Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 14
VERULEGT ójafnvægi hefur mynd- ast í þjóðarbúskapnum og er líklegt að næstu misseri verði tími aðlögunar að jafnvægi. Líklegast er að jafnvægi komist á í hagkerfinu eftir tiltölulega skammvinnt skeið óverulegs hagvaxt- ar og samdráttar í eftirspurn. Tíma- bundin rýrnun kaupmáttar, lækkun eignaverðs og aukning vanskila og gjaldþrota mun koma fram. Þetta er mat Greiningar Glitnis banka sam- kvæmt nýrri þjóðhagsspá deildarinn- ar, sem kynnt var á morgunverðar- fundi bankans í gær. Fram kom í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Glitnis, á fundinum í gær, að þó svo að deildin geri ráð fyrir því að mjúk lending sé framundan í efnahagslífinu, þá sé ekki er útilokað að aðlögunin verði annaðhvort snarpari eða hægari en spá deildarinnar geri ráð fyrir. Þá sagði hann að hagur heimilanna hefði versnað nokkuð þar sem af er þessu ári og útlit sé fyrir að hann muni versna enn á næsta ári þegar dregur frekar úr þenslu í hagkerfinu. Verðbólga líklega náð hámarki Greining Glitnis gerir ráð fyrir 4,2% hagvexti á þessu ári. Fram kem- ur í þjóðhagsspá deildarinnar að vöxt- urinn sé nú drifinn áfram af mikilli innlendri eftirspurn. Viðskiptahalli vegi þó á móti, og er því spáð að hann verði nærri 17% af landsframleiðslu. Þá er talið að verðbólgan hafi líklega náð hámarki, en hún muni þó verða veruleg það sem eftir lifir árs. Gert er ráð fyrir því í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis að líklega muni hægja verulega á í íslensku efnahags- lífi á næsta ári, þegar uppbyggingu stóriðju á Austurlandi lýkur, önnur fjárfesting í húsnæði og atvinnutækj- um minnkar, og einkaneysla dregst saman vegna minnkandi kaupmáttar, lækkandi eignaverðs og erfiðari skil- yrða á lánsfjármarkaði, auk mettun- aráhrifa. Spáir deildin 0,3% hagvexti á árinu 2007. Verðbólga hjaðnar hratt Viðskiptahallinn mun dragast hratt saman eftir að hafa náð hámarki á þessu ári og telur Greining Glitnis að hallinn verði innan við 7% á næsta ári og um 3% í lok áratugarins. Þá telur deildin að verðbólga muni einnig hjaðna hratt þegar áhrif gengislækk- unar fjara út og framleiðsluspenna í hagkerfinu minnkar. Seðlabankinn muni ná verðbólgumarkmiði sínu, sem er 2,5%, í lok næsta árs, og að verðbólgan verði í kringum markmið Seðlabankans á árunum 2008 til 2010. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing- ur hjá Glitni, sagði í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundinum, að samkvæmt þjóðhagsspá deildarinnar þá sé gert ráð fyrir að gengi krón- unnar eigi eftir að lækka nokkuð þeg- ar líður að lokum spátímabilsins, sem er árið 2010. Gengi krónunnar sé enn of hátt til að stuðla að jöfnuði í utan- ríkisviðskiptum. Gengisvísitalan sé í kringum 124 stig en jafnvægi ætti að vera í kringum 130 stig. Þá kom fram í máli Ingvars Arn- arsonar, hagfræðings hjá Glitni, á fundinum að Greining bankans telur líkur á því að íbúðaverð muni lækka um 5–10% á næstu 12 til 24 mánuðum, en hækki síðan í takti við verðlag. Glitnir spáir tímabundinni rýrnun kaupmáttar Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Margt um manninn Það var þéttsetinn bekkurinn á morgunverðarfundi Glitnis um horfur í efnahagsmálum í gær. 14 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,52% í gær og var skráð 5.929 stig við lok 2,8 milljarða króna viðskipta með hlutabréf í Kauphöll Íslands. Mest voru viðskipti með hlutabréf FL Group fyrir um rúman milljarð króna og hækkuðu bréf félagsins um 1,12%. Mest hækkuðu bréf Mosaic eða um 1,16%. Hlutabréf í KB banka hækkuðu um 1%. Bréf Össurar lækk- uðu um 1,19% og bréf Avion um 0,59%. Hlutabréf hækkuðu ● GUNNAR Smári Egilsson hefur lát- ið af störfum sem forstjóri Dags- brúnar, að því er kemur fram í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi for- stjóra í stað Gunnars og gegnir því samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. Samkvæmt tilkynningunni mun Gunnar Smári veita forstöðu nýjum sjóði, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Ny- hedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum lönd- um. Þá mun Gunnar Smári áfram koma að rekstri Wyndeham Press Group í Bretlandi með stjórnarsetu í félaginu. Haft er eftir Gunnari Smára í til- kynningunni að flest bendi til þess að Nyhedsavisen muni hafa viðlíka áhrif á danskan fjölmiðlamarkað og Fréttablaðið hafði á Íslandi. Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson Árni Pétur Jónsson ÍSLENSKIR bankar kunna að hafa áhuga á því í framtíðinni að fara úr Kauphöll Íslands og skrá sig alfarið í erlenda kauphöll og skrá sig í öðrum gjaldmiðli en krónunni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórðar Más Jóhannessonar, fyrrver- andi forstjóra Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, á morgunverð- arfundi Glitnis um horfur í efna- hagsmálum í gær. Að sögn Þórðar Más er það ljóst að krónan hefur verið þröskuldur fyrir áhuga erlendra fjárfesta á að takast á við íslensk hlutabréf. Sagði hann að skráning í erlendri kauphöll myndi auðvelda innkomu erlendra fjárfesta í hluthafahóp bankanna. Þá sagðist hann fullviss um að til að mynda fjármögnun Glitnis fyrir næsta ár, sem greint var nýlega frá að væri lokið, hefði verið auðveldari ef bankinn hefði verið skráður sem norskt fyrirtæki. Það sama ætti og við ef KB banki væri skráður sem breskt fyrirtæki. Forskot íslensku bankanna Að mati Þórðar Más eru nokkrar ástæður fyrir því að erlendir bankar hafa ekki haslað sér völl á Íslandi. Hann sagði það meðal annars skýr- ast af því að hagkerfið sé lítið, þekk- ing hjá erlendum aðilum á íslensku efnahagslífi sé lítil þó hún hafi farið vaxandi, samkeppni innlendra banka sé mikil og þeir hafi rekstrar- og þekkingarlegt forskot á mark- aðinum. „Ég tel það vera ólíklegt að er- lendir bankar hefji beina starfsemi á Íslandi, til að mynda með opnun úti- búa eða skrifstofa. Ég tel líklegra að innan fárra ára kunni erlendir bank- ar hins vegar að hafa áhuga á því að gerast kjölfestufjárfestir eða yf- irtaka íslenskan banka. Þetta getur orðið veruleikinn eftir nokkur ár.“ Hann sagði að ástæðan fyrir því að erlendir bankar hefðu hugs- anlega áhuga á að kaupa íslenska banka væri meðal annars til að ná fótfestu á norrænum fjármálamark- aði. Íslenskir kjölfestufjárfestar kunni einnig hugsanlega að vilja losa um stóra hluti sína í bönkunum. Stórir eignarhlutir þeirra séu lítt hreyfanlegir á innanlandsmarkaði í dag. Rýrari samkeppnisstaða Þórður Már sagði að mikill ytri sem innri vöxtur bankanna hefði vakið furðu ýmissa erlendra aðila. Það sé eðlilegt að spurt sé hvernig sá vöxt- ur sé fjármagnaður. „Hann hefur að mestu verið fjármagnaður með sölu skuldabréfa erlendis, bæði til evr- ópskra og bandarískra fjárfesta. En samkeppnisaðilar okkar hafa verið að tortryggja hvaðan peningarnir eru sprottnir.“ Nýverið var greint frá endur- fjármögnun tveggja banka, en þar var um að ræða endurfjármögnun fyrir 2006 og 2007 á eldri lánum, ekki nýja fjármögnun. Sagði Þórður Már að þær tilkynningar sýni honum að íslenskir bankar njóti enn trausts á erlendum mörkuðum þrátt fyrir miklar dómdagsspár fyrr á árinu. „Samhliða þessu hafa kjör bankanna því miður hækkað. Hærri lánakjör bankanna munu rýra samkeppn- ishæfni þeirra,“ sagði hann. Þá bætti hann við að það væri ljóst að fjármögnun og aðgengi að fjár- magni verði mikilvægur þáttur í stafsemi bankanna á næstu árum. Hann vék í máli sínu að þætti eft- irlitsstofnana hér á landi og sagði að þær hefðu þurft að styrkjast sam- hliða vexti fjármálafyrirtækjanna. Það hefðu þær hins vegar ekki gert. Skráning erlendis auðveldar innkomu erlendra banka Morgunblaðið/Golli Erlendir bankar Þórður Már Jó- hannesson telur að erlendir bankar muni innan fárra ára hafa áhuga á að gerast kjölfestufjárfestar í ís- lenskum banka. »Glitnir spáir 2,5% atvinnu-leysi á næsta ári, 3,4% á árinu 2008, 3,6% árið 2009 og 3,2% árið 2010. »Verðbólga verður sam-kvæmt spá Glitnis 7,1% á þessu ári, 5,6% á næsta ári, 2,7% árið 2008, 2,2% árið 2009 og 2,0% árið 2010. » Í þjóðhagsspánni er gertráð fyrir 4,2% hagvexti á þessu ári, 0,3% á næsta ári, 2,3% árið 2008, 3,0% árið 2009 og 3,6% árið 2010. Í HNOTSKURN                *+ , *--. /01 ,    1 0; ,< #!,53. 0&3'; ,53. 0#  ,< #!,53. 0#,< #!,53. =   ,< #!,53. > ( %,53. ,< #!,53. <& ,( ,53. ) !4 ,( ,53.  ( ,/& ,53. '&,53. # ;, 5#,53. ?1,0& ;,?' #&'   @=  , 3.( ,53. A ,53. 2  0 3  & ,< #!,53. *=,< ,53. B;'& ;,< #!,53. CD5' ,53. " E  ,53. -&,53. 4    "5 &  36& ,,  & ,3. "6) 7 BF7G $  .'  / 0 / / / / / /  / / / / / / / 0 0 / 0 0 0 0 = 'E ,3 3E ,.'  @ @ @ @ @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ H, IJ @ @ H,@ IJ @ @ H,IJ @ H, IJ H,  IJ @ H,IJ H, IJ @ H,@IJ @ @ @ @ @ @ @ @ *'& !   "&(#,$,&#, + ) !,,,,,,,,, & . @ . . . . .  .  . . . . .  .  .  . @ @   @ @ @ @                   @                       @   -!,$,4%., . 0"*.,K,05  & & ! @         @  @  @ @ @ @ C  L M?,     1 / 1 / I I " 7 >0N   1 / / I I F0F, O N, #52&  1 / 1 / I I O N,)53 C'    1 / 1 / I I BF7N, >#P,Q#'   1 / 1 / I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.