Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 39
menning
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Bjóðum nú frábært tilboð á örfáum herbergjum á Hotel Madara en þeim
Íslendingum, sem þar hafa dvalið, hefur líkað mjög vel. Gríptu tækifærið
og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem bíður þín með
frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika og
fjörugt mannlíf. Mjög gott þriggja stjörnu hótel í fallegu, rólegu og grónu
umhverfi. Stutt á strönd og í miðbæinn. Mjög góð aðstaða í fríinu. Allt
innifalið.
Verð kr. 39.990 - allt innifalið
Búlgaría
7. og 14. september
frá kr. 39.990
- SPENNANDI VALKOSTUR
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli
með allt innifalið á Hotel Madara í 7 nætur,
7. eða 14. september.
Ótrúlegt
tilboð!
Vikuferð
allt innifalið!
Frábær aðbúnaður - allt innifalið
Aukavinna
– góð fjáröflunarleið
Morgunblaðið leitar að einstaklingum sem geta
tekið að sér blaðadreifingu virka daga jafnt sem
helgar. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Um er að ræða vel launuð verkefni sem henta jafnt
einstaklingum í leit að aukavinnu og hópum í fjáröflun,
t.d. vegna félagsstarfa.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við
blaðadreifingu Morgunblaðsinsí síma
569 1440 eða á bladberi@mbl.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
LEIKARINN Mark Whalberg leik-
ur aðalhlutverkið í kvikmyndinni In-
vincible sem frumsýnd var um
helgina vestan hafs. Myndin trónir í
efsta sæti bandaríska kvikmynda-
listans en hún halaði inn litlum 17
milljónum dollara og hefur þar með
ýtt myndinni Snakes on a Plane af
toppnum.
Invincible er sannsöguleg mynd
um ruðningskappa sem lék með lið-
inu Philadelpiha Eagles á áttunda
áratugnum. Sagan segir frá Vince
Papale, kennara sem kemst á ótrú-
legan hátt inn í liðið. Kvikmyndir um
meðaljóna, sem verða að hetjum á
óvenjulegan hátt, eru greinilega í
miklu uppáhaldi hjá bandarískum
kvikmyndagestum.
Um helgina var einnig frumsýnd
grínmyndin Beerfest og hafnaði hún
í fjórða sæti yfir tekjuhæstu myndir
með um 6,5 milljónum dollara. Þar
er sagt frá hópi Bandaríkjamanna
sem heldur til Þýskalands til að taka
þátt í bjórdrykkjukeppni.
Þá fór söngmyndin Idlewild í ní-
unda sætið með tæpar 5,9 milljónir
dollara. Myndin gerist á fjórða ára-
tugnum og er þarna blandað saman
jazztónlist, R&B-tónlist og rappi.
Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar vestanhafs
Lítilmagninn slær í gegn
Topp tíu:
1. Invincible 2. Talladega Nights 3. Little Miss Sunshine 4. Beerfest
5. Accepted 6. Snakes of a Plane 7. World Trade Center 8. Step Up 9.
Idlewild 10. Barnyard
HIN UMDEILDA og umtalaða lista-
kona Tracey Emin hefur verið valin
sem fulltrúi Breta á Feneyjartvíær-
ingnum sem fram fer í júní á næsta
ári. Viðburðurinn er einn stærsti
listviðburður heims – sannkallaðir
ólympíuleikar listamanna – þar sem
afrekslistamenn frá um 90 löndum
setja upp sýningar og innsetningar í
von um að hreppa aðalverðlaunin,
Gullna ljónið. Tvíæringurinn er jafn-
framt aðdráttarafl fyrir aðra lista-
menn, listaverkasafnara og -miðlara
sem vilja fylgjast með því sem er
heitast í nútímalist hverju sinni.
Frá því að fyrst var blásið til við-
burðarins 1937 hefur aðeins ein önn-
ur kona farið fyrir Bretlands hönd
til Feneyja í þeim tilgangi að keppa
um Gullna ljónið, en árið 1997 varð
Rachel Witheread fyrir valinu.
Tracey Emin á Feneyjatvíæringinn
Umdeild Árið 1999 sýndi Emin verkið „Rúmið mitt“ á Tate-safninu í Lond-
on. Þar gat að líta óumbúið rúm Emin sjálfrar og voru smokkar og nær-
fatnaður með tíðablettum því við hlið.
Ólíkindatól Tracey Emin verður
fulltrúi Breta á Feneyjatvíær-
ingnum næsta sumar.
Bandarískasjónvarps-
stöðin NBC hefur
beðið fólk afsök-
unar á brandara
Conan O’Brien í
sjónvarpsútsend-
ingu Emmy-
verðlaunanna,
þar sem hann
gerði grín að þáttunum Lost með því
að lenda í flugslysi og í kjölfarið
lenda á eyðieyju. Brandarinn var
tekinn upp nokkrum dögum fyrir út-
sendinguna en sýndur í fyrradag,
sama dag og 49 manns fórust í flug-
slysi í Kentucky.
Brandarinn var sýndur í upphafi
útsendingar en áhorf á hátíðina
reyndist afar lítið. Ekki er ljóst
hvort það er þessu atriði að kenna. Í
framhaldsþáttunum Lost, eða Lífs-
háska, er fjallað um fólk sem neyðist
til að búa saman og bjarga sér á dul-
arfullri eyju eftir flugslys.
NBC segir tímasetningu brand-
arans hafa verið óheppilega.
Fólk folk@mbl.is