Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 43
tölvuleikir
Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu
Innritun í síma 561 5620
frá kl. 12.00–17.00.
Íbúar í Grafarvogi
og nágrenni,
kennt verður
í Hamraskóla.
www.schballett.is
Kennsla hefst
11. september
Esther Helga
Guðmundsdóttir ráðgjafi
mfm miðstöðin
Meðferðar- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar,
Ármúla 15, Reykjavík, sími 568 3868
www.matarfikn.is
Frá hömluleysi til heilsu!
Borðar þú stundum meira en þú hefur ákveðið?
Felur þú hvernig þú borðar?
Hafa matarvenjur þínar hamlandi áhrif
á líf þitt?
Finnst þér þú hafir reynt allt, en átt enn
í vanda með mat?
Við bjóðum upp á greiningu, einstaklingsmiðaða
meðferð og fræðslu.
Námskeið að hefjast. Upplýsingar í síma 568 3868
eða matarfikn@matarfikn.is
ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin
Iceland Film Festival verður sett
með formlegum hætti í kvöld þeg-
ar kvikmyndin Factotum verður
frumsýnd í Smárabíói en hún er
opnunarmynd hátíðarinnar. Við-
stödd sýninguna verða aðalleik-
ararnir Matt Dillon og Marisa
Tomei, auk leikstjórans Bent
Hamer og framleiðandans Jim
Stark. Factotum er byggð á sam-
nefndri bók hins þekkta banda-
ríska rithöfundar Charles Buk-
owski og var hún frumsýnd í New
York fyrr í þessum mánuði. Í
fréttatilkynningu segir að myndin
hafi fengið góða dóma, en kvik-
myndagagnrýnandi L.A. Weekly
hafði meðal annars þetta um
myndina að segja: „Þetta er níst-
andi fyndið listaverk, þó um sé að
ræða húmor manns sem drekkur
til að bægja frá sér sársaukanum
og geðveikinni sem fylgir því að
vera edrú. Dillon sýnir stórleik og
sína bestu frammistöðu síðan í
Drugstore Cowboy.“
Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni verða alls 30 kvikmyndir
sýndar og er þeim skipt í fjóra
flokka: Heimurinn, sem er kjarna-
dagskrá hátíðarinnar ætluð óháð-
um myndum hvaðanæva úr heim-
inum. Ameríka, flokkur óháðra
kvikmynda frá Bandaríkjunum.
Heimildarmyndir, flokkur nýjustu
heimildarmynda og Gala, fyrir
sérvaldar myndir sem frumsýndar
verða með viðhöfn.
Kvik-
mynda-
hátíð sett
í kvöld
Gúrkutíð Matt Dillon sem Hank Chinaski, hin hliðin á Charles Bukowski.
www.icelandfilmfestival.is
FORBIDDEN Siren 2 er framhald
af hryllingsleik sem vakti litla hrifn-
ingu þegar hann kom út árið 2004.
En það er greinilegt að höfundar
leiksins hafa séð eitthvað til að vinna
með úr hugmynd fyrri leiksins því
hér kemur Forbidden Siren 2
tvíefldur til leiks. Leikurinn er töff
og á köflum ansi taugatryllandi.
Þú spilar sem nokkrar mismun-
andi persónur á mismunandi tímum
en þó gerist leikurinn allur á sama
staðnum - óþekktri eyju þar sem
eitthvað hefur farið alvarlega miður.
Þú færð nógan tíma til að kynnast
leiknum og stjórnkerfi hans sem til
að byrja með virkar hálf yf-
irgengilegt og jafnvel klunnalegt á
köflum. Eftir að hafa farið í gegnum
byrjun leiksins sem er beinlínis til
staðar til að kenna þér að spila leik-
inn fer allt að ganga mun betur og
þú gleymir þér í að koma uppvakn-
ingum og öðrum hryllings-
afkvæmum til síns heima.
Allt í allt skemmtilegur leikur sem
er fyrir þá sem hafa gaman af
þrautaleikjum með hryllingsívafi og
ættu þeir sem komnir eru með aldur
til að hafa gaman af Forbidden Siren
2.
Taugatryllandi og töff
Forbidden Siren 2
PS2 - Sony
Heildardómur 7/10
Spilun 7/10, Grafík 7/10, Hljóð 6/10,
Ending 7/10
Hryllings-hasarleikur
Forboðin Að mati gagnrýnanda er
framhaldið betra en forverinn. Baldur Baldursson
Playstation 2 brátt fáanleg í bleiku
Í OKTÓBER gefur Sony út nýja útgáfu af PS2 leikjavélinni og í
þetta skiptið verður hún bleik. Vélin mun koma með tveimur
bleikum stýripinnum og bleiku 8 MB minniskorti. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem Sony gefur út PlayStation 2 í nýjum lit því
áður hefur hún verið gefin út silfurlituð. En vegna gífulegra vin-
sælda leikja eins og Singstar og Buzz! á bleika vélin að end-
urspegla vaxandi og breiðari notendahóp PlayStation 2. Áætlað
er að vélin verði komin í verslanir á Íslandi sunnudaginn 8.
október.
Sony lýsti því nýlega yfir að þeir hefðu skrifað
undir samstarfssamning við söngkonuna Pink og í
tilefni af því ætlar Sony að gefa út bleika PSP í tak-
mörkuðu upplagi. Pink útgáfan af PSP mun verða
stútfull af aukahlutum ásamt því að henni mun fylgja
sérstakur UMD diskur með tónlist og myndböndum
Pink. „Markmið þessa framtaks er að sýna það sjálfs-
traust og kraft sem ungar konur búa yfir. Pink hefur að-
dráttarafl sem nær út fyrir tónlistariðnaðinn. Hún er vin-
sæl hjá hjólabrettafólki, tölvuleikjaspilurum og rokkurum.
Hún er svöl og framsækin, alveg eins og PSP tölvan,“ segir
Stephane Hareau markaðsstjóri Sony Computer Entertainment
Europe.