Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Víkverja flaug í hugí Borgarnesi um
helgina, hvað hefði
orðið um landnáms-
skálann við Aðalstræti
í Reykjavík, ef þau
hjón Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir og
Kjartan Ragnarsson
hefðu verið þar kvödd
til. Þau höfðu ekki
hvalreka sem land-
námsskálann í hönd-
unum, en hugmynda-
flug þeirra og dirfska
bak við landnámssýn-
inguna í Borgarnesi
fær Víkverja til að
trúa því, að þeim hefði aldrei dottið
í hug að gera slíkan fjársjóð að
kjallarareku í hótelbyggingu. Vík-
verji getur nefnilega vart varizt
gráti, þegar hann virðir fyrir sér
rústir landnámsskálans undir hót-
elinu á horni Aðalstrætis og Tún-
götu. Hvílík skammsýni að leyfa
skálanum ekki að eiga þennan blett.
Engin önnur þjóð í veröldinni hefur
verið í færum til að leyfa bústað
fyrsta landnámsmannsins að njóta
sín eins og við stóðum frammi fyrir,
þegar landnámsskálinn í Reykjavík
fannst. Og það á tíma, þegar forn-
leifarannsóknir leiða stöðugt fram
nýja og nýja hluti um fortíðina og
auðga með þeim menn-
ingu okkar og lífga
vitneskju okkar um
upprunann. Reyndar
stöndum við frammi
fyrir því, að Kristnihá-
tíðarsjóður, sem hefur
lagt fé til mikillar
grósku í fornleifarann-
sóknum hér á landi, er
á enda runninn og því
mörg verkefni nú í
mikilli hættu, ef ekki
fæst fé til framhalds
þeirra. Víkverji vonar
svo innilega að arftaki
Kristnihátíðarsjóðs
verði fundinn sem
fyrst.
En það er ekki nóg bara að grafa.
Á okkur hvílir rík skylda að varð-
veita það sem moldin skilar okkur
og vinna því verðugan sess í vitund
og sögu þjóðarinnar. Það er á þeim
spretti, sem Víkverja finnst að þeir,
sem réðu því að Landnámsskálinn
við Aðalstræti hírist nú undir hót-
elbyggingu, hafi misst keflið. Vík-
verji vill ekki gera lítið úr þeirri við-
leitni, sem höfð er frammi í
hótelkjallaranum; hún kann að vera
góð svo langt sem hún nær. Hún
nær bara svo óskaplega stutt.
Víkverji lítur á þessa sorgarsögu
í Aðalstræti sem víti til varnaðar.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Orð dagsins: Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagn-
legt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp.
(1. Kor. 10, 23.)
Í dag er miðvikudagur
30. ágúst, 242. dagur
ársins 2006
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
80ÁRA afmæli.Sigurður
Klemensson, áður
Búðarflöt, Álfta-
nesi, nú Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður
áttræður á morgun,
31. ágúst. Í tilefni
þessara tímamóta
mun hann taka á móti ættingjum, vin-
um og samferðafólki á afmælisdaginn í
hátíðarsal Hrafnistu, Hafnarfirði, á
milli kl. 17 og 20.
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur,
Brynja Kristín Magnúsdóttir og Elva
Kristín Valdimarsdóttir, héldu tom-
bólu og söfnuðu kr. 21.642 til styrktar
Rauða kross Íslands.
Umferðarslys og ökuhraði
Í FJÖLMIÐLUM undanfarna daga
hefur mikið verið fjallað um umferð-
arslysin sem tröllríða þjóðinni þessa
dagana. Nú eru 19 látnir í umferð-
inni á árinu og fjórir mánuðir eftir af
árinu.
Það hefur ekki farið framhjá nein-
um sem keyrir bíl hversu mikil
hraðaaukning er orðin í umferðinni.
Sumum virðist liggja lífið á.
Ég lenti í því nýlega að ökumaður
tók framúr mér hægra megin og
mátti engu muna að stórslys yrði því
ekki á maður von á að bíll komi þar
framúr. Sá ég hann síðan hverfa á
ofsahraða. Náði ég ekki númeri bíls-
ins en hefði ég gert það hefði ég
kært ökumanninn, svo var mér
brugðið. Var þetta við Rauðavatn.
Virðast sumir einskis svífast til að
komast nógu hratt og jafnvel leggja
aðra ökumenn í stórhættu.
Ökumaður.
Berst fyrir lífi sínu í
brasilísku fangelsi
ÞETTA var forsíðufrétt í einu blað-
anna fyrir helgina.
Þessu fylgdu heilmikil skrif sem
sennilega eiga að vekja lesendann til
aumkunar yfir eiturlyfjasmygl-
aranum.
En hvað með þær aumu sálir sem
hann ætlaði eiturlyfin, sennilega ís-
lensk ungmenni, enda í tísku hjá
þessum sölumönnum dauðans að
markaðssetja fyrir æ yngri hópa ís-
lenskra ungmenna til fíkniefnanotk-
unar.
Hvað margir feður og mæður og
systkini ætli gráti þegar annars ungt
fólk af ágætu upplagi verður þessum
mönnum að bráð, og bíður oft bana –
hvað með þau?
Þegar undirritaður las þessar
fréttir, þar á meðal ákall föðurins, þá
var mér skemmt. Þarna tókst árvök-
ulum löggæslumönnum að koma í
veg fyrir ófyrirséðan harm hjá
mörgum fjölskyldum, allavega um
tíma. En faðirinn og að því er virðist
öll þessi fjölskylda kallar á vorkunn.
Nei, takk, látum hann dúsa þar sem
hann er, hann á það fyllilega skilið.
Ekki trúi ég því að nokkur heilvita
opinber starfsmaður taki þetta ákall
til sín, eru menn búnir að gleyma
Malagafanganum sem fenginn var
heim með miklum tilkostnaði eftir að
hafa staðið í samskonar málum á
Spáni? Og viti menn, sá þakkaði
þjóðfélaginu fyrir sig með skraut-
legu áframhaldi á glæpabrautinni
hér heima.
Nei, gott fólk, látum þessa misind-
ismenn bara taka afleiðingum gjörða
sinna þar sem þeir blessunarlega
nást.
Með bestu kveðjum,
Jóhann Þór Hopkins.
Gullhálsmen í óskilum
GULLHÁLSMEN með krossi
fannst á gangstétt við Borgarleik-
húsið fimmtudaginn 17. ágúst. Upp-
lýsingar í síma 698 9272.
Hjól í óskilum
HVÍTT og blátt Scott-reiðhjól
fannst í reiðileysi fyrir utan hús í
Vesturbænum. Eigandi vinsamleg-
ast hafi samband í síma 892 1597.
Morgunblaðið/Kristján
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn-
ingar um afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira, lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnudags-
og mánudagsblað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma 569-1100
eða sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
H.J. MBL.
eee
S.U.S. XFM 91,9
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
B.J. BLAÐIÐ
rúmlega
63.000
4 vikur
á toppnum
á Íslandi !
JAMIE FOXX COLIN FARRELL
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
“COLLATERAL” OG “HEAT”
eee
LIB - TOPP5.IS
eee
HJ - MBL
með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum,
ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas.
63.000
gestir
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
Ein fyndnasta grínmynd ársins
YOU, ME AND DUPREE kl. 5:45 - 8 - 10:15
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára.
SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.i. 10.ára.
THE BREAK UP kl. 5:30 Leyfð
5 CHILDREN AND IT kl. 6 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 B.i. 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9
SNAKES ON A PLANE kl. 8 - 10:10 B.i. 12
THE SENTINEL kl. 8 B.I.14
HALF LIGHT kl. 10:10 B.I.16
gestir