Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 7 FRÉTTIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 9 3 3 Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. 3 ára ábyrgð. KIA Sportage er sigurvegari í sínum flokki, samkvæmt gæðakönnun hins virta alþjóðlega rannsóknarfyrirtækis JD Power. Könnunin náði til 115 þúsund bíleigenda í Bandaríkjunum. *M.v. 30% útborgun og 84 mán. bílasamning hjá SP fjármögnun með blandaðri myntkörfu. KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf. Vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðendur getum við nú boðið örfáa KIA Sportage á þessu frábæra verði. KIA Sportage nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi, enda framúrskarandi og margverðlaunaður sportjeppi. Byltingarkennd 2ja lítra dísilvélin er einstaklega hljóðlát og umhverfisvæn en skilar engu að síður 140 hestöflum og eyðir aðeins 7,1 lítra á hundraðið í blönduðum akstri. SértilboðKIA Sportage dísil 140 hestöfl eða 27.720 kr. á mánuði* 2.690.000 kr. STOFNUÐ verður framhaldsskólabraut í grunnskólanum Lækjarskóla í Hafnarfirði, og er hún hugsuð sem framhald af fjölgreinanámi skólans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, skrifuðu undir sam- komulag um nýju námsbrautina í Hafnarborg í gær. Um er að ræða tveggja ára framhaldsbraut við Lækjarskóla, í samstarfi við Flensborg- arskólann og Iðnskólann í Hafnarfirði. Er hún ætluð nemendum sem að öðrum kosti væru lík- legir til að flosna upp úr námi. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára, frá og með haust- önn 2006. Menntamálaráðuneytið leggur verk- efninu til fé vegna kennslukostnaðar, sem mið- ast við fjölda nemenda sem stunda nám á hverri önn, að hámarki 12 nemendum. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ að brautin sé hugsuð sem framhald á námsbraut sem farið var af stað með í Lækjar- skóla haustið 2004 undir heitinu fjölgreinanám. Með því var hugmyndin að koma til móts við nemendur sem vildu létta á bóklegu námi en auka það verklega. Hefur þessi leið gefist mjög vel og mikil ásókn verið í námsbrautina. Framhaldsskólabraut í Lækjarskóla Morgunblaðið/Jim Smart Framhaldsskólabraut Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifuðu undir samninginn í gær. BOLVÍKINGAR hyggjast fylkja liði í Óshlíðinni á morgun, fimmtu- dag, klukkan 19.30 til að krefjast úrbóta í samgöngumálum við kaupstaðinn með lagningu jarð- ganga. „Við hljótum að krefjast öruggra samgangna við allar aðrar byggðir landsins,“ segir m.a. í áskorun Valrúnar Valgeirsdóttur, sem hún birti á vef Bolungarvíkurbæjar, vikari.is, en hún hefur haft for- göngu um þessar aðgerðir. Kemst ég til tannlæknis eða verð ég að afpanta? „Ég vona að þetta verði til þess að vekja athygli á því að við þurf- um að hafa þessar samgöngur í lagi. Á bak við allar ályktanir er fólk sem býr hér í bænum og býr við þetta allan ársins hring. Get ég farið Óshlíðina? Kemst ég til tann- læknis eða verð ég að afpanta tím- ann? Get ég farið að versla í Bón- us? Kemst maðurinn minn heim úr vinnunni? Kemst hann í vinnuna? Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig er að búa við þetta,“ sagði hún í gær í samtali við Morg- unblaðið. Valrún sagði að gætt yrði fyllsta öryggis við aðgerðirnar og ekki farið um Óshlíðina nema það væri talið óhætt vegna grjóthruns. Að- gerðirnar færu fram í samráði við lögreglu og undir eftirliti hennar. „Ef það fer að rigna eða slíkt þá breytum við bara fyrirkomulaginu. Ef okkur verður ekki óhætt að fara þá verðum við bara hérna megin, eins og við þurfum oft að vera þegar hlíðin er ófær,“ sagði hún ennfremur. Sækja menntaskóla alla daga á veturna Hún benti á að samgöngur á landi væru einu samgöngurnar við Bolungarvík og yrðu því að vera í lagi og öruggar. „Hér eru börn sem sækja menntaskóla á Ísafjörð til dæmis alla daga á veturna. Þau eru náttúrlega alltaf í hættu, en þau hafa engan annan kost,“ sagði Valrún. Hún bætti við að svona lagað vendist að einhverju leyti. Fólk lærði að taka tillit til þessara að- stæðna, en auðvitað væri þetta ástand ekki viðunandi. „Hér er gott að búa og hér verður enn betra að búa þegar við fáum öruggar samgöngur,“ sagði hún að lokum. Bolvíkingar krefjast úrbóta í samgöngum Hyggjast fylkja liði í Óshlíðinni annað kvöld Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.