Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 31
átta á milli okkar þar sem Jói var
einstakur mannvinur, mikið nátt-
úrubarn og skildum við vel hvert
annað þegar kom að skreytingum
við kirkjulegar athafnir. Eitthvað
sem við hringdum út af eða hann í
okkur, það voru aldrei nein vanda-
mál, bara eitthvað sem þurfti að lag-
færa. Jói var fallegur maður bæði
innan sem utan, sem sýnir sig best í
þeim mikla vinafjölda sem í kring-
um hann er.
Við ræddum oft um það vinirnir
hvernig við vildum hafa okkar
hinstu för, og vorum við mjög sam-
mála þar, enda áttum við um áratug
saman að sýsla við að búa vel að
syrgjendum í formi fallegrar að-
komu í kirkjuna og fleira.
Það væri hægt að segja frá ótal
mörgu fallegu í samskiptum okkar
Jóa, sem snýr að fólki sem á um sárt
að binda, að það væri efni í heila
bók, en við vitum öll sem þekktum
hann að hann var ekki til sýnis, ekki
til að tala um, bara mjög góður vin-
ur sem við öll söknum, það er sárt
að sakna en sætt að minnast.
En sorgin og söknuðurinn er
mestur hjá elsku Svanhildi og börn-
um þeirra og fjölskyldum sem við
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
styðja og styrkja á þessum sorg-
artíma.
Vertu kært kvaddur, elsku Jói, og
Guði falinn, kæri vinur.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hlín Eyrún Sveinsdóttir.
Sigþór Hólm
Þórarinsson.
Traustur og ljúfur félagi hefur
kvatt okkur svo miklu fyrr en við
hefðum kosið. Með Jóhanni Björns-
syni, framkvæmdastjóra Lágafells-
sóknar, er genginn óvenju fjölhæfur
og farsæll maður, sem jafnan féll
svo vel að gerólíkum viðfangsefnum
sínum og aðstæðum, að aldrei varð á
betra kosið. Hvert sem starfið var;
hvort heldur menn voru prúðbúnir í
kirkjunni á hátíðarstundum eða á
sorgarstundum, eða þá við útrétt-
ingar og verklegar framkvæmdir;
smíðar eða í gúmmístígvélum við
jarðvinnu, alltaf var Jóhann réttur
maður á réttum stað og sá sem öll-
um fannst best að hitta fyrir hverju
sinni.
Jóhanni var gefin frábær sam-
skiptahæfni og hann hafði mjög
þægilega nærveru. Það var aðdáun-
arvert hvernig hann mótaði ung-
mennin sem unnu hjá honum á
sumrin við umhirðu kirkjugarðanna
og laðaði fram, án sýnilegrar fyr-
irhafnar, en með glettnu og þægi-
legu viðmóti, föðurlegum leiðbein-
ingum og hvatningu, allt það besta
sem þeim var unnt að gefa í starfið.
Allt vildu þau gera fyrir Jóa, og það
er hnípinn hópur sem nú syrgir fall-
inn leiðtoga og félaga.
Jóhann var skemmtilegur í öllum
samskiptum og drjúgur sögumaður
og sagði oft ævintýralega frá því í
morgunkaffinu sem fyrir hann hafði
borið um dagana, enda margreynd-
ur. Oft voru sögurnar frá uppvaxt-
arárunum á Hvammstanga, frá því
hann reisti byggingar með tengda-
föður sínum og mágum, eða þá frá
því hann var kaupmaður og verslaði
í Reykjavík. Hann hafði yndi af
hestum og átti góðar stundir með
félögum sínum í hestamennsku.
Umfram allt var hann þó maður
fjölskyldunnar, vakinn og sofinn yfir
velferð sinna nánustu.
Okkur á Minna-Mosfelli er nú
söknuður í brjósti og þakklæti fyrir
ljúft samstarf og vináttu við Jóhann
Björnsson á liðnum árum. Svanhildi
og fjölskyldunni vottum við okkar
dýpstu samúð.
Valur Þorvaldsson.
Það var samhentur hópur á bæj-
arskrifstofum Mosfellsbæjar í Hlé-
garði sem tók sig saman í byrjun tí-
unda áratugarins og myndaði
ferðahóp starfsmanna og fjöl-
skyldna þeirra. Tilgangurinn var að
auðga starfsandann með því að tak-
ast á við önnur verkefni en þau sem
fylgdu daglegu amstri. Í fyrstu ferð-
inni var tónninn gefinn, órjúfanleg
tengsl, vinátta og gleði, ásamt fróð-
leiksfýsn um land og þjóð.
Jóhann og Svanhildur urðu þegar
í upphafi virkir þátttakendur í hópn-
um. Þau sýndu frumkvæði við
skipulag ferða og voru í alla staði
mjög áhugasöm um að gæða hópinn
lífi. Samheldni hópsins er ekki síst
þeim að þakka. Persónueiginleikar
Jóhanns komu þegar í upphafi
sterkt í ljós, einstakur hæfileiki
hans til frásagnar af mönnum og
málefnum í bundnu sem óbundnu
máli, gott skopskyn og spaugilegar
uppákomur, þar sem hattur og staf-
ur, neftóbak, hákarlsbeita og guða-
veigar voru ómissandi.
Hópurinn, sem gengur undir
nafninu 4F – Ferðafélagið fimir fæt-
ur, hefur ferðast víða og átt frábær-
ar stundir saman. Jóhann lét þar
ekki sitt eftir liggja, var hrókur alls
fagnaðar, einlægur og sýndi fölskva-
lausa gleði. Hann lét ekkert aftra
sér frá því að mæta í ferðirnar og
frekar en að sleppa ferð kom hann á
áfangastað í kjölfar hópsins. Hann
fann sig vel í hlutverki fararstjóra
og hápunktur ferðanna var þegar
við sóttum heim æskustöðvar þeirra
hjóna í Húnaþingi, en þar naut frá-
sagnargáfa hans sín til fulls.
Jóhann var einstaklega skemmti-
legur ferðafélagi og sá gjarnan já-
kvæðar hliðar mannlífsins, hvort
sem var í leik eða starfi. Hann var
óspar á grínið, ekki síst ef það var á
eigin kostnað. Jóhann hafði góða
nærveru og hlýtt viðmót, var glað-
vær og einstaklega góður félagi. Það
eru forréttindi að hafa kynnst hon-
um og við söknum hans sárt.
Svanhildi og fjölskyldunni vottum
við okkar dýpstu samúð. Megi
minningin um góðan dreng lifa.
Ferðafélagarnir í 4F.
Það er graslykt í lofti í kirkju-
garðinum og hópurinn hjálpast að
við að raka. Jói situr í traktornum
og við tökum heyið saman. Vagninn
fyllist fljótt og við klifrum upp á. En
áður en við vitum af er Jói búinn að
sturta okkur úr vagninum ásamt
öllu heyinu.
Það er ekki hægt að minnast Jóa
nema brosa út í annað því hann bjó
yfir þeim sérstaka eiginleika að
gera hversdagsleikann að sérkenni-
legu ævintýri. Á venjulegum vinnu-
degi mátti ósjaldan heyra blístur í
hinum enda garðsins. Þá var Jói að
búa sig undir sögustund í kaffipás-
unni. Sögurnar hans voru langar og
skondnar enda hafði hann gaman af
því að fá fólk til að hlæja með sér.
Jói bjó yfir mikilli frásagnargáfu og
það var alltaf gaman að hlusta á
hann.
En Jói átti líka sínar alvarlegri
hliðar. Hann var mjög metnaðarfull-
ur og samviskusamur í starfi. Hann
leit á okkur sem jafningja og var
einn af hópnum. Það var ekki annað
hægt en að þykja vænt um Jóa því
hann bar með sér góðlátlegt yfir-
bragð og hlýja nærveru. Við kveðj-
um með söknuði góðan yfirmann en
fyrst og fremst góðan vin.
Við vottum Svanhildi og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Krakkarnir í
kirkjugarðsvinnunni.
Hann var hrokkinhærður með hlý
dimmblá augu og góðlátlegt bros
enda maðurinn kíminn. Ef ekki væri
skeggið, aðeins byrjað að grána,
myndi maður halda að þarna væri
mun yngri maður en hann var í raun
og veru. Jóhann Sæmundur Björns-
son var aldrei kallaður annað en
hann Jói okkar meðal samstarfs-
manna hans í kirkjunni. Jói var
framkvæmdastjóri Lágafellssóknar
og kirkjuvörður og það var ekki
margt sem hann Jói okkar gat ekki
komið í verk eða útvegað. Jói var
lærður smiður og hafði unnið sem
slíkur fyrir áratugum en í kirkjunni
okkar var Jói allt í öllu. Það var ljúft
að vinna með Jóa, hann skipti aldrei
skapi og var alltaf hinn ljúfasti og
hægur í öllu fasi. En hann gat verið
hrókur alls fagnaðar og þegar safn-
aðarstjórn og starfsmenn Lágafells-
sóknar skemmtu sér saman þá var
Jói okkar vel undirbúinn með
brandara, sögur og stökur og átti
það til að heimfæra þetta upp á ein-
hvern úr hópnum. Allt var þetta
gert með góðlátlegu gríni og ekki
mátti hann Jói okkar neitt bágt sjá
því þá var hann fyrsti maður til að
taka upp hanskann fyrir þann aðila
og vilja hjálpa og styðja á hvern
þann máta sem hann gat.
Samvinna okkar Jóa var einstök
og vináttan sem og hlýjan sem skein
úr öllu hans fasi verður seint þökk-
uð. Það var líka gaman að sjá til
þeirra vinanna, hans og sr. Jóns
Þorsteinssonar sóknarprests, en
þeir tveir áttu hér um bil sama af-
mælisdaginn og sagði Jói okkar að
sr. Jón væri eldri því hann átti af-
mæli deginum fyrr en að vísu fjór-
um árum síðar. Jói okkar var fal-
legur maður, íslenskur víkingur,
sem virti hin gömlu gildi, var heið-
arlegur og einlægur við alla. Hann
skilur eftir sig mikið skarð í okkar
hóp sem seint verður fyllt.
Við Guðbjörg og Aron þökkum
Jóa okkar einlæga vináttu og sam-
starf og biðjum góðan Guð að blessa
minningu hans. Eiginkonu hans
Svanhildi, börnum og öðrum ætt-
ingjum vottum við okkar innilegustu
samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Jónas Þórir.
Okkur langar með fáeinum orðum
að minnast Jóa vinar okkar sem alla
tíð reyndist okkur svo góður vinur.
Ótal myndir minninga koma upp í
hugann og þá birtist bros á vör, því
allar eru þessar minningar bæði
góðar og skemmtilegar. Ekki er
hægt að minnast Jóa án þess að
bros færist yfir andlitið.
Á hverju sumri í áratugi fóru
Svanhildur og Jói með okkur norður
í land til veiða og nutum við svo
sannarlega þeirra samverustunda.
Við kölluðum hann oftast Jóa báts-
mann enda bar hann þar húfu ræki-
lega merkta því heiti. Á kvöldin var
tekið í spil og sagðar sögur, og fór
Jói þar fremstur í flokki fullur af
fróðleik. Hann kunni ógrynni af
skemmtilegum sögum og kveðskap
og kunni svo sannarlega að segja
frá, enda góð eftirherma. Já, þá var
nú hlegið og það mikið.
Eins fórum við oftar en einu sinni
saman í ferðalög erlendis og þar var
sama sagan, það var alltaf skemmti-
legt hjá okkur. Við hlökkuðum öll til
að eldast saman og sáum fram á
fleiri ferðalög og samverustundir en
nú er Jói farinn í sína hinstu för,
sem var svo ótímabær. Eftir sitjum
við sorgmædd og ekkert verður sem
fyrr. En þegar við hugsum til hans
sjáum við auðvitað hversu lánsöm
við vorum að hafa átt hann að vini
öll þessi ár og fyrir það erum við
þakklát.
Elsku Svanhildur, missir þinn er
mikill en þú ert rík af góðum minn-
ingum sem munu ylja þér og þínum
um ókomin ár. Við biðjum góðan
Guð að blessa minningu Jóa og megi
Drottinn gefa þér og fjölskyldu
þinni styrk á þessum erfiðu tímum.
Þórdís og Gunnar.
Kær vinur og samstarfsmaður er
fallinn frá langt um aldur fram. Jói
okkar, eins og við kölluðum hann,
greindist á þessu ári með illkynja
sjúkdóm sem herjaði óvæginn og af
miklum þunga á hann og ekkert lét
undan þrátt fyrir góð lyf og aðra
meðferð. Jói var einstakur maður og
þyrfti ég að vera væmin til að lýsa
öllum hans kostum því þeir voru svo
margir. Sagt er að maður komi í
manns stað, ég held að vandfundinn
sé sá maður sem hefur alla hans
góðu kosti.
Jói var mikill mannvinur og kom
það sér vel í starfi hans innan kirkj-
unnar, hann hafði mikla útgeislun
og átti auðvelt með að vinna með öll-
um, hvort sem það voru börn, ung-
lingar eða eldri borgarar, hann naut
sín alls staðar. Hann var mikill
hestamaður og voru ófáar ferðirnar
þar sem hann þeystist um landið
með vinum og fjölskyldu, hann var
líka ómissandi í ferðirnar með eldri
borgurum þar var hann hrókur alls
fagnaðar og veit ég að Svanhildur,
eiginkona hans, hefur haft góðan
stuðning að hafa hann með í ferð-
unum, sér til halds og trausts. Jói
var mikill brandarakall og fuku
margir brandararnir, sumir á gráu
svæði, en allir hittu í mark.
Söknuður og eftirsjá okkar í
kirkjukórnum er mikill, mörg okkar
hafa starfað með Jóa í fjölda ára og
verður erfitt að sjá hann ekki fram-
ar í kirkjunum, hann var meðhjálp-
ari og framkvæmdastjóri sóknar-
nefndar Lágafellssóknar og sinnti
þeim störfum af miklum drengskap.
Ég vil fyrir hönd okkar í kirkju-
kór Lágafellssóknar þakka
öll góðu árin sem við áttum með
Jóa, hann var einstakur maður. Við
vottum eiginkonu hans Svanhildi og
börnunum, þeim Þorkeli, Ölfu og
Þorbirni, svo og fjölskyldunni allri
okkar dýpstu samúð, megi góður
Guð styrkja ykkur í ykkar miklu
sorg.
Minningin lifir um góðan dreng
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Samúðarkveðjur
Valgerður Magnúsdóttir.
Jóhann Björnsson, eða Jói eins og
hann var oftast kallaður, var fram-
kvæmdastjóri Lágafellssóknar. Ég
kynntist honum þegar hann fékk
okkur hjá Verkfræðistofunni Ráð-
gjöf til að annast undirbúning og
eftirlit með ýmsum verkum.
Í tíð Jóa var mikið framkvæmt.
Meðal annars var Lágafellskirkju-
garður stækkaður, bifreiðastæði við
Lágafellskirkju stækkuð og lögð
bundnu slitlagi og hellulagt framan
við Mosfellskirkju en stærsta verkið
var gerð nýs kirkjugarðs á Mosfelli
ásamt bifreiðastæðum og aðkomu-
vegi. Þá var keypt gamalt hesthús á
Víðinum sem breytt var í áhaldahús.
Einnig var í verkahring Jóa að
stjórna viðhaldsvinnu og endurbót-
um á kirkjum og safnaðarheimili og
var honum annt um að öll verk væru
vel unnin og umhverfi kirknanna
væri snyrtilegt.
Jói bað mig oft að hitta sig í safn-
aðarheimilinu að morgni dags þegar
ræða þurfti einhver mál. Að loknum
fundi fengum við svo veitingar hjá
Þyrí og þá var oft glatt á hjalla því
Jói hafði góða kímnigáfu og sagði
skemmtilega frá.
Eftir langt og gott samstarf vor-
um við Jói orðnir góðir vinir. Ég
hitti Jóa síðast fyrir nokkrum vikum
niðri á Landspítala en þá var hann
að ljúka erfiðri meðferð og það var
sárt að sjá hvað sjúkdómurinn hafði
gengið nærri honum.
Með þessum orðum vil ég þakka
Jóa fyrir samfylgdina og sendi
Svanhildi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Þorgeir Guðmundsson.
Í dag kveðjum við Lionsfélagar
Jóhann Björnsson, sem fallinn er í
valinn langt um aldur fram, fyrir
miskunnarlausum vágesti. Hann var
góðhjartaður, skilningsríkur, skap-
góður og einstakt prúðmenni. Við
minnumst hans í djúpri þökk og
virðingu. Við klúbbfélagarnir erum
ríkari eftir kynni okkar við Jóhann
og hans einstöku eiginkonu Svan-
hildi.
Hann var svo lánsamur að eignast
lífsförunaut sem studdi hann og
hvatti. Sem kirkjuvörður í Lága-
fellssókn var hann einstaklega vel
liðinn og margir munu minnast hans
þaðan. Það er lán að eiga slíkan
starfsmann sem hefur manngæsku
og hjálpsemi sem meginmarkmið
við vinnu sína.
Það er erfitt að kveðja góðan vin
með fáum orðum. Við sem nutum
þess að starfa með honum í Lions-
hreyfingunni að ýmsum líknarmál-
um og njóta starfsorku hans sem
formanns verkefnanefndar klúbbs-
ins um árabil, eigum margar minn-
ingar um hann þaðan. Hann var
yndisleg manneskja sem naut þess
að gefa af sjálfum sér og hjálpa
þeim sem þurftu á hjálp að halda, en
einkunnarorð hreyfingarinnar er
„Við leggjum lið“.
Samverustundir okkar við ýmis
störf við Lionsverkefni okkar í
kirkjugarðinum og á landi Lága-
fellskirkju munum við minnast um
ókomna tíð; sérstaklega uppskeru-
hátíðanna eftir að verki lauk.
Jóhann kunni ógrynni af vísum og
kvæðum og hafði ótrúlega frásagn-
arhæfni. Hann hafði góðan húmor,
líka fyrir sjálfum sér og gat hlegið
með okkur þegar sögurnar voru
sagðar. Jóhann var glæsilegur
fulltrúi Lions og sinnti hann flestum
trúnaðarstörfum í okkar klúbbi, og
vann þar gott og fórnfúst starf.
Hann var einstakur samstarfsmað-
ur og félagi, til hans var gott að
leita. Eiginleikar Jóhanns fólust í
vandvirkni, hófsemi og ósérhlífni,
sem nýttust vel í störfum hans fyrir
Lionshreyfinguna.
Þekktur var Jóhann á karlakvöld-
um Lionsklúbbs Mosfellsbæjar, fyr-
ir sinn hákarl og brennivín, sem allir
fengu hjá honum í upphafi kvölds-
ins, sumir oftar en einu sinni. Þar
var hann í essi sínu.
Auk kímnigáfunnar var eitt sem
við mátum umfram aðra þætti í
skaphöfn hans, en það var sterk og
rökföst réttlætiskennd hans. Hann
kunni sig vel og gerði ekki manna-
mun.
Á lokafundi klúbbsins sl. vor við
Grímsá fékk Jóhann æðstu viður-
kenningu Lionshreyfingarinnar,
Melvin Jones viðurkenninguna, fyr-
ir störf sín í Lions.
Nú er hans ferðalagi lokið langt
fyrir aldur fram. En fyrir liggur að
hann var farsæll maður. Hann
hlakkaði mjög til að njóta lífsins á
efri árum með fjölskyldu sinni og
vinum. Það var honum ekki ætlað.
Síðastliðið ár var vini okkar oft
erfitt. Hann ræktaði garðinn sinn og
vini af dugnaði og festu og reyndi
eftir megni að lifa sem eðlilegustu
lífi. Þar naut hann fjölskyldu sinnar
og umhyggju sinnar einstöku eig-
inkonu Svanhildar. Samband þeirra
var mjög ástríkt og samheldnin
mikil.
Andlát Jóhanns er mikið áfall fyr-
ir marga. Við félagarnir í Lions-
klúbbi Mosfellsbæjar kveðjum Jó-
hann vin okkar með miklum
söknuði. Lionshreyfingin á Íslandi
hefur misst einn sinna mörgu
tryggu félaga. Missir Svanhildar og
fjölskyldunnar er þó mestur. Við
viljum votta fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Minning Jóhanns mun lifa með
okkur um alla tíð. Fyrir hönd Lions-
klúbbs Mosfellsbæjar
Jón Bjarni
Þorsteinsson.
Ég trúi því eiginlega ekki enn að
hann Jói sé búinn að yfirgefa okkur.
Hann var góður vinur sem ég mat
mikils og hann mun ávallt eiga stað í
hjarta mínu. Jói, ég gleymi þér aldr-
ei. Ég kynntist Jóa þegar ég byrjaði
að vinna hjá honum í kirkjugörð-
unum í Mosfellsbæ þegar ég var 15
ára. Jói var án efa besti yfirmaður
sem hægt var að hugsa sér og það
var ómetanlegt að fá að vinna með
honum öll þessi ár. Hann var alltaf
svo góður við okkur krakkana sem
unnum hjá honum og þess vegna
sóttumst við ávallt eftir því að eyða
sumrinu með honum í kirkjugörð-
unum. Það var alltaf gaman að
bralla eitthvað með Jóa því hann
fékk mann ávallt til að brosa og
maður vildi alltaf allt fyrir hann
gera.
Við Jói urðum miklir vinir og unn-
um mjög vel saman. Hann kenndi
mér svo margt sem hefur nýst mér
vel í lífinu og ég verð honum ávallt
þakklátur fyrir það. Jói var alltaf
svo lífsglaður og það var alltaf stutt
í brosið og hláturinn hjá honum.
Þessi hlátur og þetta bros er það
sem kemur alltaf upp í kollinn minn
þegar ég hugsa um Jóa og þannig
mun ég ávallt minnast hans.
Mig langar hér með til að votta
fjölskyldu og vinum hans Jóa samúð
mína á þessum erfiða tíma.
Jón Finnur
Oddsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 31