Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ólafsvík | Allir vilja veiða lax. Þessi
töfrafagri fiskur er svo eftirsótt
bráð að stundum ber veiðigleðin
skynsemina ofurliði. Undanfarna
daga hafa særðir laxar veiðst í
Fróðá.
Fiskarnir hafa verið með djúpt
stungusár aftan við hnakka. Þetta
gat verið eftir veiðibjöllu sem reynt
hefði að stýra löxunum á land eða
eftir arnarkló. En reyndar eru sárin
eftir dílaskarf sem sést hefur við
ána.
Hann er flugsyndur veiðigarpur
sem syndir uppi smáfiska og gleypir
þá. Hann hefur þó ætlað sér um of
með laxana og þeir sloppið úr hild-
arleiknum. Menn hafa talið að þegar
skarfur stendur á skeri með út-
breidda vængina sé hann að þerra
sig. Er hann ekki bara að segja frá
þeim stóra sem hann missti?
Skarfurinn
missti þann
stóra
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
SPRENGJUEYÐINGARÆFING
Landhelgisgæslunnar, Northern
Challenge, er nú haldin í 5. sinn og
mun standa fram á fimmtudag. Um
80 þátttakendur frá Svíþjóð, Noregi,
Danmörku, Úkraínu og Bretlandi auk
Íslands taka þátt í æfingunni sem
styrkt er af Atlantshafsbandalaginu.
Flestir þátttakendurnir hafa verið í
Afganistan og Írak eða munu verða
sendir þangað í framtíðinni sem
sprengjusérfræðingar. Í gær fóru æf-
ingar fram við varnarstöðina í Kefla-
vík en í dag verður æft í Hvalfirði.
Æfingunni lýkur á morgun.
Sigurður Ásgrímsson, sprengju-
sérfræðingur hjá Landhelgisgæsl-
unni og einn skipuleggjanda æfing-
arinnar, segir að með þessari æfingu
sé sérstaklega verið að æfa varnir
gegn hryðjuverkasprengjum. „Þetta
eru heimatilbúnar sprengjur sem eru
algengar í Afganistan og Írak. Þar er
algengt að menn finni hernaðarlegar
sprengjur fullar af sprengiefni og
setji á þær einhverskonar kveikibún-
að eins og farsíma og komi þeim svo
fyrir í vegköntum,“ segir Sigurður og
bendir á að mikill meirihluti hryðju-
verka í heiminum sé framinn með
sprengjum.
Sprengjusérfræðingar í hættu
Á sprengjueyðingaræfingunni er
mönnum því sérstaklega kennt svo-
kallað IEDD-ferli, en það gengur út á
að eyða slíkum sprengjum þannig að
sem minnst hætta skapist af því.
„Við notumst við alvöru sprengjur
sem eru tómar. Hér vinna menn sam-
an í liðum og í hverju liði er einn próf-
dómari, en hann er sá reynslumesti í
hópnum,“ segir Sigurður og bætir við
að afar mikilvægt sé að standa rétt að
málum þegar eyða á alvöru sprengj-
um.
„Hryðjuverkamennirnir hafa það
oft að markmiði sínu að setja sprengj-
una af stað þegar verið er að eyða
þeim. Þá bíða þeir oft í næsta skurði
með fjarstýringu og sprengja
sprengjusérfræðinginn í loft upp þeg-
ar hann nálgast,“ segir hann og tekur
fram að hægt sé að bregðast við slíku
með svokallaðri ECM-tækni, en þá
eru sendar út bylgjur sem trufla far-
símatíðni og koma í veg fyrir að hægt
sé að fjarstýra sprengjunni.
Að sögn Sigurðar eru sífelldar
tækniframfarir við sprengjueyðingar
og í æfingunni er notast við róbóta og
röntgen-geislatæki sem oft eru látin
kanna sprengjur áður en talið er
óhætt fyrir menn að koma þar að.
„Við höfum einnig haft kynningar
hérna. Þátttakendur hafa fengið að
kynnast nýjum sprengjugalla og nýj-
um róbótum, og svo hefur ísraelskt
fyrirtæki verið hér og kynnt röntgen-
geislavél,“ segir Sigurður, en þessi
tækjabúnaður getur einnig nýst við
hefðbundna sprengjuleit á flugvöllum
og víðar.
Góð þjálfun nauðsynleg
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, kveðst ánægður
með æfinguna og segir hana hafa
fengið góðar viðtökur. „Það er vel og
fagmannlega að þessu staðið og við
höfum fengið góða dóma bæði frá
NATO og þeim þjóðum sem hafa tek-
ið þátt. Það er gagnlegt fyrir sérfræð-
inga þessara ríkja að skiptast á upp-
lýsingum um tæknilega og verklega
þætti sem snúa að sprengjueyðingu.“
Það er einnig mat Danans Mikkel
Sørner, liðsforingja hjá danska sjó-
hernum, sem er einn þátttakenda á
æfingunni. „Við lærum mjög mikið
hver af öðrum hérna. Það er mikil-
vægt, enda þurfa sprengjusérfræð-
ingar sem sinna svona sprengjueyð-
ingum að vera sérstaklega vel
þjálfaðir. Markmið hryðjuverka-
mannanna er að skapa glundroða og
því líta þeir á það sem mikinn feng ef
að sprengja þeirra springur í höndum
sprengjusérfræðings. Við þurfum því
að vera við öllu búin,“ segir Mikkel og
telur Northern Challange-æfinguna
vera nauðsynlegan undirbúning fyrir
eyðingu hryðjuverkasprengna.
Eyða hryðjuverkasprengjum
Morgunblaðið/RAX
Tækni Sýnt var hvernig einn róbótanna þreifaði á skjalatösku og kannaði hvort í henni leyndist sprengja.
KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, og Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um
aukið samstarf, en Háskólinn og fyr-
irtækið hafa þó fram að þessu átt í
samstarfi á óformlegum grundvelli.
Fyrsti liðurinn í þessu formlega sam-
starfi verður framhaldsnámskeið í
mannerfðafræði sem kennt verður í
Háskólanum á haustönn, en margir
kennaranna eru vísindamenn hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu.
Kári sagði við undirritun yfirlýs-
ingarinnar að hann væri þakklátur
Háskólanum fyrir að hafa sýnt vilja
fyrir samstarfinu. „Mér þykir vænt
um Háskóla Íslands, þessa stofnun
sem er hérna rétt innan seilingar í
næsta húsi,“ sagði Kári en hann verð-
ur meðal kennara námskeiðsins, en
kennsla í því hefst nú eftir helgi.
Sameiginleg sýn
„Það hefur komið fram í samtölum
okkar Kára að við höfum sameig-
inlega sýn um hversu mikilvægt það
er að stilla saman kraftana til að ná
auknum árangri. Það er meðal ann-
ars þessi sameiginlega sýn sem hefur
leitt okkur hingað í dag til að und-
irrita tvo samninga. Annarsvegar
viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf
og hinsvegar samning um námskeið í
mannerfðafræði sem Íslensk erfða-
greining býður nemendum Háskóla
Íslands sem eru í framhaldsnámi upp
á,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir.
„Það er ómetanlegt fyrir okkar
stúdenta að fá aðgang að þeirri þekk-
ingu sem vísindamenn Íslenskrar
erfðagreiningar hafa byggt upp og fá
að kynnast þeim verkefnum sem þar
eru í gangi,“ sagði Kristín og bætti
við að hún treysti því að samstarfið
yrði hagur beggja aðila.
Í verklegum æfingum á mann-
erfðafræðinámskeiðinu verða m.a. til
úrlausnar raunveruleg viðfangsefni
úr rannsóknum Íslenskrar erfða-
greiningar, en í námskeiðinu verður
lögð áhersla á að kynna nemendum
nýjustu rannsóknir og kenningar á
sviði mannerfðafræði. Meðal efnis
verða einnig aðferðir við úrvinnslu
gagna úr stórum gagnasöfnum við
erfðarannsóknir á algengum og
flóknum erfðasjúkdómum.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Samstarf Kristín Ingólfsdóttir og Kári Stefánsson við undirritun yfirlýs-
ingarinnar í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar.
Aukið samstarf ÍE
og Háskóla Íslands
FÉLAGSMENN VR sem lokið
hafa masters- eða doktorsnámi
hafa að meðaltali 10% hærri laun
en þeir sem hafa BA- eða BS-
gráðu, samkvæmt niðurstöðum
launakönnunar VR fyrir árið 2006.
Um 18% félagsmanna hafa BA/BS-
gráðu en um 4% eru með mast-
ersgráðu eða meira.
Umtalsverður munur er milli
kynja hver ávinningurinn af fram-
haldsmenntun er.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segir að niðurstöðurnar sýni
að það borgi sig fyrir fólk að bæta
við sig menntun. „Það finnst mér
ánægjulegt í ljósi þess að við höf-
um lagt áherslu á menntun á síð-
ustu árum. Við höfum litið á
menntamál sem kjaramál og við
getum sagt að það staðfestist í
þessum tölum.“
Fleiri karlar en konur
sem hafa háskólamenntun
Þeir sem lokið hafa masters- eða
doktorsnámi eru að meðaltali með
10% hærri laun en þeir sem látið
hafa staðar numið við BA- eða BS-
gráður. Þegar
búið er að taka
frá áhrif starfs,
stéttar, vinnu-
tíma, aldurs og
starfsaldurs má
sjá að masters-
og doktorsnám
skilar körlum
7% hækkun
launa en konum
13%. Gunnar
Páll segir að af þessu megi ráða að
launamunur kynjanna fari minnk-
andi eftir því sem um menntaðra
starfsfólk er að ræða. „Það borgar
sig því virkilega fyrir konur að
mennta sig.“
Samkvæmt niðurstöðum launa-
könnunarinnar eru 18% fé-
lagsmanna VR með BA- eða BS-
gráðu en 4% með mastersgráðu
eða meira. Fleiri karlar en konur
hafa lokið framhaldsnámi í há-
skóla, eða 5% á móti 3%. Gunnar
Páll segir að menntunarstig fé-
lagsmanna hafi aukist mjög á síð-
astliðnum tíu árum. „Við höfum
verið að sjá menntunarbreytingu í
samfélaginu.“ Um 80% fé-
lagsmanna félagsins vinna skrif-
stofustörf en 20% í verslunum.
Konur græða
meira á menntun
en karlar
Gunnar Páll
Pálsson
Eftir G. Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
»Á Northern-challenge æf-ingunni er lögð áhersla á
eyðingu vissrar tegundar
hryðjuverkasprengna.
»Slíkar sprengjur eru yf-irleitt hernaðarsprengjur
sem nýr kveikibúnaður hefur
verið settur á.
»Á æfingunni eru einnigkynntar nýjungar í
sprengjueyðingu, eins og nýir
sprengjugallar, róbótar og
röntgen-tæki.
Í HNOTSKURN
LÖGREGLAN í Reykjavík rann-
sakar nú innbrot í austurborginni.
Þar var farið inn í íbúð í fyrradag
og munir hafðir á brott. Þjófurinn
stal m.a. úr sparibaukum barna, að
því er segir í dagbók lögreglu.
Einnig voru teknar nokkur þúsund
krónur sem ungur heimilismaður
hafði safnað með hlutaveltu.
Í gær var tilkynnt um innbrot í
nýbyggingu. Þar hafði verkfærum
verið stolið. Þá kom upp mál þar
sem gaskútum var stolið en það er
þriðja tilfellið á fáeinum dögum.
Stal úr spari-
baukum barnanna