Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fólki líður ekki vel með það að skrifa
sjálfu sér ástarbréf og lofa í hástert. En
viðleitni af því tagi gæti samt sem áður
gert hrútinn enn ástríkari við hina sem
eru í veröldinni með honum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er auðvelt að bera saman verk sín
og meistaranna en að sama skapi alger
tímasóun. Myndir þú trúa því ef ein-
hver segði að þú ættir leiðslu í hafsjó
eigin hæfileika? Það er satt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Velkomin á fætur á degi mótsagnanna.
Bankinn lánar þér fé ef þú telur honum
trú um að þú eigir það fyrir. Ástleitnin
vex þegar þú ert bundinn. Þegar sólin
er sest, verðurðu loksins í stuði til að
bretta upp ermarnar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þegar krabbinn reynir að vera skap-
andi láta ótti og hindranir á sér kræla.
Þegar hann reynir að vera virkilega lé-
legur í því sem hann fæst við, tekst það
ekki heldur. Þú ert snjall, sama hvað þú
reynir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Himintunglin láta sér vel líka þegar
ljónið sýnir umheiminum þolinmæði, og
ekki síst sjálfu sér. Bráðlætið kemur
þér ekkert fyrr á leiðarenda, þú getur
alveg eins hallað þér aftur og notið út-
sýnisins.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Engin vél gæti leikið eftir það sem
meyjan gerir í dag. Hún lagar sig
snilldarlega að öllum flækjum sem
verða á vegi hennar. Líklega gefur hún
sér ekki einu sinni tíma til þess að verða
hissa, heldur brettir bara upp erm-
arnar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ákvarðanir, ákvarðanir ... ef möguleik-
arnir eru fleiri en þrír gerir vogin ekk-
ert. Biddu um stutta matseðilinn hvar
sem þú kemur. En hvað sem þú gerir,
ekki þjást. Þú nærð þér á strik, sama
hvað þú velur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Langtímavinir laða kímnina fram í
sporðdrekanum því hann slakar nógu
vel á til að þora að nýta sér snilligáfuna
á þessu sviði. Nýtt fólk hefur líka eitt-
hvað fram að færa – hugsanlega ást.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ef þú hefur verið að bíða eftir tækifæri,
áttar þig þú kannski á því að þannig
virkar það ekki. Tækifærin eru mótuð,
skorin út, eða fundin upp.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Því meira sem þér tekst að klára, því
betur líður þér. Einbeittu þér að því að
grynnka á, í stað þess að bæta við.
Farðu með hundinn í snyrtingu, rakaðu
í garðinum eða gefðu eitthvað. Létt-
irinn breytist í ofsakæti í kvöld.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Enginn tekur af manni mannkostina.
Þess vegna leggur vatnsberinn svona
mikið í að byggja þá upp. Það gerist að-
allega í gegnum verkefni sem ekki virð-
ast skemmtileg (en um leið og þú byrjar
nýtur þú þín í botn).
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn er undir þrýstingi að sýnast
svalur og lykilatriði virðist að þekkja
rétta fólkið. En þegar upp er staðið
snýst þetta um hversu vel öðrum líður í
þínum félagsskap.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Mars og Plútó eiga ekki
saman þessa dagana, en
það er ekkert alvarlegt,
bara smávegis snurða í
plánetusambandinu. Ein-
hver orð eru þó látin falla í
geðshræringu. Þetta merkir togstreitu
milli þess sem maður vill að gerist og þess
sem maður trúir að sé ætlað að gerast.
Mitt á milli er síðan málamiðlun sem er
betri en hvor málstaður fyrir sig.
GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ „Neyð-
arhjálp úr norðri“ efndi í vor til
söfnunar í kjölfar flóða sem orðið
höfðu í Tékklandi í þriðja sinn á
níu árum. Fyrirtæki stóðu við bak
félagsins og söfnuninni lauk með
stórtónleikum í Loftkastalanum,
þar sem á annað hundrað tónlist-
armenn komu fram.
Afrakstur söfnunarinnar að
þessu sinni var ein milljón króna
og ákveðið var að styrkja elli-
heimili í bænum Valasske Mezirici
og einstakan grunnskóla og
barnaheimili í borginni Vsetin. Sá
skóli er sá fremsti á sínu sviði í
Tékklandi, en þar fer fram
kennsla heilbrigðra barna, lík-
amlega og andlegra fatlaðra;
barna sem eiga undir högg að
sækja og einhverfra barna. Mörg
hjálpartæki barnanna voru eyði-
lögð eftir flóðin, en með fjármun-
unum frá Íslandi verða ný tæki
keypt nú þegar skólinn hefst.
Peningagjöf Íslendinganna var
afhent við hátíðlega athöfn í borg-
inni Zlín á Mæri í síðustu viku.
Viðstaddir voru fjölmiðlamenn frá
dagblöðum fylkisins, útvarps-
stöðvum Tékklands og stærsta
einkarekna sjónvarpsstöð lands-
ins, TV Prima, hélt áfram umfjöll-
un sinni um söfnun Íslendinganna,
þar sem einstakt þykir að svo lítið
land sendi nú í þriðja sinn hlut-
fallslega mest til hjálpar bág-
stöddum, segir í fréttatilkynningu.
Söfnun Jarmila Mikulcaková afhenti söfnunarfé Íslendinga, hún stendur á
milli ríkisstjórans, Libor Lukas, og Dagmar Simkova, framkvæmdastjóra
grunnskólans og barnaheimilisins í Vsetin.
Söfnunarfé til barnaskóla og elliheimilis
Neyðarhjálp úr norðri
SIÐMENNT félag siðrænna húm-
anista á Íslandi, hvetur stjórnvöld
til að tryggja réttindi kvenna af er-
lendum uppruna til að skilja við
menn sína án þess að eiga það á
hættu að vera reknar úr landi.
Þetta kemur fram í ályktun sem fé-
lagið hefur sent frá sér. Í ályktun
sinni tekur félagið undir gagnrýni
Samtaka kvenna af erlendum upp-
runa sem hafa mótmælt skerðingu
á mannréttindum kvenna frá lönd-
um utan ESB-svæðisins. En þær
konur sem skilja við eiginmenn sína
eiga á hættu að verða vísað út landi.
„Að tengja búsetu- og atvinnu-
leyfi við eiginmenn eða atvinnurek-
endur setur viðkomandi ein-
staklinga í ákaflega erfiða stöðu. Í
tilfelli kvenna sem gifst hafa ís-
lenskum karlmönnun og orðið fyrir
andlegu eða líkamlegu ofbeldi
hljóta mannúðarsjónarmið að ráða.
Óhæft er að það sé í höndum ofbeld-
ismanna hvort fórnarlömb þeirra
hafi atvinnu- og dvalarleyfi hér á
landi,“ segir í ályktun Siðmenntar.
Félagið hvetur stjórnvöld til þess
að breyta lögum og reglugerðum
þannig að tekið verði á þessu máli
og þeim konum sem lenda í slíkum
hremmingum verði hjálpað í stað
þess að auka á neyð þeirra.
Hvetur stjórnvöld
til að tryggja
réttindi kvennanna
SAMFYLKINGIN býr sig nú undir
komandi þingkosningar og á næst-
unni munu öll kjördæmisráð flokks-
ins taka ákvörðun um aðferðir við
skipan á framboðslista flokksins.
Fulltrúaráð Samfylkingarfélag-
anna í Reykjavík verður með fundi í
dag, miðvikudag 30. ágúst að Hall-
veigarstíg 1, kl. 20. Þar verður lögð
fram tillaga stjórnar fulltrúaráðs-
ins um tilhögun við val á framboðs-
listana í Reykjavíkurkjördæmum
norður og suður, segir í frétta-
tilkynningu.
Samfylkingin í Reykja-
vík ræðir framboð
FERÐAFÉLAG Íslands er þessa
dagana að vinna að stækkun Hösk-
uldsskála í Hrafntinnuskeri. Um
helgina voru húseiningar fluttar úr
Reykjavík í Hrafntinnusker og hífð-
ar á járngrind hússins.
Að sögn Páls Guðmundssonar hjá
Ferðafélaginu er um að ræða veru-
lega bætta aðstöðu fyrir ferðamenn
í Hrafntinnuskeri.
Bætt aðstaða í Hrafntinnuskeri
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village.
PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
eee
V.J.V - TOPP5.IS
eee
S.V. - MBL
GEGGJUÐ GRÍNMYND
með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum,
ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas.
Ein fyndnasta grínmynd ársins
úr smiðju
Jim Henson
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskyldunaeeeL.I.B. Topp5.iseeeS.V. Mbl.
P.B.B. DV.
eeee
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
YOU, ME AND DUPREE kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
YOU, ME AND DUPREE LUXUS VIP kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
LADY IN THE WATER kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára.
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 7 - 8 - 10 B.i. 12.ára.
THE LONG WEEKEND kl. 8 B.i. 14.ára.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:45 Leyfð
OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 10:10 Leyfð
BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 3:45 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 6
MIAMI VICE kl. 8 - 10:45 B.i. 16.ára.
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 - 10:45 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð DIGITAL SÝN.