Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 19 Njarðvík | Strengjasveit og þjóð- lagasveit Tónlistarskólans í Kyjov í Tékklandi halda tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju í kvöld, klukkan 20. Tónleikarnir eru liður í fjöl- skyldu- og menningarhátíðinni Ljósanótt. Sveitirnar halda síðan tónleika á Selfossi á morgun og í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag. Sumarið 2005 fór Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í heimsókn til borgarinnar Kyjov í Tékklandi. Vel var tekið á móti hópnum og spilaði Strengjasveitin víða. Nú endurgeldur Tónlistarskól- inn í Kyjov heimsóknina og til Reykjanesbæjar eru komnar strengjasveit og þjóðlagasveit Tón- listarskólans í Kyjov ásamt fylgd- arliði, alls rúmlega 30 manns. Fyrir utan að leikið er á hefð- bundin strengjahljóðfæri í þjóðlaga- sveitinni, er leikið á hljóðfærið Cymbalom sem er einkennandi fyrir þjóðlagatónlist í Mið-Evrópu. Þjóð- lagasveitin kemur fram í þjóðbún- ingum Kyjov-héraðsins, sem eru lit- ríkir og fallegir. Tékknesk þjóðlagasveit á tónleikum SUÐURNES Keflavík | Gengið verður eftir gömlu þjóðleiðinni frá Keflavík til Hvalsness, Hvalsnesleið, í fimmtu og síðustu þjóðleiðagöngunni á Suðurnesjum í haust. Gengið verður næstkomandi sunnudag, klukkan 11, frá Íþrótta- akademíunni. Ferðin er í boði Reykjanesbæjar, í samvinnu við leiðsögumenn Reykjaness, FERLIR og Ferðamálasamtök Suðurnesja. Gatan er vel greypt í móann þar sem hún liðast um Miðnesheiðina. Fallegar vörður eru við hana, innan varnarsvæðis, sem ekki hafa verið aðgengilegar almenningi. Gatan er tiltölulega greiðfær, um 7 til 8 km löng. Hvalsnesleið gengin Vestmannaeyjar | Liðlega tvö þúsund einstak- lingar skrifuðu undir áskorun til ráðherra og ríkisstjórnar um tafarlausar úrbætur í sam- göngumálum Vestmannaeyja. Sigurmundur G. Einarsson, talsmaður eyjafrelsi.net, afhenti Geir H. Haarde forsætisráðherra áskorunina í fyrradag. Ályktunin er til komin vegna þess sem Sig- urmundur nefnir neyðarástand í samgöngu- málum Vestmannaeyja. Annars vegar nefnir hann afturför í flugsamgöngum, þar sem áður var flogið þrisvar í viku á 50 sæta flugvélum en nú á litlum vélum tvisvar til þrisvar á dag og oft falli ferðir niður vegna bilana. Þá sé flugið orð- ið allt of dýrt, það kosti orðið meira að fljúga til Reykjavíkur en til London. Nýjustu fréttirnar eru svo þær að ekkert flug verði til Vest- mannaeyja á laugardögum í vetur. Hins vegar nefnir hann að Herjólfur sé orðinn fullnýttur, svo panta þurfi pláss með margra vikna fyr- irvara á sumrin. „Herjólfur er okkar þjóðvegur og við viljum geta keyrt um borð hvenær sem er,“ segir hann. Sigurmundur segir að hópurinn vilji að bætt verði úr flugsamgöngunum til frambúðar og að Herjólfur verði seldur og leigt nýtt skip til bráðabirgða, á meðan verið sé að vinna að framtíðarlausn á samgöngumálum Eyjamanna með göngum eða ferju upp á Bakkafjöru. Telur Sigurmundur að það geti rúmast innan núver- andi fjárhagsramma. Geta ekki beðið Undirskriftum var safnað á vefsíðunni eyja- frelsi.net. Þegar listarnir voru afhentir höfðu 2084 skrifað undir. Sigurmundur segir að um helmingur sé búsettur í Vestmannaeyjum og hinn helmingurinn búi annars staðar. Hann tekur fram að núverandi bæjarstjórn Vest- mannaeyja sé að vinna á sömu nótum, svo mik- ill þungi sé á bak við þessa skoðun. „Búast Eyjamenn og þeir einstaklingar er rituðu und- ir ályktunina við skjótum viðbrögðum ráða- manna,“ segir í fréttatilkynningu frá hópnum og Sigurmundur tekur fram að Eyjamenn geti ekki beðið eftir framtíðarlausn með hálflokað- ar samgöngur. Fram kemur að vinna er hafin við að finna nýtt skip, í samvinnu við bæjarstjóra. Þegar hafa verið sendar út fyrirspurnir um skip sem henta þykja til siglinga milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja og er stefna þeirra sem að þessari vinnu koma, að nýtt skip komi í stað núverandi Herjólfs fyrir 1. apríl 2007. Krefjast tafarlausra útbóta í samgöngumálum Eyjamenn leita að nýjum Herjólfi Áskorun Sigurmundur G. Einarsson, talsmaður eyjafrelsi.net, afhenti Geir H. Haarde for- sætisráðherra áskorun fjölda fólks um tafarlausar úrbætur í samgöngumálum Eyja. Búðardalur | Ekki verður slátrað í nýlega end- urbyggðu sláturhúsi Dalalambs í Búðardal í haust. Dalabyggð og Norðlenska hafa slitið samvinnu sinni um rekstur hússins og Dala- byggð samið við Kaupfélag Skagfirðinga um leigu á sláturhúsinu undir kjötvinnslu. Fyrir forgöngu sveitarstjórnar Dalabyggðar var sláturhús Dalalambs í Búðardal endurnýj- að mikið á síðasta ári og hafin slátrun þar að nýju eftir nokkurt hlé. Samið var við Norð- lenska um afurðasölu. Í byrjun þessa árs tók Norðlenska að sér að reka sláturhúsið með samningum til níu ára. Áætlað er að kostnaður við endurbæturnar nemi 60 til 70 milljónum kr. Dalabyggð á liðlega 60% hlutafjár í félaginu. Stjórnendur Norðlenska komu á fund for- svarsmanna Dalabyggðar í byrjun ágúst og lýstu yfir áhuga á að framselja samninginn til Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir mikil fundar- höld ákvað sveitarstjórn Dalabyggðar að taka tilboði KS. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að sláturhúsið í Búðardal sé vel staðsett gagnvart stórum sauðfjárræktar- héruðum og hafi fyrirtækið bundið vonir við að hægt væri að byggja þar upp öfluga starfsemi. Það hefði frá upphafi verið ljóst að ef bændur á þessu svæði stæðu ekki saman um reksturinn væri hann andvana fæddur. Telur hann nauð- synlegt að slátra að minnsta kosti 20 þúsund fjár og helst 30 þúsund til þess að reksturinn gangi upp. Ekki hafi fengist nægjanlega góðar undirtekir innleggjenda svo útlit hafi verið fyr- ir að slátrun yrði svipuð og í fyrrahaust, eða um 15 þúsund fjár. Kaupfélag Skagfirðinga hafi boðist til að kaupa upp samning Norðlenska við Dalabyggð og hafi forsvarsmönnum fyrirtæk- isins þótt rétt og sanngjarnt að gera sveitar- stjórninni grein fyrir málinu. Í raun leyft henni að velja hvort hafin yrði slátrun á þeim fjölda sem fyrir lægi eða framselja samninginn til KS. Sveitarstjórninni hafi litist betur á sam- starfið við KS og því hafi það orðið niðurstaðan. Hagsmunum Dalabyggðar betur borgið Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Dala- byggðar, segir að það hafi verið álit sveitar- stjórnar að hagsmunum Dalabyggðar væri betur borgið með samningum við KS en áfram- haldandi samvinnu við Norðlenska enda hafi gildandi samningur verið sveitarfélaginu óhag- stæður. Nefnir hann að Norðlenska hafi átt að greiða ákveðið gjald af hverju slátruðu lambi til Dalalambs sem leigu fyrir afnot af slátur- húsinu. Til þess að standa undir rekstri hússins og afborgunum hefði þurft að slátra 20 að minnsta kosti þúsund fjár á ári. Ekki hafi verið farið að undirbúa slátrun í húsinu og því hafi núverandi sveitarstjórn ekki treyst á að það næðist að slátra þeim fjölda sem nauðsynlegur væri til hallalauss rekstrar fyrirtækisins. Samið var við KS um fast ákveðið leigugjald fyrir húsið og að fyrirtækið kæmi þar upp kjöt- vinnslu strax með fjórum til fimm starfsmönn- um. Gunnólfur segir að með því sé tryggt að Dalabyggð þurfi ekki að greiða meira með þessum rekstri. Hann segir ljóst að ekki verði slátrað í Búðardal í haust, hvað sem síðar verði og vonandi verði hægt að byggja upp frekari starfsemi í húsinu í samvinnu við KS. Sigmundur Ófeigsson neitar því að Norð- lenska hafi ekki undirbúið slátrun í Búðardal í haust. Segir að heimamenn hafi átt eftir að framkvæma ákveðnar lagfæringar til að leyfi fengist fyrir slátruninni og samkvæmt samn- ingum hafi Norðlenska ekki átt að fá húsið af- hent fyrr en 1. september. Í yfirlýsingu sem sveitarstjórn Dalabyggðar sendi frá sér í gær kemur fram að unnið hafi verið að lagfæring- um á sláturhúsinu í sumar og fulltrúi landbún- aðarráðuneytis gert á því úttekt. Ekkert hafi bent til annars en framleiðsluleyfi hefði feng- ist. Fylgjandi áframhaldandi rekstri Samningurinn við KS var samþykktur í sveitarstjórn Dalabyggðar á fundi í fyrrakvöld með sex atkvæðum gegn einu. Einn fulltrúi studdi hann ekki, Ingveldur Guðmundsdóttir annar fulltrúi H-lista. Hún segist hafa verið fylgjandi áframhaldandi samstarfi við Norð- lenska þannig að slátrun legðist ekki af í Búð- ardal. Ingveldur er sauðfjárbóndi og segist hlynnt samkeppni í slátrun og telur að rekstur sláturhúss í Búðardal hefði verið liður í því. Hún bætir því við að miklir fjármunir hafi verið lagðir í endurbyggingu sláturhússins og synd að þessi fjárfesting skuli ekki vera nýtt. Telur hún að ef Norðlenska og Dalamenn hefðu stað- ið saman að málinu hefði nauðsynlegur fjöldi sláturfjár fengist, kannski ekki í haust en á næstu árum. Sveitarstjórn mun kynna málið á almennum borgarafundi sem haldinn verður í Búðardal annað kvöld. Dalabyggð semur við KS um vinnslu í sláturhúsinu Ekki slátrað í Búðardal í haust Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.