Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
Reykjavíkurhöfn | Fiskmarkaður-
inn í Faxaskála mun nú í lok mán-
aðarins afhenda Reykjavíkurborg
húsnæði sitt við austurhöfnina og
flytja yfir í Bakkaskemmuna við
Grandabakka í vesturhöfninni.
Faxaskáli verður rifinn ásamt öðr-
um byggingum á svæðinu og verð-
ur reiturinn helgaður nýju tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsi ásamt
skipulagi í kringum það. Breyttir
tímar kalla á breyttar áherslur,
segir hafnarstjóri.
Tryggvi Leifur Óttarsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís-
lands, sem rekur markaðinn í Fax-
askála sem stundum er einnig
nefndur „Faxamarkaður“, segir að
flutningarnir leggist vel í fyrirtæk-
ið. „Þetta hefur allt verið gert í
mjög góðu samráði við okkur. Við
höfum fengið að vera þátttakendur
í hönnun á húsinu,“ segir Tryggvi
um Bakkaskemmuna sem er gam-
alt hús sem var að mestu áður not-
að undir geymslur en hefur nú
verið breytt til samræmis við nýtt
hlutverk sitt.
„Þetta hentar mjög vel og hér
verður góð aðstaða. Löndunin hef-
ur verið færð hingað yfir. Þetta er
gert af miklum myndarskap og við
höfum fengið að vera með í þróun-
arferlinu frá upphafi. Það var vel
hlustað á okkar sjónarmið sem er
ómetanlegt fyrir báða aðila, enda
höfum við reynslu í þessu,“ segir
Tryggvi að lokum.
Ákveðin tímamót
„Sumir vildu að þarna yrði
áfram rótgróin hafnarstarfsemi,
fyrir alvöru þær breytingar sem
eru að gerjast á svæðinu,“ segir
Gísli. „Sá tími er kominn sem allir
sáu fyrir að kæmi. Þetta eru
ákveðin tímamót í sögu gömlu
hafnarinnar. Þar sem áður var at-
hafnasvæði í austurhöfninni fellur
nú meira undir starfsemi sem
varðar ekki höfnina beint, en mun
hafa mikil áhrif á starfsemi hafn-
arinnar til lengri tíma. Það er ljóst
að bygging tónlistar- og ráðstefnu-
húss mun verða aðdráttarafl fyrir
höfnina sé litið til framtíðar þó að
það verði með öðrum hætti en áð-
ur,“ segir Gísli og telur spennandi
tíma framundan.
Í Bakkaskemmunni á Granda
verður áfram til húsa skipaþjón-
usta HB-Granda auk trolldeildar
Hampiðjunnar. Sú starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar sem fór fram
í húsinu verður flutt annað. Þeir
löndunarkranar sem standa við
Faxagarð verða fluttir á Bótar-
bryggjuna í vesturhöfninni og við
það verður öll sjávarútvegstengd
starfsemi flutt frá austurhöfninni.
Fiskstarfsemi hefur
aðdráttarafl
En skyldi vera ástæða til að ótt-
ast að hafa atvinnustarfsemi á
borð við sjávarútveg á hafnar-
svæðum höfuðborgarinnar?
Gísli telur það af og frá. „Fisk-
starfsemin hefur aðdráttarafl,“
segir hann.
Tryggvi hjá Fiskmarkaðnum
tekur í sama streng. „Það er mik-
ilvægt að mínu áliti að ekki verði
þrengt of mikið að atvinnustarf-
seminni. Áhugi ferðamanna er t.d.
mikill fyrir fiski og atvinnustarf-
semi tengdum honum. Þessu hef
ég tekið eftir þegar skemmtiferða-
skipin koma, en ferðamenn úr
þeim hafa mikinn áhuga á fisk-
markaðnum,“ segir Tryggvi að
lokum.
en breyttir tímar kalla á breyttar
áherslur. Þegar það var ljóst að
menn myndu fara að byggja upp í
austurhöfninni þá lá ljóst fyrir að
það bæri að útvega fiskmarkaðn-
um sambærilegt pláss annars
staðar,“ segir Gísli Gíslason, hafn-
arstjóri Faxaflóahafna. „Það er
gríðarlega mikilvægt fyrir höfnina
að hafa veglegan og góðan fisk-
markað. Ef Reykjavík vill teljast
til hafnarborga, sem hún er, þá
verður að vera fiskmarkaður ná-
lægt miðborginni,“ segir hann.
En hvernig skyldi Gísli taka
þeim breytingum sem nú eru
framundan þar sem sífellt stærri
hluti hafnarinnar fer undir menn-
ingar- og þjónustustarfsemi?
„Á næstu vikum munu menn sjá
Fiskmarkaðurinn í Faxaskála flytur úr austurhöfninni
Breyttir tímar og breyttar áherslur
Morgunblaðið/Ásdís
Mikilvægt „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir höfnina að hafa veglegan
og góðan fiskmarkað,“ segir hafnarstjóri en fiskmarkaðurinn flytur á
næstunni úr Faxaskála í Bakkaskemmu.
AKUREYRI
Hafnarfjörður | Í vetur tekur til starfa
íþróttaafrekssvið í Flensborgarskól-
anum í samstarfi við körfuknattleiks-
deild Hauka og handknattleiksdeild
FH.
Íþróttaafrekssvið er stundum kallað
akademían og er þannig upp byggt að
félögin byggja upp æfingaáætlun sem í
raun bætist ofan á aðrar æfingar við-
komandi nemenda og er síðan metin
inn í skólann.
Á þessum æfingum er þá lögð
áhersla á atriði sem hæfa þeim sem
æfa og keppa á landsliðs/meist-
araflokks/afreksvettvangi. Flensborg
verður með bóklega tíma fyrir körfu-
knattleiksfólkið þar sem farið verður
m.a. í skyndihjálp, næringarfræði og
íþróttameiðsl. Fyrir þetta fá nemendur
einingar sem reiknast til stúdentsprófs.
Þetta er tilraun á þessu ári og því er
eingöngu boðið upp á þetta fyrir þess-
ar tvær deildir þessara félaga. Þó er
einn nemandi í æfingahópi í körfu-
knattleik sem er ekki í Haukum heldur
öðru félagi. Nú strax í byrjun eru 26
nemendur í hópnum, 11 stelpur og 15
strákar, segir í fréttatilkynningu.
Íþróttaafrekssvið
í Flensborgarskóla
Rimahverfi | Nemendur í 9. bekk R í
Rimaskóla ákváðu að gefa ABC barna-
hjálp verðlaunafé sem bekkurinn fékk í
keppninni Reyklausbekkur.is. Síðast-
liðið vor lenti bekkurinn í 3. sæti í
keppninni og hlaut 75 þúsund krónur í
verðlaun. Ákveðið var að geyma féð til
hausts og fara þá í glæsilega óvissuferð.
Síðasta miðvikudag ákváðu nemend-
urnir með leynilegri atkvæðagreiðslu
að gefa ABC barnahjálp verðlaunaféð
frekar en óvissuferðina. Netbankinn og
Barnaland.is fréttu af gjöfinni og
ákváðu að bæta sömu upphæð við. Verð-
ur gjöfin afhent í dag, miðvikudag í
Rimaskóla.
Gáfu ABC barna-
hjálp verðlaunafé
»Fiskmarkaðurinn flytur ummánaðamótin úr Faxaskála
yfir í Bakkaskemmuna.
»Markaðurinn verður í 700 fer-metra rými á 1. hæð hússins
með aðkomu frá Grandabakka.
»Löndun verður færð frá Faxa-garði yfir á Bótarbryggjuna á
Granda.
Í HNOTSKURN
SKEMMDARVARGAR voru á ferð
á athafnasvæði endurvinnslunnar
Hringrásar á Akureyri í fyrrakvöld
eða fyrrinótt. Rúður voru þá brotnar
í tveimur gröfum og segir einn eig-
enda fyrirtækisins kostnaðinn vegna
þessa líklega um 300 þúsund krónur.
„Maður veltir fyrir sér tilgangin-
um; af hverju fólk leiðist úti í svona
nokkuð. Tilgangsleysið er reyndar
algjört og þess vegna er alveg óþol-
andi að lenda í þessu.
Ég er viss um að hér hafa ekki
verið krakkar á ferð, því hér var leið-
indaveður í gærkvöldi og nótt,“ sagði
Sveinn Ásgeirsson, verkefnisstjóri
hjá fyrirtækinu og einn eigenda
þess, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Versti staðurinn
Hringrás er með starfsstöðvar á
nokkrum stöðum á landinu; Reykja-
vík, Keflavík, Ísafirði og Reyðarfirði,
auk Akureyrar, en Sveinn segir
langmest um það á Akureyri að eig-
ur fyrirtækisins séu skemmdar.
„Þetta er versti staðurinn. Hér er til
dæmis langmest um rúðubrot.“
Sveinn segir þetta vandamál gam-
alkunnugt, en ástandið hefur þó ver-
ið gott í nokkurn tíma.
Hann segir að rúður eins og þær
sem brotnar voru séu rándýrar.
„Þær eru með opnanlegum fögum og
rennisleðum og kostnaðurinn vegna
þessara skemmda er örugglega 300
þúsund krónur, með vinnunni við að
setja þær í. Fólk gerir sér líklega
enga grein fyrir þessum kostnaði og
ég efast um að skemmdarvargarnir
séu borgunarmenn fyrir skemmdun-
um.“
Klippa girðingar
Það liggur í hlutarins eðli að
margs konar drasl, járn og fleira til
endurvinnslu, er á afhafnasvæði fyr-
irtækis eins og Hringrásar. Starfs-
menn reyna þó að hafa svæðið eins
fínt og hægt er, að sögn Sveins, en
stundum sé það nær ómögulegt
vegna umræddra gesta, sem
skemma og gramsa í drasli. „Það er
auðvitað algjörlega ólöglegt að koma
inn á svæðið og ef einhver getur gef-
ið upplýsingar um það fólk sem hér
er á ferð ætti endilega að láta lög-
regluna vita.“
Oft hefur verið brotist inn í vinnu-
skúr á svæðinu, ljós og rúður brotn-
ar og hleypt hefur verið úr nokkrum
slökkvitækjum þar inni í gegnum tíð-
ina.
Sveinn segir viðkomandi „gesti “
gjarnan klippa göt á girðingar til
þess að komast inn á svæðið og því sé
töluvert á sig lagt. „Maður veltir því
fyrir sér hvort ætti að opna sérstakt
svæði fyrir fólk þar sem það gæti
svalað skemmdarfýsn sinni!“ sagði
Sveinn í gær.
Þarf að koma upp svæðum þar sem
fólk getur svalað skemmdarfýsn sinni?
Tilgangsleysið algjört
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rúðubrot Sveinn Ásgeirsson í annarri gröfunni sem skemmd var.
Morgunblaðið/Skapti
AKUREYRARBÆR fagnaði í gær
145 ára kaupstaðarafmæli. Það
viðraði ekki vel á afmælisdaginn,
hann blés að norðan og var kaldur.
Lögreglumaður flaggaði þrátt fyrir
það á Hamarkotsklöppunum í gær-
morgun, en það var ekki auðvelt
verk eins og sjá má.
Ljósmynd/Jónas Sigurjónsson
Kuldalegt á afmælinu
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
Blaðber vant r
á Akurey i
víðs vegar um
bæinn
frá 1. september
Upplýsingar í síma
461 6011 og
840 6011