Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 27
Allir fóru frambjóð-endurnir á útfar-arþingi Halldórsmeð sigur af hólmi.
Jón, með allt flokkseigendafé-
lagið að bak við sig, marði
sigur í formannskjörinu;
prímadonnurnar báðar, Siv og
Jónína, sigruðu glæsilega með
því að vera felldar frá kjöri;
Guðni kosinn, eftir að hafa
sjálfur veitt sér vantraust
með þeim aumingjaskap að
þora ekki í formannsframboð,
og ung stúlka valin ritari eftir
að aðrir frambjóðendur höfðu
kallað aftur framboð sín.
Og flagg
hins kolfallna
formanns
dregið að húni
á nýjan leik.
Það kann að
vera að sitt
sýnist hverjum
um sigra
þessa, en um
hitt verður
ekki deilt, að
aðal sigurveg-
ari uppgjaf-
arþings Hall-
dórs
Ásgrímssonar
er Morgunblaðið.
Það hafði lengi verið með
böggum hildar vegna öng-
þveitis í Framsóknarflokkn-
um, en þinghaldið reyndist
því „Sigurhátíð sæl og blíð“ –
eins og segir í sálminum. Nú
bendir allt til þess að ráð-
stjórnarflokkarnir geti búizt
við að deila og drottna eftir
næstu kosningar, sbr. leiðara
í blaðinu 21. ágúst sl.
Ritstjórinn er í essinu sínu í
forystugreininni, þar sem seg-
ir m.a.: ,,Raunar hefur Morg-
unblaðið ítrekað lýst þeirri
skoðun, að samstarf eða sam-
eining Sjálfstæðisflokksins og
Frjálslynda flokksins hlyti að
koma til umræðu milli for-
ystusveita flokkanna tveggja.“
Á undan þessari málsgrein
hafði ritstjórinn farið orðum
um að ,,Frjálslyndi flokkurinn
sýndi að loknum borg-
arstjórnarkosningunum aug-
ljósan áhuga á samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn í borg-
arstjórn…“
Í þessu sambandi er þess
að geta, að Frjálslyndi flokk-
urinn telur að vísu ólíku sam-
an að jafna borgarstjórn og
landsstjórn. Á hinn bóginn
taldi flokkurinn að hann
skuldaði kjósendum sínum í
höfuðborginni skýringu á því
ef hann neitaði að axla ábyrgð
á stjórn borgarinnar eftir að
fyrrverandi meirihluti hafði
verið felldur frá völdum. En
til þess kom ekki, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn var frá
öndverðu ráðinn í því að
verzla við málaliða og mútu-
þega Halldórs Ásgrímssonar
um stjórn borgarinnar og
hafa að engu meirihlutavilja
reykvískra kjósenda.
Vegna hugleiðinga ritstjóra
Morgunblaðsins um samein-
ingu og eða samstarf Frjáls-
lynda flokksins og Sjálfstæð-
isflokksins, gæti ritstjórinn
greitt fyrir málinu að sínu
leyti með því að grafast fyrir
um eftirfarandi:
1. Eru áform um það í
Sjálfstæðisflokknum að
gerbreyta um stefnu í
sjávarútvegsmálum?
2. Mun Sjálfstæðisflokk-
urinn fallast á að nafn Ís-
lands verði strikað út af
lista hinna viljugu þjóða í
Íraksstríðinu og biðja ís-
lenzka þjóð afsökunar á
lögbrotinu og glapræð-
inu?
3. Mun Sjálfstæðisflokk-
urinn fallast á ófrávíkj-
anlega kröfu Frjálslynda
flokksins um opinbera
rannsókn á öllu starfi og
ráðdeild Einkavæðing-
arnefndar? Sérstaklega á
sölu bankanna; sölu
Kjartans Gunn-
arssonar og
Helga Guð-
mundssonar
bankaráðs-
manna Lands-
bankans á
hlutabréfum
bankans í VÍS
til S-hópsins,
fyrirtækis Hall-
dórs Ásgríms-
sonar á Höfn í
Hornafirði og
Þórólfs Gísla-
sonar á Sauð-
árkróki, og
einkasölu þáverandi utan-
ríkisráðherra, formanns
Framsóknarflokksins, á
Íslenskum aðalverktökum
til Jóns Sveinssonar,
stórframsóknarmanns?
4. Mun Sjálfstæðisflokk-
urinn gerbreyta stefnu
sinni í málefnum aldraðra
og öryrkja?
5. Er Sjálfstæðisflokkurinn
reiðubúinn að taka upp
hátekjuskatt á nýjan
leik?
6. Mun Sjálfstæðisflokk-
urinn fallast á kröfu
Frjálslynda flokksins um
afnám hinna fráleitu líf-
eyrisréttinda til handa
hástéttarmönnum stjórn-
málanna?
7. Hefir Sjálfstæðisflokk-
urinn enn hug á að
sökkva Þjórsárverum?
8. Fellst Sjálfstæðisflokk-
urinn á þá kröfu að jafna
kosningarétt í landinu
með því að gera það að
einu kjördæmi?
9. Vill Sjálfstæðisflokkurinn
vinna að því að skila lög-
gjafarsamkundunni aftur
því valdi sem henni ber,
en framkvæmdavaldið
hefir sölsað undir sig?
Miklu lengri gæti þessi listi
verið, en ritstjórinn ætti að
hafa í fullum höndum um hríð.
Sauðir fyrrverandi for-
manns Framsóknarflokksins
hafa nú verið settir á vetur á
nýjan leik. Og láta sem flokk-
urinn hafi sælan sigur unnið
með því að gefa á garðann
sama hugsjónaruddann, sem
leitt hefir þjóðina í þær
ógöngur í fjármálum og efna-
hagsmálum, sem blasa við.
En sigurvíma ráðstjórn-
armanna og þjóna þeirra mun
fljótlega af þeim renna og al-
veg, þegar kemur að skulda-
dögum í næstu þingkosn-
ingum. Frjálslyndi flokkurinn
mun leggja sitt af mörkum til
að hrinda þeim flokkum frá
völdum, sem leitt hafa yfir
þjóðina ójöfnuð þegnanna
meiri en dæmi eru um í álfu
okkar.
Fái undirritaður einhverju
um það ráðið mun Frjálslyndi
flokkurinn kostgæfa að taka
höndum saman við hina
stjórnarandstöðuflokkana um
stjórn landsins eftir næstu
kosningar, ef kjósendur veita
þeim nægilegt fulltingi til.
Þetta eru hin nýju viðhorf,
sem vinna ber eftir.
Ný viðhorf
Eftir Sverri
Hermannsson » Fái undirritaðureinhverju um
það ráðið mun
Frjálslyndi flokk-
urinn kostgæfa að
taka höndum saman
við hina stjórnarand-
stöðuflokkana um
stjórn landsins eftir
næstu kosningar…
Sverrir
Hermannsson
Höfundur er fv . formaður
Frjálslynda flokksins.
velt er að fylgjast með hverjir halda,
svo sem um fjölda og magn auglýs-
inga. Þetta eitt væri gott fyrsta skref.
Ég tel enga von til þess að lausn náist
fram nema allir flokkar standi að
samkomulaginu, það verður þá að
koma í ljós hverjr vilja láta brjóta á
því að viðhalda núverandi ástandi.
Samtímis þarf að setjast niður með
fulltrúum fjölmiðla. Sem gamall
fréttamaður veit ég að þetta er við-
kvæmt. Fjölmiðlar vilja ekki fram-
selja dagskrárvald sitt til pólitískra
fulltrúa, og það skil ég. Eigi að síður
má ræða eins konar „jafnréttistrygg-
ingu“ flokka og frambjóðenda þannig
að flokkarnir viti fyrirfram að hverju
þeir ganga í aðdraganda kosninga.
Mér finnst líka að RÚV, sem hefur
sérstökum skyldum að gegna, eigi að
skapa rými fyrir pólitískan boðskap
flokka í framboði, með ókeypis hólf-
um í dagskrá.
Innan hvers flokks er hægt að
setja reglur um kostnað við umgjörð
prófkjörs. Samfylkingin getur vel
haft forgöngu um slíkt. Nú þegar við
vitum að „stór og glæsileg prófkjör“
(les: rándýr) búa ekki sjálfkrafa til
góða niðurstöðu í kosningum ætti
þetta að vera hægt. Þetta þurfa að
vera almennar reglur, með sveigj-
anleika fyrir hvern og einn þar sem
heiður og vegsemd væri að veði hjá
einstökum frambjóðendum.
Ennfremur tel ég að innan hvers
flokks megi setja reglur um það
hvernig einstakir frambjóðendur og
kjörnir fulltrúar fjármagna stjórn-
málastarf sitt. En ef menn setja bara
lokur tekjumegin hyglum við þeim
sem fyrirfram eiga mesta peninga. Ef
við setjum þak á kostnað gerum við
hins vegar öllum tiltölulega jafnt und-
ir höfði.
Eitt skref í einu
Við getum fikrað okkur hægt og
bítandi að betra fyrirkomulagi. Kom-
ið böndum á kostnað, tryggt sam-
komulag um aðkomu framboða að
fjölmiðlun, sett reglur innan flokka,
frelsað kjörna fulltrúa úr fjárhags-
viðjum vegna framboða. Markmiðið
væri að tryggja sjálfstæði kjörinna
fulltrúa, jafnræði framboða og flokka
að tilteknu lágmarki, og koma á
gagnsæi til að styrkja tiltrú okkar
allra á lýðræðinu.
um „almennar reglur“ sem fela í sér
„jafnræði“ sem þeir búa til eftir at-
vikum. Í nútímalegu viðskiptaum-
hverfi vilja fyrirmenn viðskiptalífs
ekki eiga sitt undir velvilja stjórn-
málamanna, heldur réttum leik-
reglum. Ég skynja því sterkt að við-
skiptalífið vilji helst losna undan
þessum kaleik sem stjórnmálamenn
rétta því. Mikill kostur væri að hluta-
félög á markaði settu sjálfum sér op-
inberar reglur um framlög til stjórn-
mála.
Stjórnmálin ráða ekki við málið
Mér sýnist þetta vera eitt af þeim
málum sem stjórnmálaflokkarnir
ráða ekki við; það snertir þá sjálfa
með svo mismunandi hætti hverju
sinni. Í nígerískum fótbolta er dóm-
urum heimilt að þiggja mútur svo
fremi sem þeir láti þær ekki bitna á
öðru liðnu! Við erum með sams konar
ástand. Sumir halda því fram að
betra sé að hafa engar reglur en regl-
ur sem hægt sé að brjóta. Þetta eru
klárlega falsrök, alveg eins og við
takmörkum hraða á vegum þótt sum-
ir aki of hratt. Ísland er eitt fárra
landa sem ekki setja reglur um fjár-
reiður stjórnmálalífsins og stjórn-
málaflokkar þurfa ekki að gefa upp
hverjir styrkja þá. Í því efni getum
við lært af öðrum þjóðum. En það er
ekki nóg. Takist að koma böndum á
kostnað batnar ástandið strax, því
framlög ríkisins til stjórnmálaflokka
hafa aukist talsvert á liðnum árum og
eru nú allrífleg. Langstærstur hluti
þessara framlaga fer í fáránlega dýra
kosningabaráttu til Alþingis á fjög-
urra ára fresti, en væri betur varið í
félagsstarf flokka. Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur ásamt öðrum verið öt-
ull flutningsmaður tillögu um úrbæt-
ur en alltaf strandar málið, því hér
virðist gilda almennur vilji stjórn-
málamanna um að farið sé með síauk-
ið gjafafé til stjórnmála eins og maf-
íupeninga.
Tillögur
Það skásta sem við getum gert
núna þegar kosningavetur fer í hönd
er að flokkarnir sendi „sína bestu
fulltrúa“ (alls ekki frambjóðendur!)
til að ræða hvort hægt sé að komast
að samkomulagi um þak á kostnað
við kosningabaráttuna. Við þurfum
samstöðu til að rjúfa vítahringinn. Í
byrjun er hægt að ná samkomulagi
um mjög almennan ramma sem auð-
hvort ég teldi mig skuldbundinn þeim
sem legðu mér fé. Ég sagði efnislega
að engin sú upphæð sem ég fengi
væri svo stór að hún kæmist yfir
þann siðferðisþröskuld sem ég setti
sjálfum mér. Hvað á maður að segja?
Auðvitað segir núverandi borg-
arstjóri það sama, og nýkjörinn for-
maður borgarráðs. Sjálfur hef ég oft
tekið þátt í að safna fé til stjórnmála-
starfs og man ekki eftir alvarlegri til-
raun nokkurs til að innheimta greiða
með fyrirgreiðslu. En því miður er ég
sannfærður um að þess eru fjölmörg
dæmi, þótt ég geti ekki sannað það.
Það skiptir bara ekki máli. Hér skipt-
ir meginmáli að þetta samband
stjórnmála og viðskiptalífs er svo tor-
tryggilegt fyrir allan almenning, að
ég sem kjörinn fulltrúi get ekki orða
bundist og hlýt að óska eftir breyt-
ingu á svo heiðarleiki minn og ann-
arra verði ekki tortryggður. Mér
finnst margir stjórnmálamenn gera
of lítið úr þeirri hættu sem af þessu
steðjar, en detta samt í þann pytt
sjálfir þegar minnst varir að núa fé-
lögum sínum því um nasir að „óeðli-
leg tengsl“ séu á ferðinni – þegar svo
hentar. Hvað á þá almenningur að
halda? Það versta, auðvitað.
Staða fyrirtækjanna
Ég held því ekki fram að „fjár-
plógsmenn“ sitji um að kaupa sér
stjórnmálamenn. Þeir fjármálamenn
sem ég hef átt samskipti við reyna að
setja sjálfum sér og fyrirtækjum sín-
mt tveimur
ta sæti
. Kostnaður
inu 5–6
a, hinir
rei komist af
vo samtals
ð höfum var-
i 18–20
óna í þá bar-
n fyrir þessa
ga sem
stu sætin í
um er út í
ta 50–60
ær 80. Þá er
em stefndu
kkanna
ostað fram-
jónir króna.
g
ninga
ú að hefja
sinn fyrir
rangur í
ir því að
lista hafi
lafólkið.
ást til sveit-
el mig ekki
að kostnaður
ð undir 50
æðisflokk-
tur, ég skal
70 milljónir
urinn hefur
núa töpuðu
áraustri, enn
ætla kostnað
ir króna.
yndir eyddu
arla sluppu
milljónir
yddu því
num króna í
á næstum
ör! Allt eru
r ekki máli
ölurnar eru
sjónvarpi
k þátt í
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
»Við getum fikraðokkur hægt og bít-
andi að betra fyrirkomu-
lagi. Komið böndum á
kostnað, tryggt sam-
komulag um aðkomu
framboða að fjölmiðlun,
sett reglur innan flokka,
frelsað kjörna fulltrúa úr
fjárhagsviðjum vegna
framboða.
fyrir eru í gildandi löggjöf verulegar tak-
markanir á ráðstöfunarrétti jarðeigenda og
ýmsar kvaðir lagðar á þá sem geta verið
mjög íþyngjandi og hafa oft í framkvæmd
reynst ósanngjarnar. Með frumvarpi þessu
er ætlunin að bæta að nokkru leyti úr þess-
um annmörkum,“ segir meðal annars í
greinargerðinni.
Þar er jafnframt vísað til þess að Eftirlits-
stofnun EFTA hafi gert athugasemdir við
ákvæði jarðalaga og talið þau brjóta í bága
við samninginn um Evrópska efnahags-
svæðið og eigi lagabreytingarnar að nokkru
rætur að rekja til þess.
„Hafa athugasemdirnar einkum beinst að
6. gr. laganna um að samþykki bæði sveit-
arstjórna og jarðanefnda þurfi til að heimilt
sé að ráðstafa jörðum og öðrum fasteignum
sem lögin gilda um, að sveitarstjórn geti
bundið samþykki sitt tilteknum skilyrðum
um búsetu, sbr. sama ákvæði, 11. gr. lag-
anna um að aðilar sem kaupa vilja jarðir á
Íslandi og nýta til landbúnaðar þurfi að hafa
starfað við landbúnað í tvö ár hér á landi,
nema landbúnaðarráðherra veiti sérstaka
undanþágu, og 30. gr. laganna um forkaups-
rétt sveitarfélaga og Jarðasjóðs ríkisins,“
segir meðal annars.
nýttar séu eða nýtanlegar til landbún-
aðarstarfsemi.
Þannig voru í lögunum frá 1976 takmark-
anir á því að land sem nýtt var til landbún-
aðar væri tekið til annarra nota nema með
leyfi landbúnaðarráðherra auk þess sem
viðskipti með jarðir voru háðar samþykki
viðkomandi sveitarstjórnar. Þessar tak-
markanir voru að verulegu leyti felldar úr
gildi og í greinargerð með lagafrumvarpinu
segir að með lagabreytingunum sé stefnt að
því „að færa löggjöf um jarðir í átt til nú-
tímans og að samræma eins og unnt er eign-
arrétt og umsýslu jarða þeim meginreglum
sem gilda um aðrar fasteignir í íslenskri lög-
gjöf. Eins og áður hefur verið gerð grein
nntun sé jörð stærri en 30 hektarar
er að búa á jörðinni fyrstu átta árin
p. Einstaklingur má ekki eiga fleiri
r jarðir og hjón ekki fleiri en átta
em mega þó ekki vera samanlagt
n 400 hektarar.
g rýmkun
breytingar sem gerðar voru á jarða-
Alþingi árið 2004 fólu í sér verulega
á ákvæðum í eldri jarðalögum sem
árinu 1976, en í greinargerð með
pinu er vísað til þess að í sambæri-
gjöf á Norðurlöndum séu enn víð-
kmarkanir á reglum um eign-
meðferð og nýtingu jarða, sem
rangari en í gildi eru hér á landi
Morgunblaðið/Eggert
»Samkvæmt gildandi lögum í Nor-egi eru viðskipti með jarðir háðar
samþykki sveitarfélags auk þess sem
skylt er að búa á jörðinni um tiltekinn
tíma
» Í Danmörku er sambærileg reglaum búskyldu og getur ein-
staklingur ekki átt fleiri en fjórar
jarðir
»Lagabreytingar sem gerðar voruá jarðalögum á Alþingi Íslendinga
árið 2004 fólu í sér verulega rýmkun á
ákvæðum í eldri jarðalögum sem voru
frá 1976
Í HNOTSKURN