Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 12
NEFND Evrópuráðsins um mann- úðlega meðferð á föngum, svonefnd CPT-nefnd, hefur tvisvar í röð gagnrýnt að ekki sé fyrir hendi meðferðardeild í fangelsinu á Litla-Hrauni. Fangelsismála- stofnun óskaði árið 2003 eftir 17 milljónum til að setja slíka deild á laggirnar. Féð fékkst ekki og engin deild var því stofnuð. Al- þingi mun í haust taka afstöðu til samskonar beiðni. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að í ár hafi verið óskað eftir 21 milljón til að stofna meðferðardeild. „Í því felst að við myndum ráða fanga- verði auk ráðgjafa. Það má benda á að Evrópunefndin um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð, eða CPT- nefndin, hefur í tveimur síðustu heimsóknum sínum gagnrýnt skort á meðferðardeild. Í nýjustu skýrslu nefndarinnar er sérstaklega gagn- rýnt að sú tilraun sem hófst fyrir nokkrum árum skyldi vera aflögð vegna fjárskorts. Jafnframt er sér- staklega skorað á íslensk stjórnvöld að koma á laggirnar sérhæfðri með- ferðardeild í samvinnu við utanað- komandi ráðgjafa,“ segir hann. Í fyrra óskaði stofnunin eftir 44 milljónum til nýrra verkefna, m.a. til að fjölga meðferðarúrræðum en á fjárlögum fengust tæplega fimm milljónir. Rekstur innan fjárlaga Framlag ríkissjóðs til Fangelsis- málastofnunar árið 2006 voru 820 milljónir, skv. fjárlögum. „Okkur hefur tekist að reka stofnunina inn- an fjárlaga en það hefur meðal ann- ars verið gert með miklu fjárhags- legu aðhaldi í kjölfar hallareksturs fyrri ára. Framkvæmdir hafa verið í lágmarki og ekki hefur verið hald- inn fangavarðaskóli í tvö ár og um árabil hefur ekki verið boðið upp á samningsbundin launatengd nám- skeið,“ segir Valtýr. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá óskum um að fíkniefnahundur verði að staðaldri á Litla-Hrauni. Valtýr bendir á að samkvæmt samningi við tollayfirvöld sé fíkni- efnahundur í fangelsinu í 60 efnasmygli og minnti Valtýr á að um leið og einni leið væri lokað yk- ist pressan á aðrar hugsanlegar smyglleiðir. „Aðalatriðið er að menn sinni skyldum sínum. Ég hef líka alltaf sagt að besta vörnin er meðferð við fíkniefnaneyslu. Þannig er hægt að fækka kúnnum fíkni- efnasalanna. En það er ekki hægt á meðan menn sem eru á kafi í fíkni- efnaneyslu eru settir beint inn í fangelsin. Þetta er ástæðan fyrir því að fangelsið sem á að rísa á Hólmsheiði verður ekki bara mót- töku- og gæsluvarðhaldsfangelsi heldur afeitrunarfangelsi. Þetta ætti að koma til móts við þann vanda sem sr. Jakob Hjálmarsson hefur meðal annarra bent á,“ segir Valtýr. Heimsóknarreglur ekki rýmri Í viðtali við Kristján Stefánsson, forstöðumann Litla-Hrauns, í Morgunblaðinu í gær kom fram að reglur um heimsóknir til fanga væru rýmri hér á landi en erlendis. Valtýr segir að það eigi ekki við um Norðurlöndin, en það séu þau lönd sem Íslendingar beri sig helst sam- an við varðandi afplánun refsinga. Reglurnar séu síst rýmri hér en þar. Í Danmörku geti gestir t.d. gist í fangelsum og eldað með föngun- um, allt án eftirlits. Heimsóknir í fangelsi hér á landi séu þó bæði tíð- ari og lengri en á Norðurlöndunum en það helgist af því að hér á landi geti fangar ekki fengið helgarleyfi. Fangelsismálastofnun óskaði eftir fé á fjárlögum til að stofna meðferðardeild á Litla-Hrauni Þurftu 17 milljónir en fengu ekki klukkutíma á ári. Það hafi reynst vel og nú sé verið að kanna kostnað við að fangelsið eignist slíkan hund en ljóst sé að það kalli á aðstöðu og sérstakan starfsmann. Varðandi gegnumlýsingartækið segir hann að ekki liggi fyrir hversu mikil þörf sé fyrir það, hvað það kosti eða hvar eigi að koma því fyrir í fangelsinu. Valtýr leggur mikla áherslu á að hugsanleg kaup á tæki eða fíkni- efnahundi verði að undirbúa gaum- gæfilega. „Að mínu mati eiga breyt- ingar ekki að fara fram með þeim hætti að það sé stokkið af stað og keypt eitthvert tæki til að friðþægja sig og aðra vegna einstaks atviks. Það á bara að halda haus og vinna að þessum málum í heild sinni.“ Ónotað rándýrt tæki Valtýr bendir á að fyrir nokkrum árum hafi dómsmálaráðuneytið átt frumkvæði að því að kaupa „rán- dýrt“ fíkniefnaleitartæki fyrir fang- elsið á Litla-Hrauni til að freista þess að leysa fíkniefnavanda í fang- elsinu. Tækið hafi síðan reynst alls ónothæft. Þó að gegnumlýsingar- tæki og fíkniefnahundur væru sjálf- sagt til bóta væru þetta engin aðal- atriði í baráttunni gegn fíkni- 12 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALGENGT er að fangavörðum sé hótað öllu illu og í starfi sínu verða þeir vitni að skelfilegum atvikum. Þetta getur reynst þeim þungur baggi og segir formaður Fanga- varðafélags Íslands að nauðsynlegt sé að fangaverðir geti leitað til ein- hvers innan fangelsisins til að ræða þessi mál en það sé ekki hægt í dag. Hann segir það valda miklum erfiðleikum í baráttunni gegn fíkni- efnaneyslu fanga að fangelsi lands- ins séu öll full og hafi verið í mörg ár. „Menn eru misjafnlega byggðir og menn þola hlutina misvel. Við erum bundnir þagnarskyldu um það sem við verðum vitni að í starfi og ræðum þetta hvorki við fjöl- skyldu né vini, enda megum við það ekki. Við þyrftum að hafa aðgang að einhverjum sem er bundinn trúnaði gagnvart okkur og við gæt- um rætt við,“ segir Sigurjón Birg- isson, formaður Fangavarðafélags- ins. Hann segist ekki vita dæmi um að fangavörðum hafi verið hótað ut- an vinnutíma, s.s. á götu úti eða með símtölum á heimili þeirra. Sigurjón segir að hann eins og aðrir starfsmenn Litla-Hrauns taki það mjög nærri sér að einn fanga- varðanna, tvítugur afleysingamað- ur, hafi verið handtekinn með um- talsvert magn fíkniefna inni í fangelsinu. Á hinn bóginn væri að sjálfsögðu gott að málið komst upp því straumur fíkniefna inn í fang- elsið hafi verið mjög mikill í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá fangelsisyfirvöldum hefur verið lagt hald á 700–800 grömm af hassi, um 70 grömm af amfetamíni auk rítalíns og stera. Þetta er mun meira magn en á undanförnum ár- um. Hægt að hjálpa meirihlutanum ef aðstæður væru fyrir hendi Sigurjón segist vonast til að at- vikið verði til þess að tekið verði á fangelsismálum en óskum Fangels- ismálastofnunar um meira fjár- magn verði ekki aftur sópað út af borðinu af ráðamönnum eins og gerst hafi æ ofan í æ. Málið snúist ekki bara um nýtt fangelsi á Hólmsheiði heldur sé ætlunin að stækka Litla-Hraun um 20 pláss og stækka Kvíabryggju þannig að hægt sé að loka Hegningarhúsinu og kvennafangelsinu í Kópavogi. Á Litla-Hrauni er pláss fyrir 77 fanga í afplánun og 10 gæsluvarð- haldsfanga. Fangelsið hefur verið fullt í mörg ár og stundum líða ekki nema nokkrir klukkutímar frá því klefi losnar og þangað til að nýr fangi er kominn þar inn. Sigurjón segir plássleysi standa betrun í fangelsinu fyrir þrifum, margir vilji reyna að losa sig við eiturlyfjafíkn- ina en á meðan þeir neyðist til að vera á sömu deild og fangar í bull- andi neyslu verði það margfalt erf- iðara. Plássleysið geri það að verk- um að það sé þrautin þyngri að hrókera mönnum á milli klefa eins og æskilegt væri. „Ég hef séð menn undir áhrifum fíkniefna sem eru eins og villidýr. Um leið og þeir losna út úr þessu þá eru þetta bara menn eins og ég og þú. Þetta er hrikalegur djöfull að draga. Ég myndi segja að hægt sé að hjálpa meirihluti þessara manna sem sitja inni, bara ef að- stæður væru fyrir hendi,“ segir Sigurjón. Aðspurður segir hann að alltaf megi gera betur við að koma í veg fyrir smygl á fíkniefnum inn í fangelsið. Þannig væri það t.a.m. til bóta að hafa fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki í fangelsinu. Slíkt kosti hins vegar peninga og þeir hafi verið af mjög skornum skammt í fangelsiskerfinu. Fylgjast betur með nýliðum Handtaka fangavarðarins á laug- ardag er einsdæmi og segir Sig- urjón að allt kapp verði að leggja á að koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig. Endurskoða þurfi allt eftirlit og herða þar sem tilefni þykir til. Aðspurður segir hann að hann myndi fagna auknu eftirliti með fangavörðum því slíkt myndi létta af þeim áhyggjum, fangarnir myndu þá vita af því að ekki væri hægt að smygla fíkniefnum með þessum hætti og því ekki reyna að þvinga fangaverði til slíks. Áður en afleysingafangaverðir taka til starfa fara þeir á nokkurra daga námskeið. Sigurjón segir að námskeiðið sé í sjálfu sér ágætt en hugsanlega þurfi að fylgjast betur með nýliðum og gæta þess að þeir lendi ekki í aðstæðum sem þeir kunna ekki að bregðast við. Það sé þó varla starfsaðstaða til þess vegna starfsaðstöðu og þess hversu fáliðað starfsfólkið sé. Formaður Fangavarðafélagsins vill að fangaverðir fái stuðning Fangavörðum hótað Plássleysi á Litla-Hrauni sagt standa betrun í fangelsinu fyrir þrifum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/RAX Samverka- menn utan fangelsisins játa aðild LÖGRELGAN á Selfossi handtók á mánudag „nokkra aðila“ utan fang- elsisins á Litla-Hrauni í tengslum við smygl fangavarðar á fíkniefn- um inn í fangelsið. Við yfirheyrslur fengust fram játningar á þeirra þætti í málinu og var þeim sleppt að því loknu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Auk fangavarðarins sitja tveir refsifangar á Litla-Hrauni í gæslu- varðhaldi og rennur það út á laug- ardag. Að sögn Ástu Stefánsdóttur, staðgengils sýslumannsins á Sel- fossi, var fangavörðurinn handtek- inn með nokkur hundruð grömm af fíkniefnum á sér, bæði kannabisefni og hvít efni. Hún vildi ekki gefa upp nákvæmt magn fíkniefnanna og varðist að öðru leyti fregna af gangi rannsóknarinnar. Að sögn Kristjáns Stefánssonar, forstöðumanns Litla-Hrauns, hefur á þessu ári verið lagt hald á um 700–800 grömm af hassi, um 70 grömm af amfetamíni auk rítalíns og stera. Hann segir þetta miklu meira en venjulega sé tekið. Inni í þessum tölum eru fíkniefnin sem fangavörðurinn var handtekinn með. Í HNOTSKURN »Um helmingur fanga áLitla-Hrauni situr inni vegna fíkniefnabrota. »Rannsóknir hafa sýnt að60–70% fanga hafa neytt fíkniefna í meira eða minna mæli áður en þeim var stungið inn. » Í dag er áætlað að með-ferðardeild á Litla-Hrauni myndi kosta 21 milljón. »Á fjárlögum 2005 fékkFangelsismálastofnun 820 milljónir og áttu sértekjur að nema um 28 milljónum. »Stofnunin er rekin innanfjárlagaheimilda. Valtýr Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.