Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ég tel að taka verði fast áfjármálum í tengslum viðframboð og kosningar.Eins og nú er statt bjóðum við hættunni heim með spillingu og valdi fjár í stað fólks. Peningar eiga ekki að ráða útkomu kosninga, fjár- hagsgeta á ekki að ráða framboði, áhrif í krafti fjár mega ekki trufla gjörðir kjörinna fulltrúa. Staðreynd er að kostnaður vegna kosninga eykst stöðugt; frambjóðendur og kjörnir fulltrúar í áhrifastöðum sækja síaukið fé með samböndum við menn í viðskiptalífinu. Þetta á við for- setaframbjóðendur, einstaklinga sem taka þátt í prófkjörum, flokka í sveit- arstjórnarkosningum og til Alþingis. Vítahringur Flokkar og framboð eru í víta- hring. Áhættan af því að augslýsa minna en aðrir er of mikil fyrir þá sem ætla sér stóra hluti í kosningum eða standa veikt í könnunum. Þess vegna skrúfast kostnaður upp. Það er merkilegt að þetta gerist á sama tíma og aldrei hafa verið til svo margir fjölmiðlar og nú, sem eru opnir fyrir því að fjalla um stjórnmálin. Sem frambjóðandi og sjálfboðaliði í kosn- ingabaráttu oftar en einu sinni, og sem fyrrverandi formaður fram- kvæmdastjórnar í Samfylkingunni, fullyrði ég að hægt sé að minnka kostnað mjög við framboð, ef allir taka sig saman um það, og ná um það góðri samvinnu við fjölmiðla. Minna auglýsingaflóð og tilkostnaður við hluti sem varða ekki raunverulegt inntak kosninga mun í engu skaða möguleika almennings á upplýstu vali. Lýðræðinu er ekki hætt þótt flokkar og framboð minnki kostnað, umræðan mun áreiðanlega batna. Þakkarskuldin er tortryggileg Síðast þegar haldið var prófkjör sjálfstæðismanna í þáverandi Reykjaneskjördæmi reiknaði ég saman ætlaðan kostnað nokkurra þeirra sem mest höfðu sig í frammi. Niðurstaðan var að kostnaður hvers keppti ég ásam öðrum um efst Samfylkingar minn var á bili milljónir krón tveir hafa aldr með minna, sv má ætla að við ið að lágmarki milljónum kró áttu. Samtalan sjö einstakling kepptu um efs þremur flokku hött: hið lægst milljónir króna, líklega næ ótalinn kostnaður hinna se á lægri sæti. Prófkjör flok þriggja hafa því líklega ko bjóðendur langt í 100 millj Engin opinber framlög til sveitarstjórnarkosn Þetta sama fólk varð nú fjársöfnun fyrir flokkinn s kosningar. Allir vita að ár söfnun fyrir flokka fer efti framjóðendur ofarlega á l samband við rétta fjármál Engin opinber framlög fá arstjórnarkosninga. Ég te rjúfa trúnað þótt ég ætli a míns flokks hafi ekki verið milljónum króna. Sjálfstæ urinn gerði örugglega bet vera kurteis og segja 60–7 króna. Framsóknarflokku ágæta reynslu af því að sn tafli í varnarsigur með fjá skal ég vera kurteis og áæ hans aðeins 40–50 milljóni Vinstri grænir og Frjálsly greinilega minna fé, en va þeir með minna en 35–40 m króna samtals. Samtals ey flokkarnir 180–210 milljón kosningabaráttuna ofan á 100 milljóna króna prófkjö þetta ágiskanir, og skiptir þótt einhver skekkja sé, tö það stórar. Breyting verður stjórnmálum til góðs Ég var spurður að því í fyrir prófkjörið sem ég tók um sig hefði numið ríflegum þingmanns- launum í heilt kjör- tímabil, fjárhagslegt sjálfstæði þessara frambjóðenda var dregið í efa. Þegar núverandi forseti var fyrst kjörinn var háð dýr barátta um Bessastaði, ekki síst fyrir þá sök að einn frambjóðenda virtist hafa mjög rúm fjár- ráð og getu til að yf- irtrompa alla hina. Fjármálaráð ný- kjörins forseta upplýsti þá að skuld vegna kosningabaráttunnar næmi 30 milljónum króna, sá sem varð númer tvö gerði upp sinn slag eftir því sem fregnir hermdu fyrir tæpar 20 millj- ónir króna. Þjóðin hefði vel getað val- ið forseta án svona mikils kostnaðar. Ég tel mjög óheppilegt að nýkjörinn forseti setjist á stól á Bessastöðum með tugmilljóna króna skuld á eftir sér. Enda var forseta vorum núið um nasir að hafa greitt þá skuld að hluta með því að beita synjunarvaldi gegn fjölmiðlalögunum. Undir það tek ég ekki, en bendi á til að fólk geri sér ljósa hættuna af því að kjörnir fulltrúar séu í stórri þakkarskuld við þá sem borga fyrir þá. Ný dæmi um óhóflegan kostnað Frambjóðendurnir tveir í nýlegu formannskjöri Samfylkingarinnar vörðu að lágmarki 10–12 milljónum króna samtals í þann slag – sem er fá- ránlegur kostnaður í innanfélags- kosningu. Þá mátti heyra dylgjur um óhófleg framlög sem settu skugga á lýðræðislegt val. Í aðdraganda borg- arstjórnarkosninga sást enn betur hvernig hlutir fara úr böndum. Ég tók þátt í prófkjöri og fylgdist með hvernig keppinautar um fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum fóru að. Virðist mér líklegt að hvor um sig hafi varið nær 20 milljónum króna í prófkjörið. 40 milljónum samtals. Ég hygg að þeir tveir framsóknarmenn sem kepptu um fyrsta sætið hafi var- ið að lágmarki 15 mkr. samtals í sitt prófkjör, vægilega reiknað. Sjálfur Lýðræði í hættu Eftir Stefán Jón Hafstein Stefán Jón Hafstein HVAÐ FELST Í SJÚKRATRYGGINGUNNI? Deila er komin upp milli ríkisvalds-ins og sérfræðilækna eina ferðinaenn. Slíkar deilur hafa verið nán- ast árvissar og snúast auðvitað um pen- inga. Ríkið hefur undanfarin ár sett þak á þá peninga, sem það er reiðubúið að borga fyrir þjónustu sérfræðilækna í hverri grein fyrir sig. Oft og iðulega klárast kvóti ársins þegar fer að líða á haustið. Þá halda læknarnir að sér höndum og það kemur niður á sjúklingum. Það er skiljanlegt sjónarmið hjá lækn- um að vilja fá greitt fyrir þjónustu sína og skiljanlegt sjónarmið hjá ríkinu að vilja spara peninga. En það eru sjúklingarnir, sem lenda á milli. Sveinbjörn Brandsson, formaður samn- inganefndar bæklunarlækna, segir at- hyglisverða setningu í samtali við Morg- unblaðið í gær, sem er kannski kjarni málsins í flóknum, tæknilegum deilum um fyrirkomulag heilbrigðiskerfisins: „Það er tími til kominn að sú trygging sem fólk greiðir til ríkisins sé í fullu gildi.“ Það er nefnilega alls ekki á hreinu, hvað felst í þeirri sjúkratryggingu, sem skattgreið- endur á Íslandi kaupa sér með sköttunum sínum. Í sumum löndum eru einkareknar sjúkratryggingar. Í skilmálum þeirra kemur skýrt fram fyrir hverju menn séu tryggðir og hvers konar læknismeðferð tryggingin borgi. Hér á landi telja menn sig sjúkratryggða á vegum ríkisins, en stjórnmálamenn fikta stöðugt í skilmálun- um, þannig að fæstir hafa á hreinu fyrir hverju þeir eru nákvæmlega tryggðir ef þeir veikjast. Er það t.d. viðunandi að sá, sem verður veikur í nóvember eða desember, fái lak- ari þjónustu vegna þess að kvóti sérfræði- lækna er upp urinn, en sá sem verður veikur snemma á árinu, þegar nóg er til af peningum? Er það forsvaranlegt að aldrað fólk þurfi tilvísun hjá heimilislækni til að kom- ast til hjartalæknis, sem hefur sagt sig frá samningi við Tryggingastofnun, þegar því hefur verið lýst yfir að tilvísanakerfið hafi verið aflagt? Er það í lagi að þetta fólk verði að reiða fram 18–19 þúsund krónur hjá hjartalækni og sækja svo endur- greiðslu til Tryggingastofnunar? Veit allt þetta fólk að það á rétt á endurgreiðsl- unni? Hvernig stendur á því að kona, sem þarf í einfalda móðurlífsaðgerð á spítala og þarf að leggjast inn yfir nótt eftir að- gerðina, borgar ekkert fyrir, en konan sem er nógu hress til að fara heim og spar- ar ríkinu fyrir vikið spítalaplássið, fær sendan reikning fyrir aðgerðinni? Hvers vegna fá foreldrar barns, sem þarf gleraugu með veiku gleri, enga fyr- irgreiðslu frá ríkinu en foreldrar barns, sem þarf sterk gleraugu, fá stuðning – þótt litlu geti munað á verðinu? Hvers vegna þarf fólk að bíða mánuðum saman eftir bæklunaraðgerð í hinu opin- bera heilbrigðiskerfi, þegar fyrir liggur að bæði mannskapur og aðstaða er fyrir hendi til að gera slíka aðgerð á einka- stofu? Og af hverju þarf sá, sem slasast eða veikist seint á árinu, að borga meira fyrir lyf og læknisþjónustu en sá, sem veikist snemma á árinu af því að upphæðin, sem þarf til að fá afsláttarkort, fellur niður um áramót og þá er byrjað að safna upp á nýtt? Venjulegt fólk skilur ekki svona flækj- ur og sá Íslendingur er líklega vandfund- inn, sem er með það á hreinu hvað felst í sjúkratryggingu hans. Í nágrannalöndum okkar verður al- gengara að ríkisvaldið gefi yfirlýsingu um að sjúklingar eigi að geta gengið að ákveð- inni þjónustu vísri innan tiltekins tíma. Ef ríkisreknar stofnanir geta ekki veitt þjón- ustuna, á sjúklingurinn að geta fengið hana á einkarekinni stofnun eða jafnvel erlendis og sjúkratryggingarnar borga. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra ætti að gera það að forgangsmáli að fólk viti hvað felst í þeirri tryggingu, sem það telur sig kaupa með sköttunum sínum. LANGÞRÁÐ VOPNAHLÉ Í Úganda hefur undanfarin 20 ár staðiðyfir ógeðfellt stríð, sem umheimurinn hefur meira eða minna virt að vettugi. Nú er það hins vegar vonandi á enda. Í gær hófst vopnahlé á milli stjórnarhers Úg- anda og skæruliða í Andspyrnuher drott- ins. Aðferðir Andspyrnuhers drottins hafa verið svívirðilegar. Foringjar hans hafa numið brott börn, misþyrmt þeim og nauðgað og gert þau að hermönnum. Lýs- ingarnar á aðförunum eru hrollvekjandi, eins og lesa má í Morgunblaðinu í dag í fréttaskýringu eftir Sigríði Víðis Jónsdótt- ur, sem á liðnu ári var í Úganda og ræddi við fórnarlömb og sjónarvotta stríðsins. Markmið Andspyrnuhers drottins hafa ávallt verið óljós. Eins og kemur fram í fréttaskýringunni hafa andspyrnuherinn og stjórnarher Úganda sjaldan mæst. Skæruliðarnir hafa aðallega ráðist á óbreytta borgara, myrt fullorðna eða pynt- að og rænt börnum og neytt þau til að ganga til liðs við andspyrnuherinn. Takist að framfylgja vopnahléinu gæti það smitað út frá sér og haft áhrif til góðs bæði í Súdan og Kongó. Margt bendir til að stjórnarher Úganda hefði getað upprætt Andspyrnuher drott- ins hefði viljinn verið fyrir hendi. Í það minnsta er erfitt að átta sig á því hvers vegna ekki hefur gengið betur að brjóta hann á bak aftur á tveimur áratugum. Nú er hins vegar loks búið að semja um frið með milligöngu stjórnvalda í suðurhluta Súdan. Uppreisnarmenn hafa tvær vikur til að safnast saman í Suður-Súdan og munu þar njóta verndar yfirvalda. Æðstu yfirmönnum Andspyrnuhers drottins, þar á meðal Joseph Kony, leiðtoga hans, var boðin náðun gegn því að samið yrði um frið. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gagnrýnt þessa ákvörðun og vill að for- ustumenn samtakanna verði sóttir til saka fyrir morð, nauðganir og að neyða börn með valdi til hermennsku. Hér takast á tvö sjónarmið. Það er erfitt að láta það við- gangast að forhertir glæpamenn komist hjá því að svara til saka fyrir illvirki sín. Á hinn bóginn hlýtur það að vera forgangs- atriði hjá stríðshrjáðum íbúum Norður- Úganda að hörmungum þeirra linni og friður komist á. Á undanförnum árum hafa þjóðfélög víða um heim farið sínar leiðir til að gera upp erfiða fortíð. Í Suður-Afríku var þeim hins vegar heitið náðun, sem gáfu sig fram og gengust við brotum sínum af fúsum og frjálsum vilja, en þeir, sem reyndu að halda fortíð sinni leyndri, áttu yfir höfði sér að verða sóttir til saka. Það er ekki hægt að fyrirskipa íbúum Úganda hvernig uppgjör þeirra við fortíðina eigi að fara fram, ekki síst þegar alþjóðasam- félagið lét sig hryllinginn litlu varða á meðan hann stóð yfir. Eftir sem áður er blóðugt að menn á borð við Joseph Kony skuli sleppa við refsingu fyrir óhæfuverk sín. Vopnahléið í Úganda er langþráð. Nú ríður mest á að tryggja að það haldi og binda þar með enda á hörmungarnar í Norður-Úganda. Mun strangari reglur gilda umeignarhald og viðskipti meðjarðir í Noregi og Danmörkuen hér á landi eftir þær breyt- ingar sem gerðar voru á jarðalögum og tóku gildi árið 2004. Samkvæmt gildandi lögum í Noregi eru viðskipti með jarðir til dæmis háðar samþykki sveitarfélags, en hliðstætt ákvæði var numið úr lögum hér, auk þess sem skylt er að búa á jörðinni um tiltekinn tíma. Sambærileg regla um búskyldu er í gildi í Danmörku og þar getur einstaklingur ekki átt fleiri en fjórar jarðir. Fjallað var um mjög aukna ásókn í jarðir hér á landi í Morgunblaðinu um síðustu helgi og kom þar meðal annars fram að verð á landi hefur stórhækkað á undanförnum árum og að stærsti jarðeigandinn á 30–40 jarðir. Í Noregi eru samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í gildi lög í þessum efnum, svonefnd konsesjonslov, og gilda þau um all- ar fasteignir sem eru stærri en tíu hektarar að stærð og hafa meira en tvo hektara rækt- aðs lands. Markmið þeirra er að tryggja íbú- um eignarrétt yfir auðlindum í dreifbýli og aðarmen og skylt e eftir kau en fjórar jarðir, se stærri en Veruleg Lagab lögum á A rýmkun á voru frá frumvarp legri lögg tækar tak arhald, m styrkja byggð. Viðskipti með jarðir eru þannig háðar samþykki viðkomandi sveitar- félags og kaupandinn þarf að vera búsettur á jörðinni að minnsta kosti næstu fimm ár. Hann þarf að hafa lögheimili á jörðinni og aðsetur samkvæmt þjóðskrá og ef kaupand- inn á fasteign annars staðar þarf hann að sýna fram á með óyggjandi hætti að hann búi á jörðinni, en til þess þarf hann að gista þar á nóttunni meira en helming ársins. Þá eru einnig í gildi í Noregi lög um óðals- rétt, en þau fela það meðal annars í sér að jarðir sem eru skilgreindar sem óðul þurfa að vera í eigu sama aðila í að minnsta kosti 20 ár. Sérstakar reglur gilda um verðlagn- ingu slíkra jarða og seljast þær að jafnaði á 10–30% lægra verði en fengist á almennum markaði. Takmarkanir eru einnig á því hver á rétt til að kaupa óðal. Þannig á elsta barn ávallt fyrsta rétt til að kaupa óðal og síðan næstelsta barn og svo koll af kolli, jafnframt því sem skylt er að búa að minnsta kosti í tíu ár á óðali. Í dönskum lögum er einnig að finna ýms- ar takmarkanir á ráðstöfun jarðnæðis, en dönsku jarðalögunum var breytt árið 2004, sama ár og ákvæði nýrra jarðalaga tóku gildi hér á landi. Þannig gildir samkvæmt dönsku lögunum að til þarf landbún- Ákvæði jarðalaga í Noregi og Danmörku mun str Búskylda og stærðartak- markanir í gildi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.