Það var eins og það væri ekkert
sem að hann gat ekki gert. Í sam-
anburði þótti mér skrifstofuvinnan
hans pabba vera heldur lítilfjörleg.
Rabbi var karlinn sem lét hlutina
gerast. Við bræðurnir vorum oft
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
þvælast um með Rabba. Þetta þótti
manni mikið ævintýri og ávallt sýndi
hann okkur pjökkunum einstaka vin-
semd og þolinmæði. Þó varð maður
var við það að hann var í raun ekki
þolinmóður að eðlisfari og sumir
fundu eflaust fyrir því að hann gat
verið þrjóskur og ákveðinn.
Víkingasveitin var hún oft kölluð,
deildin hans Rabba hjá Haraldi
Böðvarssyni. Þetta var vísan til
vinnuhörkunnar sem einkenndi hann
ávallt, hann gekk beint til verks og
afkastagetan var mikil. Ef hann var
ekki með hamar eða sleggju á lofti,
þá var hann með loftpressu í hendi.
Hann hafði mesta ánægju af verk-
efnum þar sem hann sá árangur
fljótt. Eins og hann orðaði það sjálf-
ur, þá vildi hann geta séð eitthvað
eftir sig og kunni illa við að vera að
tvínóna við hlutina. Frá 14 ára aldri
starfaði ég nokkur sumur með Rabba
sem ég í raun bý að síðan. Hann gerði
heiðarlega tilraun til þess að herða
upp í óhörðnuðum unglingi. Rafn var
útsjónarsamur og rammur að afli,
öðru eins hreystimenni hef ég senni-
lega aldrei kynnst. Ég, unglingurinn,
átti aldrei roð í hann í þeim verkum
er reyndu á líkamsburði.
Þegar verklegar framkvæmdir
voru annars vegar á heimili foreldra
minna, var Rabbi aldrei langt undan.
Það sama átti við þegar ég hóf sjálfur
búskap. Þá var hann mættur undir
eins ef eitthvað stóð til, yfirleitt óum-
beðinn, þvílík var hjálpsemin og
dugnaðurinn. Hann lét ekki aðra
segja sér fyrir verkum, þegar hann
var mættur á svæðið, þá var það
hann sem stjórnaði ferðinni. Það var
til einskis að þræta eða malda í móinn
við hann, þó stundum hafi maður haft
lúmskt gaman af að „diskútera“ hlut-
ina við hann. Rabbi hafði mjög
ákveðnar skoðanir á því hvernig hlut-
irnir ættu að vera. Ég mun sakna
þess að hafa hann ekki til skrafs og
ráðagerða þegar mikið stendur til.
Ég kveð góðan vin sem reyndist
mér og mínum vel.
Blessuð sé minning Rafns Þórðar-
sonar.
Sturlaugur Haraldsson.
Mig langar með fáum orðum að
minnast Rafns Þórðarsonar sem lést
hinn 21. þessa mánaðar eftir fremur
stutta en snarpa glímu við erfiðan
sjúkdóm.
Ég kynntist Rafni fyrst fyrir um
það bil 20 árum þegar stofnaðist til
vináttu milli hans og Auðar Halldórs-
dóttur, mágkonu minnar. Strax við
fyrstu kynni mátti ljóst vera að þar
fór vandaður og traustur maður.
Hjálpsemi hans og greiðvikni var við
brugðið enda kunni Rafn vel til
flestra verka og var að auki harðdug-
legur. Sá sem þessi orð ritar kynntist
því vel af eigin raun þegar kom til
umhirðu og viðhalds stórs einbýlis-
húss sem þá var í eigu okkar
hjónanna. Það gilti einu við hvað var
fengist, alltaf kunni Rafn ráðin sem
dugðu og var auk þess óspar á að
miðla þeim af sínum reynslubrunni.
Rafn var staðfastur maður og átti
það til að vilja fara eigin leiðir, frem-
ur seintekinn en traustur og ákveð-
inn. Milli hans og Auðar var býsna
sérstætt samband, eins konar fjar-
búðarsamband, því þau bjuggu ætíð
hvort á sínum stað en deildu þess í
stað sínum frístundum saman. Var
ekki annað hægt að sjá en að þetta
fyrirkomulag hentaði þeim báðum
vel. Þau nutu þess að ferðast saman,
ekki síst erlendis, og vorum við hjón-
in þeim samferða í nokkur skipti,
bæði til Bandaríkjanna sem og til
Þýskalands og víðar. Þau sóttu tón-
leika og ýmsa aðra listviðburði og
höfðu yndi af. Gönguferðir um
Reykjavík að ógleymdum heimsókn-
um í sundlaugar borgarinnar voru
þeim ennfremur hugleiknar.
Rafn var ákaflega barngóður og
þótt hann eignaðist sjálfur engin
börn naut hann þess að umgangast
barnabörn Auðar. Þau kölluðu hann
ætíð afa og var ekki annað að sjá en
Rafni líkaði sú tilhögun bærilega.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að þakka Rafni trausta
og flekklausa vináttu þau tuttugu ár
sem við höfum þekkst og óska honum
velfarnaðar á nýjum brautum. Skyld-
fólki hans og vinum sendum við Ólína
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Arnaldur Árnason.
Rafn Þórðarson
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
LOGA SIGURÐSSONAR,
Sólbrekku 2,
Húsavík.
Guðrún Sigurðardóttir,
Jón Aðalgeir Logason,
Jóhanna Sigríður Logadóttir, Guðmundur Vilhjálmsson,
Eygló Logadóttir, Eggert Hákonarson,
Birgir Hólm Logason, Steinunn Sif Skúladóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
ALBERTS JÓNSSONAR,
Borgarholtsbraut 16,
Kópavogi.
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Arndís Lilja Albertsdóttir, Egill Jón Sigurðsson,
Hallur Albertsson, Svanhildur Guðmundsdóttir,
Viktor Þórir Albertsson, Leoncie Maria Martin,
Sólrún Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.