Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 16

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 16
M eð tímanum er börnunum kennt að drepa, þau gerð að hermönn- um og látin vinna voðaverk. Hugsaðu þér, börnunum okkar er breytt í uppreisnarmenn. Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði móðir á miðjum aldri við mig í bænum Gulu í Norður- Úganda í apríl í fyrra. Konan hristi höfuðið og spurði hvernig það gæti viðgengist að þúsundir barna hefðu verið numin á brott og neydd til liðs við skæruliða. Af hverju fengu átökin að halda óáreitt áfram? Samkomulag sem undirritað var á laugardag og tók gildi í gær gæti fært konunni friðinn sem hún hefur beðið eftir svo árum skiptir. Vilja stjórna eftir boðorðunum tíu Frá upphafi hefur verið óljóst hvað nákvæm- lega vakir fyrir Andspyrnuher Drottins. Her- inn varð til á níunda áratugnum, í kjölfar þess að núverandi forseti landsins, Yoweri Muse- veni, komst til valda árið 1986. Andspyrnuher Drottins hefur ekki reynt að ná landsvæðum á sitt vald en hefur sagst vilja stjórna Úganda eftir boðorðunum tíu. Andspyrnuherinn og stjórnarher Úganda mætast sjaldan og skæru- liðar Andspyrnuhersins ráðast aðallega á óbreytta borgara. Fullorðið fólk er venjulega myrt eða hendur höggnar af því, varir, nef eða annað. Börnum er hins vegar rænt og þau neydd til að ganga til liðs við herflokkinn. Tugir þúsunda hafa látið lífið í átökunum og Samein- uðu þjóðirnar áætla að yfir 20.000 börn hafi ver- ið numin á brott. Til að koma í veg fyrir að börn- in flýi er þeim markvisst hótað og þau látin vinna voðaverk á heimaslóðum. Upp úr friðarviðræðum slitnaði árið 1994, 2002 og aftur í fyrra en nú hefur í fyrsta skipti tekist að semja um vopnahlé og komast að sam- komulagi um að skæruliðar leggi niður vopn og gefi sig fram. Vopnahléið markar tímamót og endanlegir friðarsamningar eru taldir geta fylgt í kjölfarið. Samningalotan verður þó flókin og ljóst að brugðið getur til beggja vona en ástæða þykir til bjartsýni. Friðarsamningar í kjölfar vopnahlésins myndu ekki einungis þýða að um tvær milljónir manna gætu snúið aftur til síns heima, heldur að börn sem neydd hafa ver- ið til fylgis við skæruliða gætu lagt niður vopn. Áhrif yfir til Suður-Súdan En friði í Norður-Úganda yrði fagnað víðar. Hinum megin við landamærin, í Suður-Súdan, ríkir brothættur friður eftir sögulega friðar- samninga frá því í byrjun árs 2005. Milljónir Suður-Súdana snúa nú aftur til síns heima eftir borgarastyrjöldina en í gegnum tíðina hafa liðs- menn Andspyrnuhersins farið reglulega yfir landamærin og valdið óstöðugleika á svæðinu. Í ferðalagi sem ég fór til Suður-Súdan í desem- ber kom berlega í ljós að Andspyrnuherinn er talinn alvarleg ógn við friðinn. Vopnahlé sem gefur von um endanlega friðarsamninga í Norður-Úganda snertir þannig milljónir manna. Suður-Súdanir hafa tekið að sér að halda ut- an um friðarviðræðurnar og fara þær fram í höfuðborginni, Juba. Vopnahléið er afrakstur samningaviðræðna sem hófust 14. júlí. Viðræð- urnar gengu illa framan af en á laugardag náð- ist samkomulagið sem tók gildi í gær. Forseti Suður-Súdan, Salva Kiir, hefur sagt að ef við- ræðurnar skili ekki árangri, muni bæði úgand- ískir og suður-súdanskir hermenn berjast gegn skæruliðunum. Umheimurinn aðhafðist ekkert Enginn veit hvar liðsmenn Andspyrnuhers- ins halda sig hverju sinni og þeir geta ráðist fram hvar sem er. Af ótta við árásir hafa nánast allir íbúar í ákveðnum héruðum leitað skjóls í stærri bæjum sem njóta verndar stjórnarhers- ins eða í flóttamannabúðum sem stjórnvöld hafa komið upp. Sumir segja að um 1,7 milljónir manna séu á flótta, aðrir segja töluna nærri tveimur milljónum. Í Norður-Úganda ríkir neyðarástand og mannúðarsamtök hafa bent á að umheimurinn hafi látið svæðið afskiptalaust. Ástandið hefur farið stöðugt versnandi en fjölmiðlaathygli ver- ið lítil sem engin. Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf hjá Sameinuðu þjóðunum, fagnaði í gær vopnahléinu og minnti á að heimsbyggðin hefði horft framhjá neyðarástandinu í Norður- Úganda. Egeland hefur í gegnum tíðina ítrekað bent á að í Norður-Úganda ríki ein heimsins versta neyð sem þó hafi verið látin algjörlega afskiptalaus. Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn vill að leið- togi skæruliða, Joseph Kony, og fjórir aðrir leiðtogar verði framseldir svo hægt verði að birta þeim ákærur fyrir morð, nauðganir, að hafa neytt börn til liðsinnis við sig og annað. Stjórnvöld í Úganda hafa hins vegar lofað skæruliðum uppgjöf saka ef friðarsamkomulag næst og hyggjast ekki framselja þá. Þau óttast að að öðrum kosti muni þeir ekki gefa sig fram og átökin haldi áfram. Mannréttindasamtök hafa fordæmt sakaruppgjöfina en forseti Úg- anda hefur sagt að friður sé mikilvægari en al- þjóðleg réttarhöld. Morð og misþyrmingar Stríðinu í Norður-Úganda hefur verið lýst sem einu því ógeðfelldasta í heimi. Sá sem heyr- ir sögur af morðum og misþyrmingum, nauðg- unum og húsbrunum á erfitt með að trúa sínum eigin eyrum. Allir sem ég ræddi við í Norður-Úganda höfðu sögu að segja og hver einn og einasti hafði misst einhvern nákominn. Kona sá bróður sinn drepinn og karlmaður vaknaði um miðja nótt og heyrði bróður sinn og öll hans börn numin á brott. „Guð einn veit hvað í ósköpunum þau eru að gera núna eða hvort þau eru yfirhöf- uð enn lifandi. Andskotans, helvítis. Mér ofbýð- ur þetta,“ sagði hann. Kvennahópur sat þögull og starði út í loftið. Í hverju hafði hann lent? Þungbúinn maður sagði mér að flóttamannabúðirnar væru eins og fang- elsi en flóttafólk gæti ekki snúið aftur heim meðan liðsmenn Andspyrnuhersins gengju enn lausir. Á sjúkrahúsi voru vannærð börn og börn með margvíslega sjúkdóma. „Það er ekki hollt að hírast í flóttamannabúðum,“ hvíslaði hjúkr- unarfræðingur. Í norðrinu blöstu við yfirgefin þorp, land í órækt og hús sem brennd höfðu verið til ösku. Í flóttamannabúðunum stóð strákofi við strákofa, sums staðar svo þétt að þökin snertust. 18.000 fótgangandi börn Og svo voru það börnin. Börnin sem horfðu flóttalega í kringum sig og hvísluðu dauðskelk- uð að þeim gæti verið rænt í nótt. Mörgum mánuðum síðar heyrði ég hvíslið ennþá og sá fyrir mér stúlkurnar sem ég hitti í Guscu-mið- stöðinni. Í Guscu voru börn sem numin höfðu verið á brott en ákváðu að flýja frá Andspyrnu- hernum – og tókst það. Sumar stúlknanna horfðu samanbitnar fram fyrir sig og héldu á kornabörnum. Hjálparstarfsmaðurinn Shanty Francis benti á að þeim hefði verið misþyrmt af herflokknum. „Og hvað heldurðu að gerist í framhaldinu? Nú, stúlkurnar verða óléttar. Þótt þær séu sjálfar varla komnar af barns- aldri,“ sagði hann. Þegar myrkrið skall á í bænum Gulu streymdu átján þúsund börn inn til bæjarins; unglingar, lítil börn og smábörn. Börnin bjuggu í sveitunum en þorðu ekki að sofa þar um næt- ur. Af ótta við að vera drepin eða numin á brott gengu þau marga kílómetra í öryggið í bænum sem verndaður var af stjórnarhernum. Sum höfðu gert það svo árum skipti. Í einu af næturskýlunum sem hjálparsamtök höfðu sett upp var líf og fjör. Hundruð barna sváfu í hverjum sal fyrir sig, stelpur saman og strákar á öðrum stað. Litli níu ára drengurinn sem kom ásamt yngri systur sinni í skýlið var feiminn en útskýrði að nokkrir liðsmenn And- spyrnuhersins hefðu gert árás nálægt heimili hans þremur nóttum fyrr. Drengurinn var log- andi hræddur. Á bekk sátu tvær stúlkur og tveir drengir sem sloppið höfðu frá Andspyrnuhernum. Þau hvesstu á mig augun. „Við þurfum bara að ein- beita okkur að því núna að vera góðar mann- eskjur,“ hvíslaði 11 ára stúlka eftir langa þögn. Í morgunsólinni í Gulu sáust þúsundir smávax- inna fóta síðan trítla heim til sín á nýjan leik. Ef vopnahléið sem hófst í gær heldur geta börnin sofið heima hjá sér næstu vikur. Og ná- ist friðarsamningar geta börnin í Gulu sagt endanlega skilið við næturskýlin. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Óttaslegin Börn í flóttamannabúðum í Norður-Úganda sem leituðu þar skjóls af ótta við að vera numin á brott. Barnastríðið sem gleymdist Fréttaskýring | Friður gæti verið í sjónmáli á átakasvæði sem umheimurinn hefur látið af- skiptalaust. Vopnahlé hófst í gærmorgun á milli stjórnarhers Úganda og skæruliða í hinum óhugnanlega Andspyrnuher Drottins. Sigríður Víðis Jóns- dóttir fjallar um vopnahléið sem markar tímamót og rifjar upp dvöl sína í Norður-Úganda. 16 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT »Stríðið sem staðið hefur yfir í 20 ár ínorðurhluta Úganda verður að teljast með þeim óvenjulegri enda hefur barnaher- mennska einkennt það, árásir á börn og óljós markmið. »Skæruliðar í Andspyrnuher Drottinsfara um í litlum hópum, gera árásir á óbreytta borgara í skjóli nætur og nema allt niður í nokkurra ára gömul börn á brott. Börnunum er hótað til að þau flýi ekki. »Til að komast hjá árásum hafa nær alliríbúar þriggja héraða í Norður-Úganda safnast saman í flóttamannabúðir og stærri bæi undir vernd stjórnarhers Úganda. »Á fáum stöðum í heiminum eru jafn-margir á vergangi í eigin landi. Í HNOTSKURN Vopnahlé er hafið í átökum í Norður-Úganda sem staðið hafa í 20 ár H:39 " = 9 3 "6 = 1    7 >1 1 / 0&.%1."I9%B      sigridurv@mbl.is SAMKVÆMT vopnahléssamningnum sem tók gildi í gær eiga liðsmenn Andspyrnuhers Drottins að koma úr fylgsnum sínum og safnast saman í tveimur búðum í Suður-Súdan; í Ow- iny-ki-Bul nálægt landamærum Úg- anda og í Ri-Kwangba nærri Kongó. Andspyrnuherinn hefur þrjár vikur til að koma sér á áfangastað og stjórnarher Úganda hefur heitið því að ráðast ekki á liðsmenn hans á leið- inni. Skæruliðum er lofað sakarupp- gjöf og hjálparsamtök eru í starthol- unum til að aðstoða konur og börn sem þvinguð voru inn í hópinn. 500 eða 5.000 skæruliðar? Margir hafa lýst furðu sinni yfir því að ekki hafi tekist fyrr að yfirbuga her sem telur í mesta lagi 5000 manns, hugsanlega einungis 500, og samanstendur að stórum hluta til af börnum. Vilja þykir hafa skort til að leysa deiluna en einnig flækir málin að herinn dreifir sér um skóg- arþykkni í Norður-Úganda, Suður- Súdan og Lýðveldinu Kongó. Auk þess getur verið erfitt að greina hver er skæruliði og hver er óbreyttur borgari, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Forseti Úganda vonast til þess að endanlegum friðarsamningum í kjöl- far vopnahlésins, megi ná fyrir 12. september. Skæruliði, barn eða bæði?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.