Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 38
tölvuleikir Undirmálsfólk og nýríkir Íslendingar Við vorum byrjuð að vinnaað þessu verkefni áður enVesturporti var boðið aðfara til London að sýna Rómeó og Júlíu. Ég ákvað að fara með þeim og búa til heimildamynd um ferðina svo að við gætum haldið áfram að vinna með persónurnar í myndunum. Ég hef unnið með flest- um af þessum leikurum áður. Vesturport er hópur sem er tilbúinn að gera það sem hann langar til. Þetta er hugsjónafólk,“ segir Ragn- ar Bragason, leikstjóri myndanna Börn og Foreldrar, sem frum- sýndar verða á næstunni. Sex leik- arar úr Vesturporti leika í mynd- unum tveimur. Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin í Börn og Ingv- ar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Krist- jánsson leika aðalhlutverkin í For- eldrar. „Ég fékk Vesturport í lið með mér í þetta verkefni eftir að ég fékk þá hugmynd að vinna handrit og bíómynd í samvinnu við leikara. Ég byrjaði á því að vinna einn með hverjum leikara fyrir sig. Í þessari vinnu fæddust persónurnar og þró- uðust. Leikararnir máttu ekkert vita um hinar persónurnar sem ver- ið var að skapa. Við unnum þetta á þennan hátt í tæpt ár með hléum,“ segir Ragnar og útskýrir að hann hafi haft grófa hugmynd um það hvernig mynd hann vildi gera. „Upphaflega átti þetta að vera ein bíómynd og grunnþemað sem ég vildi vinna með var fjölskyldutengsl, en ég hef áður unnið út frá því. Það þróaðist síðar í þessum myndum meira út í samskipti foreldra og barna. Börnin eru á öllum aldri, þau elstu á fertugsaldri. Grunnþemað var haft til hliðsjónar þegar verið var að skapa persónurnar og ég út- skýrði fyrir leikurunum að einu reglurnar væru þær að persónurnar þyrftu að vera á sama aldri og leik- ararnir sjálfir og búsettar á höf- uðborgarsvæðinu í nútímanum,“ segir Ragnar og tekur fram að sköpunarferlið hafi verið mislangt. Sumar persónurnar hafi mótast mjög fljótt en að aðrar hafi verið lengi að fæðast. „Þegar ég var kominn með á ann- að þúsund blaðsíður með ævisögum og nótum um þessar persónur þá settist ég niður og bjó til nokkurs konar spunalista, þar sem finna mátti um hundrað mismunandi að- stæður sem ég vildi prófa með per- sónunum. Í þessu ferli urðu til þess- ar tvær sögur og spunaferlið varð daglegt æfingaferli í einn og hálfan mánuð. Þá urðu til tengingar á milli persónanna og í framhaldi urðu til sögur.“ Ragnar segir að undirbún- ingsferlið hafi verið óvenjulangt. Yf- irleitt gefist leikstjórum ekki langur tími til að vinna með leikurum sök- um peningaskorts og að megnið af vinnunni fari því fram fyrir framan myndavélina. „Þá vill það oft verða svo að leikararnir eru í raun að fara með textann sinn eins og páfagauk- ar og þekkja persónur sínar ekki út og inn. Ég ákvað að handritin yrðu ekki með skrifuðum texta fyrir leik- arana. Senurnar voru skrifaðar, það var upphaf, miðja og endir en línur voru ekki mataðar ofan í leikarana. Þær voru allar spunnar á staðnum. Þegar þeir eru búnir að vinna þetta lengi með persónur sínar þá eru |miðvikudagur|30. 8. 2006| mbl.is Staðurstund Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is þeir farnir að þekkja sitt fólk út og inn. Öll viðbrögð eru því mjög eðli- leg,“ segir Ragnar og telur að þetta skapi vissan realisma sem yfirleitt sé ekki til staðar í íslenskum bíómynd- um. „Án þess að ég sé eitthvað að monta mig þá verð ég að segja að leikurinn er á allt öðru plani en í flestum íslenskum kvikmyndum. Ég bað leikarana að byggja persónurnar eins langt og það næði á fólki sem það þekkir eða kannast við. Til að ná enn sterkari raunveruleikatengingu.“ Ragnar segir að fjárhagur persón- anna hafi ráðið því að ákveðið var að gera tvær myndir. „Persónurnar skiptast í raun í tvo hópa. Annars vegar í undirmálsfólkið í myndinni Börn, sem býr í félagsmálaíbúðum, er á örorkubótum, einhverjir eru þar smáglæpamenn o.s.frv. og svo hins vegar í nýríka liðið í Foreldrum sem býr í úthverfunum. Myndirnar eru alveg sjálfstæðar en ég kalla þær tví- buramyndir, því þær fjalla báðar um samskipti foreldra og barna, það er sami strúktúr og sami stíll,“ segir Ragnar. Börn verður frumsýnd á Íslandi 9. september nk. og til stendur að frumsýna Foreldra í lok október. Börn hefur þegar verið valin til þátt- töku á kvikmyndahátíðum erlendis, nú síðast á stærstu kvikmyndahátíð í Asíu, Pusan International Film Festival í Suður-Kóreu í lok október. Hátíðin skiptir sköpum fyrir evr- ópskar kvikmyndir ef þær vilja kom- ast inn á Asíumarkaðinn. Loka- punktur vinnunnar er nú í sjónmáli en þrátt fyrir þetta langa ferðalag segir Ragnar að vinnan hafi aldrei verið erfið. „Við gerðum þetta á okk- ar forsendum. Við fjármögnuðum þetta sjálf og þurftum því ekki að skila myndunum á einhverjum til- teknum tíma. Þær eru framleiddar á ódýran hátt, teknar upp stafrænt og hver dagur kostaði ekki mikið. Við gátum því leyft okkur að gera mynd- irnar á eins löngum tíma og við vild- um. Ég hef getað leyft mér að liggja yfir eftirvinnslunni í níu mánuði fyrir hvora myndina, sem er miklu lengri tími en maður yfirleitt fær hér á landi. Þetta hefur verið skemmtileg vinna frá fyrsta degi. Ég er með mörg börn í myndunum, en flestir leikstjórar hræðast það. Að vinna með börnum á þessum forsendum var algjör sæla.“ Leikstjórinn Ragnar Bragason vildi vinna að handriti og bíómynd með leikurum og fékk Vesturport í lið með sér. Morgunblaðið/ Jim Smart Fjölskyldulíf „Án þess að ég sé eitthvað að monta mig þá verð ég að segja að leikurinn er á allt öðru plani en í flestum íslensk- um kvikmyndum.“ Tom Cruise fær ekki endurráðn- ingu hjá Paramount Pictures vegna óviðunandi hegðunar að undanförnu. » 42 kvikmyndir Ásgeir Ingvarsson veltir fyrir sér klæða- burði og tilefnum í menningarlífinu. » 41 menning Hvað er nýjast í heimi tölvu- leikjanna? Baldur Baldursson skoðar og prófar og segir okkur hvað honum finnst. » 43 Ástinni verður bölvað í sand og ösku á rómantískum tónleikum Guðbjargar Sandholt og Önnu Helgu Björnsdóttur. » 42 tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.