Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 25
HVEITIGRAS er umtalaðasta hollustufæðið hér á landi um þessar mundir og líklega ekki að ástæðulausu því það er sagt mjög hollt. En margir hafa velt fyrir sér hvaða gras þetta er og hvaða gagn það gerir manni. „Hveitigras er grænmeti,“ segir Margrét Helgadóttir hjá Gróðrarstöðinni Lambhaga en þar er ræktað allt það hveitigras sem er í sölu hér á landi. „Þetta er stilkurinn á sömu plöntu og hveitikorn kemur af. Svona lítið sprottið er þetta grænmeti en þegar það verður hærra myndast kornbelgir og það eru þeir sem verða að hveiti. Hveitigras er talið vera korngras ásamt Barley grasi og alfa alfa. Eitt af því góða við hveitigras er að það inni- heldur ekki glútein. Glútein er efni sem margir hafa óþol fyrir og er að finna í hveitikjarnanum en ekki grasinu sjálfu.“ Hveitigras samanstendur af 70% blaðgrænu, 12% vatni, 12% próteini, 2% fitu, 1,8% steinefni og 2,2% af óunnum trefjum. Einnig inniheldur grasið vott af yfirgripsmiklum steinefnum, vít- amínum, amínó-sýrum (alls átta talsins) og ens- ímum. Blaðgræna gerir öllum gott „Þetta er talin vera fullkomin fæða því hún inniheldur mestu blaðgrænuna af öllu öðru og blaðgræna gerir manni mjög gott. Hún eykur súrefnið í blóðinu hjá okkur, og ef súrefnið í blóðinu er aukið þá ráðast t.d. krabbameins- frumur síður á líkamann,“ segir Margét og bæt- ir við að hveitigrasið sé ekki ný heilsujurt þótt hún sé ný hér á landi meðal flestra. „Fyrstu bækurnar um hveitigras voru skrifaðar um 1900. Lambhagi var beðinn um að rækta grasið fyrir um fjórum árum fyrir fólk sem hafði próf- að það erlendis, þetta var aðallega fólk með gigt, krabbamein og húðsjúkdóma. Í dag rækt- um við um hundrað bakka á viku en ræktunin hefur aukist í hverjum mánuði, og hún eykst enn,“ segir Margrét. „Hveitigras hefur verið þekkt lengi en nú er mikil vakning í því, kannski út af því að Maður lifandi og Heilsuhúsið fóru að bjóða upp á hveitigrasskot og fólk er forvitið um þetta. Hveitigras er mjög vinsælt hjá þeim sem eru á hráfæði og þeir einstaklingar rækta það flestir sjálfir.“ Margrét tekur skýrt fram að hveitigras sé ekki sérstök megrunarvara eins og sumir halda. „Það er engin vara sem er megrunarvara heldur grennist fólk ef það borð- ar rétt, þetta er vara sem hjálpar til við það.“ Aðspurð hvort fólk finni mun á sér við að taka hveitigrasskot inn reglulega segir Margrét að það sé ekki spurning. „Flestir finna mun um leið og þeir byrja að taka þetta inn, verkir minnka og lífsgleði eykst. Miðað er við að fólk taki eitt skot á dag, það má taka fleiri yfir daginn en það má ekki taka inn mikið magn í hvert skipti,“ segir Margrét sem tekur sjálf inn hveiti- grasskot á hverjum degi ásamt manni sínum og börnum. „Við förum með einn bakka á tveimur til þremur dögum en fyrir börnin blanda ég skotið með eplum eða appelsínum til að það sé lystugra.“ Áskrift að hveitigrasi Hjá Lambhaga er hveitigrasið selt í heilsu- búðir og beint til fólks. „Það eru margir í áskrift hjá okkur. Fólk kemur fyrst og kaupir einn bakka og safapressu og svo kemur það einu sinni í viku og endurnýjar bakkann. Það eru sjö skammtar fyrir einn mann í bakkanum sem kostar 800 kr. hjá okkur.“ Í Lambhaga eru líka seldar þartilgerðar safapressur, handsnúnar eða rafknúnar, fyrir hveitigrasið en það þarf að pressa heilmikið af grasi til að fá eitt staup. „Að pressa þetta í sérhönnuðum safapressum er eina leiðin til að ná næringunni úr hveitigrasinu, það er hægt að tyggja grasið og skyrpa því út úr sér en það meltir það enginn nema jórturdýr.“ Margrét segir að hægt sé að rækta hveiti- grasið heima en til þess þurfi bakka, góða mold og hveitikorn sem hægt er að kaupa í öllum heilsubúðum. „Þú leggur kornin í bleyti yfir nótt, setur þau síðan í bakkann og á góðan stað, en ekki þar sem er of heitt. Við réttar aðstæður verður hveitigrasið orðið nógu langt á um tíu til tólf dögum.“ Pressa Hveitigrasið er klippt við rótina og pressað í þartilgerðum safapressum. Morgunblaðið/Golli Lambhagi Margrét Helgadóttir segir að talið sé að hveitigras sé fullkomin fæða. Hveitigras er grænmeti Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.